„Íslensk útgerðafyrirtæki eru reiðubúin til að greiða meira fyrir auðlindina í Namibíu en hér“ Berghildur Erla Bernharðsdóttir skrifar 18. ágúst 2020 18:51 Þorgerður Katrín Gunnarsdóttir, formaður Viðreisnar. Aðsend Samherji greiddi hærri veiðigjöld í Namíbíu en hér á landi árið 2018 eftir að stjórnvöld þar hækkuðu veiðigjöldin úr einu prósenti í tíu prósent. Formaður Viðreisnar segir þetta sýna að útgerðir séu viljugar til að greiða veiðigjöld þrátt fyrir miklar hækkanir. Auðlindarákvæði í stjórnarskrá sé nauðsyn. Þorgerður Katrín Gunnarsdóttir formaður Viðreisnar ásamt fleiri þingmönnum óskaði eftir að skýrsla væri gerð um samanburð á greiðslum Samherja fyrir veiðirétt í Namibíu og á Íslandi á grundvelli upplýsinga frá Fiskistofu og þeim skjölum sem RÚV fjallaði um í fréttaskýringaþættinum Kveik í nóvember í fyrra. Miklar deilur urðu á Alþingi vegna beiðninnar. „Þessi skýrslubeiðni er auðvitað ekkert annað heldur en ákveðið lýðskrum sem að fer fram í kjölfarið á alvarlegu máli sem upplýst hefur verið um og er til skoðunar og rannsóknar. Hér er þyrlað upp pólitísku moldviðri útaf ágreiningsefni sem hefur verið um veiðigjöld á Íslandi og því haldið fram að útgerðin skammti sér veiðigjöld eftir því að hún telur að sé hæfilegt hverju sinni,“ sagði Bjarni Benediktsson, formaður Sjálfstæðisflokksins á alþingi þann 6. febrúar á þessu ári. Það fór þó svo að skýrslubeiðnin var samþykkt á alþingi og var Hagfræðistofnun Háskóla Íslands falið að gera hana. Hún birtist á vef alþingis í gær. Þar kemur fram að á árunum 2012-2017 eru veiðigjöld Samherja í Namibíu um 1 % af verðmæti afla en veiðigjöld sem fyrirtækið greiðir hér á sama tíma frá 5-12%. Árið 2018 var hlutfallið fest í lög í Namibíu og varð þá hærra en hér á landi eða 10%. „Þetta sýnir að stjórnvöld í Namibíu hafa pólitískan kjark til að hækka veiðigjöld verulega þannig að þau verða mun hærri en hér á landi. Íslensk útgerðafyrirtæki eru reiðubúin til að greiða meira fyrir auðlindina í Namibíu en hér. En hér á landi eru svo stjórnvöld sem hafa markvisst lækkað veiðigjöld og það er pólitísk ákvörðun að lækka þau alveg síðan 2013, segir Þorgerður Katrín Gunnarsdóttir formaður Viðreisnar. Í skýrslunni kemur fram að veiðigjöld á þorski karfa síld og loðnu hér á landi eru mun hærri árið 2012 en árið 2018. Þorgerður vill sjá breytingar. „Við viljum ekki kollvarpa kerfinu heldur uppfæra það þannig að þjóðin fái sinn sanngjarna eðlilega hlut í auðlindinni,“ segir Þorgerður. Hún segir mikilvægt að fá auðlindaákvæði í stjórnarskrá „Það þarf auðlindarákvæði sem bit er í en ekki eitthvað málamiðlunarákvæði stjórnarflokkanna. Þannig að réttur þjóðarinnar sé ótvíræður og að útgerðin hafi tímabundinn aðgang að auðlindinni,“ segir Þorgerður. Í fréttum Bylgjunnar í dag kom fram að Hagfræðistofnun Háskóla Íslands fékk ekki umbeðna árskýrslur frá dótturfélagi Samherja í Namibíu til að hægt væri að bera saman hagnað