Þreytandi mas um þjóðareign Hanna Katrín Friðriksson skrifar 20. ágúst 2020 12:00 Mikið gladdi það mig að sjá grein Brynjars Níelssonar hér á Vísi gær; að átta mig á því að ástæða þess að þingmaðurinn rígheldur enn í stuðning sinn við gamaldags og ósanngjarnt kerfi er sú að hann heldur að ekkert annað sé í boði. Þingmaðurinn segir í grein sinni að stjórnarandstaðan ali á öfund með sífelldu masi um að þjóðin fái ekki réttláta hlutdeild af sjávarauðlindinni án þess að koma með tillögur að betra kerfi. Ég veit að tuðið í stjórnarandstöðunni getur verið óttalega þreytandi. Sérstaklega þegar boðin að ofan eru þau að stjórnarþingmenn eigi alls ekki að taka undir eða samþykkja nokkuð sem þaðan kemur. En mér er samt bæði ljúft og skylt að benda Brynjari á nokkuð sem hefur greinilega farið fram hjá honum í þingstörfunum síðustu ár. Frá því að Viðreisn flaug inn á þing haustið 2016 höfum við verið óþreytandi að tala fyrir breytingum á fyrirkomulagi gjaldtöku fyrir afnot af sjávarauðlindinni, fyrir opnara aflahlutdeildarkerfi. Nefnd sem Þorgerður Katrín Gunnarsdóttir, formaður Viðreisnar, setti á laggirnar sem sjávarútvegsráðherra til að freista þess að ná samkomulagi á þingi um þessi mál, náði þeim árangri á sínum stutta starfstíma að fulltrúar allra flokka í nefndinni nema Sjálfstæðisflokks lýstu stuðningi við það grundvallarsjónarmið að gjaldtaka skyldi miðast við tímabundin afnot af fiskveiðiauðlindinni. Það er forsenda þess að tryggja sameign þjóðarinnar og koma í veg fyrir að ævarandi eignarréttur útgerðarinnar festist í sessi. Tímabundnir samningar eru líka nauðsynlegir til að tryggja rekstrarlegt öryggi útgerðarfyrirtækja með sanngjörnum hætti og til að eyða lagalegri óvissu. Þegar þetta tímabundna auðlindaákvæði verður fest í sessi, því það mun gerast, þá tökum við næsta skref. Það felst í því að ná samstöðu um hversu stór hluti kvótans verður settur á markað hverju sinni, en eins og augljóst má vera, þá er sala á opnum markaði leiðin sem best endurspeglar arðsemi nýtingar auðlindarinnar á hverjum tíma. Núverandi gjaldtöku yrði sem sagt hætt, en í stað þess yrðu lausir samningar seldir á markaði. Þetta síðastnefnda mætir reyndar andstöðu í Sjálfstæðisflokknum líka, eins merkilegt og það nú er, að flokkur sem vill láta kenna sig við frjáls markaðsviðskipti, hafnar akkúrat þessu frelsi þegar það skiptir mestu fyrir almannahag. Það er full ástæða til að taka brýningu Brynjars alvarlega. Við þurfum greinilega að masa meira á þingi svo skilaboðin nái daufum eyrum stjórnarþingmanna. Höfundur er þingflokksformaður Viðreisnar. Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Hanna Katrín Friðriksson Sjávarútvegur Samherjaskjölin Mest lesið Allt að helmingslíkur á eyðingu byggðar á Íslandi Sigurður Loftur Thorlacius Skoðun Dæmisaga úr raunveruleikanum Sigurður F. Sigurðarson Skoðun Betri stjórnvöld, ekki meiri stjórnvöld Sigríður María Egilsdóttir Skoðun Hin marguntöluðu orkuskipti í bílaflota landsmanna Þorgeir R. Valsson Skoðun Ný Ölfusárbrú – af hverju svona brú? Guðmundur Valur Guðmundsson