Giannis hrósar LeBron í hástert og segir hann veita sér innblástur Ísak Hallmundarson skrifar 6. mars 2020 17:00 Giannis og LeBron í stjörnuleiknum vísir/getty Los Angels Lakers fær Milwaukee Bucks í heimsókn í NBA-deildinni í nótt. Þetta er sannkallaður stórleikur þar sem Lakers eru efstir í Vesturdeildinni og Bucks eru langefstir í Austurdeildinni. Stærstu stjörnur þessara liða eru LeBron James hjá Lakers og Giannis Antetokounmpo hjá Bucks. Þessir tveir hafa einmitt verið fyrirliðar sinna liða í stjörnuleiknum síðustu tvö ár og er oft stillt upp gegn hvorum öðrum. Giannis segir að körfuboltageta og frammistaða hins 35 ára gamla LeBrons James veiti sér innblástur. ,,Þetta er ótrúlegt. Hann er 35 ára og spilar á hæsta stigi,“ sagði sá gríski. ,,Oft á tíðum hugsar maður með sér að maður verði hættur í körfubolta 35 ára, en að sjá 35 ára gamlan leikmann sem er enn þá einn af þremur bestu leikmönnum í heimi, það fær mann til að vilja gera það sama. Ég verð því að halda áfram að hugsa vel um líkamann, borða rétt og lifa heilbrigðum lífsstíl. Hann (LeBron) hefur sett fordæmið og vonandi getur maður fetað í hans spor.“ Antetokounmpo, sem er 25 ára, hefur átt magnað tímabil með Milwaukee í vetur og er liðið með langbesta árangurinn í allri NBA-deildinni. Hann var valinn verðmætasti leikmaður deildarinnar í fyrra og stefnir hraðbyr í átt að því að verja þann titil. Góðar líkur eru á því að þessi tvö lið, Lakers og Bucks, mætist í úrslitum NBA-deildarinnar. ,,Við þurfum bara að mæta þangað og spila góðan körfubolta. Við vitum að Lakers munu mæta grimmir til leiks. Við unnum þá síðast þannig þeir munu reyna að hefna sín í þessum leik,“ sagði Giannis um leikinn gegn LA Lakers, sem verður kl. 02:30 á íslenskum tíma í nótt. NBA Mest lesið Paquetá kallar eftir stuðningi frá enska knattspyrnusambandinu Fótbolti Leiktímarnir í milliriðlinum klárir Handbolti Sjáðu allar bestu vörslur umferðarinnar Fótbolti Stefán Teitur og félagar eiga raunhæfa möguleika á að komast áfram Fótbolti „Tapaðir boltar kostuðu okkur leikinn“ Körfubolti Kolbeinn enn ósigraður eftir að hafa rotað Martinez Sport Hvað verður um Antonio Brown? Sport Ýmir Örn: Markmiðið að komast í Ólympíuumspilið Handbolti Brasilíumenn byrja vel undir stjórn Menezes - myndband Fótbolti Jones ber mikla virðingu fyrir Calzaghe Sport Fleiri fréttir „Tapaðir boltar kostuðu okkur leikinn“ Ítalir hleyptu D-riðlinum upp í loft Uppgjörið: Ísland - Bretland 84-90 | Þungt tap í Höllinni „Verðum að mæta tilbúnir“ Smellti kossi á mömmu sína sem birtist óvænt fyrir leik Doncic skoraði 35 stig gegn Dallas „Eini hópurinn sem hjálpaði mér að vera ég sjálfur“ Uppgjörið: Grindavík-Keflavík 95-103 | Keflavíkurkonur sýndu styrk sinn í Grindavík Stólarnir með annan sigurinn í röð Sjáðu kraftaverkið í riðli Íslands „Við sýndum mikinn töffaraskap í lokin“ Litáar unnu Breta á flautukörfu Stórkostlegur sigur strákanna á Ítalíu Reyna að leika eftir frækinn sigur: „Gefur okkur trú á verkefninu“ „Er þetta ekki eins og Gummi Ben að lýsa fótboltanum?“ Uppgjörið: Njarðvík - Haukar 80-102| Íslandsmeistararnir pökkuðu efsta sætinu KR-konur voru næstum því búnar að kasta frá sér sigrinum Valskonur á mikilli siglingu Emil þurfi að líta inn á við og vinna aftur trú leikmanna „Fær að vera aðalgellan í liðinu“ Settu vafasamt met fyrir tveimur árum en eru núna heitasta liðið í NBA Álftnesingar fá reynslumikinn landsliðsmann frá Georgíu Stjarnan versta skotliðið: „Komið inn í hausinn á einhverjum“ Kristinn brotinn og missir af landsleikjunum Nýliði mættur með landsliðinu til Ítalíu Doncic áfram óstöðvandi og setti met Uppgjörið: Haukar - Stjarnan 82-93 | Annað tap meistaranna í röð Keflavík keyrði yfir KR í seinni hálfleik Martin stigahæstur í sigri NBA-stjarna lömuð síðan í torfæruhjólaslysi lést aðeins 54 ára Sjá meira
