Maður dæmdur fyrir að hafa hótað starfsmönnum dýralæknamiðstöðvar Hallgerður Kolbrún E. Jónsdóttir skrifar 7. mars 2020 10:47 Maðurinn var sakfelldur fyrir hótunarbrot gegn starfsmönnum dýralæknamiðstöðvar, tollalagabrot og brot gegn lyfsölu- og lyfjalögu í landsrétti í gær. vísir/egill Maður var sakfelldur fyrir landsrétti í gær fyrir hótunarbrot gegn starfsmönnum dýralæknamiðstöðvar, tollalagabrot og brot gegn lyfsölu- og lyfjalögum. Þá var hann einnig ákærður fyrir brot gegn tolla- og vopnalögum með því að hafa flutt hingað til lands skammbyssu, riffil, magasín ætlað riffli og fleiri skotfæri. Hann var þó ekki sakfelldur fyrir það þar sem héraðsdómur komst að því að um eftirlíkingar hafi verið að ræða. Maðurinn er ákærður fyrir þrjá ákæruliði, fyrst að hafa hótað starfsmönnum dýralæknamiðstöðvar í mars 2016 þegar hann skrifaði og birti eftirfarandi ummæli á Facebook-síðu sinni: „það bendir allt til þess að […] hafi sýnt vanrækslu í starfi þegar gloria min for i allsherjar skoðun þar fyrir þremur vikum og ef svo sem eg mun komast i fyrramálið munuð þið ekki sja mig a faceinu næstu daga,eg ætla að stúta þessum læknabeljum krepptum hnúum og þungum höggum og senda 5 sprautusjuklinga til að kveikja i þessari dýranýðsholu til að bjarga hinum dýrunum,EG ER SVO BRJALAÐUR NÚNA AÐ SÉ JAIL TIME FRAMUNDAN,DREP ÞETTA HELVÍTIS PAKK OG ÞAÐ Í FYRRAMÁLIГ Þá skrifaði hann ýmis önnur ummæli sem fólu í sér hótanir og má lesa þau hér. Þá er hann sakaður um að hafa brotið gegn tolla-, lyfsölu- og lyfjalögum með því að hafa í mars 2017. Hann flutti inn, og reyndi að komast hjá því að greina tollyfirvöldum frá, sjö ampúlum af lyfseðilsskylda lifinu HCG-M 500 sem er anabólískur steri og hann hafði ekki innflutningsleyfi fyrir. Hann var einnig sakaður um að hafa brotið tolla- og vopnalög með því að hafa flutt til landsins í ágúst 2015 skammbyssu, riffil, magasín fyrir riffil, tvo brúsa af piparúða og sjö pakka af skotfærum. Hann var aðeins sakfelldur fyrir að hafa flutt piparúðann til landsins en hin vopnin voru dæmdar eftirlíkingar. Sakaferill mannsins hefur ekki áhrif á refsingu í málinu en hann gekkst undir tvær lögreglustjórasáttir árið 2012 fyrir sérrefsilagabrot. Þá var hann dæmdur fyrir hegningarlagabrot árið 2011. Fyrir nýjustu brotin er hann dæmdur í 60 daga fangelsi en fullnustu refsingar var frestað og hún fellur niður að liðnum tveimur árum frá uppkvaðningu dómsins. Dómsmál Mest lesið Vél Trump snúið við en ræðan enn á dagskrá Erlent Vinnuslys þar sem maður „missti höndina inn í vals“ Innlent Óvæntur blaðamannafundur: Las „afrekabókina“ og sýndi myndir af glæpamönnum Erlent Baráttan um Framsókn muni snúast um sögulega stöðu Innlent Neituðu að greiða starfsfólki á leið í eigin rekstur uppsagnarfrest Innlent „Kanntu ekki mannasiði mannfjandi?“ Innlent Einn látinn eftir annað lestarslys á Spáni Erlent Kvaðst hafa drepið fjölskylduna og ætlað að stinga sig í hjartað Innlent Sverrir Bergmann hættir í bæjarstjórn Innlent Ráðherra segir ríkisvaldið gefa í með framkvæmdir Innlent Fleiri fréttir Vinnuslys þar sem maður „missti höndina inn í vals“ Baráttan um Framsókn muni snúast um sögulega stöðu Ráðherra segir ríkisvaldið gefa í með framkvæmdir Sverrir Bergmann hættir í bæjarstjórn Norðfirðingar gleðjast að sjá loðnuna birtast Annasamasti dagur á bráðamóttöku í lækna minnum Neituðu að greiða starfsfólki á leið í eigin rekstur uppsagnarfrest Gríðarleg fjölgun hótana og dæmi um að setið sé fyrir lögreglumönnum Kvaðst hafa drepið fjölskylduna og ætlað að stinga sig í hjartað Ofbeldi gegn lögreglumönnum magnast og baráttan hafin um Framsókn Nemi í jarðfræði hlaut Nýsköpunarverðlaunin „Kanntu ekki mannasiði mannfjandi?