Laudrup um nýja Danann í Barca: Hann vann í lottóinu Óskar Ófeigur Jónsson skrifar 21. febrúar 2020 18:30 Martin Braithwaite er kominn í Barcelona búninginn. Getty/Marc Gonzalez 28 ára Dani verður í framlínusveit Barcelona fram á vor og er ætlað að fylla í skörð stjarna eins og Luis Suárez og Ousmane Dembélé sem eru meiddir. Þessi kaup Barcelona á Martin Braithwaite hafa vakið mikla athygli og ekki síst í Danmörku. Danir hafa vissulega átt leikmenn í Barcelona en á þeim tíma voru Allan Simonsen og Michael Laudrup súperstjörnur í evrópska fótboltanum. Það vissu ekki margir mikið um Martin Braithwaite. „Ég vil bara óska honum til hamingju. Nýttu tækifærið. Hann hefur unnið í fótboltalottóinu með því að komast að hjá þessum frábæra klúbb,“ sagði Michael Laudrup við dönsku sjónvarpsstöðina TV3+. Verdens Gang sagði frá. Það gera sér allir grein fyrir því að Martin Braithwaite fær ekki langan tíma hjá Barcelona því félagið mun endurheimta Luis Suárez og Ousmane Dembélé úr meiðslum og jafnvel kaupa eitt stykki Neymar í sumar. Laudrup om den nye Barca-angriperen: – Han har vunnet i lotteriet https://t.co/cIhu4zxXF0— VG Sporten (@vgsporten) February 21, 2020 „Ef hann stendur sig vel þá kemst hann að hjá liði á næsta tímabili, kannski ekki liði á sama stalli og Barcelona, en liði sem er um miðja deild á Spáni. Þar gæti hann fengið góðan samning sem væri frábært fyrir hann,“ sagði Laudrup. Martin Braithwaite verður fimmti Daninn til að spila fyrir Barcelona en hinir eru Allan Simonsen (1979-1983), Michael Laudrup (1989-1994), Ronnie Ekelund (1992-1994) og Thomas Christiansen (1992-1994). Ronnie Ekelund náði bara að spila einn leik fyrir Barcelona sem lánaði hann í fjórgang og Thomas Christiansen spilaði aldrei fyrir spænska félagið þrátt fyrir að vera leikmaður þess í tvö ár. Þeir voru hjá Barcelona á sama tíma og Michael Laudrup. Michael Laudrup átti flott ár hjá Barcelona, skoraði 40 mörk í 167 leikjum fyrir félagið og vann níu titla þar á meðal spænsku deildina fjórum sinnum og Evrópukeppni meistaraliða 1992. Laudrup fór frá Barcelona til Real Madrid. Allan Simonsen skoraði 31 mark í 98 leikjum með Barcelona en náði ekki að verða spænskur meistari með félaginu. Danmörk Spænski boltinn Tengdar fréttir Nýi Daninn í Barcelona réð lítið við boltann á kynningu sinni á Nývangi Martin Braithwaite var ekki nógu góður fyrir Middlesbrough en hann er orðinn leikmaður spænska stórliðsins Barcelona í dag. Það kemur mörgum á óvart. 21. febrúar 2020 16:00 Neyddist til að segja konunni þegar tíðindin rötuðu í fjölmiðla "Ég heyrði af þessu fyrir viku og hef svo bara beðið. Ég sagði engum frá þessu en ég neyddist til að segja konunni minni þetta þegar fjölmiðlar fóru að fjalla um þetta,“ segir Martin Braithwaite sem þakkar Guði fyrir það að hann skuli öllum að óvörum vera orðinn leikmaður hins eina sanna Barcelona. 20. febrúar 2020 23:30 Mest lesið Mátti ekki tefla í gallabuxum og hættir keppni á heimsmeistaramóti Sport Hákon kom inn á og hélt hreinu í fyrsta úrvalsdeildarleiknum Fótbolti Ronaldo segir að storminn muni lægja undir stjórn Amorim Fótbolti Heimsmeistararnir þrír fóru allir áfram Sport Harmur hrokagikksins Haaland Enski boltinn Enn eitt skráningarvesenið hjá Börsungum Fótbolti Skytturnar aftur upp í annað sæti eftir sigur gegn nýliðunum Enski boltinn Freyr einnig í viðtal og einn erlendur Fótbolti Töp hjá Íslendingaliðunum í Þýskalandi Handbolti Tapaði níu leggjum í röð eftir níu pílna leik og var sendur heim Sport