Komu ökumönnum til bjargar í alla nótt Kristín Ólafsdóttir skrifar 28. febrúar 2020 07:12 Það má með sanni segja að færð sé slæm á Suðurnesjum í dag. Lögregla á Suðurnesjum Björgunarsveitir og lögregla á Suðurnesjum voru önnum kafnar í alla nótt við að aðstoða ökumenn sem fest höfðu bíla sína á svæðinu. Þá var einnig nóg að gera hjá björgunarsveitum á Suðurlandi í gærkvöldi og í nótt, þar sem víða er þungfært. Samkvæmt upplýsingum frá lögreglu á Suðurnesjum var ófærð mikil í nótt og voru allar björgunarsveitir á svæðinu kallaðar út til að losa fasta bíla. Nokkur slík útköll voru í gangi nú skömmu fyrir klukkan sjö í morgun og færð enn talsvert þung, sérstaklega við Ásbrú. Reynt er eftir fremsta megni að halda stofnæðum opnum. Þá beinir lögregla því til fólks að mikilvægt sé að vera á vel búnum bílum í ófærðinni. Um fjörutíu tilkynningar höfðu borist Landsbjörg á Suðurnesjum á tíunda tímanum í gær. Þá myndaðist umferðarteppa á Grindavíkurvegi við Bláa lónið vegna ófærðar. Talsverðan tíma tók að greiða úr þeirri flækju og var veginum lokað um tíma. Lokað um Þrengsli og óvíst með Hellisheiði Þá sátu tugir bíla fastir á Sólheimasandi í gærkvöldi, þar sem var mjög hvasst og mikill skafrenningur. Veginum á milli Hvolsvallar og Víkur var lokað en samkvæmt korti Vegagerðarinnar er enn ófært um veginn nú. Þá var Hellisheiði lokað í morgun vegna fannfergis en hún opnuð aftur snemma á sjöunda tímanum, þó með þeim skilaboðum Vegagerðarinnar að henni gæti verið lokað aftur með litlum sem engum fyrirvara ef veður versnar. Veginum um Þrengsli var einnig lokað snemma í morgun og er hann enn lokaður. Fram kom í dagbók lögreglu í morgun að björgunarsveitir á höfuðborgarsvæðinu hefðu verið ræstar út í gærkvöldi og í nótt til að aðstoða ökumenn sem sátu fastir á Hafravatnsvegi, Þingvallavegi og Suðurlandsvegi. Þá má búast við verulegum töfum á akstursþjónustu fatlaðra hjá Strætó í höfuðborginni í dag sökum ófærðar. Nær allir bílar sem sinna þeirri þjónustu sitja nú fastir heima en færð í íbúðahverfum er einkar slæm. Upplýsingar um færð má finna á vef Vegagerðarinnar. Fréttin hefur verið uppfærð. Björgunarsveitir Veður Tengdar fréttir Nóg að gera hjá björgunarsveitum Nóg hefur verið að gera hjá björgunarsveitum í dag og í kvöld vegna veðurs og ófærðar víða um sunnanvert landið. 27. febrúar 2020 21:41 Mest lesið Telur sig hafa orðið vitni að aðdraganda drápsins Innlent Fangaverðir á sjúkrahús eftir hópárás fanga Innlent Óvænt ávarp forsætisráðherra: „Við munum verja lýðveldið Ísland“ Innlent „Þjóðin þarf að fá að vita hvernig þau hafa hagað sér á bak við tjöldin“ Innlent Trump hrósaði forsetanum fyrir færni í eigin móðurmáli Erlent Segir ummæli ráðherra um sig ógeðfelld Innlent Sauð upp úr þegar Bryndís sagði Hildi fylgja vinnureglum Innlent Kemur kjarnorkuvetur á eftir kjarnorkuákvæðinu? Innlent „Alvarleg yfirlýsing frá formanni flokks“ Innlent „Það er orrustan um Ísland“ Innlent Fleiri fréttir Þingfundi frestað: Stjórnarandstaðan lagði fram „aðeins mýkri“ tillögu Hélt á lokuðu umslagi Tillögur „ekki afhentar í lokuðu umslagi“ Uppþot og fúkyrði á þinginu og bandarískur kjarnorkukafbátur Jökulhlaupið í rénun Reyna að stilla til friðar í bakherbergjum Alþingis Segir ummæli ráðherra um sig ógeðfelld Fundu tuttugu kíló af grasi eftir húsleit í Hafnarfirði Mennirnir þrír sjáist ekki í myndefni Vara við slysahættu vegna kaldavatnsleysis Vilja herða reglur um frágang rafhlaupahjóla í Reykjavík Segir valkyrjur rangnefni og vill kalla þær skjaldmeyjar Samtal við stjórnarandstöðuna fullreynt Kemur kjarnorkuvetur á eftir kjarnorkuákvæðinu? „Forsætisráðherra veit ekkert hvernig þetta hefur verið!