Skoðun Ábendingar Sameinuðu þjóðanna um hvað betur megi fara í mannréttindamálum á Íslandi Þórhallur Guðmundsson Skoðun Hvar er stjarna Framsóknarflokksins í síðustu kosningum núna? „Barnaverndarpáfinn“! Davíð Bergmann Skoðun Verstu kennarar í heimi Gígja Bjargardóttir Skoðun Hvenær ætlarðu að flytja heim? Jón Þór Kristjánsson Skoðun Hinir vondu fjármagnseigendur! Guðmundur Ragnarsson Skoðun Skoðun Skoðun Allt að helmingslíkur á eyðingu byggðar á Íslandi Sigurður Loftur Thorlacius skrifar Skoðun Dæmisaga úr raunveruleikanum Sigurður F. Sigurðarson skrifar Skoðun Hin marguntöluðu orkuskipti í bílaflota landsmanna Þorgeir R. Valsson skrifar Skoðun Betri stjórnvöld, ekki meiri stjórnvöld Sigríður María Egilsdóttir skrifar Skoðun Ábendingar Sameinuðu þjóðanna um hvað betur megi fara í mannréttindamálum á Íslandi Þórhallur Guðmundsson skrifar Skoðun Blóðmeramálið til umboðsmanns Árni Stefán Árnason skrifar Skoðun Meira fyrir minna: Bætt nýting opinberra fjármuna Álfrún Tryggvadóttir skrifar Skoðun Ný Ölfusárbrú – af hverju svona brú? Guðmundur Valur Guðmundsson skrifar Skoðun Friðhelgar fótboltabullur Hjálmtýr Heiðdal skrifar Skoðun Sex af níu flokkum á móti hvalveiðum Valgerður Árnadóttir skrifar Skoðun Allt fyrir listina Brynhildur Björnsdóttir skrifar Skoðun Tryggjum nýliðun bændastéttarinnar Þórdís Bjarnleifsdóttir skrifar Skoðun Óskalisti minn SIgurlín Margrét Sigurðardóttir skrifar Skoðun Aukin stuðningur við ferðasjóð íþróttafélaga dregur úr ójöfnuði Hannes S. Jónsson skrifar Skoðun Það er þetta með traustið Helga Sigrún Harðardóttir skrifar Skoðun Plan Samfylkingar: Svona náum við niður vöxtunum Jóhann Páll Jóhannsson skrifar Skoðun 6000 íbúðirnar sem vantar - í boði borgarinnar Áslaug Arna Sigurbjörnsdóttir skrifar Skoðun Samvinnufélög - sóknarfæri á húsnæðismarkaði? Elín H. Jónsdóttir,Guðrún Johnsen skrifar Skoðun Kæri oddviti Samfylkingarnar í Reykjavíkurkjördæmi suður Kristinn Karl Brynjarsson skrifar Skoðun Það er enginn á vakt Áslaug Ýr Hjartardóttir skrifar Skoðun Svalur, Valur og Hvalur Þorvaldur Logason skrifar Skoðun Opið bréf til samninganefnda KÍ og SÍS Guðrún Eik Skúladóttir skrifar Skoðun Ungt fólk og þörfin fyrir skjótar aðgerðir í menntun Fannar Logi Waldorff Sigurðsson skrifar Skoðun Mikilvægasta launaviðtalið Bessí Þóra Jónsdóttir skrifar Skoðun Leikskólaverkfall - slæmur draumur Jóhanna Dröfn Stefánsdóttir skrifar Skoðun Burt með baráttusöngva úr virkjunarkafla stóriðjustefnunnar Andrés Ingi Jónsson skrifar Skoðun Örugg skref Samfylkingar í geðheilbrigðismálum Alma Möller,Elín Anna Baldursdóttir,Sævar Már Gústavsson skrifar Skoðun Meiri árangur…fyrir útvalda Aðalheiður Marta Steindórsdóttir skrifar Skoðun Ertu karlmaður á miðjum aldri á breytingarskeiðinu? Gunnar Dan Wiium skrifar Skoðun Hvenær ætlarðu að flytja heim? Jón Þór Kristjánsson skrifar Sjá meira
