Hin heilögu lögmál Flosi Eiríksson skrifar 25. febrúar 2020 07:30 Í tengslum við kjaraviðræður þær sem eru í gangi þessar vikurnar og líka síðastliðið vor, hafa býsna margir talið nauðsynlegt að taka þátt í umræðu um þær á opinberum vettvangi. Innihaldið hefur nú verið allavega, en margir hafa þar sýnt skýrar og sterkar hvað rekur þá áfram en ef til vill var ætlunin. Björn Bjarnason, fyrrverandi þingmaður og ráðherra, skrifar grein á heimasíðu sína mánudaginn 24. febrúar undir titlinum ,,Vegið að frábærri hagstjórn“ þar sem hann vitnar meðal annars til ummæla formanns Sjálfstæðisflokksins um að yrði ,,að viðurkenna ákveðin lögmál“ í kjaraviðræðum og við lausn deilumála á þeim vettvangi. Í þessum ummælum endurspeglast viðhorf gamallar valdastéttar, svona hafi kjaramálum verið skipað lengi og um það ríki ,,ákveðin lögmál“. Það að setja fram kröfur um að konur í láglaunastörfum fái eðlilega leiðréttingu á sínum kjörum og eigi möguleika á að framfleyta sér á þeim er að mati Björns birtingarmynd af ,,óraunhæfri kröfugerð á launamarkaði“ sem borin er fram að ,,lukkuriddurum“. Fyrir Birni er svona framganga brot á heilögum lögmálum um ,,sátt“ um launastigann á markaði. Ekki er vikið að því einu orði að Ríkið samdi við hærra launaðan hóp BHM-félaga um umtalsvert meiri hækkanir án þess að nokkur af hægri vængnum eða af hálfu samtaka atvinnurekenda mótmælti því. Af einhverjum ástæðum finnst þeim sú hækkun í samræmi við lögmálið og ekki raska neinu jafnvægi. Í þessu er gott að muna að frasinn um ,,ákveðin lögmál“ var líka notaður til að tala gegn kosningarétti kvenna, réttindabaráttu samkynhneigðra og því að einhleyp kona gæti verið forseti. Ef íslenskt samfélag þolir það ekki að borga láglaunafólki mannsæmandi laun án þess að gamla valdakerfinu sé ógnað þá þurfum við kannski ekki að sjá neitt eftir þessari ,,frábæru hagstjórn“ sem virðist í huga sumra snúast um að halda samborgurum sínum föstum á lágum launum. Höfundur er framkvæmdastjóri Starfsgreinasambandsins. Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Flosi Eiríksson Kjaramál Verkföll 2020 Mest lesið Venjuleg kona úr Hveragerði Árni Grétar Finnsson,Björg Ásta Þórðardóttir Skoðun Óvissuferð Hafnfirðinga í boði Orkuveitu Reykjavíkur Kristín María Thoroddsen Skoðun Hagur okkar allra Steinþór Logi Arnarsson Skoðun Ertu að grínast með þinn lífsstíl? Halla Þorvaldsdóttir Skoðun Sérfræðingarnir Sölvi Tryggvason Skoðun Af góða fólkinu og vonda fólkinu í VR og stóra biðlaunamálinu Arnþór Sigurðsson Skoðun Ég styð Guðrúnu Hafsteinsdóttur sem formann – en hvers vegna? Karl Guðmundsson Skoðun Glötuðu tækifærin Guðmundur Ragnarsson Skoðun Smíðar eru nauðsyn Einar Sverrisson Skoðun Sagnaarfur Biblíunnar – Móse og boðorðin 10 Sigurvin Lárus Jónsson Skoðun Skoðun Skoðun Guðrún Hafsteinsdóttir, leiðtogi með sterka framtíðarsýn Jón Ólafur Halldórsson skrifar Skoðun Sannanir í dómsmáli? Rithandarrannsóknir, seinni grein Jörgen Ingimar Hansson skrifar Skoðun Glötuðu tækifærin Guðmundur Ragnarsson skrifar Skoðun Hnignun samgangna og áhrif á ferðaþjónustu og atvinnulíf Sverrir Fannberg Júliusson skrifar Skoðun Ísland á tímamótum – Við skulum leiða gervigreindaröldina! Sigvaldi Einarsson skrifar Skoðun Hvað eru Innri þróunarmarkmið? Þuríður Helga Kristjánsdóttir skrifar Skoðun Hagur okkar allra Steinþór Logi Arnarsson skrifar Skoðun Áskoranir næstu áratuga kalla á fjármögnun rannsókna Silja Bára R. Ómarsdóttir skrifar Skoðun Ég styð Guðrúnu Hafsteinsdóttur sem formann – en hvers vegna? Karl Guðmundsson skrifar Skoðun Smíðar eru nauðsyn Einar Sverrisson skrifar Skoðun Nýsköpunarlandið Elías Larsen skrifar Skoðun Sagnaarfur Biblíunnar – Móse og boðorðin 10 Sigurvin Lárus Jónsson skrifar Skoðun Sérfræðingarnir Sölvi Tryggvason skrifar Skoðun Af góða fólkinu og vonda fólkinu í VR og stóra biðlaunamálinu Arnþór Sigurðsson skrifar Skoðun Venjuleg kona úr Hveragerði Árni Grétar Finnsson,Björg Ásta Þórðardóttir skrifar Skoðun Hljóð og mynd fara ekki saman Hjörtur J. Guðmundsson skrifar Skoðun Ertu að grínast með þinn lífsstíl? Halla Þorvaldsdóttir skrifar Skoðun Guðrún Hafsteins er leiðtogi Eiður Welding skrifar Skoðun Öflugur iðnaður, sterkt samfélag – Guðrún Hafsteinsdóttir veit hvað þarf Hópur iðnaðarmanna skrifar Skoðun Óvissuferð Hafnfirðinga í boði Orkuveitu Reykjavíkur Kristín María Thoroddsen skrifar Skoðun Herleysið er okkar vörn Dr. Ólína Kjerúlf Þorvarðardóttir skrifar Skoðun Raddir, kyn og kassar Linda Björk Markúsardóttir skrifar Skoðun Færni á vinnumarkaði – ný námsleið fyrir fólk með þroskahömlun Helga Gísladóttir skrifar Skoðun Framtíðarfyrirkomulag biðlauna formanns VR Ólafur Reimar Gunnarsson skrifar Skoðun Sannanir í dómsmáli? Rithandarrannsóknir, fyrri grein Jörgen Ingimar Hansson skrifar Skoðun Rödd friðar á móti sterkum her Anna Hildur Hildibrandsdóttir skrifar Skoðun Leiðtogi nýrra tíma Auður Kjartansdóttir,Bjarnveig Guðbrandsdóttir,Brynhildur Einarsdóttir,Guðrún Ingadóttir,G. Sirrý Ágústsdóttir,Hafdís Gunnarsdóttir,Jónas Kári Eiríksson,Júlíus Guðni Antonsson,Ragnhildur Eva Jónsdóttir,Róbert Smári Gunnarsson skrifar Skoðun Alþjóðaflugvöllurinn á Akureyri: Hvar er Icelandair? Birgir Orri Ásgrímsson skrifar Skoðun Tollflokkun rifins osts: Rangfærslur og staðreyndir Erna Bjarnadóttir skrifar Skoðun Framtíð löggæslu fínpússuð í tilraunastofunni Gaza Kristján Þór Sigurðsson skrifar Sjá meira
Í tengslum við kjaraviðræður þær sem eru í gangi þessar vikurnar og líka síðastliðið vor, hafa býsna margir talið nauðsynlegt að taka þátt í umræðu um þær á opinberum vettvangi. Innihaldið hefur nú verið allavega, en margir hafa þar sýnt skýrar og sterkar hvað rekur þá áfram en ef til vill var ætlunin. Björn Bjarnason, fyrrverandi þingmaður og ráðherra, skrifar grein á heimasíðu sína mánudaginn 24. febrúar undir titlinum ,,Vegið að frábærri hagstjórn“ þar sem hann vitnar meðal annars til ummæla formanns Sjálfstæðisflokksins um að yrði ,,að viðurkenna ákveðin lögmál“ í kjaraviðræðum og við lausn deilumála á þeim vettvangi. Í þessum ummælum endurspeglast viðhorf gamallar valdastéttar, svona hafi kjaramálum verið skipað lengi og um það ríki ,,ákveðin lögmál“. Það að setja fram kröfur um að konur í láglaunastörfum fái eðlilega leiðréttingu á sínum kjörum og eigi möguleika á að framfleyta sér á þeim er að mati Björns birtingarmynd af ,,óraunhæfri kröfugerð á launamarkaði“ sem borin er fram að ,,lukkuriddurum“. Fyrir Birni er svona framganga brot á heilögum lögmálum um ,,sátt“ um launastigann á markaði. Ekki er vikið að því einu orði að Ríkið samdi við hærra launaðan hóp BHM-félaga um umtalsvert meiri hækkanir án þess að nokkur af hægri vængnum eða af hálfu samtaka atvinnurekenda mótmælti því. Af einhverjum ástæðum finnst þeim sú hækkun í samræmi við lögmálið og ekki raska neinu jafnvægi. Í þessu er gott að muna að frasinn um ,,ákveðin lögmál“ var líka notaður til að tala gegn kosningarétti kvenna, réttindabaráttu samkynhneigðra og því að einhleyp kona gæti verið forseti. Ef íslenskt samfélag þolir það ekki að borga láglaunafólki mannsæmandi laun án þess að gamla valdakerfinu sé ógnað þá þurfum við kannski ekki að sjá neitt eftir þessari ,,frábæru hagstjórn“ sem virðist í huga sumra snúast um að halda samborgurum sínum föstum á lágum launum. Höfundur er framkvæmdastjóri Starfsgreinasambandsins.
Skoðun Hnignun samgangna og áhrif á ferðaþjónustu og atvinnulíf Sverrir Fannberg Júliusson skrifar
Skoðun Öflugur iðnaður, sterkt samfélag – Guðrún Hafsteinsdóttir veit hvað þarf Hópur iðnaðarmanna skrifar
Skoðun Leiðtogi nýrra tíma Auður Kjartansdóttir,Bjarnveig Guðbrandsdóttir,Brynhildur Einarsdóttir,Guðrún Ingadóttir,G. Sirrý Ágústsdóttir,Hafdís Gunnarsdóttir,Jónas Kári Eiríksson,Júlíus Guðni Antonsson,Ragnhildur Eva Jónsdóttir,Róbert Smári Gunnarsson skrifar