Segir dóm MDE í máli Elínar ekki hafa komið á óvart Sunna Kristín Hilmarsdóttir skrifar 25. febrúar 2020 11:45 Mannréttindadómstóll Evrópu kvað upp dóm sinn í máli Elínar í morgun. vísir/epa Helga Melkorka Óttarsdóttir, lögmaður Elínar Sigfúsdóttur, segir dóm Mannréttindadómstóls Evrópu í máli Elínar gegn íslenska ríkinu ekki hafa komið á óvart. MDE kvað upp dóm sinn í morgun og var íslenska ríkið dæmt brotlegt við 6. grein Mannréttindasáttmála Evrópu þar sem kveðið er á um rétt fólks til réttlátrar málsmeðferðar fyrir dómi. Elín var framkvæmdastjóri fyrirtækjasviðs Landsbankans á árunum fyrir hrun. Hún var dæmd í átján mánaða fangelsi í Hæstarétti fyrir umboðssvik og þátttöku í markaðsmisnotkun í svokölluðu Ímon-máli. Elín höfðaði mál gegn ríkinu fyrir MDE meðal annars vegna þess að hæstaréttardómararnir Viðar Már Matthíasson og Eiríkur Tómasson, sem dæmdu í máli hennar, áttu hlutafé í Landsbankanum þegar bankinn féll í október 2008. Urðu þeir fyrir fjárhagslegu tjóni vegna þess og taldi Elín því að þeir hafi ekki verið óhlutdrægir í málinu. Þá vísaði hún einnig til þess að þriðji dómarinn í málinu, Markús Sigurbjörnsson, hafi ekki heldur verið óhlutdrægur vegna hlutafjáreignar í Glitni. Tapaði 8,5 milljónum við fall Landsbankans MDE gerir ekki athugasemd við hlutafjáreign Eiríks og Markúsar. Markús hafi ekki átt hlutabréf í Landsbankanum og eign Eiríks í bankanum hafi verið óveruleg. Hins vegar hafi Viðar Már tapað 8,5 milljónum króna við fall Landsbankans og því megi draga óhlutdrægni hans í efa. Því er það mat MDE að Elín hafi ekki hlotið réttláta málsmeðferð fyrir Hæstarétti. Alls dæmdu fimm dómarar í máli Elínar. Helga segir MDE taka á því í dómi sínum að í fjölskipuðum dómi þá leiði vanhæfi eins dómara, Viðars, til þess að dómurinn allur sé vanhæfur. Þann 11. mars næstkomandi verður málflutningur fyrir Hæstarétti vegna endurupptöku Ímon-málsins. Endurupptökunefnd féllst á síðasta ári á endurupptöku málsins en í endurupptökubeiðninni var meðal annars vísað í hlutafjáreign Viðars og Eiríks. Helga segir sjónarmiðin sem fram koma í dómi MDE svipuð þeim sem byggt var á í endurupptökumálinu. „Þetta er mjög áþekk niðurstaða því sem var hjá endurupptökunefndinni sem var með nokkuð ítarlegan og rökstuddan úrskurð,“ segir Helga. Sigurjón Þ. Árnason sem var bankastjóri Landsbankans fyrir hrun var einnig dæmdur í fangelsi í Ímon-máinu. MDE mun einnig taka mál hans fyrir og er það að öllu leyti sambærilegt máli Elínar. Dómur MDE í morgun hefur því mikið fordæmisgildi fyrir mál hans. Þá var einnig fallist á endurupptökubeiðni hans hér á landi, bæði í Ímon-málinu og svokölluðu markaðsmisnotkunarmáli Landsbankans. Málflutningur fer líka fram þann 11. mars. Dómsmál Tengdar fréttir Elín hlaut ekki réttláta málsmeðferð vegna hlutafjáreignar hæstaréttardómara Mannréttindadómstóll Evrópu (MDE) dæmdi í morgun íslenska ríkið brotlegt við 1. málsgrein 6. greinar Mannréttindasáttmála Evrópu í máli Elínar Sigfúsdóttur. Hún var framkvæmdastjóri fyrirtækjasviðs Landsbankans á árunum fyrir hrun. 25. febrúar 2020 09:45 Mest lesið Lamdi konu stuttu eftir að hann var stunginn Innlent Rauð norðurljós vegna kórónugoss Innlent Vöruðu við slæmum skilyrðum á brautinni Erlent Ráðherra hafi gefið veiðileyfi á sig Innlent Deilt um verðhækkanir Veitna Innlent Sænski herinn með viðbúnað á Íslandi Innlent Vitleysan „í þessum óþekka strák í Hvíta húsinu“ leiði vonandi til sjálfstæðis Erlent Íslendingur handtekinn á EM Innlent Hljóp á sig Innlent Loðnuvertíð hafin og floti farinn til loðnumælinga Innlent Fleiri fréttir Lamdi konu stuttu eftir að hann var stunginn Sænski herinn með viðbúnað á Íslandi Loðnuvertíð hafin og floti farinn til loðnumælinga Deilt um verðhækkanir Veitna Veita hjúkrunarheimilum ráðgjöf vikulega vegna drykkju eldri borgara Ráðherra hafi gefið veiðileyfi á sig Rauð norðurljós vegna kórónugoss Hljóp á sig Ósanngjarnt að skattgreiðendur borgi framkvæmdaruslið Vegagerðin ræðst í úrbætur á slysstað banaslyss Össur um öryggismálin, vandi vinstrisins og falin fíkn eldri borgara Íslendingur handtekinn á EM Ráðuneytið vill að fleiri bjóði sig fram Ólafur sakar Ingu um að vera sjúka í að láta mynda sig við skóflustungur „Dapurlegt að gera ákvarðanirnar tortryggilegar“ Hundaeigendur hvattir til að vera á varðbergi Hafi brotist inn til föður barnsmóður sinnar og reynt að myrða hann Handtökur, húsleit og haldlögð vopn í lögregluaðgerðum á Akureyri Vegagerðin bæti hringveginn eftir að grjót banaði ferðamanni Bréf Trumps til Norðmanna og væringar innan VG Verkútboð í vegagerð auglýst eftir langt hlé „Þarf að klára að setja slaufu á pakkann“ „Blasir við að íslenskt launafólk var svikið“ Um tvöfalt fleiri óánægðir en ánægðir með frestun gangna Ekki rétta leiðin að kynda undir læsisstríð Mælir fyrir samgönguáætlun í dag Fann kattarhræ í margnota poka úti í hrauni Samþykktu aldrei að Sanna fengi oddvitasætið Minnir á hvernig Hitler komst til valda VG og Sanna sameina krafta sína Sjá meira
Helga Melkorka Óttarsdóttir, lögmaður Elínar Sigfúsdóttur, segir dóm Mannréttindadómstóls Evrópu í máli Elínar gegn íslenska ríkinu ekki hafa komið á óvart. MDE kvað upp dóm sinn í morgun og var íslenska ríkið dæmt brotlegt við 6. grein Mannréttindasáttmála Evrópu þar sem kveðið er á um rétt fólks til réttlátrar málsmeðferðar fyrir dómi. Elín var framkvæmdastjóri fyrirtækjasviðs Landsbankans á árunum fyrir hrun. Hún var dæmd í átján mánaða fangelsi í Hæstarétti fyrir umboðssvik og þátttöku í markaðsmisnotkun í svokölluðu Ímon-máli. Elín höfðaði mál gegn ríkinu fyrir MDE meðal annars vegna þess að hæstaréttardómararnir Viðar Már Matthíasson og Eiríkur Tómasson, sem dæmdu í máli hennar, áttu hlutafé í Landsbankanum þegar bankinn féll í október 2008. Urðu þeir fyrir fjárhagslegu tjóni vegna þess og taldi Elín því að þeir hafi ekki verið óhlutdrægir í málinu. Þá vísaði hún einnig til þess að þriðji dómarinn í málinu, Markús Sigurbjörnsson, hafi ekki heldur verið óhlutdrægur vegna hlutafjáreignar í Glitni. Tapaði 8,5 milljónum við fall Landsbankans MDE gerir ekki athugasemd við hlutafjáreign Eiríks og Markúsar. Markús hafi ekki átt hlutabréf í Landsbankanum og eign Eiríks í bankanum hafi verið óveruleg. Hins vegar hafi Viðar Már tapað 8,5 milljónum króna við fall Landsbankans og því megi draga óhlutdrægni hans í efa. Því er það mat MDE að Elín hafi ekki hlotið réttláta málsmeðferð fyrir Hæstarétti. Alls dæmdu fimm dómarar í máli Elínar. Helga segir MDE taka á því í dómi sínum að í fjölskipuðum dómi þá leiði vanhæfi eins dómara, Viðars, til þess að dómurinn allur sé vanhæfur. Þann 11. mars næstkomandi verður málflutningur fyrir Hæstarétti vegna endurupptöku Ímon-málsins. Endurupptökunefnd féllst á síðasta ári á endurupptöku málsins en í endurupptökubeiðninni var meðal annars vísað í hlutafjáreign Viðars og Eiríks. Helga segir sjónarmiðin sem fram koma í dómi MDE svipuð þeim sem byggt var á í endurupptökumálinu. „Þetta er mjög áþekk niðurstaða því sem var hjá endurupptökunefndinni sem var með nokkuð ítarlegan og rökstuddan úrskurð,“ segir Helga. Sigurjón Þ. Árnason sem var bankastjóri Landsbankans fyrir hrun var einnig dæmdur í fangelsi í Ímon-máinu. MDE mun einnig taka mál hans fyrir og er það að öllu leyti sambærilegt máli Elínar. Dómur MDE í morgun hefur því mikið fordæmisgildi fyrir mál hans. Þá var einnig fallist á endurupptökubeiðni hans hér á landi, bæði í Ímon-málinu og svokölluðu markaðsmisnotkunarmáli Landsbankans. Málflutningur fer líka fram þann 11. mars.
Dómsmál Tengdar fréttir Elín hlaut ekki réttláta málsmeðferð vegna hlutafjáreignar hæstaréttardómara Mannréttindadómstóll Evrópu (MDE) dæmdi í morgun íslenska ríkið brotlegt við 1. málsgrein 6. greinar Mannréttindasáttmála Evrópu í máli Elínar Sigfúsdóttur. Hún var framkvæmdastjóri fyrirtækjasviðs Landsbankans á árunum fyrir hrun. 25. febrúar 2020 09:45 Mest lesið Lamdi konu stuttu eftir að hann var stunginn Innlent Rauð norðurljós vegna kórónugoss Innlent Vöruðu við slæmum skilyrðum á brautinni Erlent Ráðherra hafi gefið veiðileyfi á sig Innlent Deilt um verðhækkanir Veitna Innlent Sænski herinn með viðbúnað á Íslandi Innlent Vitleysan „í þessum óþekka strák í Hvíta húsinu“ leiði vonandi til sjálfstæðis Erlent Íslendingur handtekinn á EM Innlent Hljóp á sig Innlent Loðnuvertíð hafin og floti farinn til loðnumælinga Innlent Fleiri fréttir Lamdi konu stuttu eftir að hann var stunginn Sænski herinn með viðbúnað á Íslandi Loðnuvertíð hafin og floti farinn til loðnumælinga Deilt um verðhækkanir Veitna Veita hjúkrunarheimilum ráðgjöf vikulega vegna drykkju eldri borgara Ráðherra hafi gefið veiðileyfi á sig Rauð norðurljós vegna kórónugoss Hljóp á sig Ósanngjarnt að skattgreiðendur borgi framkvæmdaruslið Vegagerðin ræðst í úrbætur á slysstað banaslyss Össur um öryggismálin, vandi vinstrisins og falin fíkn eldri borgara Íslendingur handtekinn á EM Ráðuneytið vill að fleiri bjóði sig fram Ólafur sakar Ingu um að vera sjúka í að láta mynda sig við skóflustungur „Dapurlegt að gera ákvarðanirnar tortryggilegar“ Hundaeigendur hvattir til að vera á varðbergi Hafi brotist inn til föður barnsmóður sinnar og reynt að myrða hann Handtökur, húsleit og haldlögð vopn í lögregluaðgerðum á Akureyri Vegagerðin bæti hringveginn eftir að grjót banaði ferðamanni Bréf Trumps til Norðmanna og væringar innan VG Verkútboð í vegagerð auglýst eftir langt hlé „Þarf að klára að setja slaufu á pakkann“ „Blasir við að íslenskt launafólk var svikið“ Um tvöfalt fleiri óánægðir en ánægðir með frestun gangna Ekki rétta leiðin að kynda undir læsisstríð Mælir fyrir samgönguáætlun í dag Fann kattarhræ í margnota poka úti í hrauni Samþykktu aldrei að Sanna fengi oddvitasætið Minnir á hvernig Hitler komst til valda VG og Sanna sameina krafta sína Sjá meira
Elín hlaut ekki réttláta málsmeðferð vegna hlutafjáreignar hæstaréttardómara Mannréttindadómstóll Evrópu (MDE) dæmdi í morgun íslenska ríkið brotlegt við 1. málsgrein 6. greinar Mannréttindasáttmála Evrópu í máli Elínar Sigfúsdóttur. Hún var framkvæmdastjóri fyrirtækjasviðs Landsbankans á árunum fyrir hrun. 25. febrúar 2020 09:45