Sýknaður af því að hafa kysst og káfað á fjórtán ára stúlku Hallgerður Kolbrún E. Jónsdóttir skrifar 4. mars 2020 18:09 Dómur í málinu féll í dag. Ákærði var sýknaður af öllum ákæruliðum. vísir/vilhelm Ungur maður var í dag sýknaður af því að hafa kysst og káfað á fjórtán ára stúlku árið 2014 af Héraðsdómi Reykjaness. Maðurinn var 21 árs gamall þegar atvikið átti sér stað og er hann af dómnum ekki talinn hafa einbeittan brotavilja. Atvikið átti sér stað 25. febrúar árið 2017 þegar stúlkan var aðeins fjórtán ára gömul. Hún og vinkona hennar, sem er af pólskum ættum, sem þá var fimmtán ára gömul höfðu verið að passa heima hjá vinkonunni og höfðu þar áfengi um hönd og að sögn stúlkunnar var hún orðin full. Þegar líða tók á kvöldið hringdi vinkonan í sautján ára pólskan kærasta sinn sem þá var á leiðinni heim frá Reykjavík ásamt 21 árs gömlum frænda sínum sem er pólskur. Strákarnir komu við heima hjá vinkonu stúlkunnar og sóttu þær og fóru þau fjögur saman á rúntinn. Stúlkurnar settust í aftursætið en þeir sátu í framsætum og sat kærasti vinkonunnar við stýrið. Á ákveðnum tímapunkti fóru þau öll út úr bílnum og höfðu sætaskipti þannig að parið sat fram í og stúlkan, sem er kærandi í málinu, og frændinn, ákærði, sátu aftur í. Þá hóf kærustuparið að þrýsta á kæranda og ákærða að kyssast og lagði vinkona stúlkunnar sætisbak sitt niður þannig að hún neyddist til að færa sig yfir í miðjusætið aftur í. Þá kysstust hún og ákærði tungukossi. Þeim greinir á hvort ákærði hafi þá farið með vinstri hönd sína inn fyrir brjóstahaldara hennar og káfað á henni. Vinkona stúlkunnar tók einnig upp myndskeið á farsíma sinn af atlotunum og sendi upptökuna á kæranda. Fyrir tilviljun sá stjúpfaðir hennar myndskeiðið í spjaldtölvu. Í kjölfar þess kærðu stjúpfaðir hennar og móði stúlkunnar málið til lögreglu. Fyrir dómi neitaði ákærði sök og kvað hann að frændi hans og kærasta hans hafi þrýst á hann og kæranda að kyssast en hann hafi ekki viljað það. Þau hafi haldið áfram að eggja ákærða til að kyssa stúlkuna. Þá segir hann að kærandi hafi haft frumkvæði að kossinum. Hann þvertók fyrir að hafa káfað á brjósti hennar og sagðist ekki hafa vitað um aldur hennar. Hann hafi haldið að hún væri jafn gömul eða ári eldri en vinkonan, það er fimmtán ára gömul. Þá kemur fram í dómsuppkvaðningu að þau hafi ekkert talast við í bifreiðinni og hafi ekki sýnt hvoru öðru áhuga fyrr en þau kysstust fyrir áeggjan vina sinna. Miðað við þessar kringumstæður er mat dómsins að hann skuli sýknaður af kröfum ákæruvaldsins í málinu. Dómsmál Reykjanesbær Mest lesið Blóðugt barn eftir tilefnislausa árás í Kringlunni Innlent Þjófarnir lifðu eins og kóngar um stund Innlent Björgunarsveitarkona miður sín: Fékk ítrekaðar athugasemdir um húðlit Neyðarkallsins Innlent Grunaður barnaníðingur komi ekki lengur nálægt BHM Innlent Segja fátt rétt í fréttinni og heimildamanninn fyrrverandi eiginmann Innlent Leysa brátt frá skjóðunni um leiðtoga Miðflokksins í borginni og nafnaleikurinn hafinn Innlent Barni bjargað frá drukknun í Dalslaug Innlent Skrifin séu ekki til komin vegna framboðs í borginni Innlent Starfsmaður ríkissaksóknara sagður hafa játað refsiverð brot Innlent Starfsmenn meðferðarheimilis: Fíkniefni, öryggisbrestir og óvirkt eftirlit Innlent Fleiri fréttir Kólnun á fasteignamarkaði: Færri skoða og lægra verð „Fullt af munum sem myndu ekki ganga kaupum og sölum á markaði“ Gagnrýnisverð hegðun Starfsmenn meðferðarheimilis: Fíkniefni, öryggisbrestir og óvirkt eftirlit Ugla Stefanía nýr sérfræðingur Reykjavíkurborgar Upplausn á meðferðarheimili og fleiri fölsuð lyf Björgunarsveitarkona miður sín: Fékk