Heilsársvegur yfir Öxi efstur á óskalistanum Kristján Már Unnarsson skrifar 6. mars 2020 17:12 Signý Óskarsdóttir, skólastjóri Djúpavogsskóla. Með sameiningu fjögurra sveitarfélaga á Austurlandi sér hún fram á nánara samstarf í skólamálum, sem kallar á betri samgöngur milli byggðanna. Stöð 2/Egill Aðalsteinsson. „Ég mundi vilja sjá betri veg yfir Öxi, heilsárveg þar. Það mundi hjálpa okkur mjög mikið og gleðja.“ Þannig svarar Signý Óskardóttir, skólastjóri Djúpavogsskóla, spurningu í þættinum Um land allt á Stöð 2 um hvað helst þurfi að bæta til að styrkja samfélagið á Djúpavogi. Þetta er einnig það sem kaupakonan í Bakkabúð, Elísabet Guðmundsdóttir, nefnir en hún á dóttur í heimavist í Menntaskólanum á Egilsstöðum. Öxi eða Axarvegur nefnist fjallvegurinn milli Skriðdals og Berufjarðar en um hann liggur stysta leiðin milli Fljótsdalshéraðs og Djúpavogs. Það tekur um klukkustund fyrir Djúpavogsbúa að komast til Egilsstaða með því að fara Öxi en ef þessi 532 metra hái fjallvegur er lokaður, og aka þarf firðina eða um Breiðdalsheiði, lengist ferðatíminn um fjörutíu til fimmtíu mínútur. Frá veginum yfir Öxi.Stöð 2/Egill Aðalsteinsson. Betri Axarvegur er ein helsta forsenda sameiningar Djúpavogshrepps við Fljótsdalshérað, Seyðisfjörð og Borgarfjörð eystri, sem samþykkt var í haust, en samkvæmt henni hættir Djúpivogur að vera til sem sjálfstætt sveitarfélag á þessu ári. Samkvæmt samgönguáætlun, sem nú liggur fyrir Alþingi, er áætlað að 2.800 milljónir króna kosti að byggja upp veginn Um Öxi. Þar er mörkuð sú stefna að verkið verði fjármagnað í samstarfi við einkaaðila og miðað við að ríkið greiði 50 prósent en nánari útfærsla á því liggur ekki fyrir. Samgönguáætlun gerir ráð fyrir að 1.400 milljóna framlag ríkisins komi á árunum 2021 til 2023. Þátturinn frá Djúpavogi verður endursýndur á Stöð 2 á laugardag, kl. 15.55. Hér má sjá kafla úr þættinum: Borgarfjörður eystri Djúpivogur Fjarðabyggð Fljótsdalshérað Hornafjörður Samgöngur Seyðisfjörður Skóla - og menntamál Um land allt Umferðaröryggi Tengdar fréttir Stefna á kosningar til sveitarstjórnar 18. apríl Sérstakar heimastjórnir fá völd til að taka ákvarðanir í afmörkuðum málum í nýju sameinuðu sveitarfélagi á Austurlandi. 26. nóvember 2019 20:15 Fiskvinnslan sem átti að loka er núna sextíu manna vinnustaður Tugir manna á Djúpavogi stóðu frammi fyrir atvinnumissi og brottflutningi þegar þáverandi eigandi Búlandstinds, stærsta atvinnufyrirtækisins, tilkynnti að fiskvinnslu yrði hætt og fimmtíu störf flutt til Grindavíkur. 27. febrúar 2020 11:45 Bændur halda lífi í sveitunum með því að taka fjósin undir ferðamenn Búháttabreytingin á Bragðavöllum í Hamarsfirði er lýsandi fyrir þróunina í sveitum á sunnanverðum Austfjörðum. Þar býðst ferðamönnum gisting í smáhýsum og gamla fjósið og hlaðan eru orðið að veitingastað. 1. mars 2020 12:45 Mest lesið Skýr mynd komin á dularfullt andlát á Skjólbraut Innlent Brugðið vegna ummæla lögreglumanns um Frú Ragnheiði Innlent Borgin firrti sig allri ábyrgð á skemmunni Innlent Fellur frá máli sínu á hendur Hödd Innlent Gerður höfundur að fræðigrein sem hann skrifaði ekki Innlent Ákærður fyrir gróf kynferðisbrot gegn sex ára stúlku Innlent Búa sig undir áhlaup um borð í skuggaskip Erlent Höfðu fengið ábendingu um fjölda íbúa í Brúnastekk Innlent Farið yfir skandalinn í Minnesota: Vopnvæðir fjársvik til að refsa „bláum ríkjum“ Erlent Lögðu hald á tíu tonn af kókaíni nærri Kanaríeyjum