Jákvætt að kórónuveirusmit greinist á Íslandi Kristín Ólafsdóttir skrifar 3. mars 2020 10:24 Kjartan Hreinn Njálsson, aðstoðarmaður landlæknis. Vísir/vilhelm Aðstoðarmaður landlæknis segir það ekki neikvætt að kórónuveirusmit séu að greinast á Íslandi. Þvert á móti sé það jákvætt og til marks um árangursríkt viðbragð yfirvalda. Alls hafa níu Íslendingar verið greindir með kórónuveiru, þar af sex í gær. Öll smitin má rekja til Ítalíu nema eitt. Þar er um að ræða karlmann sem dvalið hafði í Austurríki en kom hingað til lands frá München í Þýskalandi á sunnudag. Hlutfallslega hafa því nokkuð mörg smit greinst á Íslandi en tilfelli á hverja hundrað þúsund íbúa eru orðin 2,64. Kjartan Hreinn Njálsson aðstoðarmaður landlæknis segir í færslu á Twitter-reikningi sínum að það sé merkilegt hversu margir haldi að það sé neikvætt „eða vitnisburður um veik viðbrögð að við séum að greina #COVID19 smit hér á landi.“ „Þvert á móti er þetta jákvætt. Við erum að ná þessum innfluttu smitum mjög snemma og þetta er fólk sem er að greinast meðan það er í sóttkví,“ segir Kjartan Hreinn. Viðbúnaður hér á landi sé í raun óvenjulega mikill. „Ef hann væri ekki til staðar, líkt og víða annars staðar, þá værum við ekki að finna þessi tilfelli. Þau myndu grassera hér. Hvernig væri það betra?“ Viðbúnaður hér á landi er mikill, óvenjulega mikill í raun. Ef hann væri ekki til staðar, líkt og víða annars staðar, þá værum við ekki að finna þessi tilfelli. Þau myndu grassera hér. Hvernig væri það betra?— Kjartan Hreinn (@kjartanhn) March 3, 2020 Þórólfur Guðnason sóttvarnalæknir tók í sama streng á upplýsingafundi almannavarna í gær. Þar sagði hann að viðbrögð yfirvalda væru stífari hér á landi en annars staðar og að óvíst væri hversu lengi verði haldið í slíkar aðgerðir. Viðbragðið stuðli vonandi að því að hér verði ekki útbreiddur faraldur. Hátt í þrjú hundruð manns eru nú í sóttkví á Íslandi vegna kórónuveirunnar. Sóttvarnalæknir beinir því til einstaklinga, með búsetu á Íslandi, sem hafa verið á skilgreindum áhættusvæðum, það er Ítalíu, Kína, Suður Kóreu og Íran og snúa heim, að halda sig heima í 14 daga eftir að þeir hafa yfirgefið skilgreind áhættusvæði. Almannavarnir Faraldur kórónuveiru (COVID-19) Tengdar fréttir Níundi smitaði Íslendingurinn kom frá Austurríki á sunnudag Hann hafði dvalið þar ásamt fjölskyldu sinni. 3. mars 2020 08:33 Kínverjar komnir í gegnum það versta Heilbrigðisráðuneyti Kína tilkynnti í nótt að einungis 125 ný smit nýju kórónuveirunnar hafi verið staðfest þar í landi á einum sólarhring. Sú tala hefur ekki verið svo lág síðan þann 20. janúar. 3. mars 2020 06:43 Sitja sem fastast vegna gruns um kórónuveirusmit Þýska skemmtiferðaskipið Aida Aura hefur frestað brottför sinni frá Haugasundi í Noregi vegna gruns um kórónuveirusmit um borð. 3. mars 2020 08:10 Mest lesið Samfélagið í Árbæ harmi slegið vegna andláts Maciej Innlent Tuga kílómetra slóð á hafsbotni hjá skemmda sæstrengnum Erlent Farþegar heyrðu mikinn hvell við flugtak og vélinni nauðlent Erlent Vita ekki hvenær þau komast heim með líkamsleifar drengsins síns Innlent María Kristjánsdóttir er látin Innlent Þessir Íslendingar kvöddu á árinu 2024 Innlent Snjóþekja og skafrenningur gætu sett strik í reikninginn Innlent Öflugasta eftirlit í áratugi veltur á fjármögnun stjórnvalda Innlent Ákall eftir réttmætari dreifingu á arði Innlent „Mjög margir sem gleyma því og eru þá eins og beljur á svelli“ Innlent Fleiri fréttir Nokkura