þar og hér á landi. Fréttastofa óskaði eftir svörum frá Samherja af hverju gögnin hefðu ekki verið veitt og hafði ekki fengið svör þegar fréttatími Stöðvar 2 fór í loftið. Sjávarútvegur Alþingi Ríkisstjórn Katrínar Jakobsdóttur Stjórnarskrá Viðskipti Tengdar fréttir Samherji sagðist ekki hafa tíma til að taka saman ársreikninga frá Namibíu Samherji greiddi lægra hlutfall veiðigjalda af meðalverði afla í Namibíu frá 2012 til 2017 en hér á landi. 2018 var hlutfallið orðið hærra í Namibíu en hér. Forstöðumaður Hagfræðisstofnunar segir að Samherji hafi ekki afhent umbeðna árskýrslu dótturfyrirtækis síns í Namibíu og því hafi ekki verið hægt að bera saman hagnað í löndunum tveimur. 18. ágúst 2020 13:46 Gjöld vegna veiðiheimilda töluvert hærri í Namibíu en á Íslandi árið 2018 Samherji greiddi árið 2018 meira fyrir tímabundnar veiðiheimildir í Namibíu en ótímabundnar veiðiheimildir hér á landi. 18. ágúst 2020 07:31 Mest lesið Lést vegna voðaskots úr haglabyssu Innlent Ökumaðurinn ungur og líðan hans góð „eftir atvikum“ Innlent Uppþot á félagsfundi Sósíalista: „Þetta var bara kjánalegt og alger óþarfi“ Innlent Kona handtekin grunuð um að stinga sambýlismann sinn Innlent Nota 130 milljón dala gjöf til að greiða hermönnum laun Erlent Segir Trump vilja nýtt „eilífðarstríð“ Erlent Maður varð fyrir skoti í Árnessýslu Innlent „Túnin eru bara hvít“ Innlent Útspil bankans sýni að dómurinn auki samkeppni Innlent Bíll fór í sjóinn á Ísafirði Innlent Fleiri fréttir Meirihluti fólks geti ekki keypt íbúð í nýju lánakerfi sem sé að teiknast upp Nánast enginn fái að kaupa íbúð Lögregla veitti eftirför um miðborgina Kona handtekin grunuð um að stinga sambýlismann sinn „Túnin eru bara hvít“ Nýtt vopn í búri fjármálaráðherra Uppþot á félagsfundi Sósíalista: „Þetta var bara kjánalegt og alger óþarfi“ Um fimmtíu þúsund manns í miðborginni í Kvennaverkfallinu Börn og unglingar funda á Hvolsvelli um sín mál Lést vegna voðaskots úr haglabyssu Afnám áminningarskyldu, offjölgun álfta og kvennaverkfall Ökumaðurinn ungur og líðan hans góð „eftir atvikum“ Grímuklæddur og ofurölvi í slagsmálum Útspil bankans sýni að dómurinn auki samkeppni Bíll fór í sjóinn á Ísafirði Maður varð fyrir skoti í Árnessýslu Ný viðbygging og hafragrautur í Hveragerði Grunsamleg útboð í samráði sem gæti verið víðtækt Stuttur fundur og hittast næst á mánudag Kvennaverkfall og lánabreytingar hjá Landsbanka Nýtt fíkniefni læðist inn á íslenskan markað Hóf störf of snemma eftir kvörtun vegna heimilisofbeldis Vara við vafasömum Excel-skjölum í umferð „bókstaflega út um allt“ Meinað að taka þátt þar sem hún þurfti að hafa barnið með sér Vill fund vegna „alvarlegrar stöðu“ á lánamarkaði Þingnefnd ræðir stöðuna á Grundartanga: „Þetta er bara óljóst“ Sjálfstæðismenn stefna á leiðtogaprófkjör í borginni Íslendingar meðal sakborninga en enginn í varðhaldi Svona var haldið upp á fimmtíu ára afmæli kvennafrídagsins Blöskrar „vælið“ vegna Norðuráls Sjá meira
