Pólskur dagur í Vestmannaeyjum í dag Magnús Hlynur Hreiðarsson skrifar 22. febrúar 2020 12:00 Pólskur dagur er haldinn hátíðlegur í Vestmannaeyjum í dag. Pólsk menningarhátíð stendur yfir í Vestmannaeyjum í dag þar sem Pólverjar á staðnum kynna sína menningu fyrir heimamönnum. Um tvö hundruð og fimmtíu Pólverjar búa í Vestmannaeyjum. Dagskrá hátíðarinnar hófst klukkan 10:00 í morgun og stendur fram eftir degi. Það er Vestmannaeyjabær og Pólska sendiráðið í Reykjavík, sem standa fyrir deginum. Íris Róbertsdóttir er bæjarstjóri í Vestmannaeyjum. „Við erum með Pólskan dag og þar koma góðir gestir af fasta landinu til að koma og vera með okkur. Við erum að kynna og kynnast Pólskri menningu og öll dagskráin er sett upp þannig, við köllum hana tvítyngda, þú getur bæði notið hennar á íslensku og pólsku og hugsunin er að þeir Pólverjar sem eru hjá okkur, sem eru tæplega 250 að við fáum að kynnast svolítið þeirra menningu og við fáum að kynnast þeim“, segir Íris Róbertsdóttir, bæjarstjóri í Vestmannaeyjum. Íris leggur áherslu á að vel sé tekið á móti nýjum Vestmanneyingum og að þeir aðlagist strax samfélaginu vel og finni sig velkomna sem íbúa bæjarins. Í dag búa um 500 íbúar í Eyjum sem hafa annað móðurmál en íslensku. Dagskrá dagsins er bæði fjölbreytt og skemmtileg. En hvernig gengur með Pólverjana 250 ? „Það gengur bara vel, við erum rosalega þakklát fyrir að hafa þessa fjölmenningu. Hún gerir okkur bara rík, bæði bætir hún við þekkingu og fræðir okkur og eykur víðsýni og umburðarlyndi“. Dagskrá dagsins í Vestmannaeyjum er bæði fjölbreytt og skemmtileg. „Já, núna í hádeginu er verið að kynna matarmenningu og svo eru tónlistaratriði, bæði íslenska og pólsk tónlist og svo verður farið í menningarlega þætti, þetta er heill dagur frá klukkan 10:00 til 15:00. Það er margt í boði, bæði sendiherrann og konsúlinn eru hér og svo endar dagurinn á því að það verður boðið upp á messu í kirkjunni klukkan þrjú“, segir Íris. Innflytjendamál Menning Pólland Vestmannaeyjar Mest lesið „Erum að sjá allt niður í níu og ellefu ára stúlkur“ Innlent Gæsluvarðhaldskröfu yfir grunuðum barnaníðingi hafnað Innlent Miklar tafir á Hellisheiði vegna slyss Innlent Ráðast í úttekt á hljóðdempun á höfuðborgarsvæðinu Innlent „Ég veit ekkert hvað er í gangi“ Innlent Ákærður með hraði fyrir að nauðga dreng í Hafnarfirði Innlent Þessi sóttu um hjá Höllu Innlent Klappar fyrir ferðalöngunum í óveðrinu Innlent Kviknaði í ruslagámi í Keflavík Innlent Hjón skotin af alríkisútsendurum í Portland Erlent Fleiri fréttir Kviknaði í ruslagámi í Keflavík „Erum að sjá allt niður í níu og ellefu ára stúlkur“ Gæsluvarðhaldskröfu yfir grunuðum barnaníðingi hafnað Ráðast í úttekt á hljóðdempun á höfuðborgarsvæðinu Frír leikskóli í sex klukkutíma á dag í Hveragerði Ákærður með hraði fyrir að nauðga dreng í Hafnarfirði Miklar tafir á Hellisheiði vegna slyss Tíðindi af kynferðisbrotamáli í Hafnarfirði „Ég veit ekkert hvað er í gangi“ Jón Rúnar stefnir Hafnarfjarðarbæ Framsókn velur á lista í febrúar og Einar enn óskoraður oddviti Hvatt til að hvíla einkabílinn vegna mengunar Enn eitt burðardýrið á leið í steininn Klappar fyrir ferðalöngunum í óveðrinu Skortur á húsnæði fyrsta verkefnið Átta mánuðir fyrir ofbeldi gegn eigin föður: „Ég stúta honum. Ég stúta þér sko“ „Ég er sátt“ Uppstökkun hjá Flokki fólksins og ferðalangar í vanda Samningur í höfn á síðustu stundu Rúmur fjórðungur lést vegna blóðrásarsjúkdóma Ekki hægt að byggja hagvöxt áfram á fólksfjölgun „Hér er amma komin upp á dekk og ég ætla að leggja mig alla fram“ Breytt hlutverk hjá Flokki fólksins: „Það eru tímamót hjá ríkisstjórninni okkar“ Sósalistaflokkurinn ekki með í Vori til vinstri Hringvegurinn opinn á ný Inga ræðir ráðherrakapalinn í beinni klukkan átta Þrír með réttarstöðu sakbornings vegna hópsýkingarinnar á Mánagarði Brösug og stutt ráðherratíð Guðmundar Inga Atvinnulífið misnoti heilbrigðiskerfið Tvö hundruð manns bjargað af þjóðvegi 1 Sjá meira