bíla árekstur á Vatnaleið Flestir ánægðir með Kristrúnu en mest óánægja með Bjarna Táningspiltur mögulega með reykeitrun eftir flugeldafikt Vita ekki hvenær þau komast heim með líkamsleifar drengsins síns Ákall eftir réttmætari dreifingu á arði Samfélag í sárum, ný könnun og kíkt á bak við tjöldin Vilja ekki fresta fundi í ljósi nýs raunveruleika í pólitík 3,7 milljónir fiska drápust eða var fargað Gæsluvarðhald í stóru fíkniefnamáli framlengt Laun hjúkrunarfræðinga nú sambærileg við BHM Öflugasta eftirlit í áratugi veltur á fjármögnun stjórnvalda Jón Steindór aðstoðar Daða Má Ríkisráð fundar ekki á morgun eins og hefð er fyrir Hægur vindur og slæm loftgæði „Mjög margir sem gleyma því og eru þá eins og beljur á svelli“ Snjórinn léttur og laus í sér og fer auðveldlega af stað Stefnir ótrauð á landsfund að austan og segir veðrið ekki vandamál Samfélagið í Árbæ harmi slegið vegna andláts Maciej Sögulegt ár á fasteignamarkaði að baki Kórónugos stefnir á jörðina og von á litríkum norðurljósum Bestu augnablikin úr Kryddsíldinni Yfir tvö hundruð skjálftar hjá Eldey „Handfærin geta aldrei ógnað neinum fiskistofni“ María Kristjánsdóttir er látin Kviknaði í frystihúsinu út frá flugeldum Þessir Íslendingar kvöddu á árinu 2024 Snjóþekja og skafrenningur gætu sett strik í reikninginn Hafa þegar brugðist við mörgum ábendingum umboðsmanns um Stuðla Eldur og skemmdir vegna flugelda Eldsvoði í gömlu frystihúsi í Vogum Sjá meira
Aðstoðarmaður landlæknis segir það ekki neikvætt að kórónuveirusmit séu að greinast á Íslandi. Þvert á móti sé það jákvætt og til marks um árangursríkt viðbragð yfirvalda. Alls hafa níu Íslendingar verið greindir með kórónuveiru, þar af sex í gær. Öll smitin má rekja til Ítalíu nema eitt. Þar er um að ræða karlmann sem dvalið hafði í Austurríki en kom hingað til lands frá München í Þýskalandi á sunnudag. Hlutfallslega hafa því nokkuð mörg smit greinst á Íslandi en tilfelli á hverja hundrað þúsund íbúa eru orðin 2,64. Kjartan Hreinn Njálsson aðstoðarmaður landlæknis segir í færslu á Twitter-reikningi sínum að það sé merkilegt hversu margir haldi að það sé neikvætt „eða vitnisburður um veik viðbrögð að við séum að greina #COVID19 smit hér á landi.“ „Þvert á móti er þetta jákvætt. Við erum að ná þessum innfluttu smitum mjög snemma og þetta er fólk sem er að greinast meðan það er í sóttkví,“ segir Kjartan Hreinn. Viðbúnaður hér á landi sé í raun óvenjulega mikill. „Ef hann væri ekki til staðar, líkt og víða annars staðar, þá værum við ekki að finna þessi tilfelli. Þau myndu grassera hér. Hvernig væri það betra?“ Viðbúnaður hér á landi er mikill, óvenjulega mikill í raun. Ef hann væri ekki til staðar, líkt og víða annars staðar, þá værum við ekki að finna þessi tilfelli. Þau myndu grassera hér. Hvernig væri það betra?— Kjartan Hreinn (@kjartanhn) March 3, 2020 Þórólfur Guðnason sóttvarnalæknir tók í sama streng á upplýsingafundi almannavarna í gær. Þar sagði hann að viðbrögð yfirvalda væru stífari hér á landi en annars staðar og að óvíst væri hversu lengi verði haldið í slíkar aðgerðir. Viðbragðið stuðli vonandi að því að hér verði ekki útbreiddur faraldur. Hátt í þrjú hundruð manns eru nú í sóttkví á Íslandi vegna kórónuveirunnar. Sóttvarnalæknir beinir því til einstaklinga, með búsetu á Íslandi, sem hafa verið á skilgreindum áhættusvæðum, það er Ítalíu, Kína, Suður Kóreu og Íran og snúa heim, að halda sig heima í 14 daga eftir að þeir hafa yfirgefið skilgreind áhættusvæði.
