Formaður foreldrafélags segir deiluaðila í sandkassaleik Heimir Már Pétursson skrifar 4. mars 2020 11:45 Verkfallið hefur nú staðið í sextán daga og greinilegt að það er farið að reyna á þolrifin hjá mörgum foreldrum leikskólabarna. Vísir/Vilhelm Samningaviðræður Eflingar og Reykjavíkurborgar fara nú fram á tveimur vígstöðvum. Annars vegar á mjög stopulum og árangurslausum fundum hjá Ríkissáttasemjara og hins vegar í fjölmiðlum þar sem Sólveig Anna Jónsdóttir formaður Eflingar og Dagur B. Eggertsson borgarstjóri skiptast á yfirlýsingum. Þar takast þau á um hvað borgarstjóri hafi sagt og ekki sagt um mögulega lausn deilunnar. Samkvæmt heimildum fréttastofu bauð borgarstjóri Sólveigu Önnu til fundar með tölvupósti í gær sem enn hafi ekki verið svarað. Sólveig Anna skrifar hins vegar á Facebook síðu borgarstjóra í morgun þar sem hún setur tvö skilyrði fyrir því að hitta hann. Að borgarstjóri birti opinberlega tilboð sem samninganefnd Eflingar hafi verið kynnt á samningafundi hjá ríkissáttasemjara hinn 19. febrúar, sama dag og borgarstjóri ræddi málin í Kastljóssviðtali, þannig að allir geti borið tilboðið saman við ummæli borgarstjóra í ríkissjónvarpinu. Þá krefst Sólveig þess að borgarstjóri mæti henni eða öðrum fulltrúa Eflingar í útvarps- eða sjónvarpsviðtali fyrir vikulok áður en að fundi þeirra geti orðið. Verkfallið hefur nú staðið í sextán daga og greinilegt að það er farið að reyna á þolrifin hjá mörgum foreldrum leikskólabarna. Margrét Vala Gylfadóttir formaður foreldrafélags leikskólans Hlíðar segir óásættanlegt að setja börn og foreldra í þessa stöðu á sama tíma og ekki séu haldnir samningafundir og deiluaðilar talist ekki við. „Við náttúrlega förum fram á að þau sýni okkur þá virðingu að tala saman við samningaborðið. Þar sem þessi samtöl eiga heima. Þannig að þér finnst það ekki líklegt til lausnar að borgarstjóri og formaður Eflingar skiptist á yfirlýsingum í fjölmiðlum? Nei, það minnir nú helst á sandkassaleik leikskólabarna sem eru helstu þolendurnir í þessari deilu,” segir Margrét. Skorar félagið á samninganefndir Eflingar og Reykjavíkurborgar að sýna börnum og foreldrum þá virðingu að ganga af heilindum að samningaborðinu með það fyrir augum að samningar náist hið fyrsta. Yfirlýsing frá foreldrafélaginu er hér fyrir neðan í heild sinni. Yfirlýsing frá foreldrafélagi leikskólans Hlíðar vegna aðgerðaleysis í kjaradeilu Eflingar og Reykjavíkurborgar Foreldrafélag leikskólans Hlíðar lýsir yfir vonbrigðum með gang viðræðna í kjaradeilu Eflingar og Reykjavíkurborgar. Fram hefur komið í fjölmiðlum að engar viðræður séu í gangi og vekur það furðu foreldra í félaginu. Foreldrar skilja ekki hvernig komast megi að samkomulagi ef deiluaðilar talast ekki við. Þeir hafa því áhyggjur af framhaldinu. Í dag er sextándi dagur verkfallsins. Tæplega 70 börn á leikskólanum Hlíð hafa verið heima allan þann tíma og ekkert getað farið á leikskólann þar sem fjórar af sex deildum Hlíðar eru alveg lokaðar í verkfallinu. Á tveimur deildum þar sem tæplega 40 börn stunda nám hefur starfsemi verið verulega skert. Börn á Hlíð eru orðin óþreyjufull eftir því að komast aftur á leikskólann. Mörg dæmi eru um börn sem mega illa við raskinu sem