Fleiri fréttir Hákon kom inn á og hélt hreinu í fyrsta úrvalsdeildarleiknum Ronaldo segir að storminn muni lægja undir stjórn Amorim Skytturnar aftur upp í annað sæti eftir sigur gegn nýliðunum Enn eitt skráningarvesenið hjá Börsungum Veit að starfið gæti verið í hættu ef liðið fer ekki að vinna Freyr einnig í viðtal og einn erlendur Þrír boðaðir í viðtal: Víkingar gáfu KSÍ grænt ljós á að ræða við Arnar Emilía til Leipzig Skilaboð frá Klopp minntu hann á áfangann: „Við elskum hann“ „Ég var að skjóta“ Víkingur má ekki spila í Kópavogi og leitar vallar erlendis Harmur hrokagikksins Haaland Eftirmaður Amorims rekinn eftir átta leiki City ætlar að kaupa í janúar Gary sem stal jólunum Liverpool hefur áhuga á framherja PSG Amorim hefur ekki hugmynd um hversu lengi hann verður að laga United Ættingi Endricks skotinn til bana Enginn verið jafn fljótur að tapa fjórum deildarleikjum Liverpool í litlum vandræðum eftir að hafa lent undir Andri skoraði fyrir Gent í fyrsta sinn síðan í september Ætla að áfrýja rauða spjaldinu Skoraði beint úr hornspyrnu eftir að United missti mann af velli Jason Daði sneri aftur í lið Grimsby og skoraði Willum í byrjunarliðinu er Birmingham tók toppsætið Slæmur skellur fyrir gestina á St. James Park Stefndi allt í sigur Chelsea en Fulham hafði aðrar hugmyndir Sáu ekki til sólar en unnu samt Hafa tvisvar áður mæst: „Gakpo er sem betur fer í mínu liði núna“ Haaland klúðraði víti og City tapaði stigum Sjá meira
28 ára Dani verður í framlínusveit Barcelona fram á vor og er ætlað að fylla í skörð stjarna eins og Luis Suárez og Ousmane Dembélé sem eru meiddir. Þessi kaup Barcelona á Martin Braithwaite hafa vakið mikla athygli og ekki síst í Danmörku. Danir hafa vissulega átt leikmenn í Barcelona en á þeim tíma voru Allan Simonsen og Michael Laudrup súperstjörnur í evrópska fótboltanum. Það vissu ekki margir mikið um Martin Braithwaite. „Ég vil bara óska honum til hamingju. Nýttu tækifærið. Hann hefur unnið í fótboltalottóinu með því að komast að hjá þessum frábæra klúbb,“ sagði Michael Laudrup við dönsku sjónvarpsstöðina TV3+. Verdens Gang sagði frá. Það gera sér allir grein fyrir því að Martin Braithwaite fær ekki langan tíma hjá Barcelona því félagið mun endurheimta Luis Suárez og Ousmane Dembélé úr meiðslum og jafnvel kaupa eitt stykki Neymar í sumar. Laudrup om den nye Barca-angriperen: – Han har vunnet i lotteriet https://t.co/cIhu4zxXF0— VG Sporten (@vgsporten) February 21, 2020 „Ef hann stendur sig vel þá kemst hann að hjá liði á næsta tímabili, kannski ekki liði á sama stalli og Barcelona, en liði sem er um miðja deild á Spáni. Þar gæti hann fengið góðan samning sem væri frábært fyrir hann,“ sagði Laudrup. Martin Braithwaite verður fimmti Daninn til að spila fyrir Barcelona en hinir eru Allan Simonsen (1979-1983), Michael Laudrup (1989-1994), Ronnie Ekelund (1992-1994) og Thomas Christiansen (1992-1994). Ronnie Ekelund náði bara að spila einn leik fyrir Barcelona sem lánaði hann í fjórgang og Thomas Christiansen spilaði aldrei fyrir spænska félagið þrátt fyrir að vera leikmaður þess í tvö ár. Þeir voru hjá Barcelona á sama tíma og Michael Laudrup. Michael Laudrup átti flott ár hjá Barcelona, skoraði 40 mörk í 167 leikjum fyrir félagið og vann níu titla þar á meðal spænsku deildina fjórum sinnum og Evrópukeppni meistaraliða 1992. Laudrup fór frá Barcelona til Real Madrid. Allan Simonsen skoraði 31 mark í 98 leikjum með Barcelona en náði ekki að verða spænskur meistari með félaginu.