Samherji greiddi hærri veiðigjöld í Namíbíu en hér á landi árið 2018 eftir að stjórnvöld þar hækkuðu veiðigjöldin úr einu prósenti í tíu prósent. Formaður Viðreisnar segir þetta sýna að útgerðir séu viljugar til að greiða veiðigjöld þrátt fyrir miklar hækkanir. Auðlindarákvæði í stjórnarskrá sé nauðsyn. Þorgerður Katrín Gunnarsdóttir formaður Viðreisnar ásamt fleiri þingmönnum óskaði eftir að skýrsla væri gerð um samanburð á greiðslum Samherja fyrir veiðirétt í Namibíu og á Íslandi á grundvelli upplýsinga frá Fiskistofu og þeim skjölum sem RÚV fjallaði um í fréttaskýringaþættinum Kveik í nóvember í fyrra. Miklar deilur urðu á Alþingi vegna beiðninnar. „Þessi skýrslubeiðni er auðvitað ekkert annað heldur en ákveðið lýðskrum sem að fer fram í kjölfarið á alvarlegu máli sem upplýst hefur verið um og er til skoðunar og rannsóknar. Hér er þyrlað upp pólitísku moldviðri útaf ágreiningsefni sem hefur verið um veiðigjöld á Íslandi og því haldið fram að útgerðin skammti sér veiðigjöld eftir því að hún telur að sé hæfilegt hverju sinni,“ sagði Bjarni Benediktsson, formaður Sjálfstæðisflokksins á alþingi þann 6. febrúar á þessu ári. Það fór þó svo að skýrslubeiðnin var samþykkt á alþingi og var Hagfræðistofnun Háskóla Íslands falið að gera hana. Hún birtist á vef alþingis í gær. Þar kemur fram að á árunum 2012-2017 eru veiðigjöld Samherja í Namibíu um 1 % af verðmæti afla en veiðigjöld sem fyrirtækið greiðir hér á sama tíma frá 5-12%. Árið 2018 var hlutfallið fest í lög í Namibíu og varð þá hærra en hér á landi eða 10%. „Þetta sýnir að stjórnvöld í Namibíu hafa pólitískan kjark til að hækka veiðigjöld verulega þannig að þau verða mun hærri en hér á landi. Íslensk útgerðafyrirtæki eru reiðubúin til að greiða meira fyrir auðlindina í Namibíu en hér. En hér á landi eru svo stjórnvöld sem hafa markvisst lækkað veiðigjöld og það er pólitísk ákvörðun að lækka þau alveg síðan 2013, segir Þorgerður Katrín Gunnarsdóttir formaður Viðreisnar. Í skýrslunni kemur fram að veiðigjöld á þorski karfa síld og loðnu hér á landi eru mun hærri árið 2012 en árið 2018. Þorgerður vill sjá breytingar. „Við viljum ekki kollvarpa kerfinu heldur uppfæra það þannig að þjóðin fái sinn sanngjarna eðlilega hlut í auðlindinni,“ segir Þorgerður. Hún segir mikilvægt að fá auðlindaákvæði í stjórnarskrá „Það þarf auðlindarákvæði sem bit er í en ekki eitthvað málamiðlunarákvæði stjórnarflokkanna. Þannig að réttur þjóðarinnar sé ótvíræður og að útgerðin hafi tímabundinn aðgang að auðlindinni,“ segir Þorgerður. Í fréttum Bylgjunnar í dag kom fram að Hagfræðistofnun Háskóla Íslands fékk ekki umbeðna árskýrslur frá dótturfélagi Samherja í Namibíu til að hægt væri að bera saman hagnað þar og hér á landi. Fréttastofa óskaði eftir svörum frá Samherja af hverju gögnin hefðu ekki verið veitt og hafði ekki fengið svör þegar fréttatími Stöðvar 2 fór í loftið.
