Óttast útbreiðslu kórónuveirunnar utan Kína Kjartan Kjartansson skrifar 21. febrúar 2020 18:09 Tedros Adhanom Ghebreyesus, forstjóri WHO Vísir/EPA Heimsbyggðin þarf að bregðast hratt við til að stöðva útbreiðslu kórónuveirunnar utan Kína, að sögn forstjóra Alþjóðaheilbrigðisstofnunarinnar (WHO). Hann hefur áhyggjur af fjölda nýrra tilfella þar sem engin tengsl eru við Kína eða önnur staðfest smit. Yfirvöld í Íran vara við því að kórónuveiran geti þegar verið komin til allra borga í landinu. Fjórir eru látnir af völdum veirunnar þar og átján tilfelli hafa greinst. Í Líbanon var fyrsta tilfellið staðfest í dag og fylgst er með tveimur öðrum vegna gruns um að þeir hafi sýkst af veirunni. Alls hafa nú 1.152 tilfelli greinst í 26 ríkjum utan Kína. Af þeim hafa átta látið lífið. Langflest tilfellum eru enn í Kína þar sem rúmlega 75.500 tilfelli hafa verið staðfest og 2.239 hafa látist, að sögn breska ríkisútvarpsins BBC. Tedros Adhanom Ghebreyesus, forstjóri WHO, segir að glugginn til að halda veirunni sé að lokast og því þurfi heimsbyggðin að bregðast hratt við. „Þessi faraldur gæti farið í hvaða átt sem er. Ef við stöndum okkur vel getum við forðast alvarlegt neyðarástand en ef við sólundum tækifærinu þá stöndum við frammi fyrir ærnum vanda,“ sagði hann í dag. Um smitin utan Kína segir Tedros að þau séu enn tiltölulega fá en að mynstrið valdi áhyggjum, að því er kemur fram í frétt Reuters-fréttastofunnar. „Við höfum áhyggjur af fjölda tilfella með engin greinilega faraldfræðileg tengsl eins og ferðasögu eða snertingu við staðfest tilfelli,“ sagði Tedros og vísaði sérstaklega til írönsku tilfellanna. Íran Kína Líbanon Sameinuðu þjóðirnar Faraldur kórónuveiru (COVID-19) Tengdar fréttir Tvennum sögum fer af sýkingum í Norður-Kóreu Fjölmiðlar í Suður-Kóreu segja fréttir af því að verið sé að hylma yfir smit og jafnvel dauðsföll í einræðisríkinu en þar í landi segja yfirvöld engan hafa smitast. 21. febrúar 2020 10:04 Suður-Kóreumenn grípa til aðgerða vegna mikillar fjölgunar veirutilfella Chung Sye-kyun forsætisráðherra hefur lýst þróuninni sem neyðarástandi. 21. febrúar 2020 06:52 „Neyðarástand“ í Suður-Kóreu Yfirvöld Suður-Kóreu hafa gripið til umfangsmikla aðgerða til að reyna að takmarka útbreiðslu Covid-19 kórónaveirunnar þar í landi. 21. febrúar 2020 16:00 Mest lesið Íslendingar í alvarlegu umferðarslysi í Suður-Afríku Innlent Halla forseti opnar sig um kynferðisbrot í æsku Innlent Bústaðakirkja opnuð vegna slyssins í Suður-Afríku Innlent Nemandi réðst á kennara á jólaskemmtun í Ingunnarskóla Innlent Enn fleiri myndir úr safni Epsteins: „En hún vill þúsund dali fyrir hverja stúlku“ Erlent Reynslubolti kveður lögregluna Innlent Stormur gæti skollið á landið á aðfangadag Innlent Tvær íslenskar konur létust í umferðarslysinu í Suður-Afríku Innlent Katrín orðin stjórnarformaður Innlent Hæstiréttur vill ekki hlýða á Kristján Markús Innlent Fleiri fréttir Draga tilvist neðanjarðarhafs