Körfubolti

LeBron skráði sig í sögubækurnar er Lakers lenti undir gegn Portland

Anton Ingi Leifsson skrifar
LeBron James átti fínan leik í kvöld en það dugði ekki til.
LeBron James átti fínan leik í kvöld en það dugði ekki til. vísir/getty

Portland Blazers gerðu sér lítið fyrir og skelltu toppliði vesturdeildarinnar, LA Lakers, í fyrsta leik liðanna í úrslitakeppninni.

Portland byrjaði betur en Lakers náði vopnum sínum í öðrum leikhlutanum. Áfram var jafnræði með liðunum í þeim seinni en 19-6 kafli undir lok leiksins tryggði Portland sigurinn.

Damian Lillard dró vagninn eins og áður fyrir Portland. Hann skoraði 34 stig en LeBron James  skoraði 26 stig, tók sautján fráköst og gaf sextán stoðsendingar.

Hann skrifaði sig í sögubækurnar með þessum leik en hann er fyrsti leikmaðurinn sem nær þessum tölum í úrslitakeppni.

Önnur óvænt úrslit urðu þegar Orlando vann tólf stiga sigur á Milwaukee, 122-110. Nikola Vucevic var magnaður hjá Orlando og skoraði 35 stig og tók 14 fráköst.

Jimmy Butler og Goran Dragic drógu Miami Heat að landi gegn Indiana Pacers. Lokatölur 103-101 en Jimmy og Goran skoruðu samtals 24 stig í lokaleikhlutanum.

Miami vann svo tólf stiga sigur á Indiana, 113-101, og James Harden skoraði 37 stig og tók ellefu fráköst er Houston vann fimmtán stiga sigur á Oklahoma, 108-123.

NBA



Fleiri fréttir

Sjá meira


×