Gissur Páll létti lund nágranna með svalasöng Erla Björg Gunnarsdóttir skrifar 14. mars 2020 15:00 Gissur Páll gladdi nágranna sína í dag. Skjáskot Íbúar í Eskihlíð fengu fallegan óperusöng í hádeginu þegar Gissur Páll Gissurarson steig út á svalirnar sínar og söng hið undurfagra og klassíska lag O, sole mio. „Nágranni minn skoraði á mig í gærkvöldi að gera þetta og ég varð við því,“ segir Gissur Páll. Hér má sjá Gissur Pál taka lagið á svölunumKlippa: Gissur Páll syngur á svölum Myndbönd af Ítölum í sóttkví syngja saman úti á svölum hafa farið víða á samfélagsmiðlum. Gissur Páll hefur sjálfur sterkar rætur til Ítalíu þar sem hann bjó og lærði óperusöng. „Mér fannst alveg yndislegt að sjá þetta, alveg frábært. Það getur verið erfitt að sitja allt í einu fastur heima og þetta er falleg leið til að finna samheldni,“ segir Gissur Páll. Eins og heyra má í lok myndbandsins er söng Gissurar fagnað ákaft sem kom honum nokkuð á óvart. „Þetta fór betur í fólkið en ég átti von á. Þetta var betur sóttur viðburður en á horfðist,“ segir Gissur og hlær. „Ég er búinn að fá sms frá nágrönnum í allt að hundrað metra fjarlægð en sjálfur hélt ég mig algjörlega við tveggja metra regluna.“ Hér má sjá myndband frá nágranna sem hlustaði á sönginn: Klippa: Gissur Páll syngur á svölum 2 Gissur segist vita af einni nágrannakonu í sóttkví og segir mikilvægt að fólk finni samheldnina á tímum sem þessum. Íslendingar hafi alltaf sungið mikið saman í gamla daga þegar þeir hittust og það sé eitthvað sem við ættum að taka upp að nýju. „Ég á sjálfur mjög erfitt með að mega ekki hittast og faðmast en söngurinn getur vissulega hjálpað til.“ Faraldur kórónuveiru (COVID-19) Reykjavík Tónlist Mest lesið Getur enn þann dag í dag ekki horft á barnarúm Lífið Getuleysi á stóra sviðinu Gagnrýni Gervifullnægingar og lélegt kynlíf tilheyri 2024 Lífið Mjög tilfinningaríkt að vera með kraftaverk í höndunum Lífið Af og frá að Iceguys taki þátt í Söngvakeppninni Lífið Íris Ósk seldi hönnunarhöllina á 230 milljónir Lífið Opið samband fer úrskeiðis Lífið Kynntist eiginkonunni á swingklúbbi Lífið Laufey ástfangin í eitt ár Lífið „En við losnum aldrei við Jón Gunnarsson“ Lífið Fleiri fréttir Af og frá að Iceguys taki þátt í Söngvakeppninni Mjög tilfinningaríkt að vera með kraftaverk í höndunum Sex daga ólöglegu „megareifi“ loks lokið Laufey ástfangin í eitt ár Getur enn þann dag í dag ekki horft á barnarúm „En við losnum aldrei við Jón Gunnarsson“ Íris Ósk seldi hönnunarhöllina á 230 milljónir Gervifullnægingar og lélegt kynlíf tilheyri 2024 Opið samband fer úrskeiðis KSI kýlir út í íslenska loftið Benni Boga og Úlla seldu húsið á 219 milljónir Eva og Kári ætla að nýta hverja stund saman Mætti haldast í lokuðu Facebook hópunum Guðmundur í Brim nældi í treyjuna Stjörnulífið: Áramót, kossaflens og þakklátar stjörnur Hafdís leitar að húsnæði Zaldana, Brody, Moore og Culkin meðal sigurvegara kvöldsins Asninn að baki Asna allur Stjörnufans á afmælistónleikum Gunnars Þórðarsonar Sleppti gallabuxunum þegar hann giftist sinni drottningu Brenton Wood er látinn „Bara það að fá að taka þátt er ómetanlegt“ Draumurinn langþráði kostaði hana hjónabandið Krakkatían: Þrettándinn, stjörnukerfið og barnaefni Bráðum verður hún frú Beast Heimili Walter White til sölu eftir áralangan ágang aðdáenda Jeff Baena eiginmaður Aubrey Plaza látinn „Þurfti að berjast við tárin“ þegar Vigdís mætti í settið Fréttatían: Áramótin, Kryddsíld og útlönd Kynntist eiginkonunni á swingklúbbi Sjá meira