Sjávarútvegur Alþingi Ríkisstjórn Katrínar Jakobsdóttur Stjórnarskrá Viðskipti Tengdar fréttir Samherji sagðist ekki hafa tíma til að taka saman ársreikninga frá Namibíu Samherji greiddi lægra hlutfall veiðigjalda af meðalverði afla í Namibíu frá 2012 til 2017 en hér á landi. 2018 var hlutfallið orðið hærra í Namibíu en hér. Forstöðumaður Hagfræðisstofnunar segir að Samherji hafi ekki afhent umbeðna árskýrslu dótturfyrirtækis síns í Namibíu og því hafi ekki verið hægt að bera saman hagnað í löndunum tveimur. 18. ágúst 2020 13:46 Gjöld vegna veiðiheimilda töluvert hærri í Namibíu en á Íslandi árið 2018 Samherji greiddi árið 2018 meira fyrir tímabundnar veiðiheimildir í Namibíu en ótímabundnar veiðiheimildir hér á landi. 18. ágúst 2020 07:31 Mest lesið Lést vegna voðaskots úr haglabyssu Innlent Ökumaðurinn ungur og líðan hans góð „eftir atvikum“ Innlent Uppþot á félagsfundi Sósíalista: „Þetta var bara kjánalegt og alger óþarfi“ Innlent Kona handtekin grunuð um að stinga sambýlismann sinn Innlent Nota 130 milljón dala gjöf til að greiða hermönnum laun Erlent Segir Trump vilja nýtt „eilífðarstríð“ Erlent Maður varð fyrir skoti í Árnessýslu Innlent „Túnin eru bara hvít“ Innlent Útspil bankans sýni að dómurinn auki samkeppni Innlent Bíll fór í sjóinn á Ísafirði Innlent Fleiri fréttir Meirihluti fólks geti ekki keypt íbúð í nýju lánakerfi sem sé að teiknast upp Nánast enginn fái að kaupa íbúð Lögregla veitti eftirför um miðborgina Kona handtekin grunuð um að stinga sambýlismann sinn „Túnin eru bara hvít“ Nýtt vopn í búri fjármálaráðherra Uppþot á félagsfundi Sósíalista: „Þetta var bara kjánalegt og alger óþarfi“ Um fimmtíu þúsund manns í miðborginni í Kvennaverkfallinu Börn og unglingar funda á Hvolsvelli um sín mál Lést vegna voðaskots úr haglabyssu Afnám áminningarskyldu, offjölgun álfta og kvennaverkfall Ökumaðurinn ungur og líðan hans góð „eftir atvikum“ Grímuklæddur og ofurölvi í slagsmálum Útspil bankans sýni að dómurinn auki samkeppni Bíll fór í sjóinn á Ísafirði Maður varð fyrir skoti í Árnessýslu Ný viðbygging og hafragrautur í Hveragerði Grunsamleg útboð í samráði sem gæti verið víðtækt Stuttur fundur og hittast næst á mánudag Kvennaverkfall og lánabreytingar hjá Landsbanka Nýtt fíkniefni læðist inn á íslenskan markað Hóf störf of snemma eftir kvörtun vegna heimilisofbeldis Vara við vafasömum Excel-skjölum í umferð „bókstaflega út um allt“ Meinað að taka þátt þar sem hún þurfti að hafa barnið með sér Vill fund vegna „alvarlegrar stöðu“ á lánamarkaði Þingnefnd ræðir stöðuna á Grundartanga: „Þetta er bara óljóst“ Sjálfstæðismenn stefna á leiðtogaprófkjör í borginni Íslendingar meðal sakborninga en enginn í varðhaldi Svona var haldið upp á fimmtíu ára afmæli kvennafrídagsins Blöskrar „vælið“ vegna Norðuráls Sjá meira
Samherji sagðist ekki hafa tíma til að taka saman ársreikninga frá Namibíu Samherji greiddi lægra hlutfall veiðigjalda af meðalverði afla í Namibíu frá 2012 til 2017 en hér á landi. 2018 var hlutfallið orðið hærra í Namibíu en hér. Forstöðumaður Hagfræðisstofnunar segir að Samherji hafi ekki afhent umbeðna árskýrslu dótturfyrirtækis síns í Namibíu og því hafi ekki verið hægt að bera saman hagnað í löndunum tveimur. 18. ágúst 2020 13:46
Gjöld vegna veiðiheimilda töluvert hærri í Namibíu en á Íslandi árið 2018 Samherji greiddi árið 2018 meira fyrir tímabundnar veiðiheimildir í Namibíu en ótímabundnar veiðiheimildir hér á landi. 18. ágúst 2020 07:31