LeBron James og Zion Williamson voru báðir í stuði á móti hvorum öðrum í nótt Óskar Ófeigur Jónsson skrifar 2. mars 2020 07:45 LeBron James var frábær í nótt. Getty/ Jonathan Bachman LeBron James hafði engan Anthony Davis sér við hlið í nótt en það kom ekki að sök því James leiddi Los Angeles Lakers til sigurs á útivelli á móti New Orleans Pelicans. LeBron James var með frábæra þrennu í 122-114 sigri Los Angeles Lakers í New Orleans en hann bauð upp á 34 stig, 13 fráköst og 12 stoðsendingar. Anthony Davis gat ekki tekið þátt í leiknum vegna meiðsla og nýliðinn Zion Williamson hefur aldrei skorað meira í einum leik en heimamenn í New Orleans Pelicans átti ekki svör við Kónginum. Zion Williamson var frábær eins og James en hann skoraði 35 stig á 33 mínútum og úr aðeins 16 skotum. LBJ Zion@KingJames (34 PTS, 12 REB, 13 AST) & @Zionwilliamson (career-high 35 PTS, 12-16 FGM) DUEL as the @Lakers prevail in New Orleans! pic.twitter.com/LiUbKaqQmF— NBA (@NBA) March 2, 2020 „Augljóslega þá var þetta stórbrotin frammistaða hjá LeBron James. Hann var að hitta úr ótrúlegum skotum alls staðar af vellinum og sýndi það svo enn á ný þegar þeir tvídekkuðu hann að hann er einn af bestu sendingamönnunum í deildinni. Hann galopnaði vörnina þeirra,“ sagði Frank Vogel, þjálfari Los Angeles Lakers. Kyle Kuzma skoraði 20 stig fyrir Lakers og Kentavious Caldwell-Pope kom með 13 stig inn af bekknum. Gamli Lakers maðurinn Lonzo Ball var nálægt þrennunni með 19 stig, 9 stoðsendingar og 9 fráköst. Derrick Favors var með 12 stig og 14 fráköst. Giannis 1st career 40-20 game @Giannis_An34 leads the @Bucks to their 6th straight W with 41 PTS, 20 REB, 6 AST! #FearTheDeerpic.twitter.com/PMdHfzT0bz— NBA (@NBA) March 1, 2020 Giannis Antetokounmpo var líka magnaður með Milwaukee Bucks og bauð upp á 41 stig, 20 fráköst og 6 stoðsendingar í 93-85 sigri. Nikola Jokic bauð upp á flotta þrennu í sigri Denver Nuggets á meisturum Toronto Raptors en hann skoraði 23 stig, tók 18 fráköst og gaf 11 stoðsendingar. Joker triple-double! Nikola Jokic puts up 23 PTS, 18 REB, 11 AST in the @nuggets home W. #MileHighBasketballpic.twitter.com/wysQBAJvPE— NBA (@NBA) March 2, 2020 Kawhi Leonard (30), @Yg_Trece (24), @TeamLou23 (24), & @MONSTATREZZ (24) all score 20+ PTS to lead the @LAClippers to victory! pic.twitter.com/GbKYrqtrO2— NBA (@NBA) March 1, 2020 Úrslitin í NBA-deildinni í nótt: Golden State Warriors - Washington Wizards 110-124 New Orleans Pelicans - Los Angeles Lakers 114-122 Denver Nuggets - Toronto Raptors 133-118 Sacramento Kings - Detroit Pistons 106-100 Los Angeles Clippers - Philadelphia 76ers 136-130 Minnesota Timberwolves - Dallas Mavericks 91-111 Charlotte Hornets - Milwaukee Bucks 85-93 The updated NBA standings through Week 19's action. pic.twitter.com/T6pJmJxD6S— NBA (@NBA) March 2, 2020 NBA Mest lesið Þorsteinn Roy fyrstur í mark annað árið í röð Sport Uppgjörið: Vestri í úrslit í fyrsta skipti Íslenski boltinn Ekki pláss fyrir Rúnar í flugvélinni: „Ég fórnaði mér í þetta“ Íslenski boltinn Sigurvegarinn Þorsteinn: „Það má ekki á Íslandi“ Sport „Þorsteinn