Dómur fallinn í stærsta kókaínmáli Íslandssögunnar Kolbeinn Tumi Daðason skrifar 24. febrúar 2020 09:46 Dómur var kveðinn upp í Héraðsdómi Reykjavíkur í morgun. Vísir/Vilhelm Brynjar Steingrímsson, Halldór Anton Jóhannesson og Dagur Kjartansson voru í Héraðsdómi Reykjavíkur í morgun dæmdir í fangelsi fyrir stórfellt fíkniefnalagabrot. Brynjar var dæmdur í sjö ára fangelsi, Halldór Anton í sex og hálfs ára fangelsi og Dagur í sex ára fangelsi fyrir að hafa staðið að innflutningi að 16,2 kílóum af kókaíni.Greint var frá málinu í ágúst á síðasta ári þegar fram kom að héraðssaksóknari hafði ákært þrjá unga Íslendinga fyrir að flytja 16 kíló af kókaíni til landsins í gegn um Keflavíkurflugvöll í maí. Lögregla hefur aldrei lagt hald á meira magn af efninu í einu lagi. Miðað við söluverð sem má kynna sér á vef SÁÁ má sjá áætla að söluverðmæti kílóanna sextán gæti verið um hálfur milljarður króna. Keflavík - Frankfurt - Amsterdam Halldór og Dagur ferðuðust til Hollands í maí á síðasta ári þar sem þeir hittu tvo óþekkta aðila. Tóku þeir hvor á móti sinni ferðatöskunni. Í töskunum voru fíkniefnin falin undir fölskum botni, rúm átta kíló í annarri og tæp átta kíló í hinni.Eftir að hafa verið í Amsterdam tóku þeir lest til Frankfurt þar sem þeir innrituðu töskurnar með fíkniefnunum í flug til Keflavíkur daginn eftir. Yfirvöld á flugvellinum í Frankfurt fundu fíkniefnin í ferðatösku hjá öðrum þeirra og yfirvöld á Keflavíkurflugvelli í tösku hins. Báðir voru handteknir við komuna til landsins á Keflavíkurflugvelli þann 12. maí.Brynjar var sagður hafa fengið hina tvo til að flytja inn fíkniefnin, látið þeim í té fé til að kaupa flugmiðana, reiðufé til að kaupa gistingu og gefið þeim fyrirmæli.Mennirnir þrír voru sömuleiðis ákærðir fyrir peningaþvætti. Brynjar var ákærður fyrir rúmlega nítján milljóna króna peningaþvætti. Um var að ræða ávinning af innflutningi, sölu eða dreifingu ótiltekins magns fíkniefna sem lagðir voru inn á bankareikning hans af ýmsum aðilum og honum sjálfum.Dagur og Halldór voru ákærðir fyrir samskonar peningaþvætti. Halldór fyrir að þvætta á sjöundu milljón króna frá 1. janúar 2018 til 13. maí 2019.Dagur virðist hafa verið neðstur í keðjunni ef marka má upphæðirnar sem um ræðir. Peningarnir sem komu inn á hans reikning námu í heildina um 1,5 milljón króna en um var að ræða innlögn frá hinum mönnunum tveimur.Fréttin hefur verið uppfærð. Dómsmál Tengdar fréttir Milljónir streymdu inn á bankareikning grunaðra kókaínsmyglara Tveir 23 ára karlmenn og einn nýskriðinn yfir tvítugt hafa verið ákærðir af héraðssaksóknara fyrir peningaþvætti í tengslum við innflutning á sextán kílóum af kókaíni í maí síðastliðnum. 29. október 2019 08:00 Sextán kíló af kókaíni, milljónir í reiðufé en allir neita sök Tveir 23 ára karlmenn og einn nýskriðinn yfir tvítugt neita sök í umfangsmiklu kókaínmáli sem þingfest var í Héraðsdómi Reykjavíkur í morgun. 17. september 2019 11:26 Aðalmeðferð í stærsta kókaínmáli Íslandssögunnar Þrír eru ákærðir í málinu fyrir að hafa reynt að smygla sextán kílóum af sterku kókaíni til landsins í maí í fyrra. 