„Athyglin fór á ranga staði og það var svona miklu meira um mig sem persónu heldur en mig sem söngkonu,“ segir Íris Kristinsdóttir, kennd við Buttercup, í þættinum.
„Þetta var svolítið erfitt þegar ég var ekki og einhver önnur söngkona var syngja lag og þeir voru að frumflytja það,“ segir Íris um tilfinninguna að vera í salnum á Hlustendaverðlaunum FM957 árið 2001.
Einnig var fjallað um þættina Viltu vinna milljón sem voru í umsjón Þorsteins Joð á sínum tíma, og fleiri hljómsveitir sem voru vinsælar á sínum tíma. Og svo var fyrsti boxbardagi sögunnar í Laugardalshöllinni rifjaður upp sem var í beinni útsendingu.