Íbúar í Eskihlíð fengu fallegan óperusöng í hádeginu þegar Gissur Páll Gissurarson steig út á svalirnar sínar og söng hið undurfagra og klassíska lag O, sole mio. „Nágranni minn skoraði á mig í gærkvöldi að gera þetta og ég varð við því,“ segir Gissur Páll. Hér má sjá Gissur Pál taka lagið á svölunumKlippa: Gissur Páll syngur á svölum Myndbönd af Ítölum í sóttkví syngja saman úti á svölum hafa farið víða á samfélagsmiðlum. Gissur Páll hefur sjálfur sterkar rætur til Ítalíu þar sem hann bjó og lærði óperusöng. „Mér fannst alveg yndislegt að sjá þetta, alveg frábært. Það getur verið erfitt að sitja allt í einu fastur heima og þetta er falleg leið til að finna samheldni,“ segir Gissur Páll. Eins og heyra má í lok myndbandsins er söng Gissurar fagnað ákaft sem kom honum nokkuð á óvart. „Þetta fór betur í fólkið en ég átti von á. Þetta var betur sóttur viðburður en á horfðist,“ segir Gissur og hlær. „Ég er búinn að fá sms frá nágrönnum í allt að hundrað metra fjarlægð en sjálfur hélt ég mig algjörlega við tveggja metra regluna.“ Hér má sjá myndband frá nágranna sem hlustaði á sönginn: Klippa: Gissur Páll syngur á svölum 2 Gissur segist vita af einni nágrannakonu í sóttkví og segir mikilvægt að fólk finni samheldnina á tímum sem þessum. Íslendingar hafi alltaf sungið mikið saman í gamla daga þegar þeir hittust og það sé eitthvað sem við ættum að taka upp að nýju. „Ég á sjálfur mjög erfitt með að mega ekki hittast og faðmast en söngurinn getur vissulega hjálpað til.“
Faraldur kórónuveiru (COVID-19) Reykjavík Tónlist Mest lesið Getur enn þann dag í dag ekki horft á barnarúm Lífið Getuleysi á stóra sviðinu Gagnrýni Gervifullnægingar og lélegt kynlíf tilheyri 2024 Lífið Mjög tilfinningaríkt að vera með kraftaverk í höndunum Lífið Af og frá að Iceguys taki þátt í Söngvakeppninni Lífið Íris Ósk seldi hönnunarhöllina á 230 milljónir Lífið Opið samband fer úrskeiðis Lífið Kynntist eiginkonunni á swingklúbbi Lífið Laufey ástfangin í eitt ár Lífið „En við losnum aldrei við Jón Gunnarsson“ Lífið Fleiri fréttir Af og frá að Iceguys taki þátt í Söngvakeppninni Mjög tilfinningaríkt að vera með kraftaverk í höndunum Sex daga ólöglegu „megareifi“ loks lokið Laufey ástfangin í eitt ár Getur enn þann dag í dag ekki horft á barnarúm „En við losnum aldrei við Jón Gunnarsson“ Íris Ósk seldi hönnunarhöllina á 230 milljónir Gervifullnægingar og lélegt kynlíf tilheyri 2024 Opið samband fer úrskeiðis KSI kýlir út í íslenska loftið Benni Boga og Úlla seldu húsið á 219 milljónir Eva og Kári ætla að nýta hverja stund saman Mætti haldast í lokuðu Facebook hópunum Guðmundur í Brim nældi í treyjuna Stjörnulífið: Áramót, kossaflens og þakklátar stjörnur Hafdís leitar að húsnæði Zaldana, Brody, Moore og Culkin meðal sigurvegara kvöldsins Asninn að baki Asna allur Stjörnufans á afmælistónleikum Gunnars Þórðarsonar Sleppti gallabuxunum þegar hann giftist sinni drottningu Brenton Wood er látinn „Bara það að fá að taka þátt er ómetanlegt“ Draumurinn langþráði kostaði hana hjónabandið Krakkatían: Þrettándinn, stjörnukerfið og barnaefni Bráðum verður hún frú Beast Heimili Walter White til sölu eftir áralangan ágang aðdáenda Jeff Baena eiginmaður Aubrey Plaza látinn „Þurfti að berjast við tárin“ þegar Vigdís mætti í settið Fréttatían: Áramótin, Kryddsíld og útlönd Kynntist eiginkonunni á swingklúbbi Sjá meira