17. janúar 2020 19:32 Stærsta kókaínmál Íslandssögunnar: Krafist að lágmarki átta ára fangelsis yfir ungum íslenskum karlmönnum Saksóknari í stærsta kókaínmáli Íslandssögunnar fer fram á að lágmarki átta ára fangelsi yfir þremur ungum karlmönnum sem ákærðir eru fyrir stórfelldan innflutning á kókaíni. Verjendur mannanna þriggja krefjast vægrar refsingar vegna samstarfsvilja og ungs aldurs. 28. janúar 2020 10:20 Mest lesið Grunaður hraðbankaþjófur nennti ekki með austur nóttina örlagaríku Innlent Mannskæð skotárás í skóla í Bandaríkjunum Erlent Glímdi við veikindi fyrir andlátið sem breyttu persónuleika hans Innlent Ekki séð neitt þessu líkt á sínum fjörutíu ára ferli Innlent Til skoðunar að flytja Sjálfstæðisflokkinn úr Valhöll Innlent Stefna Open AI vegna sjálfsvígs sonarins Erlent Supu hveljur á fundi með ráðherra á Egilsstöðum Innlent Er við góða líkamlega heilsu en heilinn að „bregðast honum“ Erlent Raðsundlaugarkúkari gengur laus í Oulu Erlent Kynna drög að nýrri stefnu í heilbrigðismálum Innlent Fleiri fréttir Þyrlan kölluð út vegna slasaðs manns í Gemludal Menningarráðherra skipaði son heilbrigðisráðherra í formannsstörf Vara við svikapóstum í þeirra nafni Bylting framundan en Landspítalinn þurfi að hlaupa hraðar Faðir plokksins kenndi ráðherra að plokka Gátu ekki opnað hraðbankann þrátt fyrir ítrekaðar tilraunir Kári Stefánsson í beinni, erfiður hraðbanki og Dönum ekki skemmt Óttuðust um ferðamenn sem sátu fastir í Markarfljóti Glímdi við veikindi fyrir andlátið sem breyttu persónuleika hans Hraðbankaþjófur játar sök Framlengja gæsluvarðhald yfir leiðbeinandanum um fjórar vikur Supu hveljur á fundi með ráðherra á Egilsstöðum Grunaður hraðbankaþjófur nennti ekki með austur nóttina örlagaríku Með mikla áverka og mjög kaldur þegar hann fannst Móðirin áfram í haldi og húsleit á Írlandi Til skoðunar að flytja Sjálfstæðisflokkinn úr Valhöll Losun Íslands jókst á öllum sviðum og langt í land með skuldbindingar Bylting í heilbrigðisþjónustu og áróður Bandaríkjamanna Vilja halda leiðbeinandanum áfram bak við lás og slá Kynna drög að nýrri stefnu í heilbrigðismálum Ekki séð neitt þessu líkt á sínum fjörutíu ára ferli Innbrot og slagsmál í miðborginni Segir dóminn áfellisdóm yfir seinagangi lögreglu í kynferðisbrotamálum Málafjöldi tvöfaldast milli ára: „Hálfur milljarður farinn nú þegar“ Heilbrigðisráðuneytið færir sig um set Enginn vilji taka ábyrgð á því hvenær eigi að loka Reynisfjöru Minntust þess ekki að hafa brennt tösku fyrir Stefán Blackburn Sakar eftirlitsaðila um að framfylgja ekki leigubílalögum Játaði Hamraborgarmálið, grunaður í hraðbankamálinu og vitni í Gufunesmálinu Hraðbankinn fannst á Hólmsheiði Sjá meira
