Aðeins 170 fyrirtæki sótt um lokunarstyrki en búist var við 2000 Hallgerður Kolbrún E. Jónsdóttir skrifar 18. ágúst 2020 19:29 Kringlan á fyrsta degi samkomubanns Foto: Vilhelm Gunnarsson/Vilhelm Gunnarsson 170 umsóknir um lokunarstyrk hafa borist en upphaflega var gert ráð fyrir að um 2000 fyrirtæki gætu fallið undir úrræðið. 125 umsóknir hafa verið samþykktar og nema útgreiðslur alls 137 milljónum króna að því er fram kemur á vef stjórnarráðsins. Gripið var til ýmissa aðgerða í mars í því skyni að verja grunnstoðir samfélagsins vegna heimsfaraldurs kórónuveiru, til dæmis með hlutastarfaleið, viðbótarlánum, frestum skattgreiðslna, lokunarstyrkjum, greiðsluhléi lána, úttekt séreignarsparnaðar, styrkingu ferðaþjónustu og fleiri aðgerðum. „Yfirlit yfir úrræðin sýnir að þau hafa sannað gildi sitt og verið nýtt af fjölda einstaklinga og fyrirtækja,“ segir á vef stjórnarráðsins. Þá kemur fram að hátt í fjögur þúsund einstaklingar fengu greiddar hlutabætur í júlí en þeim hefur fækkað hratt á milli mánaða. Þann 13. ágúst höfðu alls verið greiddir út rúmir 18 milljarðar króna vegna hlutabótaleiðarinnar. Atvinnuleysi jókst þá lítillega milli júní og júlímánaðar. Umsóknum frá einstaklingum um endurgreiðslur vegna íbúðarhúsnæðis hefur fjölgað mikið frá fyrra ári en endurgreiðsluhlutfall virðisaukaskatts af vinnu vegna nýbyggingar eða endurbóta á íbúðarhúsnæði var hækkað úr 60 prósentum í hundrað prósent og endurgreiðsluheimildir voru jafnframt víkkaðar út. Þann 10. ágúst höfðu 14,5 milljarðar króna verið greiddir út í séreignarsparnaðarleiðinni vegna Covid-19 til tæplega sjö þúsund einstaklinga. Alls höfðu 136.555 einstaklingar sótt ferðagjafir og 948 fyrirtæki skráð sig til þátttöku. Um 76 þúsund einstaklingar hafa nýtt sínar gjafir hjá 759 fyrirtækjum. Að meðaltali hafa um tvö þúsund gjafir verið nýttar daglega. Efnahagsmál Faraldur kórónuveiru (COVID-19) Tengdar fréttir Öllum starfsmönnum b5 sagt upp Öllum starfsmönnum skemmtistaðarins b5 hefur verið sagt upp vegna erfiðrar fjárhagslegrar stöðu staðarins. 14. ágúst 2020 07:35 Lokunarstyrkur dugði fyrir rúmlega helmingi af mánaðarleigu Jónas Óli Jónasson, einn eigenda skemmtistaðarins B5, segir útséð að staðurinn verði ekki opinn á meðan tveggja metra reglan er í gildi. 10. ágúst 2020 08:58 „Þarf að hugsa þessar stuðningsaðgerðir við atvinnulífið upp á nýtt“ Hann telur að stjórnvöld verði að endurskoða þær efnahagsaðgerðir sem gripið hefur verið til sem allra fyrst. Aðgerðirnar verið að hugsa upp á nýtt í ljósi þróunar faraldursins. 11. ágúst 2020 20:00 Mest lesið Veðurvaktin: Biðja fólk að halda sig heima í kvöld Veður Karlmaður lést í Bláa lóninu Innlent Ungur Miðflokksmaður gengst við rasisma og segir af sér Innlent Flugmaðurinn sem fórst millilenti oft í Reykjavík Innlent Snjókoman rétt að byrja Innlent Eldur í blokk við Ljósheima Innlent Biðu í fjóra tíma úti á braut og aðra fjóra við farangursbeltin Innlent Bílar út af veginum á Reykjanesbraut Innlent Hvatt til varúðar vegna snjóflóðahættu á suðvesturhorninu Innlent Ráðgjafinn ráðinn tveimur dögum eftir að grennslast var fyrir um málið Innlent Fleiri fréttir Ástæða fyrir