Liverpool bakvörðurinn sér eftir að hafa hrint Messi Óskar Ófeigur Jónsson skrifar 24. febrúar 2020 11:00 Lionel Messi var skiljanlega mjög ósáttur með framkomu Andy Robertson. Getty/Jan Kruger Lionel Messi er ekki vanur að lenda í leiðindum inn á fótboltavellinum eða kannski þar til í undanúrslitaleik Liverpool og Barcelona í Meistaradeildinni í fyrra þegar honum lenti upp á kant við Liverpool bakvörðinn Andy Robertson. Réttara er að segja að Andy Robertson var með almenn leiðindi við besta knattspyrnumann heims. Lionel Messi skoraði tvö mörk í 3-0 sigri í fyrri leiknum en það var ekki nóg því Liverpool komst áfram eftir ótrúlegan 4-0 sigur í seinni leiknum. Viðskipti þeirra félaga í seinni leiknum fólust meðal annars í því að Andy Robertson hrinti Lionel Messi en skoski bakvörðurinn sér nú eftir öllu saman. Liverpool full-back Andy Robertson opens up on his Lionel Messi regret https://t.co/eKzh4GpbnGpic.twitter.com/3Nfgu7siwA— Mirror Football (@MirrorFootball) February 23, 2020 Andy Robertson var þarna í engum rétti enda sat Lionel Messi á jörðinni eftir að það hafði verið brotið á honum. Robertsson kom æðandi að og hrinti Argentínumanninum sem var skiljanlega ekki sáttur. Robertson viðurkenndi í viðtali við Daily Mail að hann sjái eftir þessu og skammaðist sín þegar hann horfði aftur á atvikið á myndbandi. „Þegar ég horfi aftur á hluti þá sé ég vanalega ekki eftir neinu því reynsla þín og upplifun gerir þig að því sem þú ert í dag. Ég sé samt eftir þessari stundu með Messi. Ég er ekki hrifinn af því að horfa á þetta. Ég var niðurbrotinn þegar ég sá þetta aftur,“ sagði Andy Robertson. „Ég ber virðingu fyrir honum og Barcelona en við mættum í þennan leik í ákveðnum stellingum. Við vorum 3-0 undir og þurftum á kraftaverki að halda. Við þurftum eitthvað sérstakt og ef það var að koma veg fyrir að besti leikmaður heims næði sér á strik þá var ég klár,“ sagði Robertson. "When I saw it afterwards I was gutted." On the 7th May 2019, Andy Robertson left Lionel Messi fuming after an incident at Anfield, but he 100% regrets his decision.https://t.co/2cOpfqTZ5ppic.twitter.com/6uzPXuB86p— SPORTbible (@sportbible) February 24, 2020 „Ég sé samt eftir þessu. Þetta er ekki sá maður sem ég er. Þetta er ekki minn persónuleiki. Þetta kvöld gerðust bara fullt af hlutum sem þú manst ekki eftir,“ sagði Andy Robertson. Þetta atvik gerðist snemma leiks og átti kannski þátt í því að koma Messi úr jafnvægi. Hver veit? Í það minnsta þá átti Barcelona liðið aldrei möguleika á Anfield þetta kvöld og þriggja marka forskot úr fyrri leiknum var ekki nóg. Enski boltinn Meistaradeild Evrópu Mest lesið Besta sætið um sóknarleikinn: „Að mínu mati dugar þetta ekki til“ Handbolti Elvar vildi ekki stela fjölskyldubílnum Handbolti Hakkar í sig þá sem vildu reka Alfreð Gíslason Handbolti „Langar að biðja Stólana afsökunar á því sem ég lét út úr mér í síðustu umferð“ Körfubolti Arfleifð Cool Runnings lifir áfram á Ólympíuleikunum Sport Faxi ekki sár út í Íslendinga: „Ísland getur gert stóra hluti á EM“ Handbolti Uppgjörið: Keflavík - Ármann 93-102 | Ármenningar unnu í Keflavík Körfubolti „Mig kitlar svakalega í puttana“ Handbolti „Of margir sem reyndu að bjarga leiknum“ Körfubolti Danir svöruðu fyrir Portúgalstapið og unnu Evrópumeistarana Handbolti Fleiri fréttir Alisha Lehmann verður nýr liðsfélagi Hlínar Þættir um Manchester United í anda „The Crown“ Leikmenn City endurgreiða stuðningsmönnum Óttast að Grealish verði lengi frá Xabi Alonso myndi segja nei við öllum núna nema Liverpool Bauð Paul Scholes