Stjórnvöld skipa stýrihóp vegna kórónuveirunnar Stefán Ó. Jónsson skrifar 28. febrúar 2020 13:42 Skipun stýrihópsins var ákveðin á ríkisstjórnarfundi í morgun. Vísir/vilhelm Skipaður hefur verið sérstakur stýrihópur „um samfélagsleg og hagræn viðbrögð við Covid-19 veirunni.“ Í hópnum eiga sæti sjö ráðuneytisstjórar. Þetta var ákveðið á fundi ríkisstjórnarinnar í morgun, að því er fram kemur í tilkynningu á vef Stjórnarráðsins.Þar segir að það falli í skaut ráðuneytisstjóranna sjö að vega og meta hver samfélagsleg og efnahagsleg viðbrögð stjórnvalda ættu að vera hverju sinni, í samræmi við það hvernig útbreiðslu kórónaveirunnar vindur fram. Áhrif útbreiðslunnar hafi þegar orðið nokkur, sem birtist m.a. í lækkun hlutabréfa í kauphöllum og samdrætti í ferðaþjónustu. „Stjórnvöld fylgjast náið með framvindu mála og leggja áherslu á að styrkja samhæfingu stjórnvalda þannig að unnt verði að grípa til viðeigandi ráðstafana á hverjum tíma,“ segir í tilkynningunni. Þar eru ráðuneytisstjórarnir jafnframt taldir upp og má sjá lista þeirra hér að neðan. Næsti upplýsingafundur almannavarna vegna veirunnar fer fram klukkan 15:30 í dag, en það er þriðji blaðamannafundurinn sem almannavarnir boða til á jafn mörgum dögum. Vísir verður með beina vefútsendingu eins og af fyrri fundum. Á fundinum í dag mun Guðlaug Rakel Guðjónsdóttir, framkvæmdastjóri meðferðarsviðs Landspítala, kynna í stuttu máli aðgerðir og viðbúnað spítalans í tengslum við COVID-19. Jafnframt mun Alma D. Möller, landlæknir, ræða viðbrögð heilbrigðisþjónustunnar og þá stöðu sem blasir við vegna nýju kórónaveirunnar. Fyrrnefndir ráðuneytisstjórar sem mynda stýrihópinn eru eftirfarandi: Bryndís Hlöðversdóttir, ráðuneytisstjóri forsætisráðuneytis, Ásta Valdimarsdóttir, ráðuneytisstjóri heilbrigðisráðuneytis, Gissur Pétursson, ráðuneytisstjóri félags- og barnamálaráðuneytis, Guðmundur Árnason, ráðuneytisstjóri fjármála- og efnahagsráðuneytis, Haukur Guðmundsson, ráðuneytisstjóri dómsmálaráðuneytis, Kristján Skarphéðinsson, ráðuneytisstjóri atvinnu- og nýsköpunarráðuneytis, Sturla Sigurjónsson, ráðuneytisstjóri utanríkisráðuneytis. Faraldur kórónuveiru (COVID-19) Stjórnsýsla Tengdar fréttir Myndum ráða við ef allt færi á versta veg Versta sviðsmyndin vegna Covid-19 sjúkdómsins gerir ráð fyrir um það bil 300 smitum hér á landi og sóttvarnalæknir segir það viðráðanlegt. 26. febrúar 2020 19:00 Lýsa yfir hættustigi þegar smit greinist hér á landi Yfirvöld munu ekki lýsa yfir hættustigi hér á landi vegna kórónuveirunnar sem veldur sjúkdómnum COVID-19 fyrr en smit greinist hér. 27. febrúar 2020 12:00 Réttur ferðalanga vegna kórónuveirunnar ólíkur eftir aðstæðum Réttur ferðamanna til að fá það tjón bætt sem þeir kunna að verða fyrir í tengslum við ferðalög vegna kórónuveirunnar sem veldur sjúkdómnum COVID-19 er ólíkur eftir aðstæðum, til dæmis eftir því hvort fólk er að ferðast á eigin vegum eða á bókað í pakkaferð. 28. febrúar 2020 11:45 Mest lesið Ætlar ekki að beita sér í máli starfsmanns Útlendingastofnunar Innlent Sextán ára fékk greitt fyrir að færa Epstein stúlkur Erlent Hljóti að vera komið að því að skoða öryggisgæslu við skóla Innlent „Þetta er bara ljótt“ Innlent „Ég vil ekki nokkurn tímann sjá neitt svona aftur“ Innlent Milljónir til almannatengla og átta sinnum meira en í fyrra Innlent Systir og amma drengs í meðferð létust í Suður-Afríku Innlent Eyjólfur í orlof og Inga þrefaldur ráðherra Innlent Fóru um borð í vélvana rússneskt skip Erlent Grunaður um manndráp