Ísland áfram á gráa listanum Stefán Ó. Jónsson skrifar 24. febrúar 2020 14:29 Ísland rataði í október á gráan lista samtakanna FATF. Þar eru lönd sem hafa heitið úrbótum í baráttunni gegn peningaþvætti og fjármögnun hryðjuverka sem samtökin ætlað að fylgjast náið með. GETTY/CASPAR BENSON Ísland verður áfram á gráum peningaþvættislista samtakanna Financial Action Task Force (FATF) fram í júní hið minnsta. Þetta varð ljóst eftir að fundi aðildarríkja samtakanna lauk í lok síðustu viku, án þess að staða Íslands á listanum breyttist. Kjarninn greindi fyrst frá niðurstöðum fundarins, en ýmis fylgigögn honum tengdum má nálgast hér.Ísland var í október sett á gráan lista FATF yfir ríki sem hafa ónægar varnir gegn peningaþvætti og fjármögnun hryðjuverka. Grái listinn nær yfir ríki sem eru af hinu opinbera sögð „samvinnufús og aðgerðaáætlun um endurbætur eru í farvegi.“ FATF-hópurinn fundar þrisvar á ári; í febrúar, júní og október. Stjórnvöld höfðu áður bundið vonir við að Ísland kæmist af listanum strax í febrúar. Dómsmálaráðherra sló þó á þær væntingar í lok janúar, þegar hún sagði að horft væri til þess að losna af listanum í október. Þórhildur Sunna Ævarsdóttir, formaður stjórnskipunar- og eftirlitsnefndar, hafði einnig áður sagt að febrúar væri óraunhæft viðmið.Í fyrrnefndum fylgigögnum má sjá að 18 ríki eru á gráa lista FATF að febrúarfundinum loknum. Tvö Evrópuríki eru á listanum, Ísland og Albanía, en meðal annarra landa má nefna Kambódíu, Jemen, Sýrland, Zimbabwe og Bahamaeyjar. Þar má jafnframt nálgast rökstuðning FATF fyrir áframhaldandi veru Íslands á listanum. Í honum er drepið á þeim vilyrðum sem borist hafa frá íslenskum stjórnvöldum og aðgerðum sem þau hafa gripið til, eins og að fjölga í starfsliði eftirlitsstofnanna sem hafa með varnir gegn peningaþvætti að gera. Í rökstuðningnum er Íslendingum ráðlagt að halda áfram innleiðingu aðgerðaráætlunar sinnar um að sníða hnökrana af vörnum sínum í þessum efnum. Til að mynda að koma skráningu á raunverulegum eigendum íslenskra félaga í æskilegt horf. Félög hafa til 1. mars næstkomandi til að ganga frá þessari skráningu ellegar gætu þau átt von á sektum. Greining FATF á stöðu Íslands að loknum febrúarfundinum.fatf Alþingi Efnahagsmál Ísland á gráum lista FATF Stjórnsýsla Tengdar fréttir Gætu sætt sektum ef skráningu raunverulegra eigenda er ekki lokið fyrir mánaðamót Viðunandi skráning raunverulegra eigenda er ein af forsendum þess að Ísland komist af gráum lista. 5. febrúar 2020 11:47 Vonar að Ísland komist af gráum lista í október Vera Íslands á gráa listanum hefur að sögn Seðlabanka Íslands enn sem komið er ekki haft áhrif á starfsemi aðila á borð við tryggingafélög og lífeyrissjóði á Íslandi. 29. janúar 2020 11:39 Forstjóri FME segir peningaþvættisvarnir bankanna geta orðið betri Forstjóri Fjármálaeftirlitsins segir athugun á peningaþvættisvörnum stóru bankanna ekki hafa komið gífurlega illa út fyrir þá. 23. desember 2019 19:00 Mest lesið Úlfar hættir sem lögreglustjóri Innlent Breyttar forsendur og pólitískar áherslur á bak við ákvörðunina Innlent Sjö ára fangelsi fyrir tvær tilraunir til manndráps Innlent Telur víst að gögnin hafi komið frá sérstökum sjálfum Innlent Dr. Bjarni er látinn Innlent „Þetta var ekki rétt, alveg klárlega“ Innlent Geyma fjöldann allan af fullum bensínkútum í bíl í Hlíðunum Innlent Rannsóknarleyfi Rastar hafnað Innlent Þakkantinum var haldið saman með kústskafti Innlent Máttu skikka