Tekst lærisveinum Solskjærs að hefna fyrir síðustu heimsókn sína á Goodison? Ísak Hallmundarson skrifar 29. febrúar 2020 23:30 Solskjær var ekki skemmt eftir síðustu heimsókn á Goodison vísir/getty Manchester United mætir Everton á Goodison Park á morgun. Það gekk ekki vel hjá United í síðustu heimsókn sinni þangað. Rauðu djöflarnir fengu stórskell þann 21. apríl á síðasta ári, 4-0, þar sem Gylfi Þór Sigurðsson var meðal annars á skotskónnum. Ole Gunnar Solskjær, knattspyrnustjóri Man Utd, rifjaði upp þennan leik í viðtali á fimmtudaginn: ,,Þetta var lágpunkturinn minn. Ég held að allir viti það og muni eftir þessu, þetta var algjör uppgjöf.‘‘ ,,Allt sem þú vildir ekki sjá sástu í þessum leik. Það var ekkert gott við okkar leik þennan dag.‘‘ Leikurinn á morgun verður fyrsta heimsókn United á Goodison Park síðan þeir fengu 4-0 skellinn. Romelu Lukaku og Ashley Young eru einu leikmennirnir sem tóku þátt í þeim leik sem hafa yfirgefið Manchester United. United hefur þó bætt við sig nokkrum lykilleikmönnum eins og Harry Maguire, Bruno Fernandes og Aaron Wan-Bissaka, en þá má gera ráð fyrir að þeir verði í byrjunarliðinu á morgun. Gengi þeirra rauðu hefur verið upp og ofan á tímabilinu, en eftir skelfilega frammistöðu í 0-2 tapi gegn Burnley á Old Trafford í janúar hefur leiðin legið upp á við. Í síðustu sjö leikjum sínum hefur United unnið fimm sinnum og gert tvö jafntefli, en í þeim leikjum hafa þeir skorað 18 mörk og aðeins fengið á sig eitt. Koma Bruno Fernandes til félagsins í lok janúar spilar ekki síst þar inn í, en hann hefur blásið lífi í sóknarleik liðsins og skorað tvö mörk og lagt upp tvö í síðustu fjórum leikjum. ,,Menningin, hugarfarið, liðsandinn, formið og jafnvel skilningur á milli leikmanna hefur orðið betri,‘‘ sagði Solskjær um gengi liðsins undanfarnar vikur. ,,Það er Man United eins og aðdáendurnir vilja sjá það. Mikill hreyfanleiki, ein til tvær snertingar, hlaup inn í teig, marktækifæri.‘‘ ,,Ég get sagt það frá hjartanu að ég er 100% viss um að strákarnir munu aldrei gefast upp eins og liðið gerði í leiknum í fyrra,‘‘ sagði Solskjær að lokum, sem hefur greinilega mikla trú á breyttu hugarfari í sínum hóp. Það verður áhugavert að sjá hvort United takist að hefna fyrir síðustu heimsókn sína til þeirra bláklæddu í Bítlaborginni á morgun. Enski boltinn Mest lesið Óheppin Arna fékk dæmt á sig víti gegn Man. Utd Fótbolti Ísak lofar að hlaupa mest: „Mjög gaman að sjá fólkið bakka okkur upp“ Fótbolti Skilur ekki hvernig var hægt að breyta víti í markmannskast Handbolti Birta Georgs: Skrítinn leikur og veðrið átti stóran þátt í því Fótbolti Anton og Jónas áfram fastagestir á EM Handbolti Vonsvikinn Nik: Þriðja og fjórða markið gætu skipt sköpum Fótbolti Donni öflugur og skildi heimamenn eftir í sárum Handbolti ÍBV og Valur ein á toppnum eftir háspennu í Breiðholti Handbolti Íslendingarnir frábærir og fögnuðu í Danmörku Handbolti Uppgjörið: Breiðablik - Spartak Subotica 4-0 | Langt komnar í nýju Evrópukeppnina Fótbolti Fleiri fréttir Matti Villa efstur í Víkingsdeildinni í Fantasy en þjálfarinn á botninum Gætu spilað á Wembley ef Emirates fær Real Madrid uppfærslu Telja að leikmenn United styðji Ruben Amorim Segir leikmenn í gullkynslóð Englands hafa verið „sjálfhverfir lúserar“ Raya að skrifa undir nýjan samning Haaland hefur skorað á öllum