Dave Kitson, fyrrum liðsfélagi Brynjars Björns Gunnarssonar og Ívars Ingimarssonar hjá Reading, var staddur á Íslandi á dögunum og lenti í ýmsum ævintýrum. Hann mætti meðal annnars á æfingu hjá HK og hitti lögregluna.
,,Æðislegt að hitta gamlan vin og fyrrum liðsfélaga. Ég held að Bryn hafi viljandi látið mig fá treyju sem var tveimur númerum of lítil þegar hann leyfði mér að spila fimm mínútur á hálfum velli með leikmönnum sínum. Ég gæti logið og sagt að það hafi verið gaman,“ sagði Kitson léttur.
View this post on InstagramA post shared by Dave Kitson (@theboykitson) on Mar 3, 2020 at 12:59am PST
Hann bætir við að hann hafi verið handtekinn af ,,vinalegustu lögreglu í heimi“ sem hafi gefið honum penna, blöðrur og límmiða handa krökkunum í skiptum fyrir sögur um uppáhaldsfótbóltalið þeirra, Liverpool.
Kitson hitti einnig Ívar Ingimarsson á Egilsstöðum og deildi myndi af sér með Katrínu Jakobsdóttur forsætisráðherra, þar sem hann grínaðist með að hafa verið ráðinn íþróttamálaráðherra Íslands.
View this post on InstagramA post shared by Dave Kitson (@theboykitson) on Feb 27, 2020 at 4:05am PST
Þessi enski leikmaður lék einnig með Stoke, Middlesbrough, Portsmouth og Sheffield United á ferli sínum og skoraði 15 mörk í ensku úrvalsdeildinni. Hann lagði skónna á hilluna árið 2015.