Gissur Páll létti lund nágranna með svalasöng Erla Björg Gunnarsdóttir skrifar 14. mars 2020 15:00 Gissur Páll gladdi nágranna sína í dag. Skjáskot Íbúar í Eskihlíð fengu fallegan óperusöng í hádeginu þegar Gissur Páll Gissurarson steig út á svalirnar sínar og söng hið undurfagra og klassíska lag O, sole mio. „Nágranni minn skoraði á mig í gærkvöldi að gera þetta og ég varð við því,“ segir Gissur Páll. Hér má sjá Gissur Pál taka lagið á svölunumKlippa: Gissur Páll syngur á svölum Myndbönd af Ítölum í sóttkví syngja saman úti á svölum hafa farið víða á samfélagsmiðlum. Gissur Páll hefur sjálfur sterkar rætur til Ítalíu þar sem hann bjó og lærði óperusöng. „Mér fannst alveg yndislegt að sjá þetta, alveg frábært. Það getur verið erfitt að sitja allt í einu fastur heima og þetta er falleg leið til að finna samheldni,“ segir Gissur Páll. Eins og heyra má í lok myndbandsins er söng Gissurar fagnað ákaft sem kom honum nokkuð á óvart. „Þetta fór betur í fólkið en ég átti von á. Þetta var betur sóttur viðburður en á horfðist,“ segir Gissur og hlær. „Ég er búinn að fá sms frá nágrönnum í allt að hundrað metra fjarlægð en sjálfur hélt ég mig algjörlega við tveggja metra regluna.“ Hér má sjá myndband frá nágranna sem hlustaði á sönginn: Klippa: Gissur Páll syngur á svölum 2 Gissur segist vita af einni nágrannakonu í sóttkví og segir mikilvægt að fólk finni samheldnina á tímum sem þessum. Íslendingar hafi alltaf sungið mikið saman í gamla daga þegar þeir hittust og það sé eitthvað sem við ættum að taka upp að nýju. „Ég á sjálfur mjög erfitt með að mega ekki hittast og faðmast en söngurinn getur vissulega hjálpað til.“ Faraldur kórónuveiru (COVID-19) Reykjavík Tónlist Mest lesið Sweeney sökuð um kynþáttahyggju Lífið Katy Perry og Justin Trudeau á stefnumóti Lífið „Þetta var algjört bíómyndamóment“ Lífið Katrín Edda selur í Hlíðunum Lífið Öldrun í hársverði - Fríða Rut gefur ráð Lífið samstarf Samband Gallagher-bræðra sagt á hálum ís Lífið Úr kjallaranum hjá mömmu yfir á stóra sviðið Tónlist Fyrstu tónleikar Purrksins í fjörutíu ár Lífið Myndaveisla frá troðfullri tuttugu ára Bræðslunni Lífið Sögulegur klæðnaður á dreglinum Lífið Fleiri fréttir Katrín Edda selur í Hlíðunum Þriggja ára snáði stal senunni í messu í Fljótshlíð Fyrstu tónleikar Purrksins í fjörutíu ár Sweeney sökuð um kynþáttahyggju Sögulegur klæðnaður á dreglinum Myndaveisla frá troðfullri tuttugu ára Bræðslunni Katy Perry og Justin Trudeau á stefnumóti „Þetta var algjört bíómyndamóment“ Samband Gallagher-bræðra sagt á hálum ís Harrý rétti fram eins konar sáttahönd Stjörnulífið: „Who the fuck is Kaleo?“ Ræðir það ekki í fjölskylduboði ef þú hittir frænda þinn á swing-viðburði Gordon Ramsay gerir upp Íslandsævintýri „Ekkert okkar grunaði að hann myndi fara þessa leið“ Destiny's Child með óvænta endurkomu Jóhanna Guðrún og Ólafur giftu sig Myndaveisla: Landinn skemmti sér konunglega í Vaglaskógi Bandaríkjaforseti birtir bull í bunkum Óvæntur Johnny Depp heiðraði Ozzy með Alice Cooper „Greyið, hann þarf að horfa á mig deyja“ Krakkatían: Dvergarnir sjö, klukkuturn og plánetur Ragga Holm og Elma giftu sig „Seldist upp í rúturnar nánast jafn snarlega og á tónleikana“ Unaðsvörur Harry Styles valda titringi Líf og fjör í Reykholti í Borgarfirði um helgina á Reykholtshátíð „Það er í raun kraftaverk að hún sé á lífi í dag“ Fréttatía vikunnar: Stórtónleikar, NBA-stjarna á klakanum og heimsfræg lesbía Fólk farið að flykkjast í Vaglaskóg Ása Ninna kveður Bylgjuna Will Smith við Davíð Goða: „Haltu áfram að skapa“ Sjá meira
Íbúar í Eskihlíð fengu fallegan óperusöng í hádeginu þegar Gissur Páll Gissurarson steig út á svalirnar sínar og söng hið undurfagra og klassíska lag O, sole mio. „Nágranni minn skoraði á mig í gærkvöldi að gera þetta og ég varð við því,“ segir Gissur Páll. Hér má sjá Gissur Pál taka lagið á svölunumKlippa: Gissur Páll syngur á svölum Myndbönd af Ítölum í sóttkví syngja saman úti á svölum hafa farið víða á samfélagsmiðlum. Gissur Páll hefur sjálfur sterkar rætur til Ítalíu þar sem hann bjó og lærði óperusöng. „Mér fannst alveg yndislegt að sjá þetta, alveg frábært. Það getur verið erfitt að sitja allt í einu fastur heima og þetta er falleg leið til að finna samheldni,“ segir Gissur Páll. Eins og heyra má í lok myndbandsins er söng Gissurar fagnað ákaft sem kom honum nokkuð á óvart. „Þetta fór betur í fólkið en ég átti von á. Þetta var betur sóttur viðburður en á horfðist,“ segir Gissur og hlær. „Ég er búinn að fá sms frá nágrönnum í allt að hundrað metra fjarlægð en sjálfur hélt ég mig algjörlega við tveggja metra regluna.“ Hér má sjá myndband frá nágranna sem hlustaði á sönginn: Klippa: Gissur Páll syngur á svölum 2 Gissur segist vita af einni nágrannakonu í sóttkví og segir mikilvægt að fólk finni samheldnina á tímum sem þessum. Íslendingar hafi alltaf sungið mikið saman í gamla daga þegar þeir hittust og það sé eitthvað sem við ættum að taka upp að nýju. „Ég á sjálfur mjög erfitt með að mega ekki hittast og faðmast en söngurinn getur vissulega hjálpað til.“
Faraldur kórónuveiru (COVID-19) Reykjavík Tónlist Mest lesið Sweeney sökuð um kynþáttahyggju Lífið Katy Perry og