„Einn þriðji af gúrkunni fer til RARIK“ Sunna Kristín Hilmarsdóttir skrifar 24. febrúar 2020 12:30 Gunnlaugur Karlsson er framkvæmdastjóri Sölufélags garðyrkjumanna. Getty/Sölufélag garðyrkjumanna Gunnlaugur Karlsson, framkvæmdastjóri Sölufélags garðyrkjumanna, segir takmarkað hversu mikla niðurgreiðslu garðyrkjubændur fái á flutningskostnað rafmagns. Ef garðyrkjubóndi vilji stækka sitt bú til að ná að anna aukinni eftirspurn eftir rafmagn sé öll stækkunin án niðurgreiðslu. Þetta kom fram í viðtali við Gunnlaug í Bítinu á Bylgjunni á morgun en einnig var rætt við hann í liðinni viku. Þá kom fram að garðyrkjubændur nái ekki að anna eftirspurn og að raforkuverð reynist mörgum bændum þungt í skauti. Tryggvi Þór Haraldsson, forstjóri RARIK, sagði degi síðar í viðtali í Bítinu enga fá betri afslátt af raforku en garðyrkjubændur. Ríkið greiði niður 82 prósent af fastagjaldi, afgjaldi og orkugjaldi og 86 prósent í dreifbýli. Gunnlaugur sagði í morgun að það sem vantaði í umræðuna væri að ef garðyrkjubóndi vildi stækka við sig þá væri það ekki niðurgreitt. Þá væri rafmagnsgjaldskráin óskiljanleg þar sem hún byggi á almennum neytendum en ekki til dæmis fyrirtækjum sem eiga í magnviðskiptum eins og garðyrkjubændur eru í. Taxtarnir væru enn miðaðir við heimilin. Viðtalið við Gunnlaug má heyra í heild sinni í spilaranum hér fyrir neðan. Vilja að tekin verði upp verðskrá sem henti atvinnulífinu „Ef þú ert úti á landi í einhverjum afskekktum dal þá sér hver maður að það er dýrara að koma rafmagni þangað. Þannig er upphafið að þessari gjaldskrá. Svo þegar einn aðili er farinn að nota jafnmikið og 3000 íbúar af hverju er hann þá á háa verðinu? Af hverju er hann á afdalaverðinu? Ein tenging, einn notandi, einn gjaldmælir, 45 milljónir á ári í tekjur til RARIK. Síðan er það niðurgreitt af ríkinu upp að vissu marki. Ef bóndinn ætlar svo að stækka þá er það ekki niðurgreitt. Það er öll stækkun, og það er það sem kom ekki fram, ef við viljum sinna markaðnum og stækka þá er ekki nein niðurgreiðsla á flutningskostnaðinum þar,“ sagði Gunnlaugur. Garðyrkjubændur vilji að hætt verði að nota verðskrá sem miðist við íbúa og að tekin verði upp verðskrá sem henti atvinnulífinu og þar með talið garðyrkjubændum. Kerfið sé letjandi. „Þetta er svona svipað og ef ég fer inn í bakarí og spyr bakarann hvað kostar eitt brauð. Hann segir mér frá alls konar töxtum, bakaragjaldi og svona og hinsegin gjald. Svo spyr ég „hvað kostar brauðið?“ Þá þarf ég að fá verkfræðistofu til að reikna þetta út. Þá kemur í ljós að brauðið kostar 100 kall. „Heyrðu, frábært ég ætla að fá tvö.“ „Nei, næsta brauð kostar 500 kall.“ Við erum þarna,“ sagði Gunnlaugur. Þá spyrji garðyrkjubændur sig hvers vegna svona há gjöld séu á flutningskostnaði. „Þarna er bara rekstur og viðhald kerfis, það er enginn flutningskostnaður á rafmagni. Það er ekki eins og það þurfi bensín á bíl. Af hverju þarf RARIK að fá 500 milljónir á ári til að flytja rafmagn inn í garðyrkjuna sem er svo niðurgreitt upp að hluta og menn geta ekki stækkað? Það er kannski svona það sem vantaði inn í umræðuna. Það er bara takmarkaður skömmtunarseðill fyrir niðurgreiðslu og ef þú ert orðinn x stór þá er öll stækkun eftir það án niðurgreiðslu, alveg óháð því hvort það er eitthvað eftir í pottinum eða ekki.