Er Gylfi Þór að renna út á tíma hjá Everton? Runólfur Trausti Þórhallsson skrifar 27. febrúar 2020 14:00 Gylfi Þór kom að báðum mörkum Everton gegn Arsenal um síðustu helgi. Vísir/Getty Gylfi Þór Sigurðsson, dýrasti leikmaður enska knattspyrnufélagsins Everton frá upphafi og einn besti leikmaður Íslands allra tíma virðist ekki eiga sjö dagana sæla hjá enska félaginu þessa dagana.Greg O‘Keefe hjá The Athletic veltir því fyrir sér hvort tími Gylfa Þórs hjá félaginu sé í þann mund að ljúka. Gylfi Sigurdsson is much better than his performances have suggested at times this season, but are his chances of being part of #Everton's midfield next season dwindling anyway? Looked at the debate here #EFChttps://t.co/90gvvA0qyi— Greg O'Keeffe (@GregOK) February 25, 2020 Everton keypti Gylfa frá Swansea City á 45 milljónir punda í ágúst 2017 eftir að níu mörk hans ásamt 13 stoðsendingum björguðu síðarnefnda liðinu frá falli. Á þeim tíma voru mörg lið á eftir Gylfa en það er annað upp á teningnum í dag. O´Keefe telur að frammistöður Gylfa undanfarið séu ekki að sannfæra Carlo Ancelotti, nýjan stjóra Everton, um að halda honum hjá félaginu eftir EM 2020. „Eftir vonbrigða frammistöðu í 3-2 tapinu á útivelli gegn Arsenal er erfitt að sjá hvar Gylfi passar inn á miðju Everton liðsins á næstu leiktíð,“ sagir O´Keefe í grein sinni. Hann reiknar greinilega með því að Ancelotti fái að móta liðið en eflaust mun Marcel Brands, yfirmaður knattspyrnumála, hafa eitthvað um það að segja þar sem Everton skiptir um stjóra oftar en eðlilegt þykir. Ancelotti tók við af Marco Silva þann 21. desember og er sjötti knattspyrnustjóri Everton frá því að Gylfi var keyptur. Hollendingurinn Ronald Koeman var við stjórnvölin fyrst. Eftir að hann var rekinn tók gamli varnarjaxlinn David Unsworth við liðinu í átta leiki áður en Sam Allardyce var ráðinn út það tímabil. Vorið 2018 var Silva svo ráðinn og svo látinn fara eftir 5-2 tap gegn Liverpool í desember síðastliðnum. Áður en Ancelotti tók við stjórnartaumunum var Duncan Ferguson titlaður stjóri félagsins en hann er Ancelotti innan handar í dag. Sá ítalski hefur spilað hefðbundið 4-4-2 síðan hann tók við Everton og hefur Gylfi aðallega leikið í stöðu miðjumanns þar sem hann fær ekki það frjálsræði sem hann fékk undir stjórn Marco Silva þegar hann lék í „tíunni“ á bakvið framherja liðsins. Árangur Íslands með Gylfa á miðri miðjunni ætti þó að sýna fram á að hann er vel fær um að leika á miðri miðjunni í 4-4-2 leikkerfi. Gylfa var hins vegar stillt upp á vinstri vængnum gegn Arsenal og þó hann hafi komið að báðum mörkum Everton í leiknum virðist sem frammistaða hans hafi ekki verið nægilega góð. O´Keefe leitaði til Hjörvars Hafliðasonar, sérfræðings Stöð 2 Sport um enska boltann, og líkt og flestir Íslendingar þá skilur Hjörvar ekki alveg gagnrýnina á Gylfa á meðan aðrir leikmenn liðsins virðast sleppa. Klúbbur sem verslar Yannick Bolasie á 23M og Alex Iwobi á 35M en alltaf er hjólað í Gylfa. Vissulega ekki verið gott tímabil hjá Gylfa en stuðninsmenn hafa fengið hann á heilann. Sagði O'Keefe frá íþróttafjölskyldunni sem hann kemur úr í Hafnarfirðihttps://t.co/sogH0vjOE5— Hjörvar Hafliðason (@hjorvarhaflida) February 25, 2020 MLS deildin í Bandaríkjunum hefur verið nefnd sem síðasti áfangastaður Gylfa áður en hann leggur skóna á hilluna en þessi þrítugi miðjumaður íslenska landsliðsins er eflaust ekki farinn að huga að því. Hann á tvö ár eftir af samningi sínum og er talið að hann hafi lítinn áhuga á því að