heim til sín til að ræða málin Leikmaður Liverpool lenti í eltihrelli Vilja sjá þessa stjóra í brúna hjá United Bestu mörkin: Sjáðu glæsilegan hjólhest gríska táningsins „Sumir ungir þjálfarar nú til dags eru hrokafullir“ Benoný til bjargar eftir vandræðalegt sjálfsmark liðsfélaga „Carrick gaf stuðningsmönnum „smjörþefinn“ af Ferguson-tímanum“ Hjólhestaspyrna táningsins tryggði Brighton stig Guéhi genginn til liðs við City „Þetta eru svakaleg kaup“ Sagður fá lengri líflínu „Þegar þú ert ráðinn til Chelsea er bara spurning hvenær þú verður rekinn“ Aston Villa mistókst að höggva í forskot Arsenal Útivallarófarir Newcastle halda áfram „Ekki hrifinn af bauli eigin stuðningsmanna“ Íhuga að reka Glasner eftir reiðikastið Sjáðu hvernig United vann City og öll mörkin úr enska í gær Mætti brjálaður í viðtal og hjólaði í stjórnina Pirrandi kvöld fyrir topplið Arsenal í Skírisskógi Dagar Frank hjá Tottenham taldir? Benoný skoraði sigurmark Stockport Kærkominn sigur í fyrsta deildarleik Rosenior með Chelsea Víti í súginn í fjórða jafntefli Liverpool í röð Markaskorarinn Mbeumo: „Old Trafford var ótrúlegur í dag“ Draumabyrjun hjá Carrick Sjá meira
Lionel Messi er ekki vanur að lenda í leiðindum inn á fótboltavellinum eða kannski þar til í undanúrslitaleik Liverpool og Barcelona í Meistaradeildinni í fyrra þegar honum lenti upp á kant við Liverpool bakvörðinn Andy Robertson. Réttara er að segja að Andy Robertson var með almenn leiðindi við besta knattspyrnumann heims. Lionel Messi skoraði tvö mörk í 3-0 sigri í fyrri leiknum en það var ekki nóg því Liverpool komst áfram eftir ótrúlegan 4-0 sigur í seinni leiknum. Viðskipti þeirra félaga í seinni leiknum fólust meðal annars í því að Andy Robertson hrinti Lionel Messi en skoski bakvörðurinn sér nú eftir öllu saman. Liverpool full-back Andy Robertson opens up on his Lionel Messi regret https://t.co/eKzh4GpbnGpic.twitter.com/3Nfgu7siwA— Mirror Football (@MirrorFootball) February 23, 2020 Andy Robertson var þarna í engum rétti enda sat Lionel Messi á jörðinni eftir að það hafði verið brotið á honum. Robertsson kom æðandi að og hrinti Argentínumanninum sem var skiljanlega ekki sáttur. Robertson viðurkenndi í viðtali við Daily Mail að hann sjái eftir þessu og skammaðist sín þegar hann horfði aftur á atvikið á myndbandi. „Þegar ég horfi aftur á hluti þá sé ég vanalega ekki eftir neinu því reynsla þín og upplifun gerir þig að því sem þú ert í dag. Ég sé samt eftir þessari stundu með Messi. Ég er ekki hrifinn af því að horfa á þetta. Ég var niðurbrotinn þegar ég sá þetta aftur,“ sagði Andy Robertson. „Ég ber virðingu fyrir honum og Barcelona en við mættum í þennan leik í ákveðnum stellingum. Við vorum 3-0 undir og þurftum á kraftaverki að halda. Við þurftum eitthvað sérstakt og ef það var að koma veg fyrir að besti leikmaður heims næði sér á strik þá var ég klár,“ sagði Robertson. "When I saw it afterwards I was gutted." On the 7th May 2019, Andy Robertson left Lionel Messi fuming after an incident at Anfield, but he 100% regrets his decision.https://t.co/2cOpfqTZ5ppic.twitter.com/6uzPXuB86p— SPORTbible (@sportbible) February 24, 2020 „Ég sé samt eftir þessu. Þetta er ekki sá maður sem ég er. Þetta er ekki minn persónuleiki. Þetta kvöld gerðust bara fullt af hlutum sem þú manst ekki eftir,“ sagði Andy Robertson. Þetta atvik gerðist snemma leiks og átti kannski þátt í því að koma Messi úr jafnvægi. Hver veit? Í það minnsta þá átti Barcelona liðið aldrei möguleika á Anfield þetta kvöld og þriggja marka forskot úr fyrri leiknum var ekki nóg.