er allt of lengi að bregðast við“ Fótbolti Hvaðan koma peningarnir sem Tottenham er að eyða? Fótbolti „Síðasti leggurinn var helvíti þungur“ Sport Doncic fékk að vita af sölunni en ekki LeBron Körfubolti „Nýtti reynsluna úr vindinum heima til að halda þolinmæði“ Golf Elín Jóna ólétt og verður ekki með á HM Handbolti Fleiri fréttir Stjarna Cavs trúlofuð Grammy verðlaunahafa Doncic fékk að vita af sölunni en ekki LeBron Skellur í fyrsta leik hjá guttunum okkar Ísköld Clark stýrði sókninni eins og hershöfðingi Líkti Cooper Flagg við Kobe Bryant Áframhaldandi NBA tengingar í Bónus deildinni Taka einn efnilegasta leikmanninn frá Íslandsmeisturum Hauka Julio de Assis og Luka Gasic í Stjörnuna Birkir Hrafn í NBA akademíunni „Þetta gerist rosa hratt“ Sengun í fantaformi í sumarfríinu Hægt að gista í glæsihúsi Michael Jordan Shai Gilgeous-Alexander og Angel Reese framan á 2K26 Sengun í fantaformi í sumarfríinu Jokic framlengir ekki að sinni Verður fimmti launahæsti íþróttamaður í heimi Fylkir og Valur í formlegt samstarf Mikil blóðtaka fyrir Valsmenn Sjö lið skiptust á sex leikmönnum Tyrese Haliburton missir af öllu næsta tímabili KR semur við ungan bandarískan framherja Hægt að skoða EuroBasket bikarinn og fá áritun hjá strákunum Þórsarar semja við Grikkja og Bandarikjamann Rauða pandan í NBA útskrifuð af sjúkrahúsi Helgi Magg hættir í Körfuboltakvöldi og semur við Grindavík Fær 2,7 milljarða á ári næstu fimm ár fyrir að spila ekki með liðinu Skórnir hennar seldust upp á mínútu Mike Brown sagður vera að taka við New York Knicks Sænsk landsliðskona til Grindavíkur Belgar vörðu Evrópumeistaratitilinn Sjá meira
LeBron James hafði engan Anthony Davis sér við hlið í nótt en það kom ekki að sök því James leiddi Los Angeles Lakers til sigurs á útivelli á móti New Orleans Pelicans. LeBron James var með frábæra þrennu í 122-114 sigri Los Angeles Lakers í New Orleans en hann bauð upp á 34 stig, 13 fráköst og 12 stoðsendingar. Anthony Davis gat ekki tekið þátt í leiknum vegna meiðsla og nýliðinn Zion Williamson hefur aldrei skorað meira í einum leik en heimamenn í New Orleans Pelicans átti ekki svör við Kónginum. Zion Williamson var frábær eins og James en hann skoraði 35 stig á 33 mínútum og úr aðeins 16 skotum. LBJ Zion@KingJames (34 PTS, 12 REB, 13 AST) & @Zionwilliamson (career-high 35 PTS, 12-16 FGM) DUEL as the @Lakers prevail in New Orleans! pic.twitter.com/LiUbKaqQmF— NBA (@NBA) March 2, 2020 „Augljóslega þá var þetta stórbrotin frammistaða hjá LeBron James. Hann var að hitta úr ótrúlegum skotum alls staðar af vellinum og sýndi það svo enn á ný þegar þeir tvídekkuðu hann að hann er einn af bestu sendingamönnunum í deildinni. Hann galopnaði vörnina þeirra,“ sagði Frank Vogel, þjálfari Los Angeles Lakers. Kyle Kuzma skoraði 20 stig fyrir Lakers og Kentavious Caldwell-Pope kom með 13 stig inn af bekknum. Gamli Lakers maðurinn Lonzo Ball var nálægt þrennunni með 19 stig, 9 stoðsendingar og 9 fráköst. Derrick Favors var með 12 stig og 14 fráköst. Giannis 1st career 40-20 game @Giannis_An34 leads the @Bucks to their 6th straight W with 