Danmörk Spænski boltinn Tengdar fréttir Nýi Daninn í Barcelona réð lítið við boltann á kynningu sinni á Nývangi Martin Braithwaite var ekki nógu góður fyrir Middlesbrough en hann er orðinn leikmaður spænska stórliðsins Barcelona í dag. Það kemur mörgum á óvart. 21. febrúar 2020 16:00 Neyddist til að segja konunni þegar tíðindin rötuðu í fjölmiðla "Ég heyrði af þessu fyrir viku og hef svo bara beðið. Ég sagði engum frá þessu en ég neyddist til að segja konunni minni þetta þegar fjölmiðlar fóru að fjalla um þetta,“ segir Martin Braithwaite sem þakkar Guði fyrir það að hann skuli öllum að óvörum vera orðinn leikmaður hins eina sanna Barcelona. 20. febrúar 2020 23:30 Mest lesið Mátti ekki tefla í gallabuxum og hættir keppni á heimsmeistaramóti Sport Hákon kom inn á og hélt hreinu í fyrsta úrvalsdeildarleiknum Fótbolti Ronaldo segir að storminn muni lægja undir stjórn Amorim Fótbolti Heimsmeistararnir þrír fóru allir áfram Sport Harmur hrokagikksins Haaland Enski boltinn Enn eitt skráningarvesenið hjá Börsungum Fótbolti Skytturnar aftur upp í annað sæti eftir sigur gegn nýliðunum Enski boltinn Freyr einnig í viðtal og einn erlendur Fótbolti Töp hjá Íslendingaliðunum í Þýskalandi Handbolti Tapaði níu leggjum í röð eftir níu pílna leik og var sendur heim Sport Fleiri fréttir Hákon kom inn á og hélt hreinu í fyrsta úrvalsdeildarleiknum Ronaldo segir að storminn muni lægja undir stjórn Amorim Skytturnar aftur upp í annað sæti eftir sigur gegn nýliðunum Enn eitt skráningarvesenið hjá Börsungum Veit að starfið gæti verið í hættu ef liðið fer ekki að vinna Freyr einnig í viðtal og einn erlendur Þrír boðaðir í viðtal: Víkingar gáfu KSÍ grænt ljós á að ræða við Arnar Emilía til Leipzig Skilaboð frá Klopp minntu hann á áfangann: „Við elskum hann“ „Ég var að skjóta“ Víkingur má ekki spila í Kópavogi og leitar vallar erlendis Harmur hrokagikksins Haaland Eftirmaður Amorims rekinn eftir átta leiki City ætlar að kaupa í janúar Gary sem stal jólunum Liverpool hefur áhuga á framherja PSG Amorim hefur ekki hugmynd um hversu lengi hann verður að laga United Ættingi Endricks skotinn til bana Enginn verið jafn fljótur að tapa fjórum deildarleikjum Liverpool í litlum vandræðum eftir að hafa lent undir Andri skoraði fyrir Gent í fyrsta sinn síðan í september Ætla að áfrýja rauða spjaldinu Skoraði beint úr hornspyrnu eftir að United missti mann af velli Jason Daði sneri aftur í lið Grimsby og skoraði Willum í byrjunarliðinu er Birmingham tók toppsætið Slæmur skellur fyrir gestina á St. James Park Stefndi allt í sigur Chelsea en Fulham hafði aðrar hugmyndir Sáu ekki til sólar en unnu samt Hafa tvisvar áður mæst: „Gakpo er sem betur fer í mínu liði núna“ Haaland klúðraði víti og City tapaði stigum Sjá meira
Nýi Daninn í Barcelona réð lítið við boltann á kynningu sinni á Nývangi Martin Braithwaite var ekki nógu góður fyrir Middlesbrough en hann er orðinn leikmaður spænska stórliðsins Barcelona í dag. Það kemur mörgum á óvart. 21. febrúar 2020 16:00
Neyddist til að segja konunni þegar tíðindin rötuðu í fjölmiðla "Ég heyrði af þessu fyrir viku og hef svo bara beðið. Ég sagði engum frá þessu en ég neyddist til að segja konunni minni þetta þegar fjölmiðlar fóru að fjalla um þetta,“ segir Martin Braithwaite sem þakkar Guði fyrir það að hann skuli öllum að óvörum vera orðinn leikmaður hins eina sanna Barcelona. 20. febrúar 2020 23:30