Framlengingin: Lofar að greiða Finni laun úr eigin vasa Sindri Sverrisson skrifar 3. mars 2020 23:30 Kjartan Atli Kjartansson var með Teit Örlygsson, Sævar Sævarsson og Benedikt Guðmundsson sér til fulltingis í síðasta þætti. Sérfræðingarnir í Domino's Körfuboltakvöldi tóku fyrir nokkur mál í framlengingunni í gærkvöld og veltu til að mynda fyrir sér hvað Finnur Freyr Stefánsson myndi taka sér fyrir hendur á næstu leiktíð. Eftir tap Tindstóls gegn Fjölni spurði Kjartan Atli Kjartansson hvort að Sauðkrækingar hefðu tekið ranga ákvörðun með því að senda Gerel Simmons heim en halda Deremy Geiger. Benedikt Guðmundsson var til svars: „Ég held að þeir hljóti að sjá eftir að hafa ekki skipt út [Jasmin] Perkovic. Geiger er ekki búinn að sannfæra mig. Ég var alveg stuðningsmaður þess að þeir myndu skipta út Simmons, því mér fannst hann ekki nógu stöðugur. En þegar þú ert að skipta út leikmanni þá þarftu helst að fá betri mann í staðinn. Mér finnst Geiger ekki einu sinni búinn að sýna að hann sé jafngóður og Simmons. Hann er langt frá því að vera betri, alla vega eins og hann hefur spilað núna. Stólarnir voru í þeirri stöðu að vera með þá báða í töluverðan tíma, þannig að þeir eru búnir að fá hellings tíma til að meta. Er hann jafngóður, er hann betri, eða eigum við bara að halda Simmons? Þarna hefur eitthvað klikkað. Ekki nema að Geiger eigi bara helling inni. Hann þarf þá að fara að sýna það,“ sagði Benedikt. Framlenginguna má sjá í heild hér að neðan. Klippa: Framlengingin Sérfræðingarnir veltu einnig fyrir sér komu Vals Orra Valssonar til Keflavíkur og hvaða áhrif hún hefði: „Hann mun alla vega ekki veikja titilvonirnar,“ sagði Sævar Sævarsson. „Hann færir ró yfir liðið. Það er hægt að hvíla Hössa [Hörð Axel Vilhjálmsson] núna án þess að liðið fari í baklás og smá „panic mode“. Veigar [Áki Hlynsson] er frábær leikmaður en hann á ennþá langt í land. Það sést svo rosalega mikið á liðinu þegar hann kemur inn á, hvað það fer mikið panik í gang. Á móti bestu liðunum þá mun það ekki duga, sérstaklega ekki í úrslitakeppninni. Valur mun með sinni reynslu og hæfileikum færa ró yfir þetta. Hann hefur líka fram yfir Veigar að geta skotið boltanum,“ sgaði Sævar. „Hann þekkir alla í kringum liðið og það er ekki það langt síðan að Valur var þarna. Eftir 2-3 leiki held ég að Valur verði kominn á fullt,“ bætti Teitur Örlygsson við. Sérfræðingarnir rýndu einnig í fallslag Vals og Þórs Akureyri í næstu umferð og sögðu sitt álit á því hver þrjú bestu lið landsins í dag væru. Í ljósi fregna af því að Finnur Freyr Stefánsson væri á heimleið í sumar var lokaspurningin hvað þjálfarinn sigursæli tæki sér fyrir hendur. Spekingarnir voru misviljugir til að tjá sig um það en Sævar lofaði Finni 450.000 krónum á mánuði úr eigin vasa fyrir að taka að sér þjálfun yngri flokka í Keflavík. Framlenginguna má sjá í heild hér að ofan. Dominos-deild karla Körfuboltakvöld Tengdar fréttir Finnur Freyr væntanlega á heimleið Einn sigursælasti körfuknattleiksþjálfari landsins, Finnur Freyr Stefánsson, mun að öllum líkindum snúa aftur heim í sumar. 2. mars 2020 09:30 Mest lesið Innlit í löngu úrelta klefa Íslands sem Ceferin vill láta taka í gegn Íslenski boltinn Mega ekki sýna neikvæð viðbrögð í garð Trumps Sport Frek stuðningskona Phillies fordæmd fyrir að taka bolta af barni Sport Rúrik segir að Füllkrug vilji ekki láta laga tennurnar í sér Enski boltinn Segir að enska liðinu hafi farið aftur undir stjórn Tuchels Fótbolti Uppgjörið: Þróttur - FHL 2-2 | Jafnt í Laugardalnum Íslenski boltinn Onana samþykkir skiptin til Tyrklands Fótbolti Ronaldo skoraði tvö meðan andi Diogo Jota sveif yfir vötnum Fótbolti Depay orðinn markahæstur í sögu Hollands Fótbolti Óvænt þegar Georgía sló Frakkland út Körfubolti Fleiri fréttir Ísraelar númeri of litlir fyrir Grikki Slóvenar sluppu með skrekkinn gegn Ítölum Óvænt þegar Georgía sló Frakkland út Nýi ríkisborgarinn