„Snýst þetta um að þreyta mannskapinn?“ Elín Margrét Böðvarsdóttir skrifar 25. febrúar 2020 13:40 Helga Vala Helgadóttir, formaður velferðarnefndar Alþingis. Formaður velferðarnefndar veltir fyrir sér hvort það sé réttmætt að aðeins þeim einstaklingi sem sótti dómsmál vegna ólögmætra skerðinga á ellilífeyrisgreiðslum frá Tryggingastofnun fái greidda dráttarvexti á meðan aðrir sem urðu fyrir sömu skerðingu fá aðeins greidda almenna vexti. Kveikur fjallaði ítarlega um málið nýverið en það var til umfjöllunar í velferðarnefnd Alþingis í gær. Sigríður Sæland, móðir Ingu Sæland formanns Flokks fólksins, höfðaði mál til að fá skerðingunum hnekkt og komst Landsréttur að þeirri niðurstöðu ætti hún auk leiðréttra greiðslna rétt á að fá greidda dráttarvexti. „Því var ekki mótmælt af ríkinu á sínum tíma í dómsmálinu og við vildum spyrja hvers vegna og á hvaða forsendum Tryggingastofnun velur að greiða almenna vexti en ekki dráttarvexti til handa öllum þeim þúsundum sem fá endurgreiðsluna,“ segir Helga Vala Helgadóttir, formaður velferðarnefndar. Á fund nefndarinnar komu fulltrúar frá Tryggingastofnun og félagsmálaráðuneytinu en ákvörðun um greiðslu almennra vaxta til allra þeirra þúsunda ellilífeyrisþega var tekin á fundi í júlí í fyrra af þessum tveimur stofnunum. Helga Vala segir Tryggingastofnun og ráðuneytið vísa í lög um almannatryggingar þar sem segi að við endurgreiðslu skuli miða við almenna vexti. „Það var alveg ljóst að nefndarfólk var greinilega svona ekki algjörlega sammála endilega túlkun þeirra en við erum svo sem ekki búin að úttala okkur um þetta mál, hvort að við fáum fleiri gesti,“ segir Helga Vala. Ekki hafi náðst að ljúka umræðu um málið á fundi nefndarinnar í gær. Spyr hvort eig að þreyta mannskapinn „Allt þetta fólk sem er að fá þessar endurgreiðslur það auðvitað byggir sinn rétt á niðurstöðu dómsins. Þá þarf maður að velta fyrir sér hvort að það sé réttmætt,“ segir Helga Vala. Það liggi fyrir einhverjir aðilar ætli að taka málið lengra og leita réttar síns. „En við spurðum þá líka, snýst þetta um að þreyta mannskapinn? Láta þau þurfa að sækja rétt sinn fyrir dómi, einhverja nokkra þúsundkalla og svo framvegis. En það er auðvitað kannski ekki það sem stjórnvöld eiga að vera að gera, heldur að leiðbeina og tryggja að rétt sé með farið,“ segir Helga Vala. Málinu var vísað til úrskurðarnefndar velferðarmála sem beindi því til félagsmálaráðuneytisins þar sem það er nú til skoðunar. Ásmundur Einar Daðason, félags- og barnamálaráðherra, var inntur eftir svörum á Alþingi í síðustu viku um það hvers vegna ákveðið var að greiða ekki öllum dráttarvexti. Hann kvaðst ekki telja viðeigandi að hann myndi tjá sig um málið á meðan það er til meðferðar í ráðuneytinu. Alþingi Dómsmál Eldri borgarar Félagsmál Tryggingar Mest lesið Sektuð í gjaldfrjálsu stæði og sneri vörn í sókn Innlent Hafi tekið bílstjórann hálstaki meðan hann lá á flautunni Innlent Prestur á Dalvík sver af sér kjaftasögur um ókristilega hegðun Innlent Sögð vafin í ísraelska fánann og veifað um eins og verðlaunagrip Erlent Sakar Weekday um stuld: „Hönnun sem ég er búin að vinna í í marga mánuði“ Innlent Tæplega þúsund manns innlyksa á Everest Erlent Tveir á sjúkrahús eftir að bíll valt við árekstur Innlent Síðasti fuglinn floginn Innlent Látinn eftir skotárás í Kaupmannahöfn Erlent „Þetta er ekki á borði þingflokksins“ Innlent Fleiri fréttir Grindvíkingum blöskrar umræðan í Vikunni Nýr formaður SUS vill sækja til hægri Miður að börn fylgi foreldrum en ekki öfugt Hafi tekið bílstjórann hálstaki meðan hann lá á flautunni Play skuldi Isavia hálfan milljarð króna Tveir á sjúkrahús eftir að bíll valt við árekstur „Þetta er ekki á borði þingflokksins“ Umdeild brottvísun, fjárhagstjón á Grænlandi og kyngreint sæði Óttast áhrifin á vinnandi mæður Sakar Weekday um stuld: „Hönnun sem ég er búin að vinna í í marga mánuði“ Síðasti fuglinn floginn Sektuð í gjaldfrjálsu stæði og sneri vörn í sókn Ísrael sagt sig úr samfélagi siðaðra manna Símafrí en ekki símabann „Sjálfsíkveikja“ olli eldsvoða í þvottahúsi Síðbúnar hádegisfréttir Bylgjunnar: Áróður í Eurovision, nýtt landamærakerfi og „símafrí“ í skólum Sótti kindabyssu eftir hótun um að skjóta fyrrverandi og fimm aðra Leikskólamál, afnám hafta og Trump-isminn Stjórnarformaður RÚV vill að Ísrael verði tafarlaust vikið úr Eurovision Gekk berserksgang og beraði sig Prestur á Dalvík sver af sér kjaftasögur um ókristilega hegðun Eldur í þvottahúsi á Granda Prestur og prófastur bíður spenntur eftir Hrútaskránni Kurr innan Samfylkingarinnar vegna brottvísunar ungbarna Fokdýrar flugferðir, ögurstund á Gasa og óvenjulegt innbrot Boða íbúafundi vegna mögulegrar sameiningar sveitarfélaganna Alelda bíll á Reykjanesbraut Framkvæmdirnar komi eftir ákall frá íbúum Safnaði í bálköst innandyra en kennir stundarbrjálæði um íkveikjuna Skrítin afstaða BSRB og ASÍ Sjá meira
Formaður velferðarnefndar veltir fyrir sér hvort það sé réttmætt að aðeins þeim einstaklingi sem sótti dómsmál vegna ólögmætra skerðinga á ellilífeyrisgreiðslum frá Tryggingastofnun fái greidda dráttarvexti á meðan aðrir sem urðu fyrir sömu skerðingu fá aðeins greidda almenna vexti. Kveikur fjallaði ítarlega um málið nýverið en það var til umfjöllunar í velferðarnefnd Alþingis í gær. Sigríður Sæland, móðir Ingu Sæland formanns Flokks fólksins, höfðaði mál til að fá skerðingunum hnekkt og komst Landsréttur að þeirri niðurstöðu ætti hún auk leiðréttra greiðslna rétt á að fá greidda dráttarvexti. „Því var ekki mótmælt af ríkinu á sínum tíma í dómsmálinu og við vildum spyrja hvers vegna og á hvaða forsendum Tryggingastofnun velur að greiða almenna vexti en ekki dráttarvexti til handa öllum þeim þúsundum sem fá endurgreiðsluna,“ segir Helga Vala Helgadóttir, formaður velferðarnefndar. Á fund nefndarinnar komu fulltrúar frá Tryggingastofnun og félagsmálaráðuneytinu en ákvörðun um greiðslu almennra vaxta til allra þeirra þúsunda ellilífeyrisþega var tekin á fundi í júlí í fyrra af þessum tveimur stofnunum. Helga Vala segir Tryggingastofnun og ráðuneytið vísa í lög um almannatryggingar þar sem segi að við endurgreiðslu skuli miða við almenna vexti. „Það var alveg ljóst að nefndarfólk var greinilega svona ekki algjörlega sammála endilega túlkun þeirra en við erum svo sem ekki búin að úttala okkur um þetta mál, hvort að við fáum fleiri gesti,“ segir Helga Vala. Ekki hafi náðst að ljúka umræðu um málið á fundi nefndarinnar í gær. Spyr hvort eig að þreyta mannskapinn „Allt þetta fólk sem er að fá þessar endurgreiðslur það auðvitað byggir sinn rétt á niðurstöðu dómsins. Þá þarf maður að velta fyrir sér hvort að það sé réttmætt,“ segir Helga Vala. Það liggi fyrir einhverjir aðilar ætli að taka málið lengra og leita réttar síns. „En við spurðum þá líka, snýst þetta um að þreyta mannskapinn? Láta þau þurfa að sækja rétt sinn fyrir dómi, einhverja nokkra þúsundkalla og svo framvegis. En það er auðvitað kannski ekki það sem stjórnvöld eiga að vera að gera, heldur að leiðbeina og tryggja að rétt sé með farið,“ segir Helga Vala. Málinu var vísað til úrskurðarnefndar velferðarmála sem beindi því til félagsmálaráðuneytisins þar sem það er nú til skoðunar. Ásmundur Einar Daðason, félags- og barnamálaráðherra, var inntur eftir svörum á Alþingi í síðustu viku um það hvers vegna ákveðið var að greiða ekki öllum dráttarvexti. Hann kvaðst ekki telja viðeigandi að hann myndi tjá sig um málið á meðan það er til meðferðar í ráðuneytinu.
Alþingi Dómsmál Eldri borgarar Félagsmál Tryggingar Mest lesið Sektuð í gjaldfrjálsu stæði og sneri vörn í sókn Innlent Hafi tekið bílstjórann hálstaki meðan hann lá á flautunni Innlent Prestur á Dalvík sver af sér kjaftasögur um ókristilega hegðun Innlent Sögð vafin í ísraelska fánann og veifað um eins og verðlaunagrip Erlent Sakar Weekday um stuld: „Hönnun sem ég er búin að vinna í í marga mánuði“ Innlent Tæplega þúsund manns innlyksa á Everest Erlent Tveir á sjúkrahús eftir að bíll valt við árekstur Innlent Síðasti fuglinn floginn Innlent Látinn eftir skotárás í Kaupmannahöfn Erlent „Þetta er ekki á borði þingflokksins“ Innlent Fleiri fréttir Grindvíkingum blöskrar umræðan í Vikunni Nýr formaður SUS vill sækja til hægri Miður að börn fylgi foreldrum en ekki öfugt Hafi tekið bílstjórann hálstaki meðan hann lá á flautunni Play skuldi Isavia hálfan milljarð króna Tveir á sjúkrahús eftir að bíll valt við árekstur „Þetta er ekki á borði þingflokksins“ Umdeild brottvísun, fjárhagstjón á Grænlandi og kyngreint sæði Óttast áhrifin á vinnandi mæður Sakar Weekday um stuld: „Hönnun sem ég er búin að vinna í í marga mánuði“ Síðasti fuglinn floginn Sektuð í gjaldfrjálsu stæði og sneri vörn í sókn Ísrael sagt sig úr samfélagi siðaðra manna Símafrí en ekki símabann „Sjálfsíkveikja“ olli eldsvoða í þvottahúsi Síðbúnar hádegisfréttir Bylgjunnar: Áróður í Eurovision, nýtt landamærakerfi og „símafrí“ í skólum Sótti kindabyssu eftir hótun um að skjóta fyrrverandi og fimm aðra Leikskólamál, afnám hafta og Trump-isminn Stjórnarformaður RÚV vill að Ísrael verði tafarlaust vikið úr Eurovision Gekk berserksgang og beraði sig Prestur á Dalvík sver af sér kjaftasögur um ókristilega hegðun Eldur í þvottahúsi á Granda Prestur og prófastur bíður spenntur eftir Hrútaskránni Kurr innan Samfylkingarinnar vegna brottvísunar ungbarna Fokdýrar flugferðir, ögurstund á Gasa og óvenjulegt innbrot Boða íbúafundi vegna mögulegrar sameiningar sveitarfélaganna Alelda bíll á Reykjanesbraut Framkvæmdirnar komi eftir ákall frá íbúum Safnaði í bálköst innandyra en kennir stundarbrjálæði um íkveikjuna Skrítin afstaða BSRB og ASÍ Sjá meira
Síðbúnar hádegisfréttir Bylgjunnar: Áróður í Eurovision, nýtt landamærakerfi og „símafrí“ í skólum