“ Brynjar skýtur föstum skotum á Flokk fólksins „Fyrsta ár ríkisstjórnarinnar hefur mistekist“ Magnús Eiríksson borinn til grafar Heitt í hamsi vegna Grænlands Hafi nauðgað sex ára stúlku og eiginkonu sinni og birt af því myndir Dýr framtíðarlausn að færa þjóðveginn vegna grjóthruns Borgarstjórn biður vöggustofubörnin afsökunar Eldgos á næstu vikum enn líklegasta niðurstaðan Sjö tilkynningar um heimilisofbeldi að jafnaði á dag „Ekki gott að fólk sé endalaust að sulla svona í víni“ Styrkleiki að formaður Framsóknar eigi sæti á þingi Þrjátíu á slysadeild vegna hálku og sjúkrabílar á leiðinni með fleiri Mannréttindaráðið ræðir Íran að frumkvæði Íslands Fimm starfslokasamningar kostað Hafró 35 milljónir Ögranir Trumps halda áfram og tugir leituðu á bráðamóttöku í hálkunni Á þriðja tug á bráðamóttöku vegna hálkuslysa Ingibjörg býður sig fram í formanninn Þrír fullir Íslendingar lausir úr haldi Sjá meira
Maður var sakfelldur fyrir landsrétti í gær fyrir hótunarbrot gegn starfsmönnum dýralæknamiðstöðvar, tollalagabrot og brot gegn lyfsölu- og lyfjalögum. Þá var hann einnig ákærður fyrir brot gegn tolla- og vopnalögum með því að hafa flutt hingað til lands skammbyssu, riffil, magasín ætlað riffli og fleiri skotfæri. Hann var þó ekki sakfelldur fyrir það þar sem héraðsdómur komst að því að um eftirlíkingar hafi verið að ræða. Maðurinn er ákærður fyrir þrjá ákæruliði, fyrst að hafa hótað starfsmönnum dýralæknamiðstöðvar í mars 2016 þegar hann skrifaði og birti eftirfarandi ummæli á Facebook-síðu sinni: „það bendir allt til þess að […] hafi sýnt vanrækslu í starfi þegar gloria min for i allsherjar skoðun þar fyrir þremur vikum og ef svo sem eg mun komast i fyrramálið munuð þið ekki sja mig a faceinu næstu daga,eg ætla að stúta þessum læknabeljum krepptum hnúum og þungum höggum og senda 5 sprautusjuklinga til að kveikja i þessari dýranýðsholu til að bjarga hinum dýrunum,EG ER SVO BRJALAÐUR NÚNA AÐ SÉ JAIL TIME FRAMUNDAN,DREP ÞETTA HELVÍTIS PAKK OG ÞAÐ Í FYRRAMÁLIГ Þá skrifaði hann ýmis önnur ummæli sem fólu í sér hótanir og má lesa þau hér. Þá er hann sakaður um að hafa brotið gegn tolla-, lyfsölu- og lyfjalögum með því að hafa í mars 2017. Hann flutti inn, og reyndi að komast hjá því að greina tollyfirvöldum frá, sjö ampúlum af lyfseðilsskylda lifinu HCG-M 500 sem er anabólískur steri og hann hafði ekki innflutningsleyfi fyrir. Hann var einnig sakaður um að hafa brotið tolla- og vopnalög með því að hafa flutt til landsins í ágúst 2015 skammbyssu, riffil, magasín fyrir riffil, tvo brúsa af piparúða og sjö pakka af skotfærum. Hann var aðeins sakfelldur fyrir að hafa flutt piparúðann til landsins en hin vopnin voru dæmdar eftirlíkingar. Sakaferill mannsins hefur ekki áhrif á refsingu í málinu en hann gekkst undir tvær lögreglustjórasáttir árið 2012 fyrir sérrefsilagabrot. Þá var hann dæmdur fyrir hegningarlagabrot árið 2011. Fyrir nýjustu brotin er hann dæmdur í 60 daga fangelsi en fullnustu refsingar var frestað og hún fellur niður að liðnum tveimur árum frá uppkvaðningu dómsins.