nemanda í tvö sjúkrapróf samdægurs Innlent Fleiri fréttir Hjörtur Torfason er látinn Fá engar bætur fyrir stolin bíl „Þetta er mikil áskorun en á sama tíma tek ég henni bara vel“ Syndir 1.600 kílómetra í kringum landið: Borðar tíu þúsund kalóríur á dag fyrir svaðilförina Ekkert fundist af báti sem sagður er hafa hvolft Gjörunnin matvæli tæpur helmingur af orkuinntöku landsmanna Tilkynnti um stolið hjól og réðst svo á þjófinn „Þetta var ekki rétt, alveg klárlega“ Máttu skikka nemanda í tvö sjúkrapróf samdægurs Njósnari sér að sér og synt í kring um Ísland Vill deila þekkingu á jarðvarma með Úkraínu Bað forseta að taka „stjórnarliða á skólabekk og tukta þá til“ Sjö ára fangelsi fyrir tvær tilraunir til manndráps Blindir vilja Hljóðbókasafnið heim Stjórnarandstaða kvartar undan starfi í velferðarnefnd Breyttar forsendur og pólitískar áherslur á bak við ákvörðunina Úlfar hættir sem lögreglustjóri Ráðherra hafnaði loftslagsrannsókn vegna ófullnægjandi lagaramma Hafnar því alfarið að hafa lekið gögnunum Nú má heita Gúníta Ljósynja Dawn Fólk varað við aukinni hættu á gróðureld Sala á Íslandsbankabréfum hafin og Jón Óttar sakar Ólaf Þór um leka Rannsóknarleyfi Rastar hafnað Telur víst að gögnin hafi komið frá sérstökum sjálfum Miðhúsabraut lokuð eftir að ekið var á vegfaranda á hlaupahjóli Yfir þrjú hunduð eftirskjálftar Mál Oscars sé barnaverndarmál en ekki útlendingamál Bein útsending: Framtíð matvælaframleiðslu á Íslandi Vara við aukinni hættu á gróðureldum á Austurlandi Stór skjálfti rétt hjá Grímsey Sjá meira
Ísland verður áfram á gráum peningaþvættislista samtakanna Financial Action Task Force (FATF) fram í júní hið minnsta. Þetta varð ljóst eftir að fundi aðildarríkja samtakanna lauk í lok síðustu viku, án þess að staða Íslands á listanum breyttist. Kjarninn greindi fyrst frá niðurstöðum fundarins, en ýmis fylgigögn honum tengdum má nálgast hér.Ísland var í október sett á gráan lista FATF yfir ríki sem hafa ónægar varnir gegn peningaþvætti og fjármögnun hryðjuverka. Grái listinn nær yfir ríki sem eru af hinu opinbera sögð „samvinnufús og aðgerðaáætlun um endurbætur eru í farvegi.“ FATF-hópurinn fundar þrisvar á ári; í febrúar, júní og október. Stjórnvöld höfðu áður bundið vonir við að Ísland kæmist af listanum strax í febrúar. Dómsmálaráðherra sló þó á þær væntingar í lok janúar, þegar hún sagði að horft væri til þess að losna af listanum í október. Þórhildur Sunna Ævarsdóttir, formaður stjórnskipunar- og eftirlitsnefndar, hafði einnig áður sagt að febrúar væri óraunhæft viðmið.Í fyrrnefndum fylgigögnum má sjá að 18 ríki eru á gráa lista FATF að febrúarfundinum loknum. Tvö Evrópuríki eru á listanum, Ísland og Albanía, en meðal annarra landa má nefna Kambódíu, Jemen, Sýrland, Zimbabwe og Bahamaeyjar. Þar má jafnframt nálgast rökstuðning FATF fyrir áframhaldandi veru Íslands á listanum. Í honum er drepið á þeim vilyrðum sem borist hafa frá íslenskum stjórnvöldum og aðgerðum sem þau hafa gripið til, eins og að fjölga í starfsliði eftirlitsstofnanna sem hafa með varnir gegn peningaþvætti að gera. Í rökstuðningnum er Íslendingum ráðlagt að halda áfram innleiðingu aðgerðaráætlunar sinnar um að sníða hnökrana af vörnum sínum í þessum efnum. Til að mynda að koma skráningu á raunverulegum eigendum íslenskra félaga í æskilegt horf. Félög hafa til 1. mars næstkomandi til að ganga frá þessari skráningu ellegar gætu þau átt von á sektum. Greining FATF á stöðu Íslands að loknum febrúarfundinum.fatf
