LA Lakers heldur áfram að gera það gott í NBA-deildinni en liðið vann sannfærandi sigur á Philadelphia.
76ers réð ekkert við Anthony Davis sem skoraði 37 stig í leiknum og tók 13 fráköst. LeBron James skæður sömuleiðis með 22 stig, 14 stoðsendingar og 7 fráköst. Lakers-vélin mallar vel sem fyrr.
@AntDavis23 delivers an all-around performance in the @Lakers home W.
— NBA (@NBA) March 4, 2020
37 PTS | 13 REB | 4 STL | 4 3PM pic.twitter.com/tgvlHCl3v4
Nágrannar þeirra í LA Clippers unnu sinn fimmta leik í röð er þeir fóru til Oklahoma City og skelltu liði Thunder.
Þar var Kawhi Leonard í stuði hjá Clippers með 25 stig og 8 fráköst. Paul George og Montrezl Harrell komu næstir með 16 stig.
Tim Duncan stýrði liði San Antonio Spurs í fyrsta skipti í gær en þjálfari liðsins, Gregg Popovich, tók frí af persónulegum ástæðum. Duncan lenti í rosalegum leik gegn Charlotte sem vannst með eins stigs mun.
Úrslit:
Charlotte-San Antonio 103-104
Boston-Brooklyn 120-129
New Orleans-Minnesota 134-139
Oklahoma-LA Clippers 94-109
Denver-Golden State 100-116
Phoenix-Toronto 114-123
LA Lakers-Philadelphia 120-107
Sacramento-Washington 133-126