Einn mótherja Víkings smitaður en liðið vill byrja að æfa Sindri Sverrisson skrifar 19. ágúst 2020 15:30 Leikmenn Olimpija Ljubljana hafa ekki æft síðustu níu daga. VÍSIR/GETTY Slóvenska knattspyrnufélagið Olimpija Ljubljana kallar enn eftir því að leikmenn liðsins losni úr sóttkví og fái að byrja að æfa fyrir leikinn við bikarmeistara Víkings R. sem fram fer í Slóveníu eftir átta daga. Allir leikmenn slóvenska liðsins hafa verið í sóttkví frá og með mánudeginum 10. ágúst, eftir að tveir leikmenn og sjúkraþjálfari greindust með smit. Í kjölfarið var upphafi keppnistímabilsins í Slóveníu frestað og ljóst að liðið mun ekki spila í slóvensku úrvalsdeildinni fyrr en í 2. umferð, eftir leikinn við Víking. Forráðamenn Olimpija vilja ólmir að liðið geti byrjað að æfa og hafa farið fram á það við heilbrigðisyfirvöld en án árangurs. Þeir kölluðu alla leikmenn liðsins í smitpróf í gær, á kostnað félagsins, í von um að geta sýnt fram á að þeir væru allir lausir við smit. Einn leikmaður greindist hins vegar smitaður. Í yfirlýsingu Olimpija segir að hinn smitaði leikmaður hafi aðeins verið einn dag með liðsfélögum sínum en verið í sóttkví síðan eins og aðrir (Olimpija hefur verið að fá til sín fjölda nýrra leikmanna fyrir nýja keppnistímabilið). Því telur félagið rök fyrir því að leikmenn geti hafið æfingar að nýju, að minnsta kosti einir og sér eða í minni hópum, og kallar eftir viðbrögðum frá yfirvöldum. Samkvæmt fjölmiðlafulltrúa Olimpija er ekki reiknað með öðru en að leikurinn við Víking fari fram 27. ágúst eins og áætlað var. Fari leikurinn ekki fram vegna smitvandræða slóvenska liðsins,verður Víkingum úrskurðaður 3-0 sigur samkvæmt reglum UEFA. Evrópudeild UEFA Víkingur Reykjavík Faraldur kórónuveiru (COVID-19) Fótbolti Tengdar fréttir Mótherjar Víkings senda stjórnvöldum tóninn - Úr sóttkví skömmu fyrir leik Slóvenska knattspyrnufélagið Olimpija Ljubljana harmar það að allir leikmenn liðsins þurfi að vera í tveggja vikna sóttkví nánast alveg fram að leiknum mikilvæga við Víking R. í forkeppni Evrópudeildarinnar. 17. ágúst 2020 14:30 Andstæðingar Víkings í sóttkví Olimpija Ljubljana þarf að fara í sóttkví eftir að þrír leikmenn liðsins greindust með kórónuveiruna. Liðið á að mæta Víkingi síðar í mánuðinum. 11. ágúst 2020 21:28 FH fær heimaleik í Evrópukeppninni og Breiðablik mætir Rosenborg Búið er að draga í næstu umferðir Evrópukeppnnanna tveggja. 10. ágúst 2020 11:15 Vongóður um að fótboltalið fari í vinnusóttkví og geti spilað Unnið er að því hörðum höndum að fá botn í það hvort að landsleikir og Evrópuleikir í fótbolta geti farið fram hér á landi þrátt fyrir reglur um sóttkví. Víðir Reynisson yfirlögregluþjónn er bjartsýnn á að það gangi upp og segir málið skýrast á næstu dögum. 