Útgerðarfélag Reykjavíkur unir illa dómi héraðsdóms Sunna Kristín Hilmarsdóttir skrifar 3. mars 2020 18:53 Guðmundur Kristjánsson er stærsti eigandi Útgerðarfélags Reykjavíkur. Vísir/Vilhelm Útgerðarfélag Reykjavíkur hf. skoðar nú stöðu sína eftir að Héraðsdómur Reykjavíkur dæmdi félagið til þess að greiða þrotabúi Glitnis um tvo milljarða króna vegna afleiðusamninga frá árinu 2008. Félagið unir illa dómnum „sérstaklega í ljósi þess að þrotabú Glitnis og fulltrúar hins opinbera komast undan kröfu um að sanna aðild sína að málinu,“ eins og segir í tilkynningu ÚR.Sjá einnig: Útgerðarfélag Reykjavíkur dæmt til að greiða þrotabúi Glitnis tvo milljarða Í tilkynningu kemur fram að félagið telji þrotabú Glitnis ekki aðila málsins „vegna þess að það afsalaði sér hinum meintu kröfum með sk. stöðugleikasamkomulagi við íslenska ríkið í desember 2015 áður en ÚR var stefnt í apríl 2016.“ Vill ÚR meina að allir ársreikningar Glitnis frá frá árunum 2015 til 2019 sem og ríkisreikningur fyrir árið 2016 staðfesti að umræddar kröfur séu ekki á meðal eigna þrotabúsins heldur ríkissjóðs: „Héraðsdómur átti að vísa málinu frá vegna þess að ÚR er dæmt til að greiða aðila sem á ekki þessa meinta kröfu. Eftir að málið var dómtekið hefur komið fram í mati ríkisendurskoðanda, sem framkvæmdastjóri ÚR hefur undir höndum, að umræddar kröfur eru í eigu ríkisjóðs. ÚR óskaði eftir því fyrir dómi að stöðugleikasamningurinn yrði gerður opinber og lagður fyrir dóminn og var framkvæmdastjóri hjá Seðlabanka Íslands kallaður fyrir með samninginn, en hann óhlýðnaðist dómara og neitaði að mæta með samninginn. Vitnisburður framkvæmdastjórans hjá Seðlabanka Íslands, stangast á við fullyrðingar í ársreikningum Glitnis 2015 til 2019, ríkisreikningi fyrir 2016 og Ríkisendurskoðanda. ÚR unir illa úrskurði héraðsdóms sérstaklega í ljósi þess að þrotabú Glitnis og fulltrúar hins opinbera komast undan kröfu um að sanna aðild sína að málinu. Það skýtur skökku við þegar gerðar eru auknar kröfur af almenningi og hinu opinbera til einkaaðila um gagnsæi að opinberir aðilar haldi kyrfilega leyndum samningum sem þeir gera við þrotabú í eigu erlendra huldusjóða og hindri þannig framgang eðlilegrar réttvísi hér á landi,“ segir í tilkynningunni en undir hana ritar Runólfur Viðar Guðmundsson, framkvæmdastjóri Útgerðarfélags Reykjavíkur. Dómsmál Sjávarútvegur Tengdar fréttir „Við eigum kannski ekki tvo milljarða í cash-i“ Svo virðist sem að endurrit af hljópupptökum af símtölum á milli Guðmundar Kristjánssonar, forstjóra Brims, og forstöðumanns gjaldeyrisviðskipta hins fallna banka Glitnis í október 2008 hafi skipt sköpum í máli þrotabúi Glitnis gegn útgerðarfélaginu. 3. mars 2020 14:00 Útgerðarfélag Reykjavíkur dæmt til að greiða þrotabúi Glitnis tvo milljarða Héraðsdómur Reykjavíkur hefur dæmt Útgerðarfélag Reykjavíkur, sem hét um árabil Brim, til þess að greiða Glitni Hold Co, þrotabúi hins fallna banka Glitnis, tvo milljarða í deilu um greiðsluskyldu útgerðarfélagsins vegna 31 afleiðusamnings sem gerðir voru árið 2008. 3. mars 2020 10:38 Mest lesið Sjálfstætt starfandi fjölgar: Fljótlegt, einfalt og oft ódýrara Atvinnulíf Olíufélögin hafi hætt við að elta Costco Neytendur Sjálfstætt starfandi fjölgar: „Hvað gerist þegar forstjórinn veikist?