Mikið gladdi það mig að sjá grein Brynjars Níelssonar hér á Vísi gær; að átta mig á því að ástæða þess að þingmaðurinn rígheldur enn í stuðning sinn við gamaldags og ósanngjarnt kerfi er sú að hann heldur að ekkert annað sé í boði. Þingmaðurinn segir í grein sinni að stjórnarandstaðan ali á öfund með sífelldu masi um að þjóðin fái ekki réttláta hlutdeild af sjávarauðlindinni án þess að koma með tillögur að betra kerfi. Ég veit að tuðið í stjórnarandstöðunni getur verið óttalega þreytandi. Sérstaklega þegar boðin að ofan eru þau að stjórnarþingmenn eigi alls ekki að taka undir eða samþykkja nokkuð sem þaðan kemur. En mér er samt bæði ljúft og skylt að benda Brynjari á nokkuð sem hefur greinilega farið fram hjá honum í þingstörfunum síðustu ár. Frá því að Viðreisn flaug inn á þing haustið 2016 höfum við verið óþreytandi að tala fyrir breytingum á fyrirkomulagi gjaldtöku fyrir afnot af sjávarauðlindinni, fyrir opnara aflahlutdeildarkerfi. Nefnd sem Þorgerður Katrín Gunnarsdóttir, formaður Viðreisnar, setti á laggirnar sem sjávarútvegsráðherra til að freista þess að ná samkomulagi á þingi um þessi mál, náði þeim árangri á sínum stutta starfstíma að fulltrúar allra flokka í nefndinni nema Sjálfstæðisflokks lýstu stuðningi við það grundvallarsjónarmið að gjaldtaka skyldi miðast við tímabundin afnot af fiskveiðiauðlindinni. Það er forsenda þess að tryggja sameign þjóðarinnar og koma í veg fyrir að ævarandi eignarréttur útgerðarinnar festist í sessi. Tímabundnir samningar eru líka nauðsynlegir til að tryggja rekstrarlegt öryggi útgerðarfyrirtækja með sanngjörnum hætti og til að eyða lagalegri óvissu. Þegar þetta tímabundna auðlindaákvæði verður fest í sessi, því það mun gerast, þá tökum við næsta skref. Það felst í því að ná samstöðu um hversu stór hluti kvótans verður settur á markað hverju sinni, en eins og augljóst má vera, þá er sala á opnum markaði leiðin sem best endurspeglar arðsemi nýtingar auðlindarinnar á hverjum tíma. Núverandi gjaldtöku yrði sem sagt hætt, en í stað þess yrðu lausir samningar seldir á markaði. Þetta síðastnefnda mætir reyndar andstöðu í Sjálfstæðisflokknum líka, eins merkilegt og það nú er, að flokkur sem vill láta kenna sig við frjáls markaðsviðskipti, hafnar akkúrat þessu frelsi þegar það skiptir mestu fyrir almannahag. Það er full ástæða til að taka brýningu Brynjars alvarlega. Við þurfum greinilega að masa meira á þingi svo skilaboðin nái daufum eyrum stjórnarþingmanna. Höfundur er þingflokksformaður Viðreisnar.
Ábendingar Sameinuðu þjóðanna um hvað betur megi fara í mannréttindamálum á Íslandi Þórhallur Guðmundsson Skoðun
Hvar er stjarna Framsóknarflokksins í síðustu kosningum núna? „Barnaverndarpáfinn“! Davíð Bergmann Skoðun
Skoðun Ábendingar Sameinuðu þjóðanna um hvað betur megi fara í mannréttindamálum á Íslandi Þórhallur Guðmundsson skrifar
Skoðun Kæri oddviti Samfylkingarnar í Reykjavíkurkjördæmi suður Kristinn Karl Brynjarsson skrifar
Skoðun Örugg skref Samfylkingar í geðheilbrigðismálum Alma Möller,Elín Anna Baldursdóttir,Sævar Már Gústavsson skrifar
Ábendingar Sameinuðu þjóðanna um hvað betur megi fara í mannréttindamálum á Íslandi Þórhallur Guðmundsson Skoðun
Hvar er stjarna Framsóknarflokksins í síðustu kosningum núna? „Barnaverndarpáfinn“! Davíð Bergmann Skoðun