Burt með fátæktina Sveinn Kristinsson skrifar 4. mars 2020 13:30 Á aðalfundi Rauða krossins á Íslandi árið 2018 var samþykkt að stofna sjóð þar sem einstaklingar og fjölskyldur sem byggju við sárafátækt gætu sótt um styrki. Ákveðið var að verkefnið tæki til tveggja ára. Markmiðið sjóðsins var að létta tímabundið undir með þeim sem byggju við sárafáækt og afla upplýsinga um raunverulegt ástand þessa hóps. Nauðsynlegt var að fá betri innsýn í stöðu fátækra til geta orðið málsvari þeirra í samfélaginu. Eftir góðan undirbúning var fyrsta úthlutun í mars 2019, en síðan þá hafa rúmlega 700 umsóknir verið samþykktar. Aðstæður umsækjenda eru fjölbreytilegar. Um helmingur styrkja hafa verið veittir til einstaklinga og sambúðarfólks með börn. Tekjuviðmið sjóðsins eru 200.000 krónur fyrir skatt hjá einstaklingi og 300.000 krónur hjá hjónum eða sambúðarfólki. Þar er miðað við skattskyldar tekjur, en inni í þeirri tölu eru ekki bætur eða styrkir á borð við barna- og eða húsaleigubætur. Yfirgnæfandi meirihluti þeirra sem fengið hafa úthlutað úr Sárafátæktarsjóði Rauða krossins er fólk sem fær fjárhagsaðstoð frá sveitarfélögum. Hluti hópsins eru einstaklingar sem af ýmsum ástæðum detta á milli kerfa og eru tímabundið alveg tekjulausir. Dæmi um slíkar aðstæður eru einstaklingar sem bíða eftir rétti til atvinnuleysisbóta og hafa fullnýtt rétt sinn til endurhæfingarlífeyris. Annað dæmi eru umsóknir frá einstaklingum sem komið hafa hingað til lands og unnið sem verktakar, slasast við störf sín og ekki átt nein réttindi hér á landi. Þá má líka nefna þá sem nýkomnir eru með stöðu flóttafólks hér og eru enn að fóta sig í nýju samfélagi. Fólk í slíkum aðstæðum stendur oft frammi fyrir miklum kostnaði og þarf eins og aðrir að útvega sér húsnæði og koma undir sig fótunum. Þessi hópur er oft mjög berskjaldaður og í viðkvæmari stöðu, enda með lítið tengslanet að baki. Endar ná ekki saman Fjárhagsaðstoð sveitarfélaga er mismunandi, en hæstu fjárhagsaðstoðina veitir Reykjavíkurborg. Fjárhagsaðstoð borgarinnar getur numið allt að 207.709 kr. á mánuði fyrir einstakling og allt að 332.333 krónum fyrir hjón eða sambúðarfólk. Þeir sem þiggja framfærslu frá sveitarfélögum eiga ekki allir rétt á fullri fjárhagsaðstoð. Það segir sig sjálft að þegar einstaklingur eða fjölskylda leigir húsnæði á almennum leigumarkaði og þarf að sjá sér farborða út mánuðinn þá ná endar ekki saman. Ofan á grunnþarfir bætist ýmis konar kostnaður við, s.s. leikskólagjöld, fatnaður o fl. Margt það sem flestir líta ekki á sem stóra og íþyngjandi kostnaðarliði getur sett strik í reikninginn hjá einstaklingum sem búa við sárafátækt. Umsækjendur sem hafa leitað til sjóðsins verða sumir að neita sér um það sem fæst okkar telja til munaðar, eins og dömubindi, læknisrannsóknir, lyf og strætóferðir. Á þeim tíma sem Rauði krossinn hefur starfrækt Sárafátæktarsjóð hefur komið i ljós að stór hópur fólks býr við afar bág kjör. Hvort sem um er að ræða tímabundna eða langvarandi fátækt er mikilvægt að úrræði