Átökin koma sérstaklega niður á börnum Samúel Karl Ólason skrifar 26. febrúar 2020 22:45 Nýjustu tölur SÞ segja 948 þúsund manns á flótta og þar af séu rúmlega 80 prósent konur og börn. Vísir/AP Um milljón manna hafa flúið undan sókn stjórnarhers Bashar al-Assad, forseta Sýrlands, í Idlib-héraði. Sóknin nýtur stuðnings Rússa, sem hafa verið sakaðir af mannréttindasamtökum um loftárásir á sjúkrahús og skóla. Sameinuðu þjóðirnar hafa ítrekað lýst yfir áhyggjum vegna stöðunni og segja hana sjaldan hafa verið verri í átökum í Sýrlandi sem hafa nú staðið yfir í níu ár. Nýjustu tölur SÞ segja 948 þúsund manns á flótta og þar af séu rúmlega 80 prósent konur og börn. Mannréttindastofnun Sameinuðu þjóðanna segir loftárásir hafa verið gerðar á skóla og sjúkrahús þar sem flóttafólk hefur haldið til. Minnst 21 almennur borgari er sagður hafa fallið á síðustu dögum. Auk þeirrar milljónar sem þegar hafa flúið heimili sín eru tvær milljónir til viðbótar í Idlib. Margir þeirra höfðu flúið til Idlib vegna átaka annars staðar í landinu og gætu þau þurft að flýja á nýjan leik. Hluti vandans er þó að þau geta hvergi flúið og ástandið gæti versnað til muna. Fólkið hefur flúið í átt til Tyrklands en þar eru fyrir um 3,7 milljónir flóttamanna frá Tyrklandi. Yfirvöld þar segjast ekki geta tekið við fleiri flóttamönnum og hafa hótað því að gera innrás á svæðið til að stöðva sókn stjórnarhersins. Sjá einnig: Hótar því að ráðast enn eina ferðina inn í Sýrland Recep Tayyip Erdogan, forseti Tyrklands, ítrekaði hótun sína í dag og sagði að innrás Tyrklands myndi hefjast í vikunni. Tyrkir og Rússar skrifuðu árið 2018 undir samkomulag um að gera nokkurs konar friðarsvæði í Idlib. Báðar fylkingar settu upp eftirlitsstöðvar í héraðinu en nú saka bæði Tyrkir og Rússar hvora aðra um að brjóta gegn samkomulaginu. Undanfarin ár hafa vígamenn hliðhollir al-Qaeda nýtt sér óreiðuna í Idlib og stjórna þeir nú héraðinu. Að einhverju leyti hafa þeir gert það með stuðningi Tyrkja. NW Syria: A sea of tents in one of the massive camps for displaced people near the Turkish border A million people already in camps like this. But huge shortage of shelters for all those who fled recently. Humanitarian crisis growing by the day Pictures from Atmeh yesterday pic.twitter.com/mygrdEqddi— Mark Cutts (@MarkCutts) February 23, 2020 Flóttafólkið í Idlib sefur í tjöldum eða jafnvel undir berum himni og þá í miklum kulda. Blaðamenn New York Times hafa staðfest að minnst níu ungabörn hafa dáið úr kulda á undanförnum vikum en veturinn hefur ekki þótt svona slæmur í mörg ár. Fólkið brennir allt sem þau geta til að halda á sér hita að nóttu til. Þegar viðurinn klárast þá brennir fólkið rusl og jafnvel föt. Meðlimir einnar fjölskyldu kveiktu eld inn í tjaldi þeirra fyrr í mánuðinum með þeim afleiðingum að tjaldið brann. Tvö börn dóu í eldinum. Washington Post hefur eftir meðlimum mannréttindasamtakanna Syrian American Medical Society að minnst tíu skólar í héraðinu hafi orðið fyrir árásum á þriðjudaginn. „Manni finnst eins og dauðinn umkringi mann. Alls staðar,“ sagði Ikrem, læknir sem bað um að fullt nafn hennar yrði ekki birt því Assad-liðar myndu fljótt ná tökum á svæðinu. „Það er enginn matur. Það eru engin hús.