Erlent Fleiri fréttir Mál látins manns komið til ákærusviðs Fellur frá máli sínu á hendur Hödd Fjárlögin komi í veg fyrir fjölgun nemenda Upplýsingakerfi liggur niðri og ekki hægt að hafa eftirlit Veittu ökumanni eftirför sem endaði á ljósastaur Neitar að hafa sigað lögmönnum borgarinnar á Pétur Ákærður fyrir gróf kynferðisbrot gegn sex ára stúlku Brugðið vegna ummæla lögreglumanns um Frú Ragnheiði Höfðu fengið ábendingu um fjölda íbúa í Brúnastekk Gæsluvarðhald Grikkjans framlengt Bein útsending: Málþing um aðlögun að loftslagsbreytingum „Vorum bara með húsið í því ástandi sem það var“ Skýr mynd komin á dularfullt andlát á Skjólbraut Umdeild mál á dagskrá og þeim fjölgar Dómur MDE staðfesti að réttarkerfið standi ekki með brotaþolum Engin fleiri mislingatilfelli greinst Borgin firrti sig allri ábyrgð á skemmunni Forsætisnefnd tekur við kvörtunum um ríkisendurskoðanda Ríkið brotlegt í einu máli en sýknað í öðru Gerður höfundur að fræðigrein sem hann skrifaði ekki Bein útsending: Fundur um fyrirhugaða atvinnustefnu Bóndinn í „miklu andlegu ójafnvægi“ þegar hann vanrækti nautgripi sína Vöktuðu rústirnar fram á nótt og fylgjast áfram með Líkamsárás og vinnuslys Boða til blaðamannafundar vegna stöðu barna Skammdegið víkur með hækkandi sól Rafmagnið í skemmunni þótti „slysagildra“ Hafnarfjarðarmálið: Spurning hvort ekki hafi verið litið til frásagnar foreldra Þetta skýrir mögnuðu norðurljósin „Það er bara ömurlegt að horfa upp á þetta“ Sjá meira
„Ég mundi vilja sjá betri veg yfir Öxi, heilsárveg þar. Það mundi hjálpa okkur mjög mikið og gleðja.“ Þannig svarar Signý Óskardóttir, skólastjóri Djúpavogsskóla, spurningu í þættinum Um land allt á Stöð 2 um hvað helst þurfi að bæta til að styrkja samfélagið á Djúpavogi. Þetta er einnig það sem kaupakonan í Bakkabúð, Elísabet Guðmundsdóttir, nefnir en hún á dóttur í heimavist í Menntaskólanum á Egilsstöðum. Öxi eða Axarvegur nefnist fjallvegurinn milli Skriðdals og Berufjarðar en um hann liggur stysta leiðin milli Fljótsdalshéraðs og Djúpavogs. Það tekur um klukkustund fyrir Djúpavogsbúa að komast til Egilsstaða með því að fara Öxi en ef þessi 532 metra hái fjallvegur er lokaður, og aka þarf firðina eða um Breiðdalsheiði, lengist ferðatíminn um fjörutíu til fimmtíu mínútur. Frá veginum yfir Öxi.Stöð 2/Egill Aðalsteinsson. Betri Axarvegur er ein helsta forsenda sameiningar Djúpavogshrepps við Fljótsdalshérað, Seyðisfjörð og Borgarfjörð eystri, sem samþykkt var í haust, en samkvæmt henni hættir Djúpivogur að vera til sem sjálfstætt sveitarfélag á þessu ári. Samkvæmt samgönguáætlun, sem nú liggur fyrir Alþingi, er áætlað að 2.800 milljónir króna kosti að byggja upp veginn Um Öxi. Þar er mörkuð sú stefna að verkið verði fjármagnað í samstarfi við einkaaðila og miðað við að ríkið greiði 50 prósent en nánari útfærsla á því liggur ekki fyrir. Samgönguáætlun gerir ráð fyrir að 1.400 milljóna framlag ríkisins komi á árunum 2021 til 2023. Þátturinn frá Djúpavogi verður endursýndur á Stöð 2 á laugardag, kl. 15.55. Hér má sjá kafla úr þættinum:
Borgarfjörður eystri Djúpivogur Fjarðabyggð Fljótsdalshérað Hornafjörður Samgöngur Seyðisfjörður Skóla - og menntamál Um land allt Umferðaröryggi Tengdar fréttir Stefna á kosningar til sveitarstjórnar 18. apríl Sérstakar heimastjórnir fá völd til að taka ákvarðanir í afmörkuðum málum í nýju sameinuðu sveitarfélagi á Austurlandi. 26. nóvember 2019 20:15 Fiskvinnslan sem átti að loka er núna sextíu manna vinnustaður Tugir manna á Djúpavogi stóðu frammi fyrir atvinnumissi og brottflutningi þegar þáverandi eigandi Búlandstinds, stærsta atvinnufyrirtækisins, tilkynnti að fiskvinnslu yrði hætt og fimmtíu störf flutt til Grindavíkur. 27. febrúar 2020 11:45 Bændur halda lífi í sveitunum með því að taka fjósin undir ferðamenn Búháttabreytingin á Bragðavöllum í Hamarsfirði er lýsandi fyrir þróunina í sveitum á sunnanverðum Austfjörðum. Þar býðst ferðamönnum gisting í smáhýsum og gamla fjósið og hlaðan eru orðið að veitingastað. 1. mars 2020 12:45 Mest lesið Skýr mynd komin á dularfullt andlát á Skjólbraut Innlent Brugðið vegna ummæla lögreglumanns um Frú Ragnheiði Innlent Borgin firrti sig allri ábyrgð á skemmunni Innlent Fellur frá máli sínu á hendur Hödd Innlent Gerður höfundur að fræðigrein sem hann skrifaði ekki Innlent Ákærður fyrir gróf kynferðisbrot gegn sex ára stúlku Innlent Búa sig undir áhlaup um borð í skuggaskip Erlent Höfðu fengið ábendingu um fjölda íbúa í Brúnastekk Innlent Farið yfir skandalinn í Minnesota: Vopnvæðir fjársvik til að refsa „bláum ríkjum“ Erlent Lögðu hald á tíu tonn af kókaíni nærri Kanaríeyjum Erlent Fleiri fréttir Mál látins manns komið til ákærusviðs Fellur frá máli sínu á hendur Hödd Fjárlögin komi í veg fyrir fjölgun nemenda Upplýsingakerfi liggur niðri og ekki hægt að hafa eftirlit Veittu ökumanni eftirför sem endaði á ljósastaur Neitar að hafa sigað lögmönnum borgarinnar á Pétur Ákærður fyrir gróf kynferðisbrot gegn sex ára stúlku Brugðið vegna ummæla lögreglumanns um Frú Ragnheiði Höfðu fengið ábendingu um fjölda íbúa í Brúnastekk Gæsluvarðhald Grikkjans framlengt Bein útsending: Málþing um aðlögun að loftslagsbreytingum „Vorum bara með húsið í því ástandi sem það var“ Skýr mynd komin á dularfullt andlát á Skjólbraut Umdeild mál á dagskrá og þeim fjölgar Dómur MDE staðfesti að réttarkerfið standi ekki með brotaþolum Engin fleiri mislingatilfelli greinst Borgin firrti sig allri ábyrgð á skemmunni Forsætisnefnd tekur við kvörtunum um ríkisendurskoðanda Ríkið brotlegt í einu máli en sýknað í öðru Gerður höfundur að fræðigrein sem hann skrifaði ekki Bein útsending: Fundur um fyrirhugaða atvinnustefnu Bóndinn í „miklu andlegu ójafnvægi“ þegar hann vanrækti nautgripi sína Vöktuðu rústirnar fram á nótt og fylgjast áfram með Líkamsárás og vinnuslys Boða til blaðamannafundar vegna stöðu barna Skammdegið víkur með hækkandi sól Rafmagnið í skemmunni þótti „slysagildra“ Hafnarfjarðarmálið: Spurning hvort ekki hafi verið litið til frásagnar foreldra Þetta skýrir mögnuðu norðurljósin „Það er bara ömurlegt að horfa upp á þetta“ Sjá meira
Stefna á kosningar til sveitarstjórnar 18. apríl Sérstakar heimastjórnir fá völd til að taka ákvarðanir í afmörkuðum málum í nýju sameinuðu sveitarfélagi á Austurlandi. 26. nóvember 2019 20:15
Fiskvinnslan sem átti að loka er núna sextíu manna vinnustaður Tugir manna á Djúpavogi stóðu frammi fyrir atvinnumissi og brottflutningi þegar þáverandi eigandi Búlandstinds, stærsta atvinnufyrirtækisins, tilkynnti að fiskvinnslu yrði hætt og fimmtíu störf flutt til Grindavíkur. 27. febrúar 2020 11:45
Bændur halda lífi í sveitunum með því að taka fjósin undir ferðamenn Búháttabreytingin á Bragðavöllum í Hamarsfirði er lýsandi fyrir þróunina í sveitum á sunnanverðum Austfjörðum. Þar býðst ferðamönnum gisting í smáhýsum og gamla fjósið og hlaðan eru orðið að veitingastað. 1. mars 2020 12:45