“ „Enginn vafi á að fyrirkomulag Bílastæðasjóðs er löglegt“ Nóróveira líkleg orsök hópsýkingar á Laugarvatni „Það er orrustan um Ísland“ „Alvarleg yfirlýsing frá formanni flokks“ „Þjóðin þarf að fá að vita hvernig þau hafa hagað sér á bak við tjöldin“ Þykir leitt að hafa valdið uppnámi Ávarp forsætisráðherra og kjarnorkukafbátur við Grundartanga Minnihlutinn hafi lagt fram eigið veiðigjaldamál: „Þetta er skrumskæling á lýðræðinu“ Spyr hvort draga eigi valdhafa undir húsvegg og skjóta Fangaverðir á sjúkrahús eftir hópárás fanga Sauð upp úr þegar Bryndís sagði Hildi fylgja vinnureglum Óvænt ávarp forsætisráðherra: „Við munum verja lýðveldið Ísland“ Jökulhlaup úr Mýrdalsjökli í Leirá Syðri og Skálm enn í gangi Telur sig hafa orðið vitni að aðdraganda drápsins Borgarbúar frekar hlynntir kílómetragjaldi en landsbyggðin Sjá meira
Björgunarsveitir og lögregla á Suðurnesjum voru önnum kafnar í alla nótt við að aðstoða ökumenn sem fest höfðu bíla sína á svæðinu. Þá var einnig nóg að gera hjá björgunarsveitum á Suðurlandi í gærkvöldi og í nótt, þar sem víða er þungfært. Samkvæmt upplýsingum frá lögreglu á Suðurnesjum var ófærð mikil í nótt og voru allar björgunarsveitir á svæðinu kallaðar út til að losa fasta bíla. Nokkur slík útköll voru í gangi nú skömmu fyrir klukkan sjö í morgun og færð enn talsvert þung, sérstaklega við Ásbrú. Reynt er eftir fremsta megni að halda stofnæðum opnum. Þá beinir lögregla því til fólks að mikilvægt sé að vera á vel búnum bílum í ófærðinni. Um fjörutíu tilkynningar höfðu borist Landsbjörg á Suðurnesjum á tíunda tímanum í gær. Þá myndaðist umferðarteppa á Grindavíkurvegi við Bláa lónið vegna ófærðar. Talsverðan tíma tók að greiða úr þeirri flækju og var veginum lokað um tíma. Lokað um Þrengsli og óvíst með Hellisheiði Þá sátu tugir bíla fastir á Sólheimasandi í gærkvöldi, þar sem var mjög hvasst og mikill skafrenningur. Veginum á milli Hvolsvallar og Víkur var lokað en samkvæmt korti Vegagerðarinnar er enn ófært um veginn nú. Þá var Hellisheiði lokað í morgun vegna fannfergis en hún opnuð aftur snemma á sjöunda tímanum, þó með þeim skilaboðum Vegagerðarinnar að henni gæti verið lokað aftur með litlum sem engum fyrirvara ef veður versnar. Veginum um Þrengsli var einnig lokað snemma í morgun og er hann enn lokaður. Fram kom í dagbók lögreglu í morgun að björgunarsveitir á höfuðborgarsvæðinu hefðu verið ræstar út í gærkvöldi og í nótt til að aðstoða ökumenn sem sátu fastir á Hafravatnsvegi, Þingvallavegi og Suðurlandsvegi. Þá má búast við verulegum töfum á akstursþjónustu fatlaðra hjá Strætó í höfuðborginni í dag sökum ófærðar. Nær allir bílar sem sinna þeirri þjónustu sitja nú fastir heima en færð í íbúðahverfum er einkar slæm. Upplýsingar um færð má finna á vef Vegagerðarinnar. Fréttin hefur verið uppfærð.