“ Hún sagði tvö nýfædd börn sem hafi fæðst á sjúkrahúsi hennar hafa dáið úr kulda á undanförnum vikum. Blaðamenn Washington Post ræddu einnig við fjölskyldur sem hafa leitað skjóls í hellum í Idlib. Þau hafa enga leið til að hita hellana og flestir meðlimir fjölskyldnanna eru nú með sýkingar vegna rakans í hellunum. Átta fjölskyldur búa í hellunum tveimur. Þar eru engin klósett og lítill matur. Sýrland Tengdar fréttir Hótar því að ráðast enn eina ferðina inn í Sýrland Recep Tayyip Erdogan, forseti Tyrklands, segir viðræður við Rússa um átökin í Idlib-héraði í Sýrlandi hafa verið vonbrigði. Þær hafi jafnvel verið móðgandi og einungis tímaspursmál sé hvenær Tyrkir grípa til aðgerða í héraðinu. 19. febrúar 2020 11:14 SÞ óttast blóðbað en Rússar segja allt í lagi Mannréttindastofnun Sameinuðu þjóðanna, UNOCHA, óttast blóðbað í Idlib-héraði í Sýrlandi. 21. febrúar 2020 14:30 Ástandið aldrei verið verra í Sýrlandi, segir UNICEF Rúmlega hálf milljón barna í norðvesturhluta Sýrlands hefur neyðst til að flýja heimili sín frá 1. desember síðastliðnum. Tugþúsundir barna og fjölskyldur þeirra búa nú ýmist í tjöldum eða undir berum himni. 20. febrúar 2020 13:52 Rúmlega 400 milljónir barna búa á átakasvæðum Stríðs- og átakasvæði verða sífellt hættulegri fyrir börn, segir í árlegri skýrslu sem Barnaheill - Save the Children sendi frá sér á dögunum. Samkvæmt skýrslunni hefur ofbeldi gegn börnum á átakasvæðum aldrei verið meira frá því skráningar hófust. 13. febrúar 2020 13:00 Mest lesið Týndu vagni með jólamáltíðum sjúklinga á bráðamóttökunni Innlent Rúta rann yfir rangan vegarhelming út í móa Innlent Margt bendi til þess að Rússar hafi haft aðkomu að flugslysinu Erlent Alvarlegt bílslys í Öræfum Innlent Stuðningsmenn Assad drápu 14 ráðuneytisstarfsmenn Erlent Grímuskylda á Landspítalanum Innlent Rólegt á aðfangadag en mikil aðsókn í viðtalstíma í desember Innlent Gamla ríkið falt og milljónir fylgja Innlent Nokkrir látnir í alvarlegu rútuslysi í Noregi Erlent Sæstrengur milli Eistlands og Finnlands rofinn Erlent Fleiri fréttir Tuttugu ár frá mannskæðustu náttúruhamförum aldarinnar Margt bendi til þess að Rússar hafi haft aðkomu að flugslysinu Nokkrir látnir í alvarlegu rútuslysi í Noregi Rússneskt olíuflutningaskip í nágrenni sæstrengsins þegar hann rofnaði Stuðningsmenn Assad drápu 14 ráðuneytisstarfsmenn Sæstrengur milli Eistlands og Finnlands rofinn Girnist Panama-skurðinn, Grænland og Kanada Alls kyns jól um allan heim Um helmingur farþega komst lífs af Rússar fagna vel heppnaðri árás á orkuinnviði Úkraínu Þau kvöddu á árinu 2024 Dyr Péturskirkjunnar standa opnar Farþegaflugvél hrapaði í Kasakstan Kristnir mótmæla í Sýrlandi vegna brennu á jólatré Samstarfsmaður Escobar frjáls ferða sinna Kraumar í fjarhægriflokknum sem árásarmaðurinn studdi Clinton lagður inn á sjúkrahús Lýsti yfir sakleysi sínu Grunur um alvarlega misþyrmingu barna Segir Grænland ekki falt Trump setur eignarhald Grænlands aftur á dagskrá Brenndi konu til bana í neðanjarðarlest í New York Sádar sagðir hafa sent fjórar viðvaranir Skutu niður eigin herþotu yfir Rauðahafi Færeyingar fagna tvennum göngum Íslenskur skurðlæknir hlúir að fólki í Magdeburg Mótmælt á meðan minningarathöfn stóð yfir „Þetta var gjörsamlega hræðilegt“ Fimm látnir og tvö hundruð særðir Koma naumlega í veg fyrir stöðvun ríkisreksturs Sjá meira