völlum nema einum Tíu milljóna punda kjarakaup John Stones íhugaði að hætta í fótbolta Hvetur fólk til að skipta Gyökeres og Joao Pedro út ef þeir taka ekki vítin Rooney gagnrýnir Mo Salah og vill færa hann til á vellinum Guardiola ætlar að skipuleggja kvöldverð með Wenger og Ferguson Sjáðu allt um enska boltann um helgina á fimm mínútum „Þá er búið að yfirtaka sál félagsins“ Arnar Gunnlaugs segir gagnrýnendur Liverpool gleyma mannlega þættinum Pep fljótastur í 250 sigra „Þarf að halda í við Mbappé og Kane“ Haaland lyfti Man City upp í sjötta sætið „Á endanum fengum við á okkur mark í blálokin“ Markaskorarinn Mount vonast til að sigur dagsins sé vendipunkturinn Þriðja tap Liverpool í röð Man Utd - Sunderland 2-0 | Nauðsynlegur sigur fyrir Amorim Arsenal á toppinn Leeds - Tottenham 1-2 | Tottenham upp í annað sæti eftir sigur á Leeds Sjáðu glæsimörkin sem skiluðu Bournemouth upp í annað sætið Segir nýju mennina hjá Liverpool ekkert hafa getað Semenyo í stuði og Bournemouth upp í annað sætið Tíu bestu mörkin úr leikjum Chelsea og Liverpool Antony sakar United um virðingarleysi og dónaskap Sláandi xG tölfræði hjá Manchester United Enginn Foden, Bellingham eða Grealish í enska landsliðshópnum Sjá meira
Manchester United mætir Everton á Goodison Park á morgun. Það gekk ekki vel hjá United í síðustu heimsókn sinni þangað. Rauðu djöflarnir fengu stórskell þann 21. apríl á síðasta ári, 4-0, þar sem Gylfi Þór Sigurðsson var meðal annars á skotskónnum. Ole Gunnar Solskjær, knattspyrnustjóri Man Utd, rifjaði upp þennan leik í viðtali á fimmtudaginn: ,,Þetta var lágpunkturinn minn. Ég held að allir viti það og muni eftir þessu, þetta var algjör uppgjöf.‘‘ ,,Allt sem þú vildir ekki sjá sástu í þessum leik. Það var ekkert gott við okkar leik þennan dag.‘‘ Leikurinn á morgun verður fyrsta heimsókn United á Goodison Park síðan þeir fengu 4-0 skellinn. Romelu Lukaku og Ashley Young eru einu leikmennirnir sem tóku þátt í þeim leik sem hafa yfirgefið Manchester United. United hefur þó bætt við sig nokkrum lykilleikmönnum eins og Harry Maguire, Bruno Fernandes og Aaron Wan-Bissaka, en þá má gera ráð fyrir að þeir verði í byrjunarliðinu á morgun. Gengi þeirra rauðu hefur verið upp og ofan á tímabilinu, en eftir skelfilega frammistöðu í 0-2 tapi gegn Burnley á Old Trafford í janúar hefur leiðin legið upp á við. Í síðustu sjö leikjum sínum hefur United unnið fimm sinnum og gert tvö jafntefli, en í þeim leikjum hafa þeir skorað 18 mörk og aðeins fengið á sig eitt. Koma Bruno Fernandes til félagsins í lok janúar spilar ekki síst þar inn í, en hann hefur blásið lífi í sóknarleik liðsins og skorað tvö mörk og lagt upp tvö í síðustu fjórum leikjum. ,,Menningin, hugarfarið, liðsandinn, formið og jafnvel skilningur á milli leikmanna hefur orðið betri,‘‘ sagði Solskjær um gengi liðsins undanfarnar vikur. ,,Það er Man United eins og aðdáendurnir vilja sjá það. Mikill hreyfanleiki, ein til tvær snertingar, hlaup inn í teig, marktækifæri.‘‘ ,,Ég get sagt það frá hjartanu að ég er 100% viss um að strákarnir munu aldrei gefast upp eins og liðið gerði í leiknum í fyrra,‘‘ sagði Solskjær að lokum, sem hefur greinilega mikla trú á breyttu hugarfari í sínum hóp. Það verður áhugavert að sjá hvort United takist að hefna fyrir síðustu heimsókn sína til þeirra bláklæddu í Bítlaborginni á morgun.