Alþingi Efnahagsmál Ísland á gráum lista FATF Stjórnsýsla Tengdar fréttir Gætu sætt sektum ef skráningu raunverulegra eigenda er ekki lokið fyrir mánaðamót Viðunandi skráning raunverulegra eigenda er ein af forsendum þess að Ísland komist af gráum lista. 5. febrúar 2020 11:47 Vonar að Ísland komist af gráum lista í október Vera Íslands á gráa listanum hefur að sögn Seðlabanka Íslands enn sem komið er ekki haft áhrif á starfsemi aðila á borð við tryggingafélög og lífeyrissjóði á Íslandi. 29. janúar 2020 11:39 Forstjóri FME segir peningaþvættisvarnir bankanna geta orðið betri Forstjóri Fjármálaeftirlitsins segir athugun á peningaþvættisvörnum stóru bankanna ekki hafa komið gífurlega illa út fyrir þá. 23. desember 2019 19:00 Mest lesið Úlfar hættir sem lögreglustjóri Innlent Breyttar forsendur og pólitískar áherslur á bak við ákvörðunina Innlent Sjö ára fangelsi fyrir tvær tilraunir til manndráps Innlent Telur víst að gögnin hafi komið frá sérstökum sjálfum Innlent Dr. Bjarni er látinn Innlent „Þetta var ekki rétt, alveg klárlega“ Innlent Geyma fjöldann allan af fullum bensínkútum í bíl í Hlíðunum Innlent Rannsóknarleyfi Rastar hafnað Innlent Þakkantinum var haldið saman með kústskafti Innlent Máttu skikka nemanda í tvö sjúkrapróf samdægurs Innlent Fleiri fréttir Hjörtur Torfason er látinn Fá engar bætur fyrir stolin bíl „Þetta er mikil áskorun en á sama tíma tek ég henni bara vel“ Syndir 1.600 kílómetra í kringum landið: Borðar tíu þúsund kalóríur á dag fyrir svaðilförina Ekkert fundist af báti sem sagður er hafa hvolft Gjörunnin matvæli tæpur helmingur af orkuinntöku landsmanna Tilkynnti um stolið hjól og réðst svo á þjófinn „Þetta var ekki rétt, alveg klárlega“ Máttu skikka nemanda í tvö sjúkrapróf samdægurs Njósnari sér að sér og synt í kring um Ísland Vill deila þekkingu á jarðvarma með Úkraínu Bað forseta að taka „stjórnarliða á skólabekk og tukta þá til“ Sjö ára fangelsi fyrir tvær tilraunir til manndráps Blindir vilja Hljóðbókasafnið heim Stjórnarandstaða kvartar undan starfi í velferðarnefnd Breyttar forsendur og pólitískar áherslur á bak við ákvörðunina Úlfar hættir sem lögreglustjóri Ráðherra hafnaði loftslagsrannsókn vegna ófullnægjandi lagaramma Hafnar því alfarið að hafa lekið gögnunum Nú má heita Gúníta Ljósynja Dawn Fólk varað við aukinni hættu á gróðureld Sala á Íslandsbankabréfum hafin og Jón Óttar sakar Ólaf Þór um leka Rannsóknarleyfi Rastar hafnað Telur víst að gögnin hafi komið frá sérstökum sjálfum Miðhúsabraut lokuð eftir að ekið var á vegfaranda á hlaupahjóli Yfir þrjú hunduð eftirskjálftar Mál Oscars sé barnaverndarmál en ekki útlendingamál Bein útsending: Framtíð matvælaframleiðslu á Íslandi Vara við aukinni hættu á gróðureldum á Austurlandi Stór skjálfti rétt hjá Grímsey Sjá meira
Gætu sætt sektum ef skráningu raunverulegra eigenda er ekki lokið fyrir mánaðamót Viðunandi skráning raunverulegra eigenda er ein af forsendum þess að Ísland komist af gráum lista. 5. febrúar 2020 11:47
Vonar að Ísland komist af gráum lista í október Vera Íslands á gráa listanum hefur að sögn Seðlabanka Íslands enn sem komið er ekki haft áhrif á starfsemi aðila á borð við tryggingafélög og lífeyrissjóði á Íslandi. 29. janúar 2020 11:39
Forstjóri FME segir peningaþvættisvarnir bankanna geta orðið betri Forstjóri Fjármálaeftirlitsins segir athugun á peningaþvættisvörnum stóru bankanna ekki hafa komið gífurlega illa út fyrir þá. 23. desember 2019 19:00