fylgir því þegar þeirra daglega líf fer úr skorðum og líður því illa vegna stöðunnar. Margir foreldrar eru kvíðnir og uppgefnir við að púsla deginum saman og eykur það enn frekar á vanlíðan barnanna. Dæmi eru um foreldra sem hafa þurft að nota sumarfríið sitt en það mun setja þau í vanda þær fjórar vikur sem sumarlokanir leikskólans standa yfir. Hluti foreldra eru einnig í þeirri stöðu að vera tekjulausir í verkfallinu þar sem þeir hafa þurft að taka launalaust leyfi. Með sama áframhaldi geta margar barnafjölskyldur lent í vanda sem mun taka langan tíma að vinna úr. Það er óásættanlegt að setja börn og foreldra í þessa stöðu meðan samningafundir eru ekki haldnir og deiluaðilar talast ekki við. Vinnubrögðin lýsa að mati foreldrafélagsins skilningsleysi á þeirri stöðu sem fjölskyldur eru í. Á sama tíma endurspegla þau virðingarleysi gagnvart börnum og foreldrum. Foreldrafélag leikskólans skorar á samninganefndir Eflingar og Reykjavíkurborgar að sýna börnum og foreldrum þá virðingu að ganga af heilindum að samningaborðinu með það fyrir augum að samningar náist hið fyrsta. Kjaramál Reykjavík Verkföll 2020 Tengdar fréttir Telur kröfur Eflingar „út úr kú“ og samningsvilja Sólveigar engan Þórarinn Ævarsson, sem gegndi starfi framkvæmdastjóra IKEA á Íslandi í 13 ár, segir kröfur stéttarfélagsins Eflingar í yfirstandandi kjaraviðræðum við Reykjavíkurborg óásættanlegar. 29. febrúar 2020 14:45 Verkfall Eflingar heldur áfram þrátt fyrir tilboð um verkfallshlé Verkföll Eflingarfólks munu halda áfram þrátt fyrir boð samningarnefndar félagsins um tveggja daga verkfallshlé. 3. mars 2020 17:27 Bjóða verkfallshlé í tvo daga gegn skriflegri staðfestingu á „Kastljósstilboðinu“ Þessu greinir Efling frá í tilkynningu og kveðst hafa sent erindi þess efnis til borgarstjóra, með afriti á ríkissáttasemjara. 3. mars 2020 11:17 Samþykktu frekari verkföll með miklum meirihluta Félagsmenn stéttarfélagsins Eflingar sem greiddu atkvæði um verkföll hjá einkareknum skólum og hjá sveitarfélögum öðrum en Reykjavíkurborg samþykktu vinnustöðvanir í atkvæðagreiðslu. Munu vinnustöðvanir að óbreyttu hefjast 9. mars næstkomandi. 29. febrúar 2020 14:34 Mættu með börnin í Ráðhúsið Hafin er þriðja vikan í ótímabundnu verkfalli Eflingarstarfsfólk hjá Reykjavíkurborg. 2. mars 2020 12:12 Sóttu tæp fimm tonn af rusli í tvær blokkir á tuttugu mínútum Foreldrar kalla eftir að deiluaðilar rísi undir ábyrgð og semji. 2. mars 2020 19:30 Mest lesið Týndu vagni með jólamáltíðum sjúklinga á bráðamóttökunni Innlent Margt bendi til að Rússar hafi haft aðkomu að flugslysinu Erlent Rúta rann yfir rangan vegarhelming út í móa Innlent Alvarlegt bílslys í Öræfum Innlent Stuðningsmenn Assad drápu 14 ráðuneytisstarfsmenn Erlent Grímuskylda á Landspítalanum Innlent Áfengissala á helgidögum þjóðkirkjunnar stöðvuð af lögreglu Innlent Rólegt á aðfangadag en mikil aðsókn í viðtalstíma í desember Innlent Gamla ríkið falt og milljónir fylgja Innlent Nokkrir látnir í alvarlegu rútuslysi í Noregi Erlent Fleiri fréttir Icelandair skoðar næstu skref í þróun flugflotans Áfram töluverð snjóflóðahætta á Vestfjörðum Áfengissala á helgidögum þjóðkirkjunnar stöðvuð af lögreglu Snjóflóðahætta á Vestfjörðum