Körfubolti

Hard­en lét 29 stig duga í sigri og gríska undrið heldur upp­teknum hætti | Mynd­bönd

Anton Ingi Leifsson skrifar
Giannis í leiknum í nótt.
Giannis í leiknum í nótt. vísir/getty

NBA-deildin fór aftur af stað í nótt eftir nokkurra daga hlé. Sex leikir voru á dagskrá og voru fjórir þeirra ansi spennandi en einn fór í framlengingu.

Giannis Antetokounmpo heldur uppteknum hætti í liði Milwaukee. Hann skoraði 33 stig og tók 16 fráköst er liðið vann sex stiga sigur á Detroit, 126-106.

Þetta var 47. sigur Milwaukee í þeim 55 leikjum sem liðið hefur leikið í vetur en liðið er með lang hæsta vinningshlutfallið.

James Harden skoraði 29 stig er Houston vann öruggan sigur á Golden State Warriors, 135-105. Harden hefur verið magnaður á tímabilinu en Houston hefur unnið 35 af 55 leikjum sem liðið hefur spilað í vetur.







Öll úrslit næturinnar:

Milwaukee - Detroit 126-106

Miami - Atlanta 124-129

Charlotte - Chicago 103-93

Brooklyn - Philadelphia 104-112 (eftir framlengingu)

Memphis - Sacramento 125-129

Houston - Golden State 135-105



NBA



Fleiri fréttir

Sjá meira


×