því að genaumræðan hafi ekki náð mikilli útbreiðslu Ráðgjafinn ráðinn tveimur dögum eftir að grennslast var fyrir um málið „Alvöru“ jólasveinn gisti á Hótel Rangá Vesturbæjarlaug opnuð enn eina ferðina eftir viðgerðir Verklagi ábótavant og krefur ríkislögreglustjóra skýringa Mæla með því að farþegar reiði sig ekki á tímaáætlanir Snjókoman mikla, ábótavant verklag ríkislögreglustjóra og jólasveinamót Karlmaður lést í Bláa lóninu Biðu í fjóra tíma úti á braut og aðra fjóra við farangursbeltin Kærðu umdeildar framkvæmdir allt of seint Skellt í lás í sundlaugum borgarinnar vegna veðurs Reglur brotnar og þjónusta sem bjóða ætti út Þarf að borga bætur þrátt fyrir breytingar á hlaupahjólinu Hvatt til varúðar vegna snjóflóðahættu á suðvesturhorninu Meiri kvika en í síðasta gosi Eldur í blokk við Ljósheima Flugmaðurinn sem fórst millilenti oft í Reykjavík Halla leiðir krabbameinsráð ráðherra Snjókomumet og umferðaröngþveiti Segir sameiginlegum gildum Norðurlanda ógnað Fjölmargir farþegar fastir í flugvélum á Keflavíkurflugvelli Ungur Miðflokksmaður gengst við rasisma og segir af sér Sturlað ástand og United vettlingar prjónaðir í bílnum Mesta snjódýpt í Reykjavík sem mælst hefur í október Viðbragðsaðilar í mikilli hættu vegna bíla á sumardekkjum Bílar út af veginum á Reykjanesbraut Vill heimila Samkeppniseftirlitinu að ráðast í húsleitir Snjókoman rétt að byrja Píratar berjist gegn „rísandi bylgju lýðskrums og fasisma“ Skvísur geti virkað sem hálfgerðir þroskaþjófar Sjá meira
170 umsóknir um lokunarstyrk hafa borist en upphaflega var gert ráð fyrir að um 2000 fyrirtæki gætu fallið undir úrræðið. 125 umsóknir hafa verið samþykktar og nema útgreiðslur alls 137 milljónum króna að því er fram kemur á vef stjórnarráðsins. Gripið var til ýmissa aðgerða í mars í því skyni að verja grunnstoðir samfélagsins vegna heimsfaraldurs kórónuveiru, til dæmis með hlutastarfaleið, viðbótarlánum, frestum skattgreiðslna, lokunarstyrkjum, greiðsluhléi lána, úttekt séreignarsparnaðar, styrkingu ferðaþjónustu og fleiri aðgerðum. „Yfirlit yfir úrræðin sýnir að þau hafa sannað gildi sitt og verið nýtt af fjölda einstaklinga og fyrirtækja,“ segir á vef stjórnarráðsins. Þá kemur fram að hátt í fjögur þúsund einstaklingar fengu greiddar hlutabætur í júlí en þeim hefur fækkað hratt á milli mánaða. Þann 13. ágúst höfðu alls verið greiddir út rúmir 18 milljarðar króna vegna hlutabótaleiðarinnar. Atvinnuleysi jókst þá lítillega milli júní og júlímánaðar. Umsóknum frá einstaklingum um endurgreiðslur vegna íbúðarhúsnæðis hefur fjölgað mikið frá fyrra ári en endurgreiðsluhlutfall virðisaukaskatts af vinnu vegna nýbyggingar eða endurbóta á íbúðarhúsnæði var hækkað úr 60 prósentum í hundrað prósent og endurgreiðsluheimildir voru jafnframt víkkaðar út. Þann 10. ágúst höfðu 14,5 milljarðar króna verið greiddir út í séreignarsparnaðarleiðinni vegna Covid-19 til tæplega sjö þúsund einstaklinga. Alls höfðu 136.555 einstaklingar sótt ferðagjafir og 948 fyrirtæki skráð sig til þátttöku. Um 76 þúsund einstaklingar hafa nýtt sínar gjafir hjá 759 fyrirtækjum. Að meðaltali hafa um tvö þúsund gjafir verið nýttar daglega.