Björgunarsveitir Veður Tengdar fréttir Nóg að gera hjá björgunarsveitum Nóg hefur verið að gera hjá björgunarsveitum í dag og í kvöld vegna veðurs og ófærðar víða um sunnanvert landið. 27. febrúar 2020 21:41 Mest lesið Telur sig hafa orðið vitni að aðdraganda drápsins Innlent Fangaverðir á sjúkrahús eftir hópárás fanga Innlent Óvænt ávarp forsætisráðherra: „Við munum verja lýðveldið Ísland“ Innlent „Þjóðin þarf að fá að vita hvernig þau hafa hagað sér á bak við tjöldin“ Innlent Trump hrósaði forsetanum fyrir færni í eigin móðurmáli Erlent Segir ummæli ráðherra um sig ógeðfelld Innlent Sauð upp úr þegar Bryndís sagði Hildi fylgja vinnureglum Innlent Kemur kjarnorkuvetur á eftir kjarnorkuákvæðinu? Innlent „Alvarleg yfirlýsing frá formanni flokks“ Innlent „Það er orrustan um Ísland“ Innlent Fleiri fréttir Þingfundi frestað: Stjórnarandstaðan lagði fram „aðeins mýkri“ tillögu Hélt á lokuðu umslagi Tillögur „ekki afhentar í lokuðu umslagi“ Uppþot og fúkyrði á þinginu og bandarískur kjarnorkukafbátur Jökulhlaupið í rénun Reyna að stilla til friðar í bakherbergjum Alþingis Segir ummæli ráðherra um sig ógeðfelld Fundu tuttugu kíló af grasi eftir húsleit í Hafnarfirði Mennirnir þrír sjáist ekki í myndefni Vara við slysahættu vegna kaldavatnsleysis Vilja herða reglur um frágang rafhlaupahjóla í Reykjavík Segir valkyrjur rangnefni og vill kalla þær skjaldmeyjar Samtal við stjórnarandstöðuna fullreynt Kemur kjarnorkuvetur á eftir kjarnorkuákvæðinu? „Forsætisráðherra veit ekkert hvernig þetta hefur verið!“ „Enginn vafi á að fyrirkomulag Bílastæðasjóðs er löglegt“ Nóróveira líkleg orsök hópsýkingar á Laugarvatni „Það er orrustan um Ísland“ „Alvarleg yfirlýsing frá formanni flokks“ „Þjóðin þarf að fá að vita hvernig þau hafa hagað sér á bak við tjöldin“ Þykir leitt að hafa valdið uppnámi Ávarp forsætisráðherra og kjarnorkukafbátur við Grundartanga Minnihlutinn hafi lagt fram eigið veiðigjaldamál: „Þetta er skrumskæling á lýðræðinu“ Spyr hvort draga eigi valdhafa undir húsvegg og skjóta Fangaverðir á sjúkrahús eftir hópárás fanga Sauð upp úr þegar Bryndís sagði Hildi fylgja vinnureglum Óvænt ávarp forsætisráðherra: „Við munum verja lýðveldið Ísland“ Jökulhlaup úr Mýrdalsjökli í Leirá Syðri og Skálm enn í gangi Telur sig hafa orðið vitni að aðdraganda drápsins Borgarbúar frekar hlynntir kílómetragjaldi en landsbyggðin Sjá meira
Nóg að gera hjá björgunarsveitum Nóg hefur verið að gera hjá björgunarsveitum í dag og í kvöld vegna veðurs og ófærðar víða um sunnanvert landið. 27. febrúar 2020 21:41