“ Atvinnulíf Mælir ekki með „TikTok-sparnaðarleiðunum“ Neytendur Sigrún Ósk kveður Stöð 2 Viðskipti innlent Meta birtir óumbeðnar gervigreindarmyndir af notendum Instagram Viðskipti erlent Semja um sjóflutninga og hafnaruppbyggingu í Þorlákshöfn Viðskipti innlent Mannauðsmál: „Enn of mikil tilhneiging til að taka ekki á málum“ Atvinnulíf Hættir sem ritstjóri Bændablaðsins Viðskipti innlent Ný gervigreindarlausn opnar fyrir sólarhringsþjónustu 1819 Viðskipti innlent Fleiri fréttir Semja um sjóflutninga og hafnaruppbyggingu í Þorlákshöfn Flugumferð aldrei verið meiri en á síðasta ári Sigrún Ósk kveður Stöð 2 Ný gervigreindarlausn opnar fyrir sólarhringsþjónustu 1819 Nýr framkvæmdastjóri Kuehne+Nagel á Íslandi Kaupa meirihluta hlutafjár Internets á Íslandi hf. Litlar breytingar á þorski í stofnmælingu Hafró Þurfa að greiða starfsfólki Flame enn fleiri milljónir Ráðinn sviðsstjóri viðskiptasviðs hjá Faxaflóahöfnum Íbúðum í byggingu fór fækkandi á milli ára Hættir sem ritstjóri Bændablaðsins Stefán Örn nýr eigandi hjá Rétti JBT Marel tekið til viðskipta í Kauphöllinni Hótel Selfoss verður Marriott hótel Lætur af störfum hjá Stöð 2 eftir tuttugu ára feril Engin hópuppsögn í desember Aldrei jafn margir ferðast með Icelandair Slitu kolefnisbindingarfyrirtækinu Running Tide Eigendum fjölgar hjá LOGOS Þrír og hálfur milljarður króna fyrir Perluna Blöskrar 14 prósent verðhækkun tryggingarfélags Ummæli stjórnarmanns Eflingar um sníkjudýr „til skammar“ Vigdís frá Play til Nettó Gjafabréf og alls konar flatbökudótarí vinsælar jólagjafir í ár Innkalla nagstangir sem hundar veikjast af Nýskráning fólksbíla dróst saman um rúm fjörutíu prósent Kaupsamningar nærri helmingi fleiri en í fyrra Verkalýðshreyfingin sé stærsta ógnin við starfsöryggi á veitingastöðum Slippurinn allur að sumri loknu „Langstærsta“ vikan í sögu Ölgerðarinnar Sjá meira
Útgerðarfélag Reykjavíkur hf. skoðar nú stöðu sína eftir að Héraðsdómur Reykjavíkur dæmdi félagið til þess að greiða þrotabúi Glitnis um tvo milljarða króna vegna afleiðusamninga frá árinu 2008. Félagið unir illa dómnum „sérstaklega í ljósi þess að þrotabú Glitnis og fulltrúar hins opinbera komast undan kröfu um að sanna aðild sína að málinu,“ eins og segir í tilkynningu ÚR.Sjá einnig: Útgerðarfélag Reykjavíkur dæmt til að greiða þrotabúi Glitnis tvo milljarða Í tilkynningu kemur fram að félagið telji þrotabú Glitnis ekki aðila málsins „vegna þess að það afsalaði sér hinum meintu kröfum með sk. stöðugleikasamkomulagi við íslenska ríkið í desember 2015 áður en ÚR var stefnt í apríl 2016.“ Vill ÚR meina að allir ársreikningar Glitnis frá frá árunum 2015 til 2019 sem og ríkisreikningur fyrir árið 2016 staðfesti að umræddar kröfur séu ekki á meðal eigna þrotabúsins heldur ríkissjóðs: „Héraðsdómur átti að vísa málinu frá vegna þess að ÚR er dæmt til að greiða aðila sem á ekki þessa meinta kröfu. Eftir að málið var dómtekið hefur komið fram í mati ríkisendurskoðanda, sem framkvæmdastjóri ÚR hefur undir höndum, að umræddar kröfur eru í eigu ríkisjóðs. ÚR óskaði eftir því fyrir dómi að stöðugleikasamningurinn yrði gerður opinber og lagður fyrir dóminn og var framkvæmdastjóri hjá Seðlabanka Íslands kallaður fyrir með samninginn, en hann óhlýðnaðist dómara og neitaði að mæta með samninginn. Vitnisburður framkvæmdastjórans hjá Seðlabanka Íslands, stangast á við fullyrðingar í ársreikningum Glitnis 2015 til 2019, ríkisreikningi fyrir 2016 og Ríkisendurskoðanda. ÚR unir illa úrskurði héraðsdóms sérstaklega í ljósi þess að þrotabú Glitnis og fulltrúar hins opinbera komast undan kröfu um að sanna aðild sína að málinu. Það skýtur skökku við þegar gerðar eru auknar kröfur af almenningi og hinu opinbera til einkaaðila um gagnsæi að opinberir aðilar haldi kyrfilega leyndum samningum sem þeir gera við þrotabú í eigu erlendra huldusjóða og hindri þannig framgang eðlilegrar réttvísi hér á landi,“ segir í tilkynningunni en undir hana ritar Runólfur Viðar Guðmundsson, framkvæmdastjóri Útgerðarfélags Reykjavíkur.