41 PTS, 20 REB, 6 AST! #FearTheDeerpic.twitter.com/PMdHfzT0bz— NBA (@NBA) March 1, 2020 Giannis Antetokounmpo var líka magnaður með Milwaukee Bucks og bauð upp á 41 stig, 20 fráköst og 6 stoðsendingar í 93-85 sigri. Nikola Jokic bauð upp á flotta þrennu í sigri Denver Nuggets á meisturum Toronto Raptors en hann skoraði 23 stig, tók 18 fráköst og gaf 11 stoðsendingar. Joker triple-double! Nikola Jokic puts up 23 PTS, 18 REB, 11 AST in the @nuggets home W. #MileHighBasketballpic.twitter.com/wysQBAJvPE— NBA (@NBA) March 2, 2020 Kawhi Leonard (30), @Yg_Trece (24), @TeamLou23 (24), & @MONSTATREZZ (24) all score 20+ PTS to lead the @LAClippers to victory! pic.twitter.com/GbKYrqtrO2— NBA (@NBA) March 1, 2020 Úrslitin í NBA-deildinni í nótt: Golden State Warriors - Washington Wizards 110-124 New Orleans Pelicans - Los Angeles Lakers 114-122 Denver Nuggets - Toronto Raptors 133-118 Sacramento Kings - Detroit Pistons 106-100 Los Angeles Clippers - Philadelphia 76ers 136-130 Minnesota Timberwolves - Dallas Mavericks 91-111 Charlotte Hornets - Milwaukee Bucks 85-93 The updated NBA standings through Week 19's action. pic.twitter.com/T6pJmJxD6S— NBA (@NBA) March 2, 2020
NBA Mest lesið Þorsteinn Roy fyrstur í mark annað árið í röð Sport Uppgjörið: Vestri í úrslit í fyrsta skipti Íslenski boltinn Ekki pláss fyrir Rúnar í flugvélinni: „Ég fórnaði mér í þetta“ Íslenski boltinn Sigurvegarinn Þorsteinn: „Það má ekki á Íslandi“ Sport „Þorsteinn er allt of lengi að bregðast við“ Fótbolti Hvaðan koma peningarnir sem Tottenham er að eyða? Fótbolti „Síðasti leggurinn var helvíti þungur“ Sport Doncic fékk að vita af sölunni en ekki LeBron Körfubolti „Nýtti reynsluna úr vindinum heima til að halda þolinmæði“ Golf Elín Jóna ólétt og verður ekki með á HM Handbolti Fleiri fréttir Stjarna Cavs trúlofuð Grammy verðlaunahafa Doncic fékk að vita af sölunni en ekki LeBron Skellur í fyrsta leik hjá guttunum okkar Ísköld Clark stýrði sókninni eins og hershöfðingi Líkti Cooper Flagg við Kobe Bryant Áframhaldandi NBA tengingar í Bónus deildinni Taka einn efnilegasta leikmanninn frá Íslandsmeisturum Hauka Julio de Assis og Luka Gasic í Stjörnuna Birkir Hrafn í NBA akademíunni „Þetta gerist rosa hratt“ Sengun í fantaformi í sumarfríinu Hægt að gista í glæsihúsi Michael Jordan Shai Gilgeous-Alexander og Angel Reese framan á 2K26 Sengun í fantaformi í sumarfríinu Jokic framlengir ekki að sinni Verður fimmti launahæsti íþróttamaður í heimi Fylkir og Valur í formlegt samstarf Mikil blóðtaka fyrir Valsmenn Sjö lið skiptust á sex leikmönnum Tyrese Haliburton missir af öllu næsta tímabili KR semur við ungan bandarískan framherja Hægt að skoða EuroBasket bikarinn og fá áritun hjá strákunum Þórsarar semja við Grikkja og Bandarikjamann Rauða pandan í NBA útskrifuð af sjúkrahúsi Helgi Magg hættir í Körfuboltakvöldi og semur við Grindavík Fær 2,7 milljarða á ári næstu fimm ár fyrir að spila ekki með liðinu Skórnir hennar seldust upp á mínútu Mike Brown sagður vera að taka við New York Knicks Sænsk landsliðskona til Grindavíkur Belgar vörðu Evrópumeistaratitilinn Sjá meira