á Títan í efa Réðust á skip úr skuggaflotanum þúsundir kílómetra frá Úkraínu Enn fleiri myndir úr safni Epsteins: „En hún vill þúsund dali fyrir hverja stúlku“ Trump vill til tunglsins fyrir 2028 Herða reglur og ráðast í endurkaup á skotvopnum Morðinginn í Brown háskóla fannst látinn Evrópa samþykkir 90 milljarða evra lán til Úkraínu Rannsaka tengsl skotárásarinnar við annað morð Sex um borð í einkaþotu sem hrapaði Beita dómara ICC refsiaðgerðum vegna Ísrael Taka á kvenfyrirlitningu með sérstöku námskeiði fyrir drengi Hæðist að og smánar fyrrverandi forseta á „frægðargangi“ Frú Macron í klandri eftir ósmekkleg ummæli um femínista „Dr. Dauði“ í lífstíðarfangelsi fyrir að myrða tólf Ekki hafi verið rétt að benda á Skandia-manninn sem morðingja Palme Myndskeið birt af Reiner eftir morðin og fyrir handtöku Sér eftir að hafa ekki sagt Eli oftar hve heitt hann elskaði hann Segir „evrópsk svín“ vilja hagnast á falli Rússlands Auðgaðist ævintýralega á svikum og prettum Eldur í Tívolí Meina fólki frá fjölda ríkja að ferðast til Bandaríkjanna Nuddari gerði dóttur Reiner-hjónanna viðvart Bondi morðinginn formlega ákærður í 59 liðum Trump setur hafnbann á olíuskip á leið til og frá Venesúela Nick Reiner ákærður fyrir að myrða foreldra sína Segir Trump hafa persónuleika alkóhólista Brestir í MAGA-múrnum Lögðu lengi á ráðin um herlög Tólf ára drengur grunaður um morð í Malmö Heimta enn héruð Úkraínu sem þeir halda ekki Sjá meira
Heimsbyggðin þarf að bregðast hratt við til að stöðva útbreiðslu kórónuveirunnar utan Kína, að sögn forstjóra Alþjóðaheilbrigðisstofnunarinnar (WHO). Hann hefur áhyggjur af fjölda nýrra tilfella þar sem engin tengsl eru við Kína eða önnur staðfest smit. Yfirvöld í Íran vara við því að kórónuveiran geti þegar verið komin til allra borga í landinu. Fjórir eru látnir af völdum veirunnar þar og átján tilfelli hafa greinst. Í Líbanon var fyrsta tilfellið staðfest í dag og fylgst er með tveimur öðrum vegna gruns um að þeir hafi sýkst af veirunni. Alls hafa nú 1.152 tilfelli greinst í 26 ríkjum utan Kína. Af þeim hafa átta látið lífið. Langflest tilfellum eru enn í Kína þar sem rúmlega 75.500 tilfelli hafa verið staðfest og 2.239 hafa látist, að sögn breska ríkisútvarpsins BBC. Tedros Adhanom Ghebreyesus, forstjóri WHO, segir að glugginn til að halda veirunni sé að lokast og því þurfi heimsbyggðin að bregðast hratt við. „Þessi faraldur gæti farið í hvaða átt sem er. Ef við stöndum okkur vel getum við forðast alvarlegt neyðarástand en ef við sólundum tækifærinu þá stöndum við frammi fyrir ærnum vanda,“ sagði hann í dag. Um smitin utan Kína segir Tedros að þau séu enn tiltölulega fá en að mynstrið valdi áhyggjum, að því er kemur fram í frétt Reuters-fréttastofunnar. „Við höfum áhyggjur af fjölda tilfella með engin greinilega faraldfræðileg tengsl eins og ferðasögu eða snertingu við staðfest tilfelli,“ sagði Tedros og vísaði sérstaklega til írönsku tilfellanna.
