Harry Kane gæti verið orðinn leikmaður Man. United þegar hann mætir í Laugardalinn í september Óskar Ófeigur Jónsson skrifar 5. mars 2020 11:30 Harry Kane gengur framhjá Meistaradeildarbikarnum síðast vor. Getty/Harriet Lander Harry Kane, framherji Tottenham og enska landsliðsins, er farinn íhuga það að yfirgefa Tottenham samkvæmt nýjustu fréttum frá Englandi. Orðrómur er að hann hafi áhuga á að fara til Manchester United. Framtíð Harry Kane hjá Tottenham er sögð standa og falla með því hvort liðinu takist að tryggja sér sæti í Meistaradeildinni í vor en því slær Goal.com upp hjá sér og aðrir miðlar fjalla líka um framtíð landsliðsframherjans. In today's Rumour Mill: Harry Kane keen on move to Manchester United? https://t.co/feWRk0jVkA— Guardian sport (@guardian_sport) March 5, 2020 Harry Kane hefur ekkert spilað með Tottenham síðan á Nýársdag þegar hann tognaði illa aftan í læri. Knattspyrnustjórinn Jose Mourinho ætlar ekki að taka neinar áhættu með Kane og framherjinn fær því tíma til að ná sér hundrað prósent af þessum meiðslum. Harry Kane er orðinn 26 ára gamall en hefur spilað með Tottenham liðinu frá því að hann var tvítugur og verið leikmaður félagsins frá því að hann var ellefu ára. Kane og Tottenham liðið hefur verið í fremstu röð undanfarin tímabil en hefur enn ekki unnið neina titla. Tottenham hefur á þeim tíma komist í tvo úrslitaleiki en tapað þeim báðum, fyrst í deildabikarnum 2015 og svo í úrslitaleik Meistaradeildarinnar síðasta vor. Harry Kane would reportedly consider a move to Manchester United in the summer. Latest #football gossip: https://t.co/vfuSVDCEGjpic.twitter.com/cMpJuDnfsF— BBC Sport (@BBCSport) March 5, 2020 Kane er ekki sagður hafa áhuga á því að fara aftur í einhvern uppbyggingafasa frá félaginu heldur vill hann frekar komast að hjá liði sem mun berjast um titla á næstu árum. Það var dýrt fyrir Tottenham að byggja nýjan leikvang og Jose Mouirinho fær ekki mikinn pening til að kaupa nýja leikmenn í sumar. Það lítur því út fyrir að það gæti tekið smá tíma að búa aftur til topplið hjá Tottenham. Samningur Harry Kane og Tottenham er frá 2018 og hann nær út 2024. Það er öruggt að það mun kosta sitt að kaupa Kane í sumar. Manchester United er eitt þeirra félaga sem hefðu efni á því. Harry Kane looking to leave Spurs? Wouldn’t be a bad shout for him. pic.twitter.com/nKs3VbsaFv— Ryan (@bernardooooV3) March 4, 2020 Manchester United er í framherjaleit og Kane hefur oft verið orðaður við félagið. United þarf að bæta við liðið til að koma sér aftur í titilbaráttuna og enginn efast að með mann eins og Kane í framlínunni væri liðið líklegt til afreka. Harry Kane gæti því verið orðinn leikmaður Manchester United þegar hann mætir með enska landsliðinu í Laugardalinn í september en fyrsti leikur Þjóðadeildarinnar 2020-21 er einmitt leikur Íslands og Englands á Laugardalsvellinum 5. september. Enski boltinn Mest lesið Í beinni: Lech Poznan - Breiðablik | Blikarnir í gini ljónsins Fótbolti Styttist í að Orri Steinn verði ekki lengur stærsta sala FCK Fótbolti Hrósuðu Túfa í hástert: „Á einhvern hátt heldur maður með honum“ Fótbolti Borgarstjórinn forðast að ræða hótanir Trumps Sport „Fjölmennasti leikur sem Breiðablik hefur spilað“ Fótbolti Þurfa að losa leikmenn til að skrá Rashford