Almannavarnir Faraldur kórónuveiru (COVID-19) Tengdar fréttir Níundi smitaði Íslendingurinn kom frá Austurríki á sunnudag Hann hafði dvalið þar ásamt fjölskyldu sinni. 3. mars 2020 08:33 Kínverjar komnir í gegnum það versta Heilbrigðisráðuneyti Kína tilkynnti í nótt að einungis 125 ný smit nýju kórónuveirunnar hafi verið staðfest þar í landi á einum sólarhring. Sú tala hefur ekki verið svo lág síðan þann 20. janúar. 3. mars 2020 06:43 Sitja sem fastast vegna gruns um kórónuveirusmit Þýska skemmtiferðaskipið Aida Aura hefur frestað brottför sinni frá Haugasundi í Noregi vegna gruns um kórónuveirusmit um borð. 3. mars 2020 08:10 Mest lesið Samfélagið í Árbæ harmi slegið vegna andláts Maciej Innlent Tuga kílómetra slóð á hafsbotni hjá skemmda sæstrengnum Erlent Farþegar heyrðu mikinn hvell við flugtak og vélinni nauðlent Erlent Vita ekki hvenær þau komast heim með líkamsleifar drengsins síns Innlent María Kristjánsdóttir er látin Innlent Þessir Íslendingar kvöddu á árinu 2024 Innlent Snjóþekja og skafrenningur gætu sett strik í reikninginn Innlent Öflugasta eftirlit í áratugi veltur á fjármögnun stjórnvalda Innlent Ákall eftir réttmætari dreifingu á arði Innlent „Mjög margir sem gleyma því og eru þá eins og beljur á svelli“ Innlent Fleiri fréttir Nokkura bíla árekstur á Vatnaleið Flestir ánægðir með Kristrúnu en mest óánægja með Bjarna Táningspiltur mögulega með reykeitrun eftir flugeldafikt Vita ekki hvenær þau komast heim með líkamsleifar drengsins síns Ákall eftir réttmætari dreifingu á arði Samfélag í sárum, ný könnun og kíkt á bak við tjöldin Vilja ekki fresta fundi í ljósi nýs raunveruleika í pólitík 3,7 milljónir fiska drápust eða var fargað Gæsluvarðhald í stóru fíkniefnamáli framlengt Laun hjúkrunarfræðinga nú sambærileg við BHM Öflugasta eftirlit í áratugi veltur á fjármögnun stjórnvalda Jón Steindór aðstoðar Daða Má Ríkisráð fundar ekki á morgun eins og hefð er fyrir Hægur vindur og slæm loftgæði „Mjög margir sem gleyma því og eru þá eins og beljur á svelli“ Snjórinn léttur og laus í sér og fer auðveldlega af stað Stefnir ótrauð á landsfund að austan og segir veðrið ekki vandamál Samfélagið í Árbæ harmi slegið vegna andláts Maciej Sögulegt ár á fasteignamarkaði að baki Kórónugos stefnir á jörðina og von á litríkum norðurljósum Bestu augnablikin úr Kryddsíldinni Yfir tvö hundruð skjálftar hjá Eldey „Handfærin geta aldrei ógnað neinum fiskistofni“ María Kristjánsdóttir er látin Kviknaði í frystihúsinu út frá flugeldum Þessir Íslendingar kvöddu á árinu 2024 Snjóþekja og skafrenningur gætu sett strik í reikninginn Hafa þegar brugðist við mörgum ábendingum umboðsmanns um Stuðla Eldur og skemmdir vegna flugelda Eldsvoði í gömlu frystihúsi í Vogum Sjá meira
Níundi smitaði Íslendingurinn kom frá Austurríki á sunnudag Hann hafði dvalið þar ásamt fjölskyldu sinni. 3. mars 2020 08:33
Kínverjar komnir í gegnum það versta Heilbrigðisráðuneyti Kína tilkynnti í nótt að einungis 125 ný smit nýju kórónuveirunnar hafi verið staðfest þar í landi á einum sólarhring. Sú tala hefur ekki verið svo lág síðan þann 20. janúar. 3. mars 2020 06:43
Sitja sem fastast vegna gruns um kórónuveirusmit Þýska skemmtiferðaskipið Aida Aura hefur frestað brottför sinni frá Haugasundi í Noregi vegna gruns um kórónuveirusmit um borð. 3. mars 2020 08:10