Um milljón manna hafa flúið undan sókn stjórnarhers Bashar al-Assad, forseta Sýrlands, í Idlib-héraði. Sóknin nýtur stuðnings Rússa, sem hafa verið sakaðir af mannréttindasamtökum um loftárásir á sjúkrahús og skóla. Sameinuðu þjóðirnar hafa ítrekað lýst yfir áhyggjum vegna stöðunni og segja hana sjaldan hafa verið verri í átökum í Sýrlandi sem hafa nú staðið yfir í níu ár. Nýjustu tölur SÞ segja 948 þúsund manns á flótta og þar af séu rúmlega 80 prósent konur og börn. Mannréttindastofnun Sameinuðu þjóðanna segir loftárásir hafa verið gerðar á skóla og sjúkrahús þar sem flóttafólk hefur haldið til. Minnst 21 almennur borgari er sagður hafa fallið á síðustu dögum. Auk þeirrar milljónar sem þegar hafa flúið heimili sín eru tvær milljónir til viðbótar í Idlib. Margir þeirra höfðu flúið til Idlib vegna átaka annars staðar í landinu og gætu þau þurft að flýja á nýjan leik. Hluti vandans er þó að þau geta hvergi flúið og ástandið gæti versnað til muna. Fólkið hefur flúið í átt til Tyrklands en þar eru fyrir um 3,7 milljónir flóttamanna frá Tyrklandi. Yfirvöld þar segjast ekki geta tekið við fleiri flóttamönnum og hafa hótað því að gera innrás á svæðið til að stöðva sókn stjórnarhersins. Sjá einnig: Hótar því að ráðast enn eina ferðina inn í Sýrland Recep Tayyip Erdogan, forseti Tyrklands, ítrekaði hótun sína í dag og sagði að innrás Tyrklands myndi hefjast í vikunni. Tyrkir og Rússar skrifuðu árið 2018 undir samkomulag um að gera nokkurs konar friðarsvæði í Idlib. Báðar fylkingar settu upp eftirlitsstöðvar í héraðinu en nú saka bæði Tyrkir og Rússar hvora aðra um að brjóta gegn samkomulaginu. Undanfarin ár hafa vígamenn hliðhollir al-Qaeda nýtt sér óreiðuna í Idlib og stjórna þeir nú héraðinu. Að einhverju leyti hafa þeir gert það með stuðningi Tyrkja. NW Syria: A sea of tents in one of the massive camps for displaced people near the Turkish border A million people already in camps like this. But huge shortage of shelters for all those who fled recently. Humanitarian crisis growing by the day Pictures from Atmeh yesterday pic.twitter.com/mygrdEqddi— Mark Cutts (@MarkCutts) February 23, 2020 Flóttafólkið í Idlib sefur í tjöldum eða jafnvel undir berum himni og þá í miklum kulda. Blaðamenn New York Times hafa staðfest að minnst níu ungabörn hafa dáið úr kulda á undanförnum vikum en veturinn hefur ekki þótt svona slæmur í mörg ár. Fólkið brennir allt sem þau geta til að halda á sér hita að nóttu til. Þegar viðurinn klárast þá brennir fólkið rusl og jafnvel föt. Meðlimir einnar fjölskyldu kveiktu eld inn í tjaldi þeirra fyrr í mánuðinum með þeim afleiðingum að tjaldið brann. Tvö börn dóu í eldinum. Washington Post hefur eftir meðlimum mannréttindasamtakanna Syrian American Medical Society að minnst tíu skólar í héraðinu hafi orðið fyrir árásum á þriðjudaginn. „Manni finnst eins og dauðinn umkringi mann. Alls staðar,“ sagði Ikrem, læknir sem bað um að fullt nafn hennar yrði ekki birt því Assad-liðar myndu fljótt ná tökum á svæðinu. „Það er enginn matur. Það eru engin hús.“ Hún sagði tvö nýfædd börn sem hafi fæðst á sjúkrahúsi hennar hafa dáið úr kulda á undanförnum vikum. Blaðamenn Washington Post ræddu einnig við fjölskyldur sem hafa leitað skjóls í hellum í Idlib. Þau hafa enga leið til að hita hellana og flestir meðlimir fjölskyldnanna eru nú með sýkingar vegna rakans í hellunum. Átta fjölskyldur búa í hellunum tveimur. Þar eru engin klósett og lítill matur.
