Lífið

Daði ætlar sér ekki að breyta atriðinu

Stefán Árni Pálsson skrifar
Daði Freyr og Gagnamagnið ætla sér alla leið.
Daði Freyr og Gagnamagnið ætla sér alla leið.

„Núna er bara að fara af stað svaka prógram,“ segir Daði Freyr Pétursson í þættinum Reykjavík síðdegis á Bylgjunni í dag. Daði og Gagnamagnið unnið Söngvakeppnina á laugardaginn með laginu Think about things sem verður framlag Íslands í Eurovision í Rotterdam í maí.

„Stemningin í hópnum er mjög góð og við erum bara tilbúin í þetta. Við höfum verið að fá frábærar viðtökur en maður heyrir líka af fólki sem finnst þetta fyrir neðan Eurovision, það sem við erum að gera, að við séum að gera lítið úr keppninni.“

Hann segir að það sé fámennur en hávær hópur.

„Stefnan er tekin á að vinna þetta. Við erum ekkert að gera ráð fyrir því eða gera okkur upp allt of miklar vonir. Við erum að keppa í þessu til þess að reyna vinna.“

Daði segist ekki vilja breyta atriðinu.

„Lagið er í rauninni samið út frá atriðinu og því er ég ekkert að fara breyta atriðinu nema ég fari að breyta laginu. Skjáirnir og sviðið er miklu stærra þarna úti en hreyfingarnar okkar verða þær sömu.“


Tengdar fréttir

Rússar sækja hart að Daða

Þó svo að Rússar hafi ekki ennþá valið hvaða lag verður þeirra framlag í Eurovision í ár er ljóst að flytjandi þess mun veita Daða harða samkeppni.






Fleiri fréttir

Sjá meira


×