Dómsmál Sjávarútvegur Tengdar fréttir „Við eigum kannski ekki tvo milljarða í cash-i“ Svo virðist sem að endurrit af hljópupptökum af símtölum á milli Guðmundar Kristjánssonar, forstjóra Brims, og forstöðumanns gjaldeyrisviðskipta hins fallna banka Glitnis í október 2008 hafi skipt sköpum í máli þrotabúi Glitnis gegn útgerðarfélaginu. 3. mars 2020 14:00 Útgerðarfélag Reykjavíkur dæmt til að greiða þrotabúi Glitnis tvo milljarða Héraðsdómur Reykjavíkur hefur dæmt Útgerðarfélag Reykjavíkur, sem hét um árabil Brim, til þess að greiða Glitni Hold Co, þrotabúi hins fallna banka Glitnis, tvo milljarða í deilu um greiðsluskyldu útgerðarfélagsins vegna 31 afleiðusamnings sem gerðir voru árið 2008. 3. mars 2020 10:38 Mest lesið Sjálfstætt starfandi fjölgar: Fljótlegt, einfalt og oft ódýrara Atvinnulíf Olíufélögin hafi hætt við að elta Costco Neytendur Sjálfstætt starfandi fjölgar: „Hvað gerist þegar forstjórinn veikist?“ Atvinnulíf Mælir ekki með „TikTok-sparnaðarleiðunum“ Neytendur Sigrún Ósk kveður Stöð 2 Viðskipti innlent Meta birtir óumbeðnar gervigreindarmyndir af notendum Instagram Viðskipti erlent Semja um sjóflutninga og hafnaruppbyggingu í Þorlákshöfn Viðskipti innlent Mannauðsmál: „Enn of mikil tilhneiging til að taka ekki á málum“ Atvinnulíf Hættir sem ritstjóri Bændablaðsins Viðskipti innlent Ný gervigreindarlausn opnar fyrir sólarhringsþjónustu 1819 Viðskipti innlent Fleiri fréttir Semja um sjóflutninga og hafnaruppbyggingu í Þorlákshöfn Flugumferð aldrei verið meiri en á síðasta ári Sigrún Ósk kveður Stöð 2 Ný gervigreindarlausn opnar fyrir sólarhringsþjónustu 1819 Nýr framkvæmdastjóri Kuehne+Nagel á Íslandi Kaupa meirihluta hlutafjár Internets á Íslandi hf. Litlar breytingar á þorski í stofnmælingu Hafró Þurfa að greiða starfsfólki Flame enn fleiri milljónir Ráðinn sviðsstjóri viðskiptasviðs hjá Faxaflóahöfnum Íbúðum í byggingu fór fækkandi á milli ára Hættir sem ritstjóri Bændablaðsins Stefán Örn nýr eigandi hjá Rétti JBT Marel tekið til viðskipta í Kauphöllinni Hótel Selfoss verður Marriott hótel Lætur af störfum hjá Stöð 2 eftir tuttugu ára feril Engin hópuppsögn í desember Aldrei jafn margir ferðast með Icelandair Slitu kolefnisbindingarfyrirtækinu Running Tide Eigendum fjölgar hjá LOGOS Þrír og hálfur milljarður króna fyrir Perluna Blöskrar 14 prósent verðhækkun tryggingarfélags Ummæli stjórnarmanns Eflingar um sníkjudýr „til skammar“ Vigdís frá Play til Nettó Gjafabréf og alls konar flatbökudótarí vinsælar jólagjafir í ár Innkalla nagstangir sem hundar veikjast af Nýskráning fólksbíla dróst saman um rúm fjörutíu prósent Kaupsamningar nærri helmingi fleiri en í fyrra Verkalýðshreyfingin sé stærsta ógnin við starfsöryggi á veitingastöðum Slippurinn allur að sumri loknu „Langstærsta“ vikan í sögu Ölgerðarinnar Sjá meira
„Við eigum kannski ekki tvo milljarða í cash-i“ Svo virðist sem að endurrit af hljópupptökum af símtölum á milli Guðmundar Kristjánssonar, forstjóra Brims, og forstöðumanns gjaldeyrisviðskipta hins fallna banka Glitnis í október 2008 hafi skipt sköpum í máli þrotabúi Glitnis gegn útgerðarfélaginu. 3. mars 2020 14:00
Útgerðarfélag Reykjavíkur dæmt til að greiða þrotabúi Glitnis tvo milljarða Héraðsdómur Reykjavíkur hefur dæmt Útgerðarfélag Reykjavíkur, sem hét um árabil Brim, til þess að greiða Glitni Hold Co, þrotabúi hins fallna banka Glitnis, tvo milljarða í deilu um greiðsluskyldu útgerðarfélagsins vegna 31 afleiðusamnings sem gerðir voru árið 2008. 3. mars 2020 10:38