séu til staðar til þess að koma í veg fyrir að fólk lendi í viðjum fátæktar. Neyðarstyrkur á borð við þann sem Rauði krossinn hefur veitt er ekki úrræði sem dugar til langframa, en með stofnun sjóðsins vildi Rauði krossinn leggja sitt af mörkum og vekja athygli á að í landinu er til fólk sem býr við sára fátækt. Til þess að raunverulega sé hægt að breyta stöðu fólks til hins betra þarf margt að koma til. Allt þjóðfélagið, ríki og sveitafélög þurfa að taka höndum saman svo enginn þurfi að búa við sárafátækt í okkar ríka landi. Þessi hópur er sannarlega til, aðgerða er þörf nú þegar. Höfundur er formaður Rauða krossins á Íslandi. Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Félagasamtök Hjálparstarf Mest lesið Suður-Íslendinga sögurnar Hans Birgisson Skoðun Manneklan er víða Brynhildur Bolladóttir Skoðun Hættulegustu tækin í umferðinni Eva Hauksdóttir Skoðun Framtíðarskipulag Keldnalands er ekki útópía – og þaðan af síður dystópía Birkir Ingibjartsson Skoðun Hækka launin þín þegar fasteignamatið á íbúðinni þinni hækkar? Daði Freyr Ólafsson Skoðun Hvað myndi Sesselja segja? Hallbjörn V. Fríðhólm Skoðun Hafrannsóknastofnun leggur til 95 prósent samdrátt í sjókvíaeldi á laxi Jón Kaldal Skoðun Velkomin til Helvítis Guðný Gústafsdóttir Skoðun Þegar sannleikurinn verður fórnarlamb Davíð Bergmann Skoðun Hvað mun Pútín gera næst með því að ögra samstöðu NATO?: Rússnesk innrás í lofthelgi NATO og hlutverk Íslands í öryggi bandalagsins Jun Þór Morikawa Skoðun Skoðun Skoðun Hættulegustu tækin í umferðinni Eva Hauksdóttir skrifar Skoðun Hvað myndi Sesselja segja? Hallbjörn V. Fríðhólm skrifar Skoðun Vaxtastefna Seðlabankans – á kostnað launafólks Hilmar Harðarson skrifar Skoðun Suður-Íslendinga sögurnar Hans Birgisson skrifar Skoðun Íhlutun Bandaríkjanna í Venesúela: Auðlindaránið í heimsvaldastefnunni og hræsnin í „stríðinu gegn fíkniefnum“ Sæþór Benjamín Randalsson skrifar Skoðun Stöndum vörð um tónlistarmenntun barna og ungmenna – opið bréf til borgarstjóra Sigrún Grendal skrifar Skoðun Hafrannsóknastofnun leggur til 95 prósent samdrátt í sjókvíaeldi á laxi Jón Kaldal skrifar Skoðun Velkomin til Helvítis Guðný Gústafsdóttir skrifar Skoðun Olíuleit við Ísland? Hallgrímur Óskarsson skrifar Skoðun Hækka launin þín þegar fasteignamatið á íbúðinni þinni hækkar? Daði Freyr Ólafsson skrifar Skoðun Hvað mun Pútín gera næst með því að ögra samstöðu NATO?: Rússnesk innrás í lofthelgi NATO og hlutverk Íslands í öryggi bandalagsins Jun Þór Morikawa skrifar Skoðun Manneklan er víða Brynhildur Bolladóttir skrifar Skoðun Sótt að hagsmunum atvinnulausra Steinar Harðarson skrifar Skoðun Framtíðarskipulag Keldnalands er ekki útópía – og þaðan af síður dystópía Birkir Ingibjartsson skrifar Skoðun Launamunur kynjanna eykst – Hvar liggur ábyrgðin? Kolbrún Halldórsdóttir skrifar Skoðun Þegar sannleikurinn verður fórnarlamb Davíð Bergmann skrifar Skoðun Gefum íslensku séns – að tala íslensku við alla Halla Signý Kristjánsdóttir skrifar Skoðun Réttnefni: Viðbragð við upplýsingaóreiðu Jón Þór Sigurðsson skrifar Skoðun Farsæl framfaraskref á Sólheimum Sigurjón Örn Þórsson skrifar Skoðun Austurland – þrælanýlenda Íslands Björn Ármann Ólafsson skrifar Skoðun Gervigreindin stöðluð - öryggisins vegna Hanna Kristín Skaftadóttir,Helga Sigrún Harðardóttir skrifar Skoðun Frelsi, framtíð og vistvænar samgöngur: Hvers vegna Ísland þarf að hugsa stærra Sigurborg Ósk Haraldsdóttir skrifar Skoðun Atvinnustefna er alvöru mál Jóhannes Þór Skúlason skrifar Skoðun 1984 og Hunger Games á sama sviðinu Sigríður Svanborgardóttir skrifar Skoðun Mikilvægi aukinnar verndunar hafsvæða og leiðrétting Hrönn Egilsdóttir skrifar Skoðun Betri leið til einföldunar regluverks Pétur Halldórsson skrifar Skoðun Af Millet-úlpum og öldrunarmálum Þröstur V. Söring skrifar Skoðun Charlie og sjúkleikaverksmiðjan Guðjón Eggert Agnarsson skrifar Skoðun Nú þarf bæði sleggju og vélsög Trausti Hjálmarsson,Ólafur Stephensen skrifar Skoðun Nútímaviðskipti og lögin sem gleymdist að uppfæra Fróði Steingrímsson skrifar Sjá meira
Á aðalfundi Rauða krossins á Íslandi árið 2018 var samþykkt að stofna sjóð þar sem einstaklingar og fjölskyldur sem byggju við sárafátækt gætu sótt um styrki. Ákveðið var að verkefnið tæki til tveggja ára. Markmiðið sjóðsins var að létta tímabundið undir með þeim sem byggju við sárafáækt og afla upplýsinga um raunverulegt ástand þessa hóps. Nauðsynlegt var að fá betri innsýn í stöðu fátækra til geta orðið málsvari þeirra í samfélaginu. Eftir góðan undirbúning var fyrsta úthlutun í mars 2019, en síðan þá hafa rúmlega 700 umsóknir verið samþykktar. Aðstæður umsækjenda eru fjölbreytilegar. Um helmingur styrkja hafa verið veittir til einstaklinga og sambúðarfólks með börn. Tekjuviðmið sjóðsins eru 200.000 krónur fyrir skatt hjá einstaklingi og 300.000 krónur hjá hjónum eða sambúðarfólki. Þar er miðað við skattskyldar tekjur, en inni í þeirri tölu eru ekki bætur eða styrkir á borð við barna- og eða húsaleigubætur. Yfirgnæfandi meirihluti þeirra sem fengið hafa úthlutað úr Sárafátæktarsjóði Rauða krossins er fólk sem fær fjárhagsaðstoð frá sveitarfélögum. Hluti hópsins eru einstaklingar sem af ýmsum ástæðum detta á milli kerfa og eru tímabundið alveg tekjulausir. Dæmi um slíkar aðstæður eru einstaklingar sem bíða eftir rétti til atvinnuleysisbóta og hafa fullnýtt rétt sinn til endurhæfingarlífeyris. Annað dæmi eru umsóknir frá einstaklingum sem komið hafa hingað til lands og unnið sem verktakar, slasast við störf sín og ekki átt nein réttindi hér á landi. Þá má líka nefna þá sem nýkomnir eru með stöðu flóttafólks hér og eru enn að fóta sig í nýju samfélagi. Fólk í slíkum aðstæðum stendur oft frammi fyrir miklum kostnaði og þarf eins og aðrir að útvega sér húsnæði og koma undir sig fótunum. Þessi hópur er oft mjög berskjaldaður og í viðkvæmari stöðu, enda með lítið tengslanet að baki. Endar ná ekki saman Fjárhagsaðstoð sveitarfélaga er mismunandi, en hæstu fjárhagsaðstoðina veitir Reykjavíkurborg. Fjárhagsaðstoð borgarinnar getur numið allt að 207.709 kr. á mánuði fyrir einstakling og allt að 332.333 krónum fyrir hjón eða sambúðarfólk. Þeir sem þiggja framfærslu frá sveitarfélögum eiga ekki allir rétt á fullri fjárhagsaðstoð. Það segir sig sjálft að þegar einstaklingur eða fjölskylda leigir húsnæði á almennum leigumarkaði og þarf að sjá sér farborða út mánuðinn þá ná endar ekki saman. Ofan á grunnþarfir bætist ýmis konar kostnaður við, s.s. leikskólagjöld, fatnaður o fl. Margt það sem flestir líta ekki á sem stóra og íþyngjandi kostnaðarliði getur sett strik í reikninginn hjá einstaklingum sem búa við sárafátækt. Umsækjendur sem hafa leitað til sjóðsins verða sumir að neita sér um það sem fæst okkar telja til munaðar, eins og dömubindi, læknisrannsóknir, lyf og strætóferðir. Á þeim tíma sem Rauði krossinn hefur starfrækt Sárafátæktarsjóð hefur komið i ljós að stór hópur fólks býr við afar bág kjör. Hvort sem um er að ræða tímabundna eða langvarandi fátækt er mikilvægt að úrræði séu til staðar til þess að koma í veg fyrir að fólk lendi í viðjum fátæktar. Neyðarstyrkur á borð við þann sem Rauði krossinn hefur veitt er ekki úrræði sem dugar til langframa, en með stofnun sjóðsins vildi Rauði krossinn leggja sitt af mörkum og vekja athygli á að í landinu er til fólk sem býr við sára fátækt. Til þess að raunverulega sé hægt að breyta stöðu fólks til hins betra þarf margt að koma til. Allt þjóðfélagið, ríki og sveitafélög þurfa að taka höndum saman svo enginn þurfi að búa við sárafátækt í okkar ríka landi. Þessi hópur er sannarlega til, aðgerða er þörf nú þegar. Höfundur er formaður Rauða krossins á Íslandi.
Framtíðarskipulag Keldnalands er ekki útópía – og þaðan af síður dystópía Birkir Ingibjartsson Skoðun
Hvað mun Pútín gera næst með því að ögra samstöðu NATO?: Rússnesk innrás í lofthelgi NATO og hlutverk Íslands í öryggi bandalagsins Jun Þór Morikawa Skoðun
Skoðun Íhlutun Bandaríkjanna í Venesúela: Auðlindaránið í heimsvaldastefnunni og hræsnin í „stríðinu gegn fíkniefnum“ Sæþór Benjamín Randalsson skrifar
Skoðun Stöndum vörð um tónlistarmenntun barna og ungmenna – opið bréf til borgarstjóra Sigrún Grendal skrifar
Skoðun Hafrannsóknastofnun leggur til 95 prósent samdrátt í sjókvíaeldi á laxi Jón Kaldal skrifar
Skoðun Hvað mun Pútín gera næst með því að ögra samstöðu NATO?: Rússnesk innrás í lofthelgi NATO og hlutverk Íslands í öryggi bandalagsins Jun Þór Morikawa skrifar
Skoðun Framtíðarskipulag Keldnalands er ekki útópía – og þaðan af síður dystópía Birkir Ingibjartsson skrifar
Skoðun Gervigreindin stöðluð - öryggisins vegna Hanna Kristín Skaftadóttir,Helga Sigrún Harðardóttir skrifar
Skoðun Frelsi, framtíð og vistvænar samgöngur: Hvers vegna Ísland þarf að hugsa stærra Sigurborg Ósk Haraldsdóttir skrifar
Framtíðarskipulag Keldnalands er ekki útópía – og þaðan af síður dystópía Birkir Ingibjartsson Skoðun
Hvað mun Pútín gera næst með því að ögra samstöðu NATO?: Rússnesk innrás í lofthelgi NATO og hlutverk Íslands í öryggi bandalagsins Jun Þór Morikawa Skoðun