Kjartan Atli Kjartansson fór yfir 24. umferð Dominos-deildar kvenna í körfubolta með þeim Pálínu Maríu Gunnlaugsdóttur og Teiti Örlygssyni í Körfuboltakvöldi í kvöld. Þáttinn í heild má sjá hér á Vísi.
Valskonur tryggðu sér deildarmeistaratitilinn í umferðinni með öruggum sigri á KR sem saknaði Hildar Bjargar Kjartansdóttur sárt. Kiana Johnson, fyrrverandi leikmaður KR, var að vanda besti leikmaður Vals í leiknum.
„Það var mjög klókt hjá Valskonum að ná í hana. Ef hún hefði ekki komið þá hefði þetta verið talsvert þyngri vetur hjá þeim,“ sagði Kjartan Atli.
„Hún fittar rosalega vel inn í Valsliðið. Þetta er erlendur leikmaður sem tekur ekki neitt af neinum. Þegar hún spilar vel þá eru aðrar líka að spila vel. Þær ná ótrúlega vel saman,“ sagði Pálína.
Þáttinn má sjá hér að neðan.