eftir að tveggja ára drengur féll úr blokk Erlent Fleiri fréttir Fjórir fluttir á sjúkrahús eftir bílveltu á Suðurlandi Leggur aftur til hverfislögreglustöð í Breiðholti Nú má heita Love, Tóní, Ranimosk og Draumur Kvartar til umboðsmanns og vonar að Vegagerðin sjái að sér Ætlar ekki að beita sér í máli starfsmanns Útlendingastofnunar „Ég vil ekki nokkurn tímann sjá neitt svona aftur“ Gyðingar á Íslandi upplifa aukinn ótta Ferðaþjónusta blómstrar í uppsveitum Árnessýslu „Þetta er bara ljótt“ Hljóti að vera komið að því að skoða öryggisgæslu við skóla Ætlar að skýra hvenær rjúfa megi þagnarskyldu Þagnarskylda heilbrigðisstarfsfólks og öryggisgæsla við grunnskóla Eyjólfur í orlof og Inga þrefaldur ráðherra Vegagerðin segir flóðin í Vík fyrirséð Fjölmiðlar, bókmenntir og hægrimennska á Sprengisandi „En hver sagði að þetta ætti að vera auðvelt?“ Milljónir til almannatengla og átta sinnum meira en í fyrra Grunuð um að koma til landsins til að brjóta á öldruðum Leggja hald á skip á alþjóðahafsvæði undan ströndum Venesúela Bindur vonir við Vor til vinstri Systir og amma drengs í meðferð létust í Suður-Afríku „Við erum pottþétt að koma út í mínus, hversu miklum vitum við ekki“ „Þetta er alveg ásættanlegur samningur“ Deildi nöfnum skjólstæðinga á Instagram Íslendingar þægileg fórnarlömb fyrir vasaþjófa „Að öllu óbreyttu mun þjóðvegurinn fara í sundur“ Vonbrigði í Vík og rýnt í Epstein-skjölin Morgundagurinn sá stysti á árinu Langtímaleigan 23 þúsund krónum dýrari á ári Grenjandi rigning og hífandi rok á aðfangadag Sjá meira
Skipaður hefur verið sérstakur stýrihópur „um samfélagsleg og hagræn viðbrögð við Covid-19 veirunni.“ Í hópnum eiga sæti sjö ráðuneytisstjórar. Þetta var ákveðið á fundi ríkisstjórnarinnar í morgun, að því er fram kemur í tilkynningu á vef Stjórnarráðsins.Þar segir að það falli í skaut ráðuneytisstjóranna sjö að vega og meta hver samfélagsleg og efnahagsleg viðbrögð stjórnvalda ættu að vera hverju sinni, í samræmi við það hvernig útbreiðslu kórónaveirunnar vindur fram. Áhrif útbreiðslunnar hafi þegar orðið nokkur, sem birtist m.a. í lækkun hlutabréfa í kauphöllum og samdrætti í ferðaþjónustu. „Stjórnvöld fylgjast náið með framvindu mála og leggja áherslu á að styrkja samhæfingu stjórnvalda þannig að unnt verði að grípa til viðeigandi ráðstafana á hverjum tíma,“ segir í tilkynningunni. Þar eru ráðuneytisstjórarnir jafnframt taldir upp og má sjá lista þeirra hér að neðan. Næsti upplýsingafundur almannavarna vegna veirunnar fer fram klukkan 15:30 í dag, en það er þriðji blaðamannafundurinn sem almannavarnir boða til á jafn mörgum dögum. Vísir verður með beina vefútsendingu eins og af fyrri fundum. Á fundinum í dag mun Guðlaug Rakel Guðjónsdóttir, framkvæmdastjóri meðferðarsviðs Landspítala, kynna í stuttu máli aðgerðir og viðbúnað spítalans í tengslum við COVID-19. Jafnframt mun Alma D. Möller, landlæknir, ræða viðbrögð heilbrigðisþjónustunnar og þá stöðu sem blasir við vegna nýju kórónaveirunnar. Fyrrnefndir ráðuneytisstjórar sem mynda stýrihópinn eru eftirfarandi: Bryndís Hlöðversdóttir, ráðuneytisstjóri forsætisráðuneytis, Ásta Valdimarsdóttir, ráðuneytisstjóri heilbrigðisráðuneytis, Gissur Pétursson, ráðuneytisstjóri félags- og barnamálaráðuneytis, Guðmundur Árnason, ráðuneytisstjóri fjármála- og efnahagsráðuneytis, Haukur Guðmundsson, ráðuneytisstjóri dómsmálaráðuneytis, Kristján Skarphéðinsson, ráðuneytisstjóri atvinnu- og nýsköpunarráðuneytis, Sturla Sigurjónsson, ráðuneytisstjóri utanríkisráðuneytis.