19. ágúst 2020 13:05 Mest lesið Gjörbreyttur Luka hefur tekið á því í ræktinni Körfubolti Arftakinn sagður koma frá Hlíðarenda Íslenski boltinn „Bara pæling sem kom frá Caulker“ Fótbolti KR lætur þjálfarateymið fjúka Íslenski boltinn Bönnuðu öllum leikmönnum liðsins að koma inn í landið Sport „Vorum búnir að vera miklu betri“ Fótbolti Uppgjörið: Stjarnan - Afturelding 4-1 | Snéru við dæminu manni fleiri Íslenski boltinn „Þurftum ekkert að vera að drífa okkur“ Fótbolti Gæti enn spilað í úrvalsdeildinni eftir að hafa fallið þrívegis Enski boltinn Musk og Schwarzenegger sendu Hafþóri Júlíusi hamingjuóskir Sport Fleiri fréttir Arftakinn sagður koma frá Hlíðarenda „Bara pæling sem kom frá Caulker“ „Vorum búnir að vera miklu betri“ „Þurftum ekkert að vera að drífa okkur“ Uppselt á Evrópuleik KA á Akureyri Gæti enn spilað í úrvalsdeildinni eftir að hafa fallið þrívegis Markasúpur í „Íslendingaslögum“ KR lætur þjálfarateymið fjúka Uppgjörið: Stjarnan - Afturelding 4-1 | Snéru við dæminu manni fleiri Tómas Bent nálgast Edinborg Nýtt útlit hjá Guardiola Aflýstu æfingaferð eftir hræðilegar fréttir að heiman Nýtt undrabarn hjá Arsenal Flúraði sig til minningar um Jota Með átta mörk og sex stoðsendingar í sama leiknum Segja Jóhannes kosta tæpar tíu milljónir króna Flýr Ten Hag og semur við Sunderland Grét þegar hann var kynntur hjá nýju félagi Sjáðu Pedersen jafna metið og Kennie kremja hjörtu Víkinga Sú besta í áfalli og baðst afsökunar Brella Englendinga sem gæti hafa tryggt þeim EM-gullið Spilaði og varð Evrópumeistari fótbrotin Kóngafólkið eys lofi yfir enska liðið Rashford mátaði treyjuna í leik sem átti ekki að fara fram „Þeir refsuðu okkur í dag“ Evrópumót kvenna aldrei betur sótt en nú „Þurftum að fá aðeins ferskt blóð inn í þetta“ „Það er að kosta okkur mikið að nýta ekki færin“ Rúnar Kristinsson: Glaðir með stigið Skrifaði undir nýjan samning eftir að hafa verið svo gott sem farinn Sjá meira
Slóvenska knattspyrnufélagið Olimpija Ljubljana kallar enn eftir því að leikmenn liðsins losni úr sóttkví og fái að byrja að æfa fyrir leikinn við bikarmeistara Víkings R. sem fram fer í Slóveníu eftir átta daga. Allir leikmenn slóvenska liðsins hafa verið í sóttkví frá og með mánudeginum 10. ágúst, eftir að tveir leikmenn og sjúkraþjálfari greindust með smit. Í kjölfarið var upphafi keppnistímabilsins í Slóveníu frestað og ljóst að liðið mun ekki spila í slóvensku úrvalsdeildinni fyrr en í 2. umferð, eftir leikinn við Víking. Forráðamenn Olimpija vilja ólmir að liðið geti byrjað að æfa og hafa farið fram á það við heilbrigðisyfirvöld en án árangurs. Þeir kölluðu alla leikmenn liðsins í smitpróf í gær, á kostnað félagsins, í von um að geta sýnt fram á að þeir væru allir lausir við smit. Einn leikmaður greindist hins vegar smitaður. Í yfirlýsingu Olimpija segir að hinn smitaði leikmaður hafi aðeins verið einn dag með liðsfélögum sínum en verið í sóttkví síðan eins og aðrir (Olimpija hefur verið að fá til sín fjölda nýrra leikmanna fyrir nýja keppnistímabilið). Því telur félagið rök fyrir því að leikmenn geti hafið æfingar að nýju, að minnsta kosti einir og sér eða í minni hópum, og kallar eftir viðbrögðum frá yfirvöldum. Samkvæmt fjölmiðlafulltrúa Olimpija er ekki reiknað með öðru en að leikurinn við Víking fari fram 27. ágúst eins og áætlað var. Fari leikurinn ekki fram vegna smitvandræða slóvenska liðsins,verður Víkingum úrskurðaður 3-0 sigur samkvæmt reglum UEFA.