ítrekaðar athugasemdir um húðlit Neyðarkallsins Setja milljarða í raforkumál á Norðausturlandi Fjársvikamálið komið til Héraðssaksóknara Hrein mannvonska að námsmenn séu blórabögglar útlendingaóþols ESA segir Ísland þurfa að herða sig í loftslagsmarkmiðum sínum Stutt stopp Orbans á Íslandi Grunaður barnaníðingur komi ekki lengur nálægt BHM Skrifin séu ekki til komin vegna framboðs í borginni Þjófarnir lifðu eins og kóngar um stund Líf og Dóra í nýjum hlutverkum út kjörtímabilið Barni bjargað frá drukknun í Dalslaug „Ætlum ekki að hætta við allt sem er erfitt og gera allt fyrir alla“ Álag réttlæti ekki mistökin sem voru gerð Segja fátt rétt í fréttinni og heimildamanninn fyrrverandi eiginmann Gögnin frá ríkislögreglustjóra komin á borð ráðherra Lögreglustjóri svarar ráðherra og efnahagsmálin rædd á Alþingi Loka Breiðholtsbraut alla helgina Blóðugt barn eftir tilefnislausa árás í Kringlunni Staða sólar hafi mögulega truflað sýn ökumannsins sem lést Meirihluti stjórnmálasamtaka í vanskilum með ársreikning Leysa brátt frá skjóðunni um leiðtoga Miðflokksins í borginni og nafnaleikurinn hafinn Handteknir fyrir að hafa í hótunum við leigubílstjóra Starfsmaður ríkissaksóknara sagður hafa játað refsiverð brot Heiðra minningu Sigurðar Kristófers með Neyðarkallinum í ár Sjá meira
Ungur maður var í dag sýknaður af því að hafa kysst og káfað á fjórtán ára stúlku árið 2014 af Héraðsdómi Reykjaness. Maðurinn var 21 árs gamall þegar atvikið átti sér stað og er hann af dómnum ekki talinn hafa einbeittan brotavilja. Atvikið átti sér stað 25. febrúar árið 2017 þegar stúlkan var aðeins fjórtán ára gömul. Hún og vinkona hennar, sem er af pólskum ættum, sem þá var fimmtán ára gömul höfðu verið að passa heima hjá vinkonunni og höfðu þar áfengi um hönd og að sögn stúlkunnar var hún orðin full. Þegar líða tók á kvöldið hringdi vinkonan í sautján ára pólskan kærasta sinn sem þá var á leiðinni heim frá Reykjavík ásamt 21 árs gömlum frænda sínum sem er pólskur. Strákarnir komu við heima hjá vinkonu stúlkunnar og sóttu þær og fóru þau fjögur saman á rúntinn. Stúlkurnar settust í aftursætið en þeir sátu í framsætum og sat kærasti vinkonunnar við stýrið. Á ákveðnum tímapunkti fóru þau öll út úr bílnum og höfðu sætaskipti þannig að parið sat fram í og stúlkan, sem er kærandi í málinu, og frændinn, ákærði, sátu aftur í. Þá hóf kærustuparið að þrýsta á kæranda og ákærða að kyssast og lagði vinkona stúlkunnar sætisbak sitt niður þannig að hún neyddist til að færa sig yfir í miðjusætið aftur í. Þá kysstust hún og ákærði tungukossi. Þeim greinir á hvort ákærði hafi þá farið með vinstri hönd sína inn fyrir brjóstahaldara hennar og káfað á henni. Vinkona stúlkunnar tók einnig upp myndskeið á farsíma sinn af atlotunum og sendi upptökuna á kæranda. Fyrir tilviljun sá stjúpfaðir hennar myndskeiðið í spjaldtölvu. Í kjölfar þess kærðu stjúpfaðir hennar og móði stúlkunnar málið til lögreglu. Fyrir dómi neitaði ákærði sök og kvað hann að frændi hans og kærasta hans hafi þrýst á hann og kæranda að kyssast en hann hafi ekki viljað það. Þau hafi haldið áfram að eggja ákærða til að kyssa stúlkuna. Þá segir hann að kærandi hafi haft frumkvæði að kossinum. Hann þvertók fyrir að hafa káfað á brjósti hennar og sagðist ekki hafa vitað um aldur hennar. Hann hafi haldið að hún væri jafn gömul eða ári eldri en vinkonan, það er fimmtán ára gömul. Þá kemur fram í dómsuppkvaðningu að þau hafi ekkert talast við í bifreiðinni og hafi ekki sýnt hvoru öðru áhuga fyrr en þau kysstust fyrir áeggjan vina sinna. Miðað við þessar kringumstæður er mat dómsins að hann skuli sýknaður af kröfum ákæruvaldsins í málinu.