Brynjar Steingrímsson, Halldór Anton Jóhannesson og Dagur Kjartansson voru í Héraðsdómi Reykjavíkur í morgun dæmdir í fangelsi fyrir stórfellt fíkniefnalagabrot. Brynjar var dæmdur í sjö ára fangelsi, Halldór Anton í sex og hálfs ára fangelsi og Dagur í sex ára fangelsi fyrir að hafa staðið að innflutningi að 16,2 kílóum af kókaíni.Greint var frá málinu í ágúst á síðasta ári þegar fram kom að héraðssaksóknari hafði ákært þrjá unga Íslendinga fyrir að flytja 16 kíló af kókaíni til landsins í gegn um Keflavíkurflugvöll í maí. Lögregla hefur aldrei lagt hald á meira magn af efninu í einu lagi. Miðað við söluverð sem má kynna sér á vef SÁÁ má sjá áætla að söluverðmæti kílóanna sextán gæti verið um hálfur milljarður króna. Keflavík - Frankfurt - Amsterdam Halldór og Dagur ferðuðust til Hollands í maí á síðasta ári þar sem þeir hittu tvo óþekkta aðila. Tóku þeir hvor á móti sinni ferðatöskunni. Í töskunum voru fíkniefnin falin undir fölskum botni, rúm átta kíló í annarri og tæp átta kíló í hinni.Eftir að hafa verið í Amsterdam tóku þeir lest til Frankfurt þar sem þeir innrituðu töskurnar með fíkniefnunum í flug til Keflavíkur daginn eftir. Yfirvöld á flugvellinum í Frankfurt fundu fíkniefnin í ferðatösku hjá öðrum þeirra og yfirvöld á Keflavíkurflugvelli í tösku hins. Báðir voru handteknir við komuna til landsins á Keflavíkurflugvelli þann 12. maí.Brynjar var sagður hafa fengið hina tvo til að flytja inn fíkniefnin, látið þeim í té fé til að kaupa flugmiðana, reiðufé til að kaupa gistingu og gefið þeim fyrirmæli.Mennirnir þrír voru sömuleiðis ákærðir fyrir peningaþvætti. Brynjar var ákærður fyrir rúmlega nítján milljóna króna peningaþvætti. Um var að ræða ávinning af innflutningi, sölu eða dreifingu ótiltekins magns fíkniefna sem lagðir voru inn á bankareikning hans af ýmsum aðilum og honum sjálfum.Dagur og Halldór voru ákærðir fyrir samskonar peningaþvætti. Halldór fyrir að þvætta á sjöundu milljón króna frá 1. janúar 2018 til 13. maí 2019.Dagur virðist hafa verið neðstur í keðjunni ef marka má upphæðirnar sem um ræðir. Peningarnir sem komu inn á hans reikning námu í heildina um 1,5 milljón króna en um var að ræða innlögn frá hinum mönnunum tveimur.Fréttin hefur verið uppfærð.
Dómsmál Tengdar fréttir Milljónir streymdu inn á bankareikning grunaðra kókaínsmyglara Tveir 23 ára karlmenn og einn nýskriðinn yfir tvítugt hafa verið ákærðir af héraðssaksóknara fyrir peningaþvætti í tengslum við innflutning á sextán kílóum af kókaíni í maí síðastliðnum. 29. október 2019 08:00 Sextán kíló af kókaíni, milljónir í reiðufé en allir neita sök Tveir 23 ára karlmenn og einn nýskriðinn yfir tvítugt neita sök í umfangsmiklu kókaínmáli sem þingfest var í Héraðsdómi Reykjavíkur í morgun. 17. september 2019 11:26 Aðalmeðferð í stærsta kókaínmáli Íslandssögunnar Þrír eru ákærðir í málinu fyrir að hafa reynt að smygla sextán kílóum af sterku kókaíni til landsins í maí í fyrra. 17. janúar 2020 19:32 Stærsta kókaínmál Íslandssögunnar: Krafist að lágmarki átta ára fangelsis yfir ungum íslenskum karlmönnum Saksóknari í stærsta kókaínmáli Íslandssögunnar fer fram á að lágmarki átta ára fangelsi yfir þremur ungum karlmönnum sem ákærðir eru fyrir stórfelldan innflutning á kókaíni. Verjendur mannanna þriggja krefjast vægrar refsingar vegna samstarfsvilja og ungs aldurs. 