Körfubolti

Sportpakkinn: Valskonur deildarmeistarar þegar fjórar umferðir eru eftir

Óskar Ófeigur Jónsson skrifar
Kiana Johnson var frábær þegar Valskonur lögðu grunninn að sigri sínum í ær.
Kiana Johnson var frábær þegar Valskonur lögðu grunninn að sigri sínum í ær. Vísir/Daníel

Valskonur tryggðu sér í gær deildarmeistaratitilinn annað árið í röð með sigri á liðinu í öðru sæti. KR-konur unnu Val í bikarnum í dögunum en réðu ekkert við þær í gær. Arnar Björnsson skoðaði leikinn og það sem leikmenn og þjálfarar sögðu eftir hann.

Valur varð í gærkvöldi deildarmeistari Domino´s deildar kvenna í körfubolta eftir sjö stiga sigur á KR, 84-77. Þegar fjórar umferðir eru eftir er Valur með 10 stiga forystu.

KR byrjaði miklu betur í gærkvöldi, komst í 24-15 en Valur skoraði þrjú síðustu stigin í 1. leikhluta. Valur byrjaði 2. leikhlutann af krafti og komst í 32-24, þá höfðu Valskonur skorað 17 stig í röð. Í hálfleik var munurinn 8 stig.  

Kiana Johnson var frábær í þriðja leikhluta og Valur náði mest 23ja stiga forystu. Hún var stigahæst, skoraði 29 stig. Helena Sverrisdóttir skoraði 23 stig, tók 10 fráköst, þær tvær voru atkvæðamestar hjá deildarmeisturunum. Danielle Rodriquez skoraði 18 stig, gaf 11 stoðsendingar og tók 8 fráköst hjá KR. Sanja Orozovic skoraði einnig 18 stig en þær léku báðar í 40 mínútur.

Valur vann alla fjóra leiki liðanna í deildinni og er með 44 stig eða jafnmörg og liðið fékk á síðustu leiktíð. Valur hefur aðeins tapað tveimur leikjum í deildinni í vetur en tapaði 6 á síðustu leiktíð.  KR er með 34 stig, 6 stigum meira en Skallagrímur og Keflavík. Skallagrímur mætir Snæfelli í kvöld og Keflavík sækir Breiðablik heim í Kópavoginn.

Hér fyrir neðan má sjá frétt Arnars Björnssonar og viðtöl við Benedikt Guðmundsson, Darra Frey Atlason og Guðbjörgu Sverrisdóttur.

Klippa: Sportpakkinn: Valskonur deildarmeistarar þegar fjórar umferðir eru eftir



Fleiri fréttir

Sjá meira


×