Dómsmál Mest lesið Vél Trump snúið við en ræðan enn á dagskrá Erlent Vinnuslys þar sem maður „missti höndina inn í vals“ Innlent Óvæntur blaðamannafundur: Las „afrekabókina“ og sýndi myndir af glæpamönnum Erlent Baráttan um Framsókn muni snúast um sögulega stöðu Innlent Neituðu að greiða starfsfólki á leið í eigin rekstur uppsagnarfrest Innlent „Kanntu ekki mannasiði mannfjandi?“ Innlent Einn látinn eftir annað lestarslys á Spáni Erlent Kvaðst hafa drepið fjölskylduna og ætlað að stinga sig í hjartað Innlent Sverrir Bergmann hættir í bæjarstjórn Innlent Ráðherra segir ríkisvaldið gefa í með framkvæmdir Innlent Fleiri fréttir Vinnuslys þar sem maður „missti höndina inn í vals“ Baráttan um Framsókn muni snúast um sögulega stöðu Ráðherra segir ríkisvaldið gefa í með framkvæmdir Sverrir Bergmann hættir í bæjarstjórn Norðfirðingar gleðjast að sjá loðnuna birtast Annasamasti dagur á bráðamóttöku í lækna minnum Neituðu að greiða starfsfólki á leið í eigin rekstur uppsagnarfrest Gríðarleg fjölgun hótana og dæmi um að setið sé fyrir lögreglumönnum Kvaðst hafa drepið fjölskylduna og ætlað að stinga sig í hjartað Ofbeldi gegn lögreglumönnum magnast og baráttan hafin um Framsókn Nemi í jarðfræði hlaut Nýsköpunarverðlaunin „Kanntu ekki mannasiði mannfjandi?“ Brynjar skýtur föstum skotum á Flokk fólksins „Fyrsta ár ríkisstjórnarinnar hefur mistekist“ Magnús Eiríksson borinn til grafar Heitt í hamsi vegna Grænlands Hafi nauðgað sex ára stúlku og eiginkonu sinni og birt af því myndir Dýr framtíðarlausn að færa þjóðveginn vegna grjóthruns Borgarstjórn biður vöggustofubörnin afsökunar Eldgos á næstu vikum enn líklegasta niðurstaðan Sjö tilkynningar um heimilisofbeldi að jafnaði á dag „Ekki gott að fólk sé endalaust að sulla svona í víni“ Styrkleiki að formaður Framsóknar eigi sæti á þingi Þrjátíu á slysadeild vegna hálku og sjúkrabílar á leiðinni með fleiri Mannréttindaráðið ræðir Íran að frumkvæði Íslands Fimm starfslokasamningar kostað Hafró 35 milljónir Ögranir Trumps halda áfram og tugir leituðu á bráðamóttöku í hálkunni Á þriðja tug á bráðamóttöku vegna hálkuslysa Ingibjörg býður sig fram í formanninn Þrír fullir Íslendingar lausir úr haldi Sjá meira