“ Spurður út hvort að verð á grænmeti myndi lækka ef rafmagnskostnaður væri með þeim hætti sem garðyrkjubændur vilja svaraði Gunnlaugur því til að það myndi að sjálfsögðu lækka. „Einn þriðji af gúrkunni fer til RARIK og ef þú ætlar að stækka þá fer það nær 50 prósent og jafnvel meira,“ sagði Gunnlaugur. Bítið Garðyrkja Orkumál Mest lesið „Það voru bara slagsmál, viltu senda bíl“ Innlent Kraftaverk að Gunnari hafi verið bjargað þegar hann lenti í sjónum Innlent Foreldrar hafa áhyggjur af börnum sínum með Sergio í Dúbaí Innlent Gaf lungnadeildinni sex ferðasúrefnistæki til að þakka fyrir sig Innlent Nick Reiner ákærður fyrir að myrða foreldra sína Erlent Kveiktu á 200 kertum fyrir drengina sem hafa látist í baráttu við fíkn Innlent „Þessir þrír flokkar til þess að gera tómar skeljar“ Innlent Margrét Löf dæmd í 16 ára fangelsi Innlent Ekki lengur hægt að breiða yfir sannleikann Innlent Þau eru tilnefnd sem maður ársins Innlent Fleiri fréttir Kveiktu á 200 kertum fyrir drengina sem hafa látist í baráttu við fíkn „Þarna var bara verið að tikka í box“ Gaf lungnadeildinni sex ferðasúrefnistæki til að þakka fyrir sig Kraftaverk að Gunnari hafi verið bjargað þegar hann lenti í sjónum „Það voru bara slagsmál, viltu senda bíl“ „Þessir þrír flokkar til þess að gera tómar skeljar“ Foreldrar hafa áhyggjur af börnum sínum með Sergio í Dúbaí Umdeildur athafnamaður og vendingar á vinstri væng Ekki dómarans eins að meta hvort umskurn væri hættuleg Theodóra ætlar ekki fram aftur fyrir Viðreisn „Hæstvirtur yfirlætisráðherra, nei fyrirgefðu, hæstvirtur forsætisráðherra“ Lesstofu Borgarskjalasafnsins lokað Margrét Löf dæmd í 16 ára fangelsi „Óásættanlegt“ að taka borgarfulltrúa af gestalistanum Það hafi víst verið haft samráð við sjávarútveginn Píratar bjóða ekki fram í vor og Sigurbjörg Erla hættir „Við vitum að áföllin munu koma“ Alexandra sækist eftir oddvitasætinu Pírati skiptir um skútu og makrílsamningur fellur í grýttan jarðveg Dóra Björt til liðs við Samfylkinguna Æfur vegna samnings um makríl: „Skiljum vini okkar Grænlendinga eftir á köldum klaka“ Engin breyting á trúfélagsskráningu landsmanna Bein útsending: Boða óvænt til blaðamannafundar í Ráðhúsinu Hækka hitann í Breiðholtslaug Meðalbílaleigubíllinn verði fyrir mestum áhrifum Óvíst hvort Guðmundur Ingi snúi aftur í ráðuneytið Fjölgun landsmanna það eina sem hafi komið í veg fyrir tekjufall Rúv Umferðarslys á Breiðholtsbraut Orð gegn orði um samskipti innan almannavarnarnefndar Skýrslan ekki til neins ef ekki verði brugðist við Sjá meira
Gunnlaugur Karlsson, framkvæmdastjóri Sölufélags garðyrkjumanna, segir takmarkað hversu mikla niðurgreiðslu garðyrkjubændur fái á flutningskostnað rafmagns. Ef garðyrkjubóndi vilji stækka sitt bú til að ná að anna aukinni eftirspurn eftir rafmagn sé öll stækkunin án niðurgreiðslu. Þetta kom fram í viðtali við Gunnlaug í Bítinu á Bylgjunni á morgun en einnig var rætt við hann í liðinni viku. Þá kom fram að garðyrkjubændur nái ekki að anna eftirspurn og að raforkuverð reynist mörgum bændum þungt í skauti. Tryggvi Þór Haraldsson, forstjóri RARIK, sagði degi síðar í viðtali í Bítinu enga fá betri afslátt af raforku en garðyrkjubændur. Ríkið greiði niður 82 prósent af fastagjaldi, afgjaldi og orkugjaldi og 86 prósent í dreifbýli. Gunnlaugur sagði í morgun að það sem vantaði í umræðuna væri að ef garðyrkjubóndi vildi stækka við sig þá væri það ekki niðurgreitt. Þá væri rafmagnsgjaldskráin óskiljanleg þar sem hún byggi á almennum neytendum en ekki til dæmis fyrirtækjum sem eiga í magnviðskiptum eins og garðyrkjubændur eru í. Taxtarnir væru enn miðaðir við heimilin. Viðtalið við Gunnlaug má heyra í heild sinni í spilaranum hér fyrir neðan. Vilja að tekin verði upp verðskrá sem henti atvinnulífinu „Ef þú ert úti á landi í einhverjum afskekktum dal þá sér hver maður að það er dýrara að koma rafmagni þangað. Þannig er upphafið að þessari gjaldskrá. Svo þegar einn aðili er farinn að nota jafnmikið og 3000 íbúar af hverju er hann þá á háa verðinu? Af hverju er hann á afdalaverðinu? Ein tenging, einn notandi, einn gjaldmælir, 45 milljónir á ári í tekjur til RARIK. Síðan er það niðurgreitt af ríkinu upp að vissu marki. Ef bóndinn ætlar svo að stækka þá er það ekki niðurgreitt. Það er öll stækkun, og það er það sem kom ekki fram, ef við viljum sinna markaðnum og stækka þá er ekki nein niðurgreiðsla á flutningskostnaðinum þar,“ sagði Gunnlaugur. Garðyrkjubændur vilji að hætt verði að nota verðskrá sem miðist við íbúa og að tekin verði upp verðskrá sem henti atvinnulífinu og þar með talið garðyrkjubændum. Kerfið sé letjandi. „Þetta er svona svipað og ef ég fer inn í bakarí og spyr bakarann hvað kostar eitt brauð. Hann segir mér frá alls konar töxtum, bakaragjaldi og svona og hinsegin gjald. Svo spyr ég „hvað kostar brauðið?