LeBron James gerði sér lítið fyrir og skoraði 40 stig er Lakers vann sigur á New Orleans á heimavelli, 108-109.
LeBron gerði 40 stig, tók átta fráköst og gaf sex stoðsendingar en Anthony Davis kom næstur í liði Lakers með 21 stig og fjórtán fráköst.
Brandon Ingram gerði 34 stig fyrir New Orleans en þetta var sjötti sigurleikur Lakers í röð. New Orleans er hins vegar bara með 43% sigurhlutfall í vetur.
LEBRON. JAMES. pic.twitter.com/g7xMaA5CY1
— NBA TV (@NBATV) February 26, 2020
Milwaukee, sem er búið fyrst allra liða að tryggja sér sæti í úrslitakeppninni, vann sinn fjórða leik í röð í nótt er liðið afgreiddi Toronto á útivelli, 108-97.
Khris Middleton skoraði 22 stig fyrir Milwaukee og Giannis Antetokounmpo bætti við 19 stigum og jafn mörgum fráköstum.
Myles Turner and Malcolm Brogdon turn defense into offense for your Heads Up Play of the Day! pic.twitter.com/ldpO8exTA3
— NBA TV (@NBATV) February 26, 2020
Úrslit næturinnar:
Charlotte - Indiana 80-119
Milwaukee - Toronto 108-97
Oklahoma City - Chicago 124-122
Detroit - Denver 98-115
New Orleans - LA Lakers 109-118
Boston - Portland 118-106
Sacramento - Golden State 112-94