Faraldur kórónuveiru (COVID-19) Stjórnsýsla Tengdar fréttir Myndum ráða við ef allt færi á versta veg Versta sviðsmyndin vegna Covid-19 sjúkdómsins gerir ráð fyrir um það bil 300 smitum hér á landi og sóttvarnalæknir segir það viðráðanlegt. 26. febrúar 2020 19:00 Lýsa yfir hættustigi þegar smit greinist hér á landi Yfirvöld munu ekki lýsa yfir hættustigi hér á landi vegna kórónuveirunnar sem veldur sjúkdómnum COVID-19 fyrr en smit greinist hér. 27. febrúar 2020 12:00 Réttur ferðalanga vegna kórónuveirunnar ólíkur eftir aðstæðum Réttur ferðamanna til að fá það tjón bætt sem þeir kunna að verða fyrir í tengslum við ferðalög vegna kórónuveirunnar sem veldur sjúkdómnum COVID-19 er ólíkur eftir aðstæðum, til dæmis eftir því hvort fólk er að ferðast á eigin vegum eða á bókað í pakkaferð. 28. febrúar 2020 11:45 Mest lesið Ætlar ekki að beita sér í máli starfsmanns Útlendingastofnunar Innlent Sextán ára fékk greitt fyrir að færa Epstein stúlkur Erlent Hljóti að vera komið að því að skoða öryggisgæslu við skóla Innlent „Þetta er bara ljótt“ Innlent „Ég vil ekki nokkurn tímann sjá neitt svona aftur“ Innlent Milljónir til almannatengla og átta sinnum meira en í fyrra Innlent Systir og amma drengs í meðferð létust í Suður-Afríku Innlent Eyjólfur í orlof og Inga þrefaldur ráðherra Innlent Fóru um borð í vélvana rússneskt skip Erlent Grunaður um manndráp eftir að tveggja ára drengur féll úr blokk Erlent Fleiri fréttir Fjórir fluttir á sjúkrahús eftir bílveltu á Suðurlandi Leggur aftur til hverfislögreglustöð í Breiðholti Nú má heita Love, Tóní, Ranimosk og Draumur Kvartar til umboðsmanns og vonar að Vegagerðin sjái að sér Ætlar ekki að beita sér í máli starfsmanns Útlendingastofnunar „Ég vil ekki nokkurn tímann sjá neitt svona aftur“ Gyðingar á Íslandi upplifa aukinn ótta Ferðaþjónusta blómstrar í uppsveitum Árnessýslu „Þetta er bara ljótt“ Hljóti að vera komið að því að skoða öryggisgæslu við skóla Ætlar að skýra hvenær rjúfa megi þagnarskyldu Þagnarskylda heilbrigðisstarfsfólks og öryggisgæsla við grunnskóla Eyjólfur í orlof og Inga þrefaldur ráðherra Vegagerðin segir flóðin í Vík fyrirséð Fjölmiðlar, bókmenntir og hægrimennska á Sprengisandi „En hver sagði að þetta ætti að vera auðvelt?“ Milljónir til almannatengla og átta sinnum meira en í fyrra Grunuð um að koma til landsins til að brjóta á öldruðum Leggja hald á skip á alþjóðahafsvæði undan ströndum Venesúela Bindur vonir við Vor til vinstri Systir og amma drengs í meðferð létust í Suður-Afríku „Við erum pottþétt að koma út í mínus, hversu miklum vitum við ekki“ „Þetta er alveg ásættanlegur samningur“ Deildi nöfnum skjólstæðinga á Instagram Íslendingar þægileg fórnarlömb fyrir vasaþjófa „Að öllu óbreyttu mun þjóðvegurinn fara í sundur“ Vonbrigði í Vík og rýnt í Epstein-skjölin Morgundagurinn sá stysti á árinu Langtímaleigan 23 þúsund krónum dýrari á ári Grenjandi rigning og hífandi rok á aðfangadag Sjá meira
Myndum ráða við ef allt færi á versta veg Versta sviðsmyndin vegna Covid-19 sjúkdómsins gerir ráð fyrir um það bil 300 smitum hér á landi og sóttvarnalæknir segir það viðráðanlegt. 26. febrúar 2020 19:00
Lýsa yfir hættustigi þegar smit greinist hér á landi Yfirvöld munu ekki lýsa yfir hættustigi hér á landi vegna kórónuveirunnar sem veldur sjúkdómnum COVID-19 fyrr en smit greinist hér. 27. febrúar 2020 12:00
Réttur ferðalanga vegna kórónuveirunnar ólíkur eftir aðstæðum Réttur ferðamanna til að fá það tjón bætt sem þeir kunna að verða fyrir í tengslum við ferðalög vegna kórónuveirunnar sem veldur sjúkdómnum COVID-19 er ólíkur eftir aðstæðum, til dæmis eftir því hvort fólk er að ferðast á eigin vegum eða á bókað í pakkaferð. 28. febrúar 2020 11:45