Thelma Dís Ágústsdóttir var í eldlínunni með Ball State í bandaríska háskólakörfuboltanum í kvöld þegar liðið mætti Western Michigan.
Úr varð hörkuleikur og eftir venjulegan leiktíma var staðan jöfn. Þurfti því að framlengja leikinn og fór að lokum svo að Thelma Dís og stöllur hennar unnu með minnsta mun, 64-63.
Thelma Dís gerði 13 stig og tók 6 fráköst í leiknum.
Á sama tíma lék Dagný Lísa Davíðsdóttir 10 mínútur með liðið Niagara sem steinlág fyrir Fairfield, 49-71, en Dagný Lísa komst ekki á blað í leiknum.
Thelma Dís og stöllur hennar unnu í framlengingu