Evrópudeild UEFA Víkingur Reykjavík Faraldur kórónuveiru (COVID-19) Fótbolti Tengdar fréttir Mótherjar Víkings senda stjórnvöldum tóninn - Úr sóttkví skömmu fyrir leik Slóvenska knattspyrnufélagið Olimpija Ljubljana harmar það að allir leikmenn liðsins þurfi að vera í tveggja vikna sóttkví nánast alveg fram að leiknum mikilvæga við Víking R. í forkeppni Evrópudeildarinnar. 17. ágúst 2020 14:30 Andstæðingar Víkings í sóttkví Olimpija Ljubljana þarf að fara í sóttkví eftir að þrír leikmenn liðsins greindust með kórónuveiruna. Liðið á að mæta Víkingi síðar í mánuðinum. 11. ágúst 2020 21:28 FH fær heimaleik í Evrópukeppninni og Breiðablik mætir Rosenborg Búið er að draga í næstu umferðir Evrópukeppnnanna tveggja. 10. ágúst 2020 11:15 Vongóður um að fótboltalið fari í vinnusóttkví og geti spilað Unnið er að því hörðum höndum að fá botn í það hvort að landsleikir og Evrópuleikir í fótbolta geti farið fram hér á landi þrátt fyrir reglur um sóttkví. Víðir Reynisson yfirlögregluþjónn er bjartsýnn á að það gangi upp og segir málið skýrast á næstu dögum. 19. ágúst 2020 13:05 Mest lesið Gjörbreyttur Luka hefur tekið á því í ræktinni Körfubolti Arftakinn sagður koma frá Hlíðarenda Íslenski boltinn „Bara pæling sem kom frá Caulker“ Fótbolti KR lætur þjálfarateymið fjúka Íslenski boltinn Bönnuðu öllum leikmönnum liðsins að koma inn í landið Sport „Vorum búnir að vera miklu betri“ Fótbolti Uppgjörið: Stjarnan - Afturelding 4-1 | Snéru við dæminu manni fleiri Íslenski boltinn „Þurftum ekkert að vera að drífa okkur“ Fótbolti Gæti enn spilað í úrvalsdeildinni eftir að hafa fallið þrívegis Enski boltinn Musk og Schwarzenegger sendu Hafþóri Júlíusi hamingjuóskir Sport Fleiri fréttir Arftakinn sagður koma frá Hlíðarenda „Bara pæling sem kom frá Caulker“ „Vorum búnir að vera miklu betri“ „Þurftum ekkert að vera að drífa okkur“ Uppselt á Evrópuleik KA á Akureyri Gæti enn spilað í úrvalsdeildinni eftir að hafa fallið þrívegis Markasúpur í „Íslendingaslögum“ KR lætur þjálfarateymið fjúka Uppgjörið: Stjarnan - Afturelding 4-1 | Snéru við dæminu manni fleiri Tómas Bent nálgast Edinborg Nýtt útlit hjá Guardiola Aflýstu æfingaferð eftir hræðilegar fréttir að heiman Nýtt undrabarn hjá Arsenal Flúraði sig til minningar um Jota Með átta mörk og sex stoðsendingar í sama leiknum Segja Jóhannes kosta tæpar tíu milljónir króna Flýr Ten Hag og semur við Sunderland Grét þegar hann var kynntur hjá nýju félagi Sjáðu Pedersen jafna metið og Kennie kremja hjörtu Víkinga Sú besta í áfalli og baðst afsökunar Brella Englendinga sem gæti hafa tryggt þeim EM-gullið Spilaði og varð Evrópumeistari fótbrotin Kóngafólkið eys lofi yfir enska liðið Rashford mátaði treyjuna í leik sem átti ekki að fara fram „Þeir refsuðu okkur í dag“ Evrópumót kvenna aldrei betur sótt en nú „Þurftum að fá aðeins ferskt blóð inn í þetta“ „Það er að kosta okkur mikið að nýta ekki færin“ Rúnar Kristinsson: Glaðir með stigið Skrifaði undir nýjan samning eftir að hafa verið svo gott sem farinn Sjá meira
Mótherjar Víkings senda stjórnvöldum tóninn - Úr sóttkví skömmu fyrir leik Slóvenska knattspyrnufélagið Olimpija Ljubljana harmar það að allir leikmenn liðsins þurfi að vera í tveggja vikna sóttkví nánast alveg fram að leiknum mikilvæga við Víking R. í forkeppni Evrópudeildarinnar. 17. ágúst 2020 14:30
Andstæðingar Víkings í sóttkví Olimpija Ljubljana þarf að fara í sóttkví eftir að þrír leikmenn liðsins greindust með kórónuveiruna. Liðið á að mæta Víkingi síðar í mánuðinum. 11. ágúst 2020 21:28
FH fær heimaleik í Evrópukeppninni og Breiðablik mætir Rosenborg Búið er að draga í næstu umferðir Evrópukeppnnanna tveggja. 10. ágúst 2020 11:15
Vongóður um að fótboltalið fari í vinnusóttkví og geti spilað Unnið er að því hörðum höndum að fá botn í það hvort að landsleikir og Evrópuleikir í fótbolta geti farið fram hér á landi þrátt fyrir reglur um sóttkví. Víðir Reynisson yfirlögregluþjónn er bjartsýnn á að það gangi upp og segir málið skýrast á næstu dögum. 19. ágúst 2020 13:05