28. janúar 2020 10:20 Mest lesið Grunaður hraðbankaþjófur nennti ekki með austur nóttina örlagaríku Innlent Mannskæð skotárás í skóla í Bandaríkjunum Erlent Glímdi við veikindi fyrir andlátið sem breyttu persónuleika hans Innlent Ekki séð neitt þessu líkt á sínum fjörutíu ára ferli Innlent Til skoðunar að flytja Sjálfstæðisflokkinn úr Valhöll Innlent Stefna Open AI vegna sjálfsvígs sonarins Erlent Supu hveljur á fundi með ráðherra á Egilsstöðum Innlent Er við góða líkamlega heilsu en heilinn að „bregðast honum“ Erlent Raðsundlaugarkúkari gengur laus í Oulu Erlent Kynna drög að nýrri stefnu í heilbrigðismálum Innlent Fleiri fréttir Þyrlan kölluð út vegna slasaðs manns í Gemludal Menningarráðherra skipaði son heilbrigðisráðherra í formannsstörf Vara við svikapóstum í þeirra nafni Bylting framundan en Landspítalinn þurfi að hlaupa hraðar Faðir plokksins kenndi ráðherra að plokka Gátu ekki opnað hraðbankann þrátt fyrir ítrekaðar tilraunir Kári Stefánsson í beinni, erfiður hraðbanki og Dönum ekki skemmt Óttuðust um ferðamenn sem sátu fastir í Markarfljóti Glímdi við veikindi fyrir andlátið sem breyttu persónuleika hans Hraðbankaþjófur játar sök Framlengja gæsluvarðhald yfir leiðbeinandanum um fjórar vikur Supu hveljur á fundi með ráðherra á Egilsstöðum Grunaður hraðbankaþjófur nennti ekki með austur nóttina örlagaríku Með mikla áverka og mjög kaldur þegar hann fannst Móðirin áfram í haldi og húsleit á Írlandi Til skoðunar að flytja Sjálfstæðisflokkinn úr Valhöll Losun Íslands jókst á öllum sviðum og langt í land með skuldbindingar Bylting í heilbrigðisþjónustu og áróður Bandaríkjamanna Vilja halda leiðbeinandanum áfram bak við lás og slá Kynna drög að nýrri stefnu í heilbrigðismálum Ekki séð neitt þessu líkt á sínum fjörutíu ára ferli Innbrot og slagsmál í miðborginni Segir dóminn áfellisdóm yfir seinagangi lögreglu í kynferðisbrotamálum Málafjöldi tvöfaldast milli ára: „Hálfur milljarður farinn nú þegar“ Heilbrigðisráðuneytið færir sig um set Enginn vilji taka ábyrgð á því hvenær eigi að loka Reynisfjöru Minntust þess ekki að hafa brennt tösku fyrir Stefán Blackburn Sakar eftirlitsaðila um að framfylgja ekki leigubílalögum Játaði Hamraborgarmálið, grunaður í hraðbankamálinu og vitni í Gufunesmálinu Hraðbankinn fannst á Hólmsheiði Sjá meira
Milljónir streymdu inn á bankareikning grunaðra kókaínsmyglara Tveir 23 ára karlmenn og einn nýskriðinn yfir tvítugt hafa verið ákærðir af héraðssaksóknara fyrir peningaþvætti í tengslum við innflutning á sextán kílóum af kókaíni í maí síðastliðnum. 29. október 2019 08:00
Sextán kíló af kókaíni, milljónir í reiðufé en allir neita sök Tveir 23 ára karlmenn og einn nýskriðinn yfir tvítugt neita sök í umfangsmiklu kókaínmáli sem þingfest var í Héraðsdómi Reykjavíkur í morgun. 17. september 2019 11:26
Aðalmeðferð í stærsta kókaínmáli Íslandssögunnar Þrír eru ákærðir í málinu fyrir að hafa reynt að smygla sextán kílóum af sterku kókaíni til landsins í maí í fyrra. 17. janúar 2020 19:32
Stærsta kókaínmál Íslandssögunnar: Krafist að lágmarki átta ára fangelsis yfir ungum íslenskum karlmönnum Saksóknari í stærsta kókaínmáli Íslandssögunnar fer fram á að lágmarki átta ára fangelsi yfir þremur ungum karlmönnum sem ákærðir eru fyrir stórfelldan innflutning á kókaíni. Verjendur mannanna þriggja krefjast vægrar refsingar vegna samstarfsvilja og ungs aldurs. 28. janúar 2020 10:20