Íran Kína Líbanon Sameinuðu þjóðirnar Faraldur kórónuveiru (COVID-19) Tengdar fréttir Tvennum sögum fer af sýkingum í Norður-Kóreu Fjölmiðlar í Suður-Kóreu segja fréttir af því að verið sé að hylma yfir smit og jafnvel dauðsföll í einræðisríkinu en þar í landi segja yfirvöld engan hafa smitast. 21. febrúar 2020 10:04 Suður-Kóreumenn grípa til aðgerða vegna mikillar fjölgunar veirutilfella Chung Sye-kyun forsætisráðherra hefur lýst þróuninni sem neyðarástandi. 21. febrúar 2020 06:52 „Neyðarástand“ í Suður-Kóreu Yfirvöld Suður-Kóreu hafa gripið til umfangsmikla aðgerða til að reyna að takmarka útbreiðslu Covid-19 kórónaveirunnar þar í landi. 21. febrúar 2020 16:00 Mest lesið Íslendingar í alvarlegu umferðarslysi í Suður-Afríku Innlent Halla forseti opnar sig um kynferðisbrot í æsku Innlent Bústaðakirkja opnuð vegna slyssins í Suður-Afríku Innlent Nemandi réðst á kennara á jólaskemmtun í Ingunnarskóla Innlent Enn fleiri myndir úr safni Epsteins: „En hún vill þúsund dali fyrir hverja stúlku“ Erlent Reynslubolti kveður lögregluna Innlent Stormur gæti skollið á landið á aðfangadag Innlent Tvær íslenskar konur létust í umferðarslysinu í Suður-Afríku Innlent Katrín orðin stjórnarformaður Innlent Hæstiréttur vill ekki hlýða á Kristján Markús Innlent Fleiri fréttir Draga tilvist neðanjarðarhafs á Títan í efa Réðust á skip úr skuggaflotanum þúsundir kílómetra frá Úkraínu Enn fleiri myndir úr safni Epsteins: „En hún vill þúsund dali fyrir hverja stúlku“ Trump vill til tunglsins fyrir 2028 Herða reglur og ráðast í endurkaup á skotvopnum Morðinginn í Brown háskóla fannst látinn Evrópa samþykkir 90 milljarða evra lán til Úkraínu Rannsaka tengsl skotárásarinnar við annað morð Sex um borð í einkaþotu sem hrapaði Beita dómara ICC refsiaðgerðum vegna Ísrael Taka á kvenfyrirlitningu með sérstöku námskeiði fyrir drengi Hæðist að og smánar fyrrverandi forseta á „frægðargangi“ Frú Macron í klandri eftir ósmekkleg ummæli um femínista „Dr. Dauði“ í lífstíðarfangelsi fyrir að myrða tólf Ekki hafi verið rétt að benda á Skandia-manninn sem morðingja Palme Myndskeið birt af Reiner eftir morðin og fyrir handtöku Sér eftir að hafa ekki sagt Eli oftar hve heitt hann elskaði hann Segir „evrópsk svín“ vilja hagnast á falli Rússlands Auðgaðist ævintýralega á svikum og prettum Eldur í Tívolí Meina fólki frá fjölda ríkja að ferðast til Bandaríkjanna Nuddari gerði dóttur Reiner-hjónanna viðvart Bondi morðinginn formlega ákærður í 59 liðum Trump setur hafnbann á olíuskip á leið til og frá Venesúela Nick Reiner ákærður fyrir að myrða foreldra sína Segir Trump hafa persónuleika alkóhólista Brestir í MAGA-múrnum Lögðu lengi á ráðin um herlög Tólf ára drengur grunaður um morð í Malmö Heimta enn héruð Úkraínu sem þeir halda ekki Sjá meira
Tvennum sögum fer af sýkingum í Norður-Kóreu Fjölmiðlar í Suður-Kóreu segja fréttir af því að verið sé að hylma yfir smit og jafnvel dauðsföll í einræðisríkinu en þar í landi segja yfirvöld engan hafa smitast. 21. febrúar 2020 10:04
Suður-Kóreumenn grípa til aðgerða vegna mikillar fjölgunar veirutilfella Chung Sye-kyun forsætisráðherra hefur lýst þróuninni sem neyðarástandi. 21. febrúar 2020 06:52
„Neyðarástand“ í Suður-Kóreu Yfirvöld Suður-Kóreu hafa gripið til umfangsmikla aðgerða til að reyna að takmarka útbreiðslu Covid-19 kórónaveirunnar þar í landi. 21. febrúar 2020 16:00