Fótbolti Sögunni endalausu um Gyökeres loksins að ljúka Enski boltinn Mætti með bikarinn á frumsýningu Happy Gilmore Golf Rakarastofa og sjónvarp fyrir alla í flottasta búningsklefa heims Sport Búinn að eyða yfir tuttugu milljörðum en segist vanta meira Fótbolti Fleiri fréttir Sögunni endalausu um Gyökeres loksins að ljúka Amorim og Guardiola vilja fyrrum lærisvein þess fyrrnefnda Mbeumo staðfestur hjá félagi drauma sinna Nýi Liverpool maðurinn í fámennum hópi með Mo Salah Will Ferrell stal athyglinni frá daufum leik Man.United í gær Liverpool kaupir Ekitike fyrir meira en níutíu milljónir evra Rannsaka Íslendingafélagið Burton Albion Rashford nálgast Barcelona Hvar mun Mbeumo spila fyrir Man United? Hrókeringar í markmannsmálum Man City Ince missir prófið og þarf að borga yfir milljón í sekt Madueke skrifar undir hjá Arsenal Hittust á Íslandi og keyptu Mbeumo Stuðningsmenn Manchester United oftast handteknir Snoop Dogg orðinn einn af eigendum Swansea City Liverpool langt komið með að kaupa Ekitike Eigendur Burnley eignast hitt liðið í Barcelona Liverpool reynir líka við Ekitike Steven Gerrard orðinn afi Liverpool tilbúið að slá metið aftur Íslandsvinirnir í Puma borga Manchester City 165 milljarða Kaupa ekki Ekitike vegna þess að þeir ætli að selja Isak til Liverpool Fyrrum leikmaður Manchester United lögsækir félagið Númerin í enska boltanum sem enginn má spila í Umboðsmenn Gyökeres lentir í London og hann sagður á leið í Arsenal Liverpool heiðraði minningu Jota og vann sigur Mínútu þögn fyrir fyrsta leik Liverpool síðan Jota féll frá Grealish líkast til á förum en elskar samt City „meira en allt“ Rio Ferdinand húðskammar Arsenal stuðningsmenn Fjarvera Gyökeres gera félagaskiptin hans „flóknari“ Sjá meira
Harry Kane, framherji Tottenham og enska landsliðsins, er farinn íhuga það að yfirgefa Tottenham samkvæmt nýjustu fréttum frá Englandi. Orðrómur er að hann hafi áhuga á að fara til Manchester United. Framtíð Harry Kane hjá Tottenham er sögð standa og falla með því hvort liðinu takist að tryggja sér sæti í Meistaradeildinni í vor en því slær Goal.com upp hjá sér og aðrir miðlar fjalla líka um framtíð landsliðsframherjans. In today's Rumour Mill: Harry Kane keen on move to Manchester United? https://t.co/feWRk0jVkA— Guardian sport (@guardian_sport) March 5, 2020 Harry Kane hefur ekkert spilað með Tottenham síðan á Nýársdag þegar hann tognaði illa aftan í læri. Knattspyrnustjórinn Jose Mourinho ætlar ekki að taka neinar áhættu með Kane og framherjinn fær því tíma til að ná sér hundrað prósent af þessum meiðslum. Harry Kane er orðinn 26 ára gamall en hefur spilað með Tottenham liðinu frá því að hann var tvítugur og verið leikmaður félagsins frá því að hann var ellefu ára. Kane og Tottenham liðið hefur verið í fremstu röð undanfarin tímabil en hefur enn ekki unnið neina titla. Tottenham hefur á þeim tíma komist í tvo úrslitaleiki en tapað þeim báðum, fyrst í deildabikarnum 2015 og svo í úrslitaleik Meistaradeildarinnar síðasta vor. Harry Kane would reportedly consider a move to Manchester United in the summer. Latest #football gossip: https://t.co/vfuSVDCEGjpic.twitter.com/cMpJuDnfsF— BBC Sport (@BBCSport) March 5, 2020 Kane er ekki sagður hafa áhuga á því að fara aftur í einhvern uppbyggingafasa