Los Angels Lakers fær Milwaukee Bucks í heimsókn í NBA-deildinni í nótt. Þetta er sannkallaður stórleikur þar sem Lakers eru efstir í Vesturdeildinni og Bucks eru langefstir í Austurdeildinni. Stærstu stjörnur þessara liða eru LeBron James hjá Lakers og Giannis Antetokounmpo hjá Bucks. Þessir tveir hafa einmitt verið fyrirliðar sinna liða í stjörnuleiknum síðustu tvö ár og er oft stillt upp gegn hvorum öðrum. Giannis segir að körfuboltageta og frammistaða hins 35 ára gamla LeBrons James veiti sér innblástur. ,,Þetta er ótrúlegt. Hann er 35 ára og spilar á hæsta stigi,“ sagði sá gríski. ,,Oft á tíðum hugsar maður með sér að maður verði hættur í körfubolta 35 ára, en að sjá 35 ára gamlan leikmann sem er enn þá einn af þremur bestu leikmönnum í heimi, það fær mann til að vilja gera það sama. Ég verð því að halda áfram að hugsa vel um líkamann, borða rétt og lifa heilbrigðum lífsstíl. Hann (LeBron) hefur sett fordæmið og vonandi getur maður fetað í hans spor.“ Antetokounmpo, sem er 25 ára, hefur átt magnað tímabil með Milwaukee í vetur og er liðið með langbesta árangurinn í allri NBA-deildinni. Hann var valinn verðmætasti leikmaður deildarinnar í fyrra og stefnir hraðbyr í átt að því að verja þann titil. Góðar líkur eru á því að þessi tvö lið, Lakers og Bucks, mætist í úrslitum NBA-deildarinnar. ,,Við þurfum bara að mæta þangað og spila góðan körfubolta. Við vitum að Lakers munu mæta grimmir til leiks. Við unnum þá síðast þannig þeir munu reyna að hefna sín í þessum leik,“ sagði Giannis um leikinn gegn LA Lakers, sem verður kl. 02:30 á íslenskum tíma í nótt.
NBA Mest lesið Paquetá kallar eftir stuðningi frá enska knattspyrnusambandinu Fótbolti Leiktímarnir í milliriðlinum klárir Handbolti Sjáðu allar bestu vörslur umferðarinnar Fótbolti Stefán Teitur og félagar eiga raunhæfa möguleika á að komast áfram Fótbolti „Tapaðir boltar kostuðu okkur leikinn“ Körfubolti Kolbeinn enn ósigraður eftir að hafa rotað Martinez Sport Hvað verður um Antonio Brown? Sport Ýmir Örn: Markmiðið að komast í Ólympíuumspilið Handbolti Brasilíumenn byrja vel undir stjórn Menezes - myndband Fótbolti Jones ber mikla virðingu fyrir Calzaghe Sport Fleiri fréttir „Tapaðir boltar kostuðu okkur leikinn“ Ítalir hleyptu D-riðlinum upp í loft Uppgjörið: Ísland - Bretland 84-90 | Þungt tap í Höllinni „Verðum að mæta tilbúnir“ Smellti kossi á mömmu sína sem birtist óvænt fyrir leik Doncic skoraði 35 stig gegn Dallas „Eini hópurinn sem hjálpaði mér að vera ég sjálfur“ Uppgjörið: Grindavík-Keflavík 95-103 | Keflavíkurkonur sýndu styrk sinn í Grindavík Stólarnir með annan sigurinn í röð Sjáðu kraftaverkið í riðli Íslands „Við sýndum mikinn töffaraskap í lokin“ Litáar unnu Breta á flautukörfu Stórkostlegur sigur strákanna á Ítalíu Reyna að leika eftir frækinn sigur: „Gefur okkur trú á verkefninu“ „Er þetta ekki eins og Gummi Ben að lýsa fótboltanum?“ Uppgjörið: Njarðvík - Haukar 80-102| Íslandsmeistararnir pökkuðu efsta sætinu KR-konur voru næstum því búnar að kasta frá sér sigrinum Valskonur á mikilli siglingu Emil þurfi að líta inn á við og vinna aftur trú leikmanna „Fær að vera aðalgellan í liðinu“ Settu vafasamt met fyrir tveimur árum en eru núna heitasta liðið í NBA Álftnesingar fá reynslumikinn landsliðsmann frá Georgíu Stjarnan versta skotliðið: „Komið inn í hausinn á einhverjum“ Kristinn brotinn og missir af landsleikjunum Nýliði mættur með landsliðinu til Ítalíu Doncic áfram óstöðvandi og setti met Uppgjörið: Haukar - Stjarnan 82-93 | Annað tap meistaranna í röð Keflavík keyrði yfir KR í seinni hálfleik Martin stigahæstur í sigri NBA-stjarna lömuð síðan í torfæruhjólaslysi lést aðeins 54 ára Sjá meira