Efnahagsmál Faraldur kórónuveiru (COVID-19) Tengdar fréttir Öllum starfsmönnum b5 sagt upp Öllum starfsmönnum skemmtistaðarins b5 hefur verið sagt upp vegna erfiðrar fjárhagslegrar stöðu staðarins. 14. ágúst 2020 07:35 Lokunarstyrkur dugði fyrir rúmlega helmingi af mánaðarleigu Jónas Óli Jónasson, einn eigenda skemmtistaðarins B5, segir útséð að staðurinn verði ekki opinn á meðan tveggja metra reglan er í gildi. 10. ágúst 2020 08:58 „Þarf að hugsa þessar stuðningsaðgerðir við atvinnulífið upp á nýtt“ Hann telur að stjórnvöld verði að endurskoða þær efnahagsaðgerðir sem gripið hefur verið til sem allra fyrst. Aðgerðirnar verið að hugsa upp á nýtt í ljósi þróunar faraldursins. 11. ágúst 2020 20:00 Mest lesið Veðurvaktin: Biðja fólk að halda sig heima í kvöld Veður Karlmaður lést í Bláa lóninu Innlent Ungur Miðflokksmaður gengst við rasisma og segir af sér Innlent Flugmaðurinn sem fórst millilenti oft í Reykjavík Innlent Snjókoman rétt að byrja Innlent Eldur í blokk við Ljósheima Innlent Biðu í fjóra tíma úti á braut og aðra fjóra við farangursbeltin Innlent Bílar út af veginum á Reykjanesbraut Innlent Hvatt til varúðar vegna snjóflóðahættu á suðvesturhorninu Innlent Ráðgjafinn ráðinn tveimur dögum eftir að grennslast var fyrir um málið Innlent Fleiri fréttir Ástæða fyrir því að genaumræðan hafi ekki náð mikilli útbreiðslu Ráðgjafinn ráðinn tveimur dögum eftir að grennslast var fyrir um málið „Alvöru“ jólasveinn gisti á Hótel Rangá Vesturbæjarlaug opnuð enn eina ferðina eftir viðgerðir Verklagi ábótavant og krefur ríkislögreglustjóra skýringa Mæla með því að farþegar reiði sig ekki á tímaáætlanir Snjókoman mikla, ábótavant verklag ríkislögreglustjóra og jólasveinamót Karlmaður lést í Bláa lóninu Biðu í fjóra tíma úti á braut og aðra fjóra við farangursbeltin Kærðu umdeildar framkvæmdir allt of seint Skellt í lás í sundlaugum borgarinnar vegna veðurs Reglur brotnar og þjónusta sem bjóða ætti út Þarf að borga bætur þrátt fyrir breytingar á hlaupahjólinu Hvatt til varúðar vegna snjóflóðahættu á suðvesturhorninu Meiri kvika en í síðasta gosi Eldur í blokk við Ljósheima Flugmaðurinn sem fórst millilenti oft í Reykjavík Halla leiðir krabbameinsráð ráðherra Snjókomumet og umferðaröngþveiti Segir sameiginlegum gildum Norðurlanda ógnað Fjölmargir farþegar fastir í flugvélum á Keflavíkurflugvelli Ungur Miðflokksmaður gengst við rasisma og segir af sér Sturlað ástand og United vettlingar prjónaðir í bílnum Mesta snjódýpt í Reykjavík sem mælst hefur í október Viðbragðsaðilar í mikilli hættu vegna bíla á sumardekkjum Bílar út af veginum á Reykjanesbraut Vill heimila Samkeppniseftirlitinu að ráðast í húsleitir Snjókoman rétt að byrja Píratar berjist gegn „rísandi bylgju lýðskrums og fasisma“ Skvísur geti virkað sem hálfgerðir þroskaþjófar Sjá meira
Öllum starfsmönnum b5 sagt upp Öllum starfsmönnum skemmtistaðarins b5 hefur verið sagt upp vegna erfiðrar fjárhagslegrar stöðu staðarins. 14. ágúst 2020 07:35
Lokunarstyrkur dugði fyrir rúmlega helmingi af mánaðarleigu Jónas Óli Jónasson, einn eigenda skemmtistaðarins B5, segir útséð að staðurinn verði ekki opinn á meðan tveggja metra reglan er í gildi. 10. ágúst 2020 08:58
„Þarf að hugsa þessar stuðningsaðgerðir við atvinnulífið upp á nýtt“ Hann telur að stjórnvöld verði að endurskoða þær efnahagsaðgerðir sem gripið hefur verið til sem allra fyrst. Aðgerðirnar verið að hugsa upp á nýtt í ljósi þróunar faraldursins. 11. ágúst 2020 20:00