leiddi Pólverja til sigurs Angel Reese í hálfs leiks bann Kobe Bryant á ennþá langvinsælustu skóna í NBA Finnar með einn óvæntasta sigur í sögu EM Stórleikur Porzingis dugði Lettum skammt Unnu lokaleikhlutann með 26 stigum Sengün stórkostlegur þegar Tyrkir komust í átta liða úrslit Valsmenn búnir að finna Kana Gaf báðum stelpunum sem hann datt á áritaða treyju Caitlin Clark ekki meira með á tímabilinu Myndir frá endalokum Íslands á EM Luka skaut Ísrael í kaf EM í dag: Flenging og stór bossi í kveðjuþætti Skýrsla Henrys: Eins og lömb leidd til slátrunar „Heilinn var að öskra á mig og líkaminn svaraði ekki“ Hilmar Smári til Litáens Craig vill halda áfram: „Vona að þetta hafi ekki verið síðasti leikurinn“ Síðasti landsleikur Ægis?: „Það eru góðar líkur á því“ „Þetta er búið að vera eins og lífið er“ „Þegar maður klæðist þessari treyju er maður stór“ Einkunnir á móti Frakklandi: Engin orka og engin trú Myndaveisla: Gleði fyrir síðasta leikinn á EM Leik lokið: Ísland - Frakkland 114 - 74 | Afleitur endir á EM Skandall í NBA: Borguðu honum milljarða fyrir að gera ekki neitt „Jesús breytti vatni í vín en ég kann það ekki“ Ferðaþreyta, tilfinningarússíbani og lærdómur Fjögur einvígi klár: Jokic réði ekki við Tyrki og Þjóðverjar óstöðvandi Sjá meira
Sérfræðingarnir í Domino's Körfuboltakvöldi tóku fyrir nokkur mál í framlengingunni í gærkvöld og veltu til að mynda fyrir sér hvað Finnur Freyr Stefánsson myndi taka sér fyrir hendur á næstu leiktíð. Eftir tap Tindstóls gegn Fjölni spurði Kjartan Atli Kjartansson hvort að Sauðkrækingar hefðu tekið ranga ákvörðun með því að senda Gerel Simmons heim en halda Deremy Geiger. Benedikt Guðmundsson var til svars: „Ég held að þeir hljóti að sjá eftir að hafa ekki skipt út [Jasmin] Perkovic. Geiger er ekki búinn að sannfæra mig. Ég var alveg stuðningsmaður þess að þeir myndu skipta út Simmons, því mér fannst hann ekki nógu stöðugur. En þegar þú ert að skipta út leikmanni þá þarftu helst að fá betri mann í staðinn. Mér finnst Geiger ekki einu sinni búinn að sýna að hann sé jafngóður og Simmons. Hann er langt frá því að vera betri, alla vega eins og hann hefur spilað núna. Stólarnir voru í þeirri stöðu að vera með þá báða í töluverðan tíma, þannig að þeir eru búnir að fá hellings tíma til að meta. Er hann jafngóður, er hann betri, eða eigum við bara að halda Simmons? Þarna hefur eitthvað klikkað. Ekki nema að Geiger eigi bara helling inni. Hann þarf þá að fara að sýna það,“ sagði Benedikt. Framlenginguna má sjá í heild hér að neðan. Klippa: Framlengingin Sérfræðingarnir veltu einnig fyrir sér komu Vals Orra Valssonar til Keflavíkur og hvaða áhrif hún hefði: „Hann mun alla vega ekki veikja titilvonirnar,“ sagði Sævar Sævarsson. „Hann færir ró yfir liðið. Það er hægt að hvíla Hössa [Hörð Axel Vilhjálmsson] núna án þess að liðið fari í baklás og smá „panic mode“. Veigar [Áki Hlynsson] er frábær leikmaður en hann á ennþá langt í land. Það sést svo rosalega mikið á liðinu þegar hann kemur inn á, hvað það fer mikið panik í gang. Á móti bestu liðunum þá mun það ekki duga, sérstaklega ekki í úrslitakeppninni. Valur mun með sinni reynslu og hæfileikum færa ró yfir þetta. Hann hefur líka fram yfir Veigar að geta skotið boltanum,“ sgaði Sævar. „Hann þekkir alla í kringum liðið og það er ekki það langt síðan að Valur var þarna. Eftir 2-3 leiki held ég að Valur verði kominn á fullt,“ bætti Teitur Örlygsson við. Sérfræðingarnir rýndu einnig í fallslag Vals og Þórs Akureyri í næstu umferð og sögðu sitt álit á því hver þrjú bestu lið landsins í dag væru. Í ljósi fregna af því að Finnur Freyr Stefánsson væri á heimleið í sumar var lokaspurningin hvað þjálfarinn sigursæli tæki sér fyrir hendur. Spekingarnir voru misviljugir til að tjá sig um það en Sævar lofaði Finni 450.000 krónum á mánuði úr eigin vasa fyrir að taka að sér þjálfun yngri flokka í Keflavík. Framlenginguna má sjá í heild hér að ofan.