Pólsk menningarhátíð stendur yfir í Vestmannaeyjum í dag þar sem Pólverjar á staðnum kynna sína menningu fyrir heimamönnum. Um tvö hundruð og fimmtíu Pólverjar búa í Vestmannaeyjum. Dagskrá hátíðarinnar hófst klukkan 10:00 í morgun og stendur fram eftir degi. Það er Vestmannaeyjabær og Pólska sendiráðið í Reykjavík, sem standa fyrir deginum. Íris Róbertsdóttir er bæjarstjóri í Vestmannaeyjum. „Við erum með Pólskan dag og þar koma góðir gestir af fasta landinu til að koma og vera með okkur. Við erum að kynna og kynnast Pólskri menningu og öll dagskráin er sett upp þannig, við köllum hana tvítyngda, þú getur bæði notið hennar á íslensku og pólsku og hugsunin er að þeir Pólverjar sem eru hjá okkur, sem eru tæplega 250 að við fáum að kynnast svolítið þeirra menningu og við fáum að kynnast þeim“, segir Íris Róbertsdóttir, bæjarstjóri í Vestmannaeyjum. Íris leggur áherslu á að vel sé tekið á móti nýjum Vestmanneyingum og að þeir aðlagist strax samfélaginu vel og finni sig velkomna sem íbúa bæjarins. Í dag búa um 500 íbúar í Eyjum sem hafa annað móðurmál en íslensku. Dagskrá dagsins er bæði fjölbreytt og skemmtileg. En hvernig gengur með Pólverjana 250 ? „Það gengur bara vel, við erum rosalega þakklát fyrir að hafa þessa fjölmenningu. Hún gerir okkur bara rík, bæði bætir hún við þekkingu og fræðir okkur og eykur víðsýni og umburðarlyndi“. Dagskrá dagsins í Vestmannaeyjum er bæði fjölbreytt og skemmtileg. „Já, núna í hádeginu er verið að kynna matarmenningu og svo eru tónlistaratriði, bæði íslenska og pólsk tónlist og svo verður farið í menningarlega þætti, þetta er heill dagur frá klukkan 10:00 til 15:00. Það er margt í boði, bæði sendiherrann og konsúlinn eru hér og svo endar dagurinn á því að það verður boðið upp á messu í kirkjunni klukkan þrjú“, segir Íris.
Innflytjendamál Menning Pólland Vestmannaeyjar Mest lesið „Erum að sjá allt niður í níu og ellefu ára stúlkur“ Innlent Gæsluvarðhaldskröfu yfir grunuðum barnaníðingi hafnað Innlent Miklar tafir á Hellisheiði vegna slyss Innlent Ráðast í úttekt á hljóðdempun á höfuðborgarsvæðinu Innlent „Ég veit ekkert hvað er í gangi“ Innlent Ákærður með hraði fyrir að nauðga dreng í Hafnarfirði Innlent Þessi sóttu um hjá Höllu Innlent Klappar fyrir ferðalöngunum í óveðrinu Innlent Kviknaði í ruslagámi í Keflavík Innlent Hjón skotin af alríkisútsendurum í Portland Erlent Fleiri fréttir Kviknaði í ruslagámi í Keflavík „Erum að sjá allt niður í níu og ellefu ára stúlkur“ Gæsluvarðhaldskröfu yfir grunuðum barnaníðingi hafnað Ráðast í úttekt á hljóðdempun á höfuðborgarsvæðinu Frír leikskóli í sex klukkutíma á dag í Hveragerði Ákærður með hraði fyrir að nauðga dreng í Hafnarfirði Miklar tafir á Hellisheiði vegna slyss Tíðindi af kynferðisbrotamáli í Hafnarfirði „Ég veit ekkert hvað er í gangi“ Jón Rúnar stefnir Hafnarfjarðarbæ Framsókn velur á lista í febrúar og Einar enn óskoraður oddviti Hvatt til að hvíla einkabílinn vegna mengunar Enn eitt burðardýrið á leið í steininn Klappar fyrir ferðalöngunum í óveðrinu Skortur á húsnæði fyrsta verkefnið Átta mánuðir fyrir ofbeldi gegn eigin föður: „Ég stúta honum. Ég stúta þér sko“ „Ég er sátt“ Uppstökkun hjá Flokki fólksins og ferðalangar í vanda Samningur í höfn á síðustu stundu Rúmur fjórðungur lést vegna blóðrásarsjúkdóma Ekki hægt að byggja hagvöxt áfram á fólksfjölgun „Hér er amma komin upp á dekk og ég ætla að leggja mig alla fram“ Breytt hlutverk hjá Flokki fólksins: „Það eru tímamót hjá ríkisstjórninni okkar“ Sósalistaflokkurinn ekki með í Vori til vinstri Hringvegurinn opinn á ný Inga ræðir ráðherrakapalinn í beinni klukkan átta Þrír með réttarstöðu sakbornings vegna hópsýkingarinnar á Mánagarði Brösug og stutt ráðherratíð Guðmundar Inga Atvinnulífið misnoti heilbrigðiskerfið Tvö hundruð manns bjargað af þjóðvegi 1 Sjá meira