Sýrland Tengdar fréttir Hótar því að ráðast enn eina ferðina inn í Sýrland Recep Tayyip Erdogan, forseti Tyrklands, segir viðræður við Rússa um átökin í Idlib-héraði í Sýrlandi hafa verið vonbrigði. Þær hafi jafnvel verið móðgandi og einungis tímaspursmál sé hvenær Tyrkir grípa til aðgerða í héraðinu. 19. febrúar 2020 11:14 SÞ óttast blóðbað en Rússar segja allt í lagi Mannréttindastofnun Sameinuðu þjóðanna, UNOCHA, óttast blóðbað í Idlib-héraði í Sýrlandi. 21. febrúar 2020 14:30 Ástandið aldrei verið verra í Sýrlandi, segir UNICEF Rúmlega hálf milljón barna í norðvesturhluta Sýrlands hefur neyðst til að flýja heimili sín frá 1. desember síðastliðnum. Tugþúsundir barna og fjölskyldur þeirra búa nú ýmist í tjöldum eða undir berum himni. 20. febrúar 2020 13:52 Rúmlega 400 milljónir barna búa á átakasvæðum Stríðs- og átakasvæði verða sífellt hættulegri fyrir börn, segir í árlegri skýrslu sem Barnaheill - Save the Children sendi frá sér á dögunum. Samkvæmt skýrslunni hefur ofbeldi gegn börnum á átakasvæðum aldrei verið meira frá því skráningar hófust. 13. febrúar 2020 13:00 Mest lesið Týndu vagni með jólamáltíðum sjúklinga á bráðamóttökunni Innlent Rúta rann yfir rangan vegarhelming út í móa Innlent Margt bendi til þess að Rússar hafi haft aðkomu að flugslysinu Erlent Alvarlegt bílslys í Öræfum Innlent Stuðningsmenn Assad drápu 14 ráðuneytisstarfsmenn Erlent Grímuskylda á Landspítalanum Innlent Rólegt á aðfangadag en mikil aðsókn í viðtalstíma í desember Innlent Gamla ríkið falt og milljónir fylgja Innlent Nokkrir látnir í alvarlegu rútuslysi í Noregi Erlent Sæstrengur milli Eistlands og Finnlands rofinn Erlent Fleiri fréttir Tuttugu ár frá mannskæðustu náttúruhamförum aldarinnar Margt bendi til þess að Rússar hafi haft aðkomu að flugslysinu Nokkrir látnir í alvarlegu rútuslysi í Noregi Rússneskt olíuflutningaskip í nágrenni sæstrengsins þegar hann rofnaði Stuðningsmenn Assad drápu 14 ráðuneytisstarfsmenn Sæstrengur milli Eistlands og Finnlands rofinn Girnist Panama-skurðinn, Grænland og Kanada Alls kyns jól um allan heim Um helmingur farþega komst lífs af Rússar fagna vel heppnaðri árás á orkuinnviði Úkraínu Þau kvöddu á árinu 2024 Dyr Péturskirkjunnar standa opnar Farþegaflugvél hrapaði í Kasakstan Kristnir mótmæla í Sýrlandi vegna brennu á jólatré Samstarfsmaður Escobar frjáls ferða sinna Kraumar í fjarhægriflokknum sem árásarmaðurinn studdi Clinton lagður inn á sjúkrahús Lýsti yfir sakleysi sínu Grunur um alvarlega misþyrmingu barna Segir Grænland ekki falt Trump setur eignarhald Grænlands aftur á dagskrá Brenndi konu til bana í neðanjarðarlest í New York Sádar sagðir hafa sent fjórar viðvaranir Skutu niður eigin herþotu yfir Rauðahafi Færeyingar fagna tvennum göngum Íslenskur skurðlæknir hlúir að fólki í Magdeburg Mótmælt á meðan minningarathöfn stóð yfir „Þetta var gjörsamlega hræðilegt“ Fimm látnir og tvö hundruð særðir Koma naumlega í veg fyrir stöðvun ríkisreksturs Sjá meira
Hótar því að ráðast enn eina ferðina inn í Sýrland Recep Tayyip Erdogan, forseti Tyrklands, segir viðræður við Rússa um átökin í Idlib-héraði í Sýrlandi hafa verið vonbrigði. Þær hafi jafnvel verið móðgandi og einungis tímaspursmál sé hvenær Tyrkir grípa til aðgerða í héraðinu. 19. febrúar 2020 11:14
SÞ óttast blóðbað en Rússar segja allt í lagi Mannréttindastofnun Sameinuðu þjóðanna, UNOCHA, óttast blóðbað í Idlib-héraði í Sýrlandi. 21. febrúar 2020 14:30
Ástandið aldrei verið verra í Sýrlandi, segir UNICEF Rúmlega hálf milljón barna í norðvesturhluta Sýrlands hefur neyðst til að flýja heimili sín frá 1. desember síðastliðnum. Tugþúsundir barna og fjölskyldur þeirra búa nú ýmist í tjöldum eða undir berum himni. 20. febrúar 2020 13:52
Rúmlega 400 milljónir barna búa á átakasvæðum Stríðs- og átakasvæði verða sífellt hættulegri fyrir börn, segir í árlegri skýrslu sem Barnaheill - Save the Children sendi frá sér á dögunum. Samkvæmt skýrslunni hefur ofbeldi gegn börnum á átakasvæðum aldrei verið meira frá því skráningar hófust. 13. febrúar 2020 13:00