frá félaginu heldur vill hann frekar komast að hjá liði sem mun berjast um titla á næstu árum. Það var dýrt fyrir Tottenham að byggja nýjan leikvang og Jose Mouirinho fær ekki mikinn pening til að kaupa nýja leikmenn í sumar. Það lítur því út fyrir að það gæti tekið smá tíma að búa aftur til topplið hjá Tottenham. Samningur Harry Kane og Tottenham er frá 2018 og hann nær út 2024. Það er öruggt að það mun kosta sitt að kaupa Kane í sumar. Manchester United er eitt þeirra félaga sem hefðu efni á því. Harry Kane looking to leave Spurs? Wouldn’t be a bad shout for him. pic.twitter.com/nKs3VbsaFv— Ryan (@bernardooooV3) March 4, 2020 Manchester United er í framherjaleit og Kane hefur oft verið orðaður við félagið. United þarf að bæta við liðið til að koma sér aftur í titilbaráttuna og enginn efast að með mann eins og Kane í framlínunni væri liðið líklegt til afreka. Harry Kane gæti því verið orðinn leikmaður Manchester United þegar hann mætir með enska landsliðinu í Laugardalinn í september en fyrsti leikur Þjóðadeildarinnar 2020-21 er einmitt leikur Íslands og Englands á Laugardalsvellinum 5. september.
Enski boltinn Mest lesið Í beinni: Lech Poznan - Breiðablik | Blikarnir í gini ljónsins Fótbolti Styttist í að Orri Steinn verði ekki lengur stærsta sala FCK Fótbolti Hrósuðu Túfa í hástert: „Á einhvern hátt heldur maður með honum“ Fótbolti Borgarstjórinn forðast að ræða hótanir Trumps Sport „Fjölmennasti leikur sem Breiðablik hefur spilað“ Fótbolti Þurfa að losa leikmenn til að skrá Rashford Fótbolti Sögunni endalausu um Gyökeres loksins að ljúka Enski boltinn Mætti með bikarinn á frumsýningu Happy Gilmore Golf Rakarastofa og sjónvarp fyrir alla í flottasta búningsklefa heims Sport Búinn að eyða yfir tuttugu milljörðum en segist vanta meira Fótbolti Fleiri fréttir Sögunni endalausu um Gyökeres loksins að ljúka Amorim og Guardiola vilja fyrrum lærisvein þess fyrrnefnda Mbeumo staðfestur hjá félagi drauma sinna Nýi Liverpool maðurinn í fámennum hópi með Mo Salah Will Ferrell stal athyglinni frá daufum leik Man.United í gær Liverpool kaupir Ekitike fyrir meira en níutíu milljónir evra Rannsaka Íslendingafélagið Burton Albion Rashford nálgast Barcelona Hvar mun Mbeumo spila fyrir Man United? Hrókeringar í markmannsmálum Man City Ince missir prófið og þarf að borga yfir milljón í sekt Madueke skrifar undir hjá Arsenal Hittust á Íslandi og keyptu Mbeumo Stuðningsmenn Manchester United oftast handteknir Snoop Dogg orðinn einn af eigendum Swansea City Liverpool langt komið með að kaupa Ekitike Eigendur Burnley eignast hitt liðið í Barcelona Liverpool reynir líka við Ekitike Steven Gerrard orðinn afi Liverpool tilbúið að slá metið aftur Íslandsvinirnir í Puma borga Manchester City 165 milljarða Kaupa ekki Ekitike vegna þess að þeir ætli að selja Isak til Liverpool Fyrrum leikmaður Manchester United lögsækir félagið Númerin í enska boltanum sem enginn má spila í Umboðsmenn Gyökeres lentir í London og hann sagður á leið í Arsenal Liverpool heiðraði minningu Jota og vann sigur Mínútu þögn fyrir fyrsta leik Liverpool síðan Jota féll frá Grealish líkast til á förum en elskar samt City „meira en allt“ Rio Ferdinand húðskammar Arsenal stuðningsmenn Fjarvera Gyökeres gera félagaskiptin hans „flóknari“ Sjá meira