Riða í Skagafirði Stefán Ó. Jónsson skrifar 24. febrúar 2020 16:42 Þetta sauðfé úr Skútustaðahreppi og því ekki það sýkta. Vísir/vilhelm Matvælastofnun undirbýr nú aðgerðir eftir að hafa staðfest riðuveiki á bænum Grófargili við Varmahlíð í Skagafirði. Er þetta fyrsta tilfellið sem greinist í ár en í fyrra greindist jafnframt eitt tilfelli, þá á bænum Álftagerði skammt frá Grófargili.Í tilkynningu MAST segir að bóndinn á bænum hafi sjálfur sett sig í samband við stofnunina þegar kind fór að sýna einkenni riðuveiki. „Kindin var skoðuð, síðan aflífuð og sýni tekin og send á Tilraunastöð Háskóla Íslands að Keldum þar sem riðuveiki var staðfest,“ segir í tilkynningunni. Þar er þess jafnframt getið að undanfarna tvo ártugi hafi komið upp riðuveiki á tuttugu búum í hinu svokallaða Húna- og Skagahólfi, þar sem Grófargil er jafnframt að finna. Um þekkt riðusvæði er að ræða að sögn Matvælastofnunnar og í því samhengi bent á að árið 2016 greindist riða á bænum Brautarholti sem er næsti bær við Grófargil. Þrátt fyrir þessa vendingar segir Matvælastofnun að riða sé á undanhaldi, þannig hafi aðeins komið upp eitt tilfelli í fyrra. Verið sé að teikna upp aðgerðir vegna riðunnar í Skagafirði. „Héraðsdýralæknir vinnur nú að öflun faraldsfræðilegra upplýsinga og úttektar á búinu til að meta umfang aðgerða við förgun fjár, þrif og sótthreinsun. Því næst fer málið í hefðbundið ferli hvað varðar gerð samnings um niðurskurð,“ segir ennfremur í tilkynningu MAST. Staðfestum riðutifellum hefur fækkað undanfarin ár.mast Dýr Dýraheilbrigði Skagafjörður Mest lesið „Ég get horft í augun á ykkur“ Innlent Foreldrar sextíu barna vilji leikskólastjórann burt Innlent Hrikalega spenntur að spreyta sig á nýjum vettvangi Innlent Ellert B. Schram er fallinn frá Innlent Grjóthörð sparnaðarráð til Kristrúnar með ástarkveðju frá FA Innlent „Það á auðvitað að fara að lögum“ Innlent Fimm ára leyfi frá borginni til að fara á þing Innlent Maðurinn hafi talið sig vera að fara að hitta stúlku á fermingaraldri Innlent Fjórir fluttir með þyrlu eftir árekstur Innlent Sautján ára máli Amöndu Knox lýkur með sakfellingu Erlent Fleiri fréttir „Nemendur með þroskahömlun geta svo sannarlega komist inn í Listaháskólann“ Íhugar formannsframboð Lögðu fram tilboð sem var ekki svarað Fjórir fluttir með þyrlu eftir árekstur Guðrún íhugar framboð og Guinness-æði skekur íslenska djammið Lýsa yfir miklum vonbrigðum með stöðu viðræðna „Ég get horft í augun á ykkur“ Eldur í bíl í Strýtuseli Valt inn á byggingarsvæði eftir árekstur við strætó Anna, Anna og Sveinbjörn aðstoða ríkisstjórnina Hrikalega spenntur að spreyta sig á nýjum vettvangi Ellert B. Schram er fallinn frá „Það á auðvitað að fara að lögum“ Segir borgina hafa unnið að lausn mála hjá Maríuborg um nokkurt skeið Maðurinn hafi talið sig vera að fara að hitta stúlku á fermingaraldri Boða til allsherjarfundar samninganefnda Kennarasambandsins Lögregla rannsakar tálbeituaðgerð ungmenna Grjóthörð sparnaðarráð til Kristrúnar með ástarkveðju frá FA Lenti í kófi og ók í veg fyrir tvo vörubíla Óttast að íbúar utan Reykjavíkur festist í gistiskýlunum Fimm ára leyfi frá borginni til að fara á þing Foreldrar sextíu barna vilji leikskólastjórann burt Farinn af vettvangi en fannst með áverka stuttu síðar Hús varð fyrir tjóni vegna eldingar Viss um sigurinn en óviss um að komast inn á landsfundinn „Við erum algjörlega komin á endastöð“ „Enn einn áfellisdómurinn yfir stjórnsýslu borgarinnar“ Staðfestir niðurfellingu rannsóknar á blaðamönnunum Áfellisdómur á stjórnsýslu borgarinnar og meintur fjárdráttur Að minnsta kosti þrettán milljónir og „einbeittur brotavilji“ Sjá meira