yfirgefa Bítlaborgina næsta sumar. Sagði O'Keefe að GS myndi alltaf enda ferilinn í USA og svo gat ég ekki svarað hversu vinsæll hann er heima á Íslandi.Mjög virtur en mögulega ekki jafn vinsæll og t.d. Eiður?Mögulega vegna þess að hann valdi Spurs framyfir Liv 2012 sem er langstærsta fan base á Ísl ásamt Man Utd— Hjörvar Hafliðason (@hjorvarhaflida) February 25, 2020 Enski boltinn Tengdar fréttir Gylfi átti þátt í báðum mörkum Everton | Sjáðu mörkin Gylfi Þór Sigurðsson átti fínan leik fyrir Everton í gær er Everton tapaði 3-2 fyrir Arsenal í 27. umferð ensku úrvalsdeildarinnar í gær. 24. febrúar 2020 10:00 Gylfi fékk sex hjá staðarblaðinu: Átti þátt í báðum mörkunum en leit þreyttur út í síðari hálfleik Gylfi Þór Sigurðsson fékk sex í einkunn hjá staðarblaðinu í Liverpool, Liverpool Echo, eftir 3-2 tap Everton gegn Arsenal á útivelli í ensku úrvalsdeildinni í gær. 24. febrúar 2020 07:30 Gylfi og félagar nú aðeins fimm stigum frá Meistaradeildarsæti Manchester United hjálpaði ekki bara sér með sigrinum á Chelsea á Brúnni í gærkvöldi heldur er baráttan um síðustu sætin í Meistaradeildinni varð enn harðari eftir þessi úrslit. 18. febrúar 2020 16:30 Mest lesið Líður alltaf yfir hana þegar hún kemur í mark Sport „Hefði séð eftir því alla ævi“ Íslenski boltinn „Mjög sáttur með samninginn“ Íslenski boltinn „Hann ætti bara að skrifa afsökunarbiblíuna“ Körfubolti Rekinn fyrir ummæli sín um krabbameinssjúka handboltagoðsögn Handbolti Scholes hættir og setur einhverfan son sinn í fyrsta sætið Enski boltinn Magnús Már í viðræðum við HK Íslenski boltinn Real Madrid vill stórar skaðabætur frá UEFA Fótbolti Hefur spilað 16 mínútur og fengið tvö rauð spjöld Enski boltinn Rúmar tvær milljónir í boði ef þú finnur hundinn hans Aarons Ramsey Fótbolti Fleiri fréttir Fantasýn: „Þessi vörn er eitthvað skrímsli“ Scholes hættir og setur einhverfan son sinn í fyrsta sætið Carrick í einkaviðtali: Sigurinn á Anfield stór stund fyrir Man. Utd Hefur spilað 16 mínútur og fengið tvö rauð spjöld Slot: Engin auka pressa við þetta tap Vísar slúðrinu til föðurhúsanna Palace neitar að sleppa takinu á Liverpool Arteta fyrstur stjóranna á fætur Litu á hann sem risaeðlu en sjáið hvað er í tísku núna Búið að finna leiðina til að pirra og vinna Liverpool Arteta óttast ekki að keppinautarnir steli undrabarninu frá honum Hákon Rafn hélt hreinu þegar Brentford flaug áfram Segir að Slot verði að taka tvo leikmenn út úr Liverpool-liðinu Enska úrvalsdeildin í jólaköttinn Segir sitt fyrrum lið í krísu Fylltu í eyðurnar: Vanmetnasti leikmaður deildarinnar? Einkaviðtal við Carrick: „Hálfgerð tískubylgja sem einkennir fótboltann í dag“ Besta liðið aðeins í sautjánda sæti í mörkum í opnum leik „Varnarleikurinn er bara stórslys“ Guardiola: Of snemmt til að hafa áhyggjur af Arsenal Hárið í hættu hjá United manninum Mark úr horni, klippa Eze og punghögg Haalands Aldrei meiri aldursmunur Matty Cash afgreiddi City Eitt mark dugði og Skytturnar enn á toppnum Fimmta tapið í síðustu sex hjá Liverpool Rauðu djöflarnir unnu þriðja deildarsigurinn í röð Sunderland kom til baka gegn Chelsea og dramatík í Newcastle Sjáðu mörkin í verstu byrjun Hamranna í hálfa öld Leeds afgreiddi West Ham Sjá meira
Gylfi Þór Sigurðsson, dýrasti leikmaður enska knattspyrnufélagsins Everton frá upphafi og einn besti leikmaður Íslands allra tíma virðist ekki eiga sjö dagana sæla hjá enska félaginu þessa dagana.Greg O‘Keefe hjá The Athletic veltir því fyrir sér hvort tími Gylfa Þórs hjá félaginu sé í þann mund að ljúka. Gylfi Sigurdsson is much better than his performances have suggested at times this season, but are his chances of being part of #Everton's midfield next season dwindling anyway? Looked at the debate here #EFChttps://t.co/90gvvA0qyi— Greg O'Keeffe (@GregOK) February 25, 2020 Everton keypti Gylfa frá Swansea City á 45 milljónir punda í ágúst 2017 eftir að níu mörk hans ásamt 13 stoðsendingum björguðu síðarnefnda liðinu frá falli. Á þeim tíma voru mörg lið á eftir Gylfa en það er annað upp á teningnum í dag. O´Keefe telur að frammistöður Gylfa undanfarið séu ekki að sannfæra Carlo Ancelotti, nýjan stjóra Everton, um að halda honum hjá félaginu eftir EM 2020. „Eftir vonbrigða frammistöðu í 3-2 tapinu á útivelli gegn Arsenal er erfitt að sjá hvar Gylfi passar inn á miðju Everton liðsins á næstu leiktíð,“ sagir O´Keefe í grein sinni. Hann reiknar greinilega með því að Ancelotti fái að móta liðið en eflaust mun Marcel Brands, yfirmaður knattspyrnumála, hafa eitthvað um það að segja þar sem Everton skiptir um stjóra oftar en eðlilegt þykir. Ancelotti tók við af Marco Silva þann 21. desember og er sjötti knattspyrnustjóri Everton frá því að Gylfi var keyptur. Hollendingurinn Ronald Koeman var við stjórnvölin fyrst. Eftir að hann var rekinn tók gamli varnarjaxlinn David Unsworth við liðinu í átta leiki áður en Sam Allardyce var ráðinn út það tímabil. Vorið 2018 var Silva svo ráðinn og svo látinn fara eftir 5-2 tap gegn Liverpool í desember síðastliðnum. Áður en Ancelotti tók við stjórnartaumunum var Duncan Ferguson titlaður stjóri félagsins en hann er Ancelotti innan handar í dag. Sá ítalski hefur spilað hefðbundið 4-4-2 síðan hann tók við Everton og hefur Gylfi aðallega leikið í stöðu miðjumanns þar sem hann fær ekki það frjálsræði sem hann fékk undir stjórn Marco Silva þegar hann lék í „tíunni“ á bakvið framherja liðsins. Árangur Íslands með Gylfa á miðri miðjunni ætti þó að sýna fram á að hann er vel fær um að leika á miðri miðjunni í 4-4-2 leikkerfi. Gylfa var hins vegar stillt upp á vinstri vængnum gegn Arsenal og þó hann hafi komið að báðum mörkum Everton í leiknum virðist sem frammistaða hans hafi ekki verið nægilega góð. O´Keefe leitaði til Hjörvars Hafliðasonar, sérfræðings Stöð 2 Sport um enska boltann, og líkt og flestir Íslendingar þá skilur Hjörvar ekki alveg gagnrýnina á Gylfa á meðan aðrir leikmenn liðsins virðast sleppa. Klúbbur sem verslar Yannick Bolasie á 23M og Alex Iwobi á 35M en alltaf er hjólað í Gylfa. Vissulega ekki verið gott tímabil hjá Gylfa en stuðninsmenn hafa fengið hann á heilann. Sagði O'Keefe frá íþróttafjölskyldunni sem hann kemur úr í Hafnarfirðihttps://t.co/sogH0vjOE5— Hjörvar Hafliðason (@hjorvarhaflida) February 25, 2020 MLS deildin í Bandaríkjunum hefur verið nefnd sem síðasti áfangastaður Gylfa áður en hann leggur skóna á hilluna en þessi þrítugi miðjumaður íslenska landsliðsins er eflaust ekki farinn að huga að því. Hann á tvö ár eftir af samningi sínum og er talið að hann hafi lítinn áhuga á því að yfirgefa Bítlaborgina næsta sumar. Sagði O'Keefe að GS myndi alltaf enda ferilinn í USA og svo gat ég ekki svarað hversu vinsæll hann er heima á Íslandi.Mjög virtur en mögulega ekki jafn vinsæll og t.d. Eiður?Mögulega vegna þess að hann valdi Spurs framyfir Liv 2012 sem er langstærsta fan base á Ísl ásamt Man Utd— Hjörvar Hafliðason (@hjorvarhaflida) February 25, 2020
Enski boltinn Tengdar fréttir Gylfi átti þátt í báðum mörkum Everton | Sjáðu mörkin Gylfi Þór Sigurðsson átti fínan leik fyrir Everton í gær er Everton tapaði 3-2 fyrir Arsenal í 27. umferð ensku úrvalsdeildarinnar í gær. 24. febrúar 2020 10:00 Gylfi fékk sex hjá staðarblaðinu: Átti þátt í báðum mörkunum en leit þreyttur út í síðari hálfleik Gylfi Þór Sigurðsson fékk sex í einkunn hjá staðarblaðinu í Liverpool, Liverpool Echo, eftir 3-2 tap Everton gegn Arsenal á útivelli í ensku úrvalsdeildinni í gær. 24. febrúar 2020 07:30 Gylfi og félagar nú aðeins fimm stigum frá Meistaradeildarsæti Manchester United hjálpaði ekki bara sér með sigrinum á Chelsea á Brúnni í gærkvöldi heldur er baráttan um síðustu sætin í Meistaradeildinni varð enn harðari eftir þessi úrslit. 18. febrúar 2020 16:30 Mest lesið Líður alltaf yfir hana þegar hún kemur í mark Sport „Hefði séð eftir því alla ævi“ Íslenski boltinn „Mjög sáttur með samninginn“ Íslenski boltinn „Hann ætti bara að skrifa afsökunarbiblíuna“ Körfubolti Rekinn fyrir ummæli sín um krabbameinssjúka handboltagoðsögn Handbolti Scholes hættir og setur einhverfan son sinn í fyrsta sætið Enski boltinn Magnús Már í viðræðum við HK Íslenski boltinn Real Madrid vill stórar skaðabætur frá UEFA Fótbolti Hefur spilað 16 mínútur og fengið tvö rauð spjöld Enski boltinn Rúmar tvær milljónir í boði ef þú finnur hundinn hans Aarons Ramsey Fótbolti Fleiri fréttir Fantasýn: „Þessi vörn er eitthvað skrímsli“ Scholes hættir og setur einhverfan son sinn í fyrsta sætið Carrick í einkaviðtali: Sigurinn á Anfield stór stund fyrir Man. Utd Hefur spilað 16 mínútur og fengið tvö rauð spjöld Slot: Engin auka pressa við þetta tap Vísar slúðrinu til föðurhúsanna Palace neitar að sleppa takinu á Liverpool Arteta fyrstur stjóranna á fætur Litu á hann sem risaeðlu en sjáið hvað er í tísku núna Búið að finna leiðina til að pirra og vinna Liverpool Arteta óttast ekki að keppinautarnir steli undrabarninu frá honum Hákon Rafn hélt hreinu þegar Brentford flaug áfram Segir að Slot verði að taka tvo leikmenn út úr Liverpool-liðinu Enska úrvalsdeildin í jólaköttinn Segir sitt fyrrum lið í krísu Fylltu í eyðurnar: Vanmetnasti leikmaður deildarinnar? Einkaviðtal við Carrick: „Hálfgerð tískubylgja sem einkennir fótboltann í dag“ Besta liðið aðeins í sautjánda sæti í mörkum í opnum leik „Varnarleikurinn er bara stórslys“ Guardiola: Of snemmt til að hafa áhyggjur af Arsenal Hárið í hættu hjá United manninum Mark úr horni, klippa Eze og punghögg Haalands Aldrei meiri aldursmunur Matty Cash afgreiddi City Eitt mark dugði og Skytturnar enn á toppnum Fimmta tapið í síðustu sex hjá Liverpool Rauðu djöflarnir unnu þriðja deildarsigurinn í röð Sunderland kom til baka gegn Chelsea og dramatík í Newcastle Sjáðu mörkin í verstu byrjun Hamranna í hálfa öld Leeds afgreiddi West Ham Sjá meira
Gylfi átti þátt í báðum mörkum Everton | Sjáðu mörkin Gylfi Þór Sigurðsson átti fínan leik fyrir Everton í gær er Everton tapaði 3-2 fyrir Arsenal í 27. umferð ensku úrvalsdeildarinnar í gær. 24. febrúar 2020 10:00
Gylfi fékk sex hjá staðarblaðinu: Átti þátt í báðum mörkunum en leit þreyttur út í síðari hálfleik Gylfi Þór Sigurðsson fékk sex í einkunn hjá staðarblaðinu í Liverpool, Liverpool Echo, eftir 3-2 tap Everton gegn Arsenal á útivelli í ensku úrvalsdeildinni í gær. 24. febrúar 2020 07:30
Gylfi og félagar nú aðeins fimm stigum frá Meistaradeildarsæti Manchester United hjálpaði ekki bara sér með sigrinum á Chelsea á Brúnni í gærkvöldi heldur er baráttan um síðustu sætin í Meistaradeildinni varð enn harðari eftir þessi úrslit. 18. febrúar 2020 16:30