Enski boltinn Mest lesið Óheppin Arna fékk dæmt á sig víti gegn Man. Utd Fótbolti Ísak lofar að hlaupa mest: „Mjög gaman að sjá fólkið bakka okkur upp“ Fótbolti Skilur ekki hvernig var hægt að breyta víti í markmannskast Handbolti Birta Georgs: Skrítinn leikur og veðrið átti stóran þátt í því Fótbolti Anton og Jónas áfram fastagestir á EM Handbolti Vonsvikinn Nik: Þriðja og fjórða markið gætu skipt sköpum Fótbolti Donni öflugur og skildi heimamenn eftir í sárum Handbolti ÍBV og Valur ein á toppnum eftir háspennu í Breiðholti Handbolti Íslendingarnir frábærir og fögnuðu í Danmörku Handbolti Uppgjörið: Breiðablik - Spartak Subotica 4-0 | Langt komnar í nýju Evrópukeppnina Fótbolti Fleiri fréttir Matti Villa efstur í Víkingsdeildinni í Fantasy en þjálfarinn á botninum Gætu spilað á Wembley ef Emirates fær Real Madrid uppfærslu Telja að leikmenn United styðji Ruben Amorim Segir leikmenn í gullkynslóð Englands hafa verið „sjálfhverfir lúserar“ Raya að skrifa undir nýjan samning Haaland hefur skorað á öllum völlum nema einum Tíu milljóna punda kjarakaup John Stones íhugaði að hætta í fótbolta Hvetur fólk til að skipta Gyökeres og Joao Pedro út ef þeir taka ekki vítin Rooney gagnrýnir Mo Salah og vill færa hann til á vellinum Guardiola ætlar að skipuleggja kvöldverð með Wenger og Ferguson Sjáðu allt um enska boltann um helgina á fimm mínútum „Þá er búið að yfirtaka sál félagsins“ Arnar Gunnlaugs segir gagnrýnendur Liverpool gleyma mannlega þættinum Pep fljótastur í 250 sigra „Þarf að halda í við Mbappé og Kane“ Haaland lyfti Man City upp í sjötta sætið „Á endanum fengum við á okkur mark í blálokin“ Markaskorarinn Mount vonast til að sigur dagsins sé vendipunkturinn Þriðja tap Liverpool í röð Man Utd - Sunderland 2-0 | Nauðsynlegur sigur fyrir Amorim Arsenal á toppinn Leeds - Tottenham 1-2 | Tottenham upp í annað sæti eftir sigur á Leeds Sjáðu glæsimörkin sem skiluðu Bournemouth upp í annað sætið Segir nýju mennina hjá Liverpool ekkert hafa getað Semenyo í stuði og Bournemouth upp í annað sætið Tíu bestu mörkin úr leikjum Chelsea og Liverpool Antony sakar United um virðingarleysi og dónaskap Sláandi xG tölfræði hjá Manchester United Enginn Foden, Bellingham eða Grealish í enska landsliðshópnum Sjá meira