Matvælastofnun undirbýr nú aðgerðir eftir að hafa staðfest riðuveiki á bænum Grófargili við Varmahlíð í Skagafirði. Er þetta fyrsta tilfellið sem greinist í ár en í fyrra greindist jafnframt eitt tilfelli, þá á bænum Álftagerði skammt frá Grófargili.Í tilkynningu MAST segir að bóndinn á bænum hafi sjálfur sett sig í samband við stofnunina þegar kind fór að sýna einkenni riðuveiki. „Kindin var skoðuð, síðan aflífuð og sýni tekin og send á Tilraunastöð Háskóla Íslands að Keldum þar sem riðuveiki var staðfest,“ segir í tilkynningunni. Þar er þess jafnframt getið að undanfarna tvo ártugi hafi komið upp riðuveiki á tuttugu búum í hinu svokallaða Húna- og Skagahólfi, þar sem Grófargil er jafnframt að finna. Um þekkt riðusvæði er að ræða að sögn Matvælastofnunnar og í því samhengi bent á að árið 2016 greindist riða á bænum Brautarholti sem er næsti bær við Grófargil. Þrátt fyrir þessa vendingar segir Matvælastofnun að riða sé á undanhaldi, þannig hafi aðeins komið upp eitt tilfelli í fyrra. Verið sé að teikna upp aðgerðir vegna riðunnar í Skagafirði. „Héraðsdýralæknir vinnur nú að öflun faraldsfræðilegra upplýsinga og úttektar á búinu til að meta umfang aðgerða við förgun fjár, þrif og sótthreinsun. Því næst fer málið í hefðbundið ferli hvað varðar gerð samnings um niðurskurð,“ segir ennfremur í tilkynningu MAST. Staðfestum riðutifellum hefur fækkað undanfarin ár.mast
Dýr Dýraheilbrigði Skagafjörður Mest lesið „Ég get horft í augun á ykkur“ Innlent Foreldrar sextíu barna vilji leikskólastjórann burt Innlent Hrikalega spenntur að spreyta sig á nýjum vettvangi Innlent Ellert B. Schram er fallinn frá Innlent Grjóthörð sparnaðarráð til Kristrúnar með ástarkveðju frá FA Innlent „Það á auðvitað að fara að lögum“ Innlent Fimm ára leyfi frá borginni til að fara á þing Innlent Maðurinn hafi talið sig vera að fara að hitta stúlku á fermingaraldri Innlent Fjórir fluttir með þyrlu eftir árekstur Innlent Sautján ára máli Amöndu Knox lýkur með sakfellingu Erlent Fleiri fréttir „Nemendur með þroskahömlun geta svo sannarlega komist inn í Listaháskólann“ Íhugar formannsframboð Lögðu fram tilboð sem var ekki svarað Fjórir fluttir með þyrlu eftir árekstur Guðrún íhugar framboð og Guinness-æði skekur íslenska djammið Lýsa yfir miklum vonbrigðum með stöðu viðræðna „Ég get horft í augun á ykkur“ Eldur í bíl í Strýtuseli Valt inn á byggingarsvæði eftir árekstur við strætó Anna, Anna og Sveinbjörn aðstoða ríkisstjórnina Hrikalega spenntur að spreyta sig á nýjum vettvangi Ellert B. Schram er fallinn frá „Það á auðvitað að fara að lögum“ Segir borgina hafa unnið að lausn mála hjá Maríuborg um nokkurt skeið Maðurinn hafi talið sig vera að fara að hitta stúlku á fermingaraldri Boða til allsherjarfundar samninganefnda Kennarasambandsins Lögregla rannsakar tálbeituaðgerð ungmenna Grjóthörð sparnaðarráð til Kristrúnar með ástarkveðju frá FA Lenti í kófi og ók í veg fyrir tvo vörubíla Óttast að íbúar utan Reykjavíkur festist í gistiskýlunum Fimm ára leyfi frá borginni til að fara á þing Foreldrar sextíu barna vilji leikskólastjórann burt Farinn af vettvangi en fannst með áverka stuttu síðar Hús varð fyrir tjóni vegna eldingar Viss um sigurinn en óviss um að komast inn á landsfundinn „Við erum algjörlega komin á endastöð“ „Enn einn áfellisdómurinn yfir stjórnsýslu borgarinnar“ Staðfestir niðurfellingu rannsóknar á blaðamönnunum Áfellisdómur á stjórnsýslu borgarinnar og meintur fjárdráttur Að minnsta kosti þrettán milljónir og „einbeittur brotavilji“ Sjá meira