Enski boltinn Meistaradeild Evrópu Mest lesið Besta sætið um sóknarleikinn: „Að mínu mati dugar þetta ekki til“ Handbolti Elvar vildi ekki stela fjölskyldubílnum Handbolti Hakkar í sig þá sem vildu reka Alfreð Gíslason Handbolti „Langar að biðja Stólana afsökunar á því sem ég lét út úr mér í síðustu umferð“ Körfubolti Arfleifð Cool Runnings lifir áfram á Ólympíuleikunum Sport Faxi ekki sár út í Íslendinga: „Ísland getur gert stóra hluti á EM“ Handbolti Uppgjörið: Keflavík - Ármann 93-102 | Ármenningar unnu í Keflavík Körfubolti „Mig kitlar svakalega í puttana“ Handbolti „Of margir sem reyndu að bjarga leiknum“ Körfubolti Danir svöruðu fyrir Portúgalstapið og unnu Evrópumeistarana Handbolti Fleiri fréttir Alisha Lehmann verður nýr liðsfélagi Hlínar Þættir um Manchester United í anda „The Crown“ Leikmenn City endurgreiða stuðningsmönnum Óttast að Grealish verði lengi frá Xabi Alonso myndi segja nei við öllum núna nema Liverpool Bauð Paul Scholes heim til sín til að ræða málin Leikmaður Liverpool lenti í eltihrelli Vilja sjá þessa stjóra í brúna hjá United Bestu mörkin: Sjáðu glæsilegan hjólhest gríska táningsins „Sumir ungir þjálfarar nú til dags eru hrokafullir“ Benoný til bjargar eftir vandræðalegt sjálfsmark liðsfélaga „Carrick gaf stuðningsmönnum „smjörþefinn“ af Ferguson-tímanum“ Hjólhestaspyrna táningsins tryggði Brighton stig Guéhi genginn til liðs við City „Þetta eru svakaleg kaup“ Sagður fá lengri líflínu „Þegar þú ert ráðinn til Chelsea er bara spurning hvenær þú verður rekinn“ Aston Villa mistókst að höggva í forskot Arsenal Útivallarófarir Newcastle halda áfram „Ekki hrifinn af bauli eigin stuðningsmanna“ Íhuga að reka Glasner eftir reiðikastið Sjáðu hvernig United vann City og öll mörkin úr enska í gær Mætti brjálaður í viðtal og hjólaði í stjórnina Pirrandi kvöld fyrir topplið Arsenal í Skírisskógi Dagar Frank hjá Tottenham taldir? Benoný skoraði sigurmark Stockport Kærkominn sigur í fyrsta deildarleik Rosenior með Chelsea Víti í súginn í fjórða jafntefli Liverpool í röð Markaskorarinn Mbeumo: „Old Trafford var ótrúlegur í dag“ Draumabyrjun hjá Carrick Sjá meira