Dominos-deild karla Körfuboltakvöld Tengdar fréttir Finnur Freyr væntanlega á heimleið Einn sigursælasti körfuknattleiksþjálfari landsins, Finnur Freyr Stefánsson, mun að öllum líkindum snúa aftur heim í sumar. 2. mars 2020 09:30 Mest lesið Innlit í löngu úrelta klefa Íslands sem Ceferin vill láta taka í gegn Íslenski boltinn Mega ekki sýna neikvæð viðbrögð í garð Trumps Sport Frek stuðningskona Phillies fordæmd fyrir að taka bolta af barni Sport Rúrik segir að Füllkrug vilji ekki láta laga tennurnar í sér Enski boltinn Segir að enska liðinu hafi farið aftur undir stjórn Tuchels Fótbolti Uppgjörið: Þróttur - FHL 2-2 | Jafnt í Laugardalnum Íslenski boltinn Onana samþykkir skiptin til Tyrklands Fótbolti Ronaldo skoraði tvö meðan andi Diogo Jota sveif yfir vötnum Fótbolti Depay orðinn markahæstur í sögu Hollands Fótbolti Óvænt þegar Georgía sló Frakkland út Körfubolti Fleiri fréttir Ísraelar númeri of litlir fyrir Grikki Slóvenar sluppu með skrekkinn gegn Ítölum Óvænt þegar Georgía sló Frakkland út Nýi ríkisborgarinn leiddi Pólverja til sigurs Angel Reese í hálfs leiks bann Kobe Bryant á ennþá langvinsælustu skóna í NBA Finnar með einn óvæntasta sigur í sögu EM Stórleikur Porzingis dugði Lettum skammt Unnu lokaleikhlutann með 26 stigum Sengün stórkostlegur þegar Tyrkir komust í átta liða úrslit Valsmenn búnir að finna Kana Gaf báðum stelpunum sem hann datt á áritaða treyju Caitlin Clark ekki meira með á tímabilinu Myndir frá endalokum Íslands á EM Luka skaut Ísrael í kaf EM í dag: Flenging og stór bossi í kveðjuþætti Skýrsla Henrys: Eins og lömb leidd til slátrunar „Heilinn var að öskra á mig og líkaminn svaraði ekki“ Hilmar Smári til Litáens Craig vill halda áfram: „Vona að þetta hafi ekki verið síðasti leikurinn“ Síðasti landsleikur Ægis?: „Það eru góðar líkur á því“ „Þetta er búið að vera eins og lífið er“ „Þegar maður klæðist þessari treyju er maður stór“ Einkunnir á móti Frakklandi: Engin orka og engin trú Myndaveisla: Gleði fyrir síðasta leikinn á EM Leik lokið: Ísland - Frakkland 114 - 74 | Afleitur endir á EM Skandall í NBA: Borguðu honum milljarða fyrir að gera ekki neitt „Jesús breytti vatni í vín en ég kann það ekki“ Ferðaþreyta, tilfinningarússíbani og lærdómur Fjögur einvígi klár: Jokic réði ekki við Tyrki og Þjóðverjar óstöðvandi Sjá meira
Finnur Freyr væntanlega á heimleið Einn sigursælasti körfuknattleiksþjálfari landsins, Finnur Freyr Stefánsson, mun að öllum líkindum snúa aftur heim í sumar. 2. mars 2020 09:30