Dómsmál Reykjanesbær Mest lesið Blóðugt barn eftir tilefnislausa árás í Kringlunni Innlent Þjófarnir lifðu eins og kóngar um stund Innlent Björgunarsveitarkona miður sín: Fékk ítrekaðar athugasemdir um húðlit Neyðarkallsins Innlent Grunaður barnaníðingur komi ekki lengur nálægt BHM Innlent Segja fátt rétt í fréttinni og heimildamanninn fyrrverandi eiginmann Innlent Leysa brátt frá skjóðunni um leiðtoga Miðflokksins í borginni og nafnaleikurinn hafinn Innlent Barni bjargað frá drukknun í Dalslaug Innlent Skrifin séu ekki til komin vegna framboðs í borginni Innlent Starfsmaður ríkissaksóknara sagður hafa játað refsiverð brot Innlent Starfsmenn meðferðarheimilis: Fíkniefni, öryggisbrestir og óvirkt eftirlit Innlent Fleiri fréttir Kólnun á fasteignamarkaði: Færri skoða og lægra verð „Fullt af munum sem myndu ekki ganga kaupum og sölum á markaði“ Gagnrýnisverð hegðun Starfsmenn meðferðarheimilis: Fíkniefni, öryggisbrestir og óvirkt eftirlit Ugla Stefanía nýr sérfræðingur Reykjavíkurborgar Upplausn á meðferðarheimili og fleiri fölsuð lyf Björgunarsveitarkona miður sín: Fékk ítrekaðar athugasemdir um húðlit Neyðarkallsins Setja milljarða í raforkumál á Norðausturlandi Fjársvikamálið komið til Héraðssaksóknara Hrein mannvonska að námsmenn séu blórabögglar útlendingaóþols ESA segir Ísland þurfa að herða sig í loftslagsmarkmiðum sínum Stutt stopp Orbans á Íslandi Grunaður barnaníðingur komi ekki lengur nálægt BHM Skrifin séu ekki til komin vegna framboðs í borginni Þjófarnir lifðu eins og kóngar um stund Líf og Dóra í nýjum hlutverkum út kjörtímabilið Barni bjargað frá drukknun í Dalslaug „Ætlum ekki að hætta við allt sem er erfitt og gera allt fyrir alla“ Álag réttlæti ekki mistökin sem voru gerð Segja fátt rétt í fréttinni og heimildamanninn fyrrverandi eiginmann Gögnin frá ríkislögreglustjóra komin á borð ráðherra Lögreglustjóri svarar ráðherra og efnahagsmálin rædd á Alþingi Loka Breiðholtsbraut alla helgina Blóðugt barn eftir tilefnislausa árás í Kringlunni Staða sólar hafi mögulega truflað sýn ökumannsins sem lést Meirihluti stjórnmálasamtaka í vanskilum með ársreikning Leysa brátt frá skjóðunni um leiðtoga Miðflokksins í borginni og nafnaleikurinn hafinn Handteknir fyrir að hafa í hótunum við leigubílstjóra Starfsmaður ríkissaksóknara sagður hafa játað refsiverð brot Heiðra minningu Sigurðar Kristófers með Neyðarkallinum í ár Sjá meira