“ Þá þarf ég að fá verkfræðistofu til að reikna þetta út. Þá kemur í ljós að brauðið kostar 100 kall. „Heyrðu, frábært ég ætla að fá tvö.“ „Nei, næsta brauð kostar 500 kall.“ Við erum þarna,“ sagði Gunnlaugur. Þá spyrji garðyrkjubændur sig hvers vegna svona há gjöld séu á flutningskostnaði. „Þarna er bara rekstur og viðhald kerfis, það er enginn flutningskostnaður á rafmagni. Það er ekki eins og það þurfi bensín á bíl. Af hverju þarf RARIK að fá 500 milljónir á ári til að flytja rafmagn inn í garðyrkjuna sem er svo niðurgreitt upp að hluta og menn geta ekki stækkað? Það er kannski svona það sem vantaði inn í umræðuna. Það er bara takmarkaður skömmtunarseðill fyrir niðurgreiðslu og ef þú ert orðinn x stór þá er öll stækkun eftir það án niðurgreiðslu, alveg óháð því hvort það er eitthvað eftir í pottinum eða ekki.“ Spurður út hvort að verð á grænmeti myndi lækka ef rafmagnskostnaður væri með þeim hætti sem garðyrkjubændur vilja svaraði Gunnlaugur því til að það myndi að sjálfsögðu lækka. „Einn þriðji af gúrkunni fer til RARIK og ef þú ætlar að stækka þá fer það nær 50 prósent og jafnvel meira,“ sagði Gunnlaugur.
Bítið Garðyrkja Orkumál Mest lesið „Það voru bara slagsmál, viltu senda bíl“ Innlent Kraftaverk að Gunnari hafi verið bjargað þegar hann lenti í sjónum Innlent Foreldrar hafa áhyggjur af börnum sínum með Sergio í Dúbaí Innlent Gaf lungnadeildinni sex ferðasúrefnistæki til að þakka fyrir sig Innlent Nick Reiner ákærður fyrir að myrða foreldra sína Erlent Kveiktu á 200 kertum fyrir drengina sem hafa látist í baráttu við fíkn Innlent „Þessir þrír flokkar til þess að gera tómar skeljar“ Innlent Margrét Löf dæmd í 16 ára fangelsi Innlent Ekki lengur hægt að breiða yfir sannleikann Innlent Þau eru tilnefnd sem maður ársins Innlent Fleiri fréttir Kveiktu á 200 kertum fyrir drengina sem hafa látist í baráttu við fíkn „Þarna var bara verið að tikka í box“ Gaf lungnadeildinni sex ferðasúrefnistæki til að þakka fyrir sig Kraftaverk að Gunnari hafi verið bjargað þegar hann lenti í sjónum „Það voru bara slagsmál, viltu senda bíl“ „Þessir þrír flokkar til þess að gera tómar skeljar“ Foreldrar hafa áhyggjur af börnum sínum með Sergio í Dúbaí Umdeildur athafnamaður og vendingar á vinstri væng Ekki dómarans eins að meta hvort umskurn væri hættuleg Theodóra ætlar ekki fram aftur fyrir Viðreisn „Hæstvirtur yfirlætisráðherra, nei fyrirgefðu, hæstvirtur forsætisráðherra“ Lesstofu Borgarskjalasafnsins lokað Margrét Löf dæmd í 16 ára fangelsi „Óásættanlegt“ að taka borgarfulltrúa af gestalistanum Það hafi víst verið haft samráð við sjávarútveginn Píratar bjóða ekki fram í vor og Sigurbjörg Erla hættir „Við vitum að áföllin munu koma“ Alexandra sækist eftir oddvitasætinu Pírati skiptir um skútu og makrílsamningur fellur í grýttan jarðveg Dóra Björt til liðs við Samfylkinguna Æfur vegna samnings um makríl: „Skiljum vini okkar Grænlendinga eftir á köldum klaka“ Engin breyting á trúfélagsskráningu landsmanna Bein útsending: Boða óvænt til blaðamannafundar í Ráðhúsinu Hækka hitann í Breiðholtslaug Meðalbílaleigubíllinn verði fyrir mestum áhrifum Óvíst hvort Guðmundur Ingi snúi aftur í ráðuneytið Fjölgun landsmanna það eina sem hafi komið í veg fyrir tekjufall Rúv Umferðarslys á Breiðholtsbraut Orð gegn orði um samskipti innan almannavarnarnefndar Skýrslan ekki til neins ef ekki verði brugðist við Sjá meira