og frumsýning Yermu Holtavörðuheiðinni lokað aftur í kvöld Sex voru fluttir með þyrlunni Gamla ríkið falt og milljónir fylgja Telja skemmdir í Bláfjöllum minniháttar Súðavíkurhlíð opin til 16 Alvarlegt bílslys í Öræfum Rólegt á aðfangadag en mikil aðsókn í viðtalstíma í desember Snjóflóð féllu á Súðavíkurhlíð Rúta rann yfir rangan vegarhelming út í móa Týndu vagni með jólamáltíðum sjúklinga á bráðamóttökunni Snjóflóð féll á Súðavíkurhlíð og rólegt í Kvennaathvarfinu Skógaskóli verður hótel Grímuskylda á Landspítalanum Búið að opna Hellisheiði og Holtavörðuheiði Strætó rann á bíl og ruslaskýli Töldu að ævilöng vesælmennska biði „barnanna á mölinni“ Jólakindin Djásn á Stokkseyri Standa vaktina á jóladag: „Þetta er bara eins og hina dagana“ Standa vaktina við lokunarpósta á jóladag Flugferðir hafnar að nýju í Keflavík Þak fauk nánast af hlöðu Fagna jólunum í Betlehem í skugga stríðs Hellisheiði og Þrengsli opna ekki fyrr en á morgun Aðeins ein flugvél lent í Keflavík í dag Útköll víða vegna óveðurs Erfiður tími þegar dóttirin kom út sem trans Sjá meira
Samningaviðræður Eflingar og Reykjavíkurborgar fara nú fram á tveimur vígstöðvum. Annars vegar á mjög stopulum og árangurslausum fundum hjá Ríkissáttasemjara og hins vegar í fjölmiðlum þar sem Sólveig Anna Jónsdóttir formaður Eflingar og Dagur B. Eggertsson borgarstjóri skiptast á yfirlýsingum. Þar takast þau á um hvað borgarstjóri hafi sagt og ekki sagt um mögulega lausn deilunnar. Samkvæmt heimildum fréttastofu bauð borgarstjóri Sólveigu Önnu til fundar með tölvupósti í gær sem enn hafi ekki verið svarað. Sólveig Anna skrifar hins vegar á Facebook síðu borgarstjóra í morgun þar sem hún setur tvö skilyrði fyrir því að hitta hann. Að borgarstjóri birti opinberlega tilboð sem samninganefnd Eflingar hafi verið kynnt á samningafundi hjá ríkissáttasemjara hinn 19. febrúar, sama dag og borgarstjóri ræddi málin í Kastljóssviðtali, þannig að allir geti borið tilboðið saman við ummæli borgarstjóra í ríkissjónvarpinu. Þá krefst Sólveig þess að borgarstjóri mæti henni eða öðrum fulltrúa Eflingar í útvarps- eða sjónvarpsviðtali fyrir vikulok áður en að fundi þeirra geti orðið. Verkfallið hefur nú staðið í sextán daga og greinilegt að það er farið að reyna á þolrifin hjá mörgum foreldrum leikskólabarna. Margrét Vala Gylfadóttir formaður foreldrafélags leikskólans Hlíðar segir óásættanlegt að setja börn og foreldra í þessa stöðu á sama tíma og ekki séu haldnir samningafundir og deiluaðilar talist ekki við. „Við náttúrlega förum fram á að þau sýni okkur þá virðingu að tala saman við samningaborðið. Þar sem þessi samtöl eiga heima. Þannig að þér finnst það ekki líklegt til lausnar að borgarstjóri og formaður Eflingar skiptist á yfirlýsingum í fjölmiðlum? Nei, það minnir nú helst á sandkassaleik leikskólabarna sem eru helstu þolendurnir í þessari deilu,” segir Margrét. Skorar félagið á samninganefndir Eflingar og Reykjavíkurborgar að sýna börnum og foreldrum þá virðingu að ganga af heilindum að samningaborðinu með það fyrir augum að samningar náist hið fyrsta. Yfirlýsing frá foreldrafélaginu er hér fyrir neðan í heild sinni. Yfirlýsing frá foreldrafélagi leikskólans Hlíðar vegna aðgerðaleysis í kjaradeilu Eflingar og Reykjavíkurborgar Foreldrafélag leikskólans Hlíðar lýsir yfir vonbrigðum með gang viðræðna í kjaradeilu Eflingar og Reykjavíkurborgar. Fram hefur komið í fjölmiðlum að engar viðræður séu í gangi og vekur það furðu foreldra í félaginu. Foreldrar skilja ekki hvernig komast megi að samkomulagi ef deiluaðilar talast ekki við. Þeir hafa því áhyggjur af framhaldinu. Í dag er sextándi dagur verkfallsins. Tæplega 70 börn á leikskólanum Hlíð hafa verið heima allan þann tíma og ekkert getað farið á leikskólann þar sem fjórar af sex deildum Hlíðar eru alveg lokaðar í verkfallinu. Á tveimur deildum þar sem tæplega 40 börn stunda nám hefur starfsemi verið verulega skert. Börn á Hlíð eru orðin óþreyjufull eftir því að komast aftur á leikskólann. Mörg dæmi eru um börn sem mega illa við raskinu sem fylgir því þegar þeirra daglega líf fer úr skorðum og líður því illa vegna stöðunnar. Margir foreldrar eru kvíðnir og uppgefnir við að púsla deginum saman og eykur það enn frekar á vanlíðan barnanna. Dæmi eru um foreldra sem hafa þurft að nota sumarfríið sitt en það mun setja þau í vanda þær fjórar vikur sem sumarlokanir leikskólans standa yfir. Hluti foreldra eru einnig í þeirri stöðu að vera tekjulausir í verkfallinu þar sem þeir hafa þurft að taka launalaust leyfi. Með sama áframhaldi geta margar barnafjölskyldur lent í vanda sem mun taka langan tíma að vinna úr. Það er óásættanlegt að setja börn og foreldra í þessa stöðu meðan samningafundir eru ekki haldnir og deiluaðilar talast ekki við. Vinnubrögðin lýsa að mati foreldrafélagsins skilningsleysi á þeirri stöðu sem fjölskyldur eru í. Á sama tíma endurspegla þau virðingarleysi gagnvart börnum og foreldrum. Foreldrafélag leikskólans skorar á samninganefndir Eflingar og Reykjavíkurborgar að sýna börnum og foreldrum þá virðingu að ganga af heilindum að samningaborðinu með það fyrir augum að samningar náist hið fyrsta.
Kjaramál Reykjavík Verkföll 2020 Tengdar fréttir Telur kröfur Eflingar „út úr kú“ og samningsvilja Sólveigar engan Þórarinn Ævarsson, sem gegndi starfi framkvæmdastjóra IKEA á Íslandi í 13 ár, segir kröfur stéttarfélagsins Eflingar í yfirstandandi kjaraviðræðum við Reykjavíkurborg óásættanlegar. 29. febrúar 2020 14:45 Verkfall Eflingar heldur áfram þrátt fyrir tilboð um verkfallshlé Verkföll Eflingarfólks munu halda áfram þrátt fyrir boð samningarnefndar félagsins um tveggja daga verkfallshlé. 3. mars 2020 17:27 Bjóða verkfallshlé í tvo daga gegn skriflegri staðfestingu á „Kastljósstilboðinu“ Þessu greinir Efling frá í tilkynningu og kveðst hafa sent erindi þess efnis til borgarstjóra, með afriti á ríkissáttasemjara. 3. mars 2020 11:17 Samþykktu frekari verkföll með miklum meirihluta Félagsmenn stéttarfélagsins Eflingar sem greiddu atkvæði um verkföll hjá einkareknum skólum og hjá sveitarfélögum öðrum en Reykjavíkurborg samþykktu vinnustöðvanir í atkvæðagreiðslu. Munu vinnustöðvanir að óbreyttu hefjast 9. mars næstkomandi. 29. febrúar 2020 14:34 Mættu með börnin í Ráðhúsið Hafin er þriðja vikan í ótímabundnu verkfalli Eflingarstarfsfólk hjá Reykjavíkurborg. 2. mars 2020 12:12 Sóttu tæp fimm tonn af rusli í tvær blokkir á tuttugu mínútum Foreldrar kalla eftir að deiluaðilar rísi undir ábyrgð og semji. 2. mars 2020 19:30 Mest lesið Týndu vagni með jólamáltíðum sjúklinga á bráðamóttökunni Innlent Margt bendi til að Rússar hafi haft aðkomu að flugslysinu Erlent Rúta rann yfir rangan vegarhelming út í móa Innlent Alvarlegt bílslys í Öræfum Innlent Stuðningsmenn Assad drápu 14 ráðuneytisstarfsmenn Erlent Grímuskylda á Landspítalanum Innlent Áfengissala á helgidögum þjóðkirkjunnar stöðvuð af lögreglu Innlent Rólegt á aðfangadag en mikil aðsókn í viðtalstíma í desember Innlent Gamla ríkið falt og milljónir fylgja Innlent Nokkrir látnir í alvarlegu rútuslysi í Noregi Erlent Fleiri fréttir Icelandair skoðar næstu skref í þróun flugflotans Áfram töluverð snjóflóðahætta á Vestfjörðum Áfengissala á helgidögum þjóðkirkjunnar stöðvuð af lögreglu Snjóflóðahætta á Vestfjörðum og frumsýning Yermu Holtavörðuheiðinni lokað aftur í kvöld Sex voru fluttir með þyrlunni Gamla ríkið falt og milljónir fylgja Telja skemmdir í Bláfjöllum minniháttar Súðavíkurhlíð opin til 16 Alvarlegt bílslys í Öræfum Rólegt á aðfangadag en mikil aðsókn í viðtalstíma í desember Snjóflóð féllu á Súðavíkurhlíð Rúta rann yfir rangan vegarhelming út í móa Týndu vagni með jólamáltíðum sjúklinga á bráðamóttökunni Snjóflóð féll á Súðavíkurhlíð og rólegt í Kvennaathvarfinu Skógaskóli verður hótel Grímuskylda á Landspítalanum Búið að opna Hellisheiði og Holtavörðuheiði Strætó rann á bíl og ruslaskýli Töldu að ævilöng vesælmennska biði „barnanna á mölinni“ Jólakindin Djásn á Stokkseyri Standa vaktina á jóladag: „Þetta er bara eins og hina dagana“ Standa vaktina við lokunarpósta á jóladag Flugferðir hafnar að nýju í Keflavík Þak fauk nánast af hlöðu Fagna jólunum í Betlehem í skugga stríðs Hellisheiði og Þrengsli opna ekki fyrr en á morgun Aðeins ein flugvél lent í Keflavík í dag Útköll víða vegna óveðurs Erfiður tími þegar dóttirin kom út sem trans Sjá meira
Telur kröfur Eflingar „út úr kú“ og samningsvilja Sólveigar engan Þórarinn Ævarsson, sem gegndi starfi framkvæmdastjóra IKEA á Íslandi í 13 ár, segir kröfur stéttarfélagsins Eflingar í yfirstandandi kjaraviðræðum við Reykjavíkurborg óásættanlegar. 29. febrúar 2020 14:45
Verkfall Eflingar heldur áfram þrátt fyrir tilboð um verkfallshlé Verkföll Eflingarfólks munu halda áfram þrátt fyrir boð samningarnefndar félagsins um tveggja daga verkfallshlé. 3. mars 2020 17:27
Bjóða verkfallshlé í tvo daga gegn skriflegri staðfestingu á „Kastljósstilboðinu“ Þessu greinir Efling frá í tilkynningu og kveðst hafa sent erindi þess efnis til borgarstjóra, með afriti á ríkissáttasemjara. 3. mars 2020 11:17
Samþykktu frekari verkföll með miklum meirihluta Félagsmenn stéttarfélagsins Eflingar sem greiddu atkvæði um verkföll hjá einkareknum skólum og hjá sveitarfélögum öðrum en Reykjavíkurborg samþykktu vinnustöðvanir í atkvæðagreiðslu. Munu vinnustöðvanir að óbreyttu hefjast 9. mars næstkomandi. 29. febrúar 2020 14:34
Mættu með börnin í Ráðhúsið Hafin er þriðja vikan í ótímabundnu verkfalli Eflingarstarfsfólk hjá Reykjavíkurborg. 2. mars 2020 12:12
Sóttu tæp fimm tonn af rusli í tvær blokkir á tuttugu mínútum Foreldrar kalla eftir að deiluaðilar rísi undir ábyrgð og semji. 2. mars 2020 19:30