Ný vítaskytta Man City loksins fundin? Runólfur Trausti Þórhallsson skrifar 27. febrúar 2020 16:45 De Bruyne skoraði af öryggi í gær. vísir/getty Helmingur vítaspyrna Manchester City á leiktíðinni hafði farið forgörðum þangað til Kevin De Bruyne steig upp og skoraði örugglega í sigri liðsins á Real Madrid í gærkvöld. Var það aðeins sjötta vítaspyrna City liðsins sem söng í netinu en alls hefur liðið fengið 11 víti á leiktíðinni. Það hefur eflaust farið um Belgann þegar hann steig upp til að taka vítaspyrnuna á Santiago Bernabéu á 83. mínútu leiksins í gærkvöld. Staðan 1-1 og City aðeins skorað úr tveimur af síðustu sjö vítaspyrnum sínum. De Bruyne lét það ekki á sig fá og skoraði af öryggi. Það merkilega við spyrnuna var mögulega sú staðreynd að þetta var fyrsta vítið sem De Bruyne tekur á leiktíðinni. Mögulega hefði Sergio Agüero tekið spyrnuna hefði hann verið inn á vellinum en hann hefur skorað úr þremur af fjórum spyrnum sínum á leiktíðinni. Hann klúðraði hins vegar síðustu spyrnu líkt og İlkay Gündoğan, Gabriel Jesus og Raheem Sterling en þeir þrír voru allir inn á vellinum er City fékk vítið í gær. Man City's penalties in all competitions this season: Aguero vs WHU Aguero vs WAT Aguero vs Atalanta Jesus vs Atalanta Gundogan vs LEI Sterling vs WOL Jesus vs SHU Gundogan vs Fulham Gundogan vs TOT Aguero vs LEI De Bruyne vs Madrid pic.twitter.com/gmb2fJ1DOr— WhoScored.com (@WhoScored) February 27, 2020 Mikil umræða hefur verið í kringum vítaspyrnur Manchester City á leiktíðinni og umræða farið af stað hvort Ederson, markvörður liðsins, myndi taka næstu spyrnu en ef er að marka orð Pep Guardiola, þjálfara City, frá 2018 þá er það ekki að fara gerast. Nú þarf þess heldur ekki ef De Bruyne heldur áfram að taka vítaspyrnur liðsins. Enski boltinn Meistaradeild Evrópu Tengdar fréttir Sjáðu mörkin úr Meistaradeildinni | Ramos fékk rautt Það voru þrjú mörk skoruð í stórleik Real Madrid og Manchester City í kvöld og Lyon vann 1-0 sigur gegn Juventus. Mörkin úr leikjunum má sjá í þessari frétt. 26. febrúar 2020 22:30 Man. City í frábærum málum frá Madrid Englandsmeistarar Manchester City unnu 2-1 sigur gegn Real Madrid á Santiago Bernabeu í kvöld og eru í kjörstöðu fyrir seinni leik liðanna í 16-liða úrslitum Meistaradeildar Evrópu. Sergio Ramos sá rautt í leiknum. 26. febrúar 2020 21:45 Veðmál Guardiola næstum búið að kosta Manchester City Manchester City vann magnaðan 2-1 sigur á Real Madrid á útivelli í gærkvöld er liðin mættust í 16-liða úrslitum Meistaradeildar Evrópu. Pep Guardiola gerði óvæntar breytingar fyrir leik sem voru næstum búnar að kosta City. 27. febrúar 2020 12:00 Mest lesið Styttist í að Orri Steinn verði ekki lengur stærsta sala FCK Fótbolti Hrósuðu Túfa í hástert: „Á einhvern hátt heldur maður með honum“ Fótbolti Þurfa að losa leikmenn til að skrá Rashford Fótbolti „Ég líki þessu svolítið við Blikana“ Fótbolti Búinn að eyða yfir tuttugu milljörðum en segist vanta meira Fótbolti „Við erum ekki á góðum stað“ Íslenski boltinn Hálffimmtug Venus snéri aftur með sigri Sport Daðraði við Dallas áður en hann skrifaði undir hjá Lakers á nýjan leik Körfubolti „Fjölmennasti leikur sem Breiðablik hefur spilað“ Fótbolti Ekki hissa á því að Horner hafi verið rekinn Formúla 1 Fleiri fréttir Amorim og Guardiola vilja fyrrum lærisvein þess fyrrnefnda Mbeumo staðfestur hjá félagi drauma sinna Nýi Liverpool maðurinn í fámennum hópi með Mo Salah Will Ferrell stal athyglinni frá daufum leik Man.United í gær Liverpool kaupir Ekitike fyrir meira en níutíu milljónir evra Rannsaka Íslendingafélagið Burton Albion Rashford nálgast Barcelona Hvar mun Mbeumo spila fyrir Man United? Hrókeringar í markmannsmálum Man City Ince missir prófið og þarf að borga yfir milljón í sekt Madueke skrifar undir hjá Arsenal Hittust á Íslandi og keyptu Mbeumo Stuðningsmenn Manchester United oftast handteknir Snoop Dogg orðinn einn af eigendum Swansea City Liverpool langt komið með að kaupa Ekitike Eigendur Burnley eignast hitt liðið í Barcelona Liverpool reynir líka við Ekitike Steven Gerrard orðinn afi Liverpool tilbúið að slá metið aftur Íslandsvinirnir í Puma borga Manchester City 165 milljarða Kaupa ekki Ekitike vegna þess að þeir ætli að selja Isak til Liverpool Fyrrum leikmaður Manchester United lögsækir félagið Númerin í enska boltanum sem enginn má spila í Umboðsmenn Gyökeres lentir í London og hann sagður á leið í Arsenal Liverpool heiðraði minningu Jota og vann sigur Mínútu þögn fyrir fyrsta leik Liverpool síðan Jota féll frá Grealish líkast til á förum en elskar samt City „meira en allt“ Rio Ferdinand húðskammar Arsenal stuðningsmenn Fjarvera Gyökeres gera félagaskiptin hans „flóknari“ Onana frá næstu vikurnar Sjá meira
Helmingur vítaspyrna Manchester City á leiktíðinni hafði farið forgörðum þangað til Kevin De Bruyne steig upp og skoraði örugglega í sigri liðsins á Real Madrid í gærkvöld. Var það aðeins sjötta vítaspyrna City liðsins sem söng í netinu en alls hefur liðið fengið 11 víti á leiktíðinni. Það hefur eflaust farið um Belgann þegar hann steig upp til að taka vítaspyrnuna á Santiago Bernabéu á 83. mínútu leiksins í gærkvöld. Staðan 1-1 og City aðeins skorað úr tveimur af síðustu sjö vítaspyrnum sínum. De Bruyne lét það ekki á sig fá og skoraði af öryggi. Það merkilega við spyrnuna var mögulega sú staðreynd að þetta var fyrsta vítið sem De Bruyne tekur á leiktíðinni. Mögulega hefði Sergio Agüero tekið spyrnuna hefði hann verið inn á vellinum en hann hefur skorað úr þremur af fjórum spyrnum sínum á leiktíðinni. Hann klúðraði hins vegar síðustu spyrnu líkt og İlkay Gündoğan, Gabriel Jesus og Raheem Sterling en þeir þrír voru allir inn á vellinum er City fékk vítið í gær. Man City's penalties in all competitions this season: Aguero vs WHU Aguero vs WAT Aguero vs Atalanta Jesus vs Atalanta Gundogan vs LEI Sterling vs WOL Jesus vs SHU Gundogan vs Fulham Gundogan vs TOT Aguero vs LEI De Bruyne vs Madrid pic.twitter.com/gmb2fJ1DOr— WhoScored.com (@WhoScored) February 27, 2020 Mikil umræða hefur verið í kringum vítaspyrnur Manchester City á leiktíðinni og umræða farið af stað hvort Ederson, markvörður liðsins, myndi taka næstu spyrnu en ef er að marka orð Pep Guardiola, þjálfara City, frá 2018 þá er það ekki að fara gerast. Nú þarf þess heldur ekki ef De Bruyne heldur áfram að taka vítaspyrnur liðsins.
Enski boltinn Meistaradeild Evrópu Tengdar fréttir Sjáðu mörkin úr Meistaradeildinni | Ramos fékk rautt Það voru þrjú mörk skoruð í stórleik Real Madrid og Manchester City í kvöld og Lyon vann 1-0 sigur gegn Juventus. Mörkin úr leikjunum má sjá í þessari frétt. 26. febrúar 2020 22:30 Man. City í frábærum málum frá Madrid Englandsmeistarar Manchester City unnu 2-1 sigur gegn Real Madrid á Santiago Bernabeu í kvöld og eru í kjörstöðu fyrir seinni leik liðanna í 16-liða úrslitum Meistaradeildar Evrópu. Sergio Ramos sá rautt í leiknum. 26. febrúar 2020 21:45 Veðmál Guardiola næstum búið að kosta Manchester City Manchester City vann magnaðan 2-1 sigur á Real Madrid á útivelli í gærkvöld er liðin mættust í 16-liða úrslitum Meistaradeildar Evrópu. Pep Guardiola gerði óvæntar breytingar fyrir leik sem voru næstum búnar að kosta City. 27. febrúar 2020 12:00 Mest lesið Styttist í að Orri Steinn verði ekki lengur stærsta sala FCK Fótbolti Hrósuðu Túfa í hástert: „Á einhvern hátt heldur maður með honum“ Fótbolti Þurfa að losa leikmenn til að skrá Rashford Fótbolti „Ég líki þessu svolítið við Blikana“ Fótbolti Búinn að eyða yfir tuttugu milljörðum en segist vanta meira Fótbolti „Við erum ekki á góðum stað“ Íslenski boltinn Hálffimmtug Venus snéri aftur með sigri Sport Daðraði við Dallas áður en hann skrifaði undir hjá Lakers á nýjan leik Körfubolti „Fjölmennasti leikur sem Breiðablik hefur spilað“ Fótbolti Ekki hissa á því að Horner hafi verið rekinn Formúla 1 Fleiri fréttir Amorim og Guardiola vilja fyrrum lærisvein þess fyrrnefnda Mbeumo staðfestur hjá félagi drauma sinna Nýi Liverpool maðurinn í fámennum hópi með Mo Salah Will Ferrell stal athyglinni frá daufum leik Man.United í gær Liverpool kaupir Ekitike fyrir meira en níutíu milljónir evra Rannsaka Íslendingafélagið Burton Albion Rashford nálgast Barcelona Hvar mun Mbeumo spila fyrir Man United? Hrókeringar í markmannsmálum Man City Ince missir prófið og þarf að borga yfir milljón í sekt Madueke skrifar undir hjá Arsenal Hittust á Íslandi og keyptu Mbeumo Stuðningsmenn Manchester United oftast handteknir Snoop Dogg orðinn einn af eigendum Swansea City Liverpool langt komið með að kaupa Ekitike Eigendur Burnley eignast hitt liðið í Barcelona Liverpool reynir líka við Ekitike Steven Gerrard orðinn afi Liverpool tilbúið að slá metið aftur Íslandsvinirnir í Puma borga Manchester City 165 milljarða Kaupa ekki Ekitike vegna þess að þeir ætli að selja Isak til Liverpool Fyrrum leikmaður Manchester United lögsækir félagið Númerin í enska boltanum sem enginn má spila í Umboðsmenn Gyökeres lentir í London og hann sagður á leið í Arsenal Liverpool heiðraði minningu Jota og vann sigur Mínútu þögn fyrir fyrsta leik Liverpool síðan Jota féll frá Grealish líkast til á förum en elskar samt City „meira en allt“ Rio Ferdinand húðskammar Arsenal stuðningsmenn Fjarvera Gyökeres gera félagaskiptin hans „flóknari“ Onana frá næstu vikurnar Sjá meira
Sjáðu mörkin úr Meistaradeildinni | Ramos fékk rautt Það voru þrjú mörk skoruð í stórleik Real Madrid og Manchester City í kvöld og Lyon vann 1-0 sigur gegn Juventus. Mörkin úr leikjunum má sjá í þessari frétt. 26. febrúar 2020 22:30
Man. City í frábærum málum frá Madrid Englandsmeistarar Manchester City unnu 2-1 sigur gegn Real Madrid á Santiago Bernabeu í kvöld og eru í kjörstöðu fyrir seinni leik liðanna í 16-liða úrslitum Meistaradeildar Evrópu. Sergio Ramos sá rautt í leiknum. 26. febrúar 2020 21:45
Veðmál Guardiola næstum búið að kosta Manchester City Manchester City vann magnaðan 2-1 sigur á Real Madrid á útivelli í gærkvöld er liðin mættust í 16-liða úrslitum Meistaradeildar Evrópu. Pep Guardiola gerði óvæntar breytingar fyrir leik sem voru næstum búnar að kosta City. 27. febrúar 2020 12:00