Hin heilögu lögmál Flosi Eiríksson skrifar 25. febrúar 2020 07:30 Í tengslum við kjaraviðræður þær sem eru í gangi þessar vikurnar og líka síðastliðið vor, hafa býsna margir talið nauðsynlegt að taka þátt í umræðu um þær á opinberum vettvangi. Innihaldið hefur nú verið allavega, en margir hafa þar sýnt skýrar og sterkar hvað rekur þá áfram en ef til vill var ætlunin. Björn Bjarnason, fyrrverandi þingmaður og ráðherra, skrifar grein á heimasíðu sína mánudaginn 24. febrúar undir titlinum ,,Vegið að frábærri hagstjórn“ þar sem hann vitnar meðal annars til ummæla formanns Sjálfstæðisflokksins um að yrði ,,að viðurkenna ákveðin lögmál“ í kjaraviðræðum og við lausn deilumála á þeim vettvangi. Í þessum ummælum endurspeglast viðhorf gamallar valdastéttar, svona hafi kjaramálum verið skipað lengi og um það ríki ,,ákveðin lögmál“. Það að setja fram kröfur um að konur í láglaunastörfum fái eðlilega leiðréttingu á sínum kjörum og eigi möguleika á að framfleyta sér á þeim er að mati Björns birtingarmynd af ,,óraunhæfri kröfugerð á launamarkaði“ sem borin er fram að ,,lukkuriddurum“. Fyrir Birni er svona framganga brot á heilögum lögmálum um ,,sátt“ um launastigann á markaði. Ekki er vikið að því einu orði að Ríkið samdi við hærra launaðan hóp BHM-félaga um umtalsvert meiri hækkanir án þess að nokkur af hægri vængnum eða af hálfu samtaka atvinnurekenda mótmælti því. Af einhverjum ástæðum finnst þeim sú hækkun í samræmi við lögmálið og ekki raska neinu jafnvægi. Í þessu er gott að muna að frasinn um ,,ákveðin lögmál“ var líka notaður til að tala gegn kosningarétti kvenna, réttindabaráttu samkynhneigðra og því að einhleyp kona gæti verið forseti. Ef íslenskt samfélag þolir það ekki að borga láglaunafólki mannsæmandi laun án þess að gamla valdakerfinu sé ógnað þá þurfum við kannski ekki að sjá neitt eftir þessari ,,frábæru hagstjórn“ sem virðist í huga sumra snúast um að halda samborgurum sínum föstum á lágum launum. Höfundur er framkvæmdastjóri Starfsgreinasambandsins. Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Flosi Eiríksson Kjaramál Verkföll 2020 Mest lesið Hvernig vogar þú þér að gera grín að Möggu Stínu? Elliði Vignisson Skoðun Rúmfatalagerinn, ekki fyrir alla! Ragnar Gunnarsson Skoðun Hættið að þykjast standa með mannréttindum – hafnið nýju útlendingafrumvarpi Jón Sigurðsson Skoðun Er edrúlífið æðislegt? Jakob Smári Magnússon Skoðun Kópavogsmódelið Ragnheiður Ósk Jensdóttir Skoðun Ráðgátan um RÚV Helgi Brynjarsson Skoðun Ísland þarf engan sérdíl Magnús Árni Skjöld Magnússon Skoðun Sterkari saman – geðheilsa er mannréttindi allra Halldóra Jónsdóttir,Halldóra Víðisdóttir,Júlíana Guðrún Þórðardóttir Skoðun Flækjustig í skjóli einföldunar Kolbrún Georgsdóttir Skoðun Í örugga höfn! Örlygur Hnefill Örlygsson,Bergur Elías Ágústsson Skoðun Skoðun Skoðun Eflum geðheilsu alla daga Guðbjörg Sveinsdóttir skrifar Skoðun Skoðanagrein – Alþjóðlegi Gigtardaginn: Achieve Your Dreams Hrönn Stefánsdóttir skrifar Skoðun Réttlæti hins sterka. Hvernig hinn sterki getur unnið nánast öll dómsmál Jörgen Ingimar Hansson skrifar Skoðun Við sem lifum með POTS höfum verið yfirgefin af kerfinu Elín A. Eyfjörð Ármannsdóttir skrifar Skoðun Drifkraftur bata – Alþjóðlegi geðheilbrigðisdagurinn Sigríður Ásta Hauksdóttir skrifar Skoðun Lordinn lýgur! Andrés Pétursson skrifar Skoðun Það er ekki hægt að þykjast með líf barnanna okkar Ása Berglind Hjálmarsdóttir skrifar Skoðun Í örugga höfn! Örlygur Hnefill Örlygsson,Bergur Elías Ágústsson skrifar Skoðun Reykjavíkurmódelið er skref í rétta átt – fyrir börnin og starfsfólkið Bozena Raczkowska skrifar Skoðun Varasjóður eða hefðbundið styrkjakerfi? Birgitta Ragnarsdóttir skrifar Skoðun Geðheilsa á tímum óvissu og áskorana María Heimisdóttir skrifar Skoðun Kópavogsmódelið Ragnheiður Ósk Jensdóttir skrifar Skoðun Villta vestur ólöglegra veðmálaauglýsinga á Íslandi Skúli Bragi Geirdal skrifar Skoðun Sterkari saman – geðheilsa er mannréttindi allra Halldóra Jónsdóttir,Halldóra Víðisdóttir,Júlíana Guðrún Þórðardóttir skrifar Skoðun Ísland þarf engan sérdíl Magnús Árni Skjöld Magnússon skrifar Skoðun Er edrúlífið æðislegt? Jakob Smári Magnússon skrifar Skoðun Rúmfatalagerinn, ekki fyrir alla! Ragnar Gunnarsson skrifar Skoðun Að gera ráð fyrir frelsi Birgir Orri Ásgrímsson skrifar Skoðun Að þekkja sín takmörk Heiðar Guðjónsson skrifar Skoðun Gervigreind og dómgreind Henry Alexander Henrysson skrifar Skoðun Fjárfesting í réttindum barna bætir fjárhag sveitarfélaga Marín Rós Eyjólfsdóttir skrifar Skoðun Hættið að þykjast standa með mannréttindum – hafnið nýju útlendingafrumvarpi Jón Sigurðsson skrifar Skoðun Alþjóða geðheilbrigðisdagurinn – réttur til réttrar meðferðar Pétur Maack Þorsteinsson skrifar Skoðun Á að takmarka samfélagsmiðlanotkun barna? María Rut Kristinsdóttir skrifar Skoðun Hvernig vogar þú þér að gera grín að Möggu Stínu? Elliði Vignisson skrifar Skoðun Hvað er í gangi? Jón Pétur Zimsen skrifar Skoðun Lausnir í leikskólamálum Kristín Thoroddsen skrifar Skoðun Hjálpum fólki að eignast börn Hildur Sverrisdóttir skrifar Skoðun Ráðgátan um RÚV Helgi Brynjarsson skrifar Skoðun Hvetjandi refsing Reykjavíkurborgar Halla Gunnarsdóttir skrifar Sjá meira
Í tengslum við kjaraviðræður þær sem eru í gangi þessar vikurnar og líka síðastliðið vor, hafa býsna margir talið nauðsynlegt að taka þátt í umræðu um þær á opinberum vettvangi. Innihaldið hefur nú verið allavega, en margir hafa þar sýnt skýrar og sterkar hvað rekur þá áfram en ef til vill var ætlunin. Björn Bjarnason, fyrrverandi þingmaður og ráðherra, skrifar grein á heimasíðu sína mánudaginn 24. febrúar undir titlinum ,,Vegið að frábærri hagstjórn“ þar sem hann vitnar meðal annars til ummæla formanns Sjálfstæðisflokksins um að yrði ,,að viðurkenna ákveðin lögmál“ í kjaraviðræðum og við lausn deilumála á þeim vettvangi. Í þessum ummælum endurspeglast viðhorf gamallar valdastéttar, svona hafi kjaramálum verið skipað lengi og um það ríki ,,ákveðin lögmál“. Það að setja fram kröfur um að konur í láglaunastörfum fái eðlilega leiðréttingu á sínum kjörum og eigi möguleika á að framfleyta sér á þeim er að mati Björns birtingarmynd af ,,óraunhæfri kröfugerð á launamarkaði“ sem borin er fram að ,,lukkuriddurum“. Fyrir Birni er svona framganga brot á heilögum lögmálum um ,,sátt“ um launastigann á markaði. Ekki er vikið að því einu orði að Ríkið samdi við hærra launaðan hóp BHM-félaga um umtalsvert meiri hækkanir án þess að nokkur af hægri vængnum eða af hálfu samtaka atvinnurekenda mótmælti því. Af einhverjum ástæðum finnst þeim sú hækkun í samræmi við lögmálið og ekki raska neinu jafnvægi. Í þessu er gott að muna að frasinn um ,,ákveðin lögmál“ var líka notaður til að tala gegn kosningarétti kvenna, réttindabaráttu samkynhneigðra og því að einhleyp kona gæti verið forseti. Ef íslenskt samfélag þolir það ekki að borga láglaunafólki mannsæmandi laun án þess að gamla valdakerfinu sé ógnað þá þurfum við kannski ekki að sjá neitt eftir þessari ,,frábæru hagstjórn“ sem virðist í huga sumra snúast um að halda samborgurum sínum föstum á lágum launum. Höfundur er framkvæmdastjóri Starfsgreinasambandsins.
Hættið að þykjast standa með mannréttindum – hafnið nýju útlendingafrumvarpi Jón Sigurðsson Skoðun
Sterkari saman – geðheilsa er mannréttindi allra Halldóra Jónsdóttir,Halldóra Víðisdóttir,Júlíana Guðrún Þórðardóttir Skoðun
Skoðun Réttlæti hins sterka. Hvernig hinn sterki getur unnið nánast öll dómsmál Jörgen Ingimar Hansson skrifar
Skoðun Við sem lifum með POTS höfum verið yfirgefin af kerfinu Elín A. Eyfjörð Ármannsdóttir skrifar
Skoðun Reykjavíkurmódelið er skref í rétta átt – fyrir börnin og starfsfólkið Bozena Raczkowska skrifar
Skoðun Sterkari saman – geðheilsa er mannréttindi allra Halldóra Jónsdóttir,Halldóra Víðisdóttir,Júlíana Guðrún Þórðardóttir skrifar
Skoðun Hættið að þykjast standa með mannréttindum – hafnið nýju útlendingafrumvarpi Jón Sigurðsson skrifar
Skoðun Alþjóða geðheilbrigðisdagurinn – réttur til réttrar meðferðar Pétur Maack Þorsteinsson skrifar
Hættið að þykjast standa með mannréttindum – hafnið nýju útlendingafrumvarpi Jón Sigurðsson Skoðun
Sterkari saman – geðheilsa er mannréttindi allra Halldóra Jónsdóttir,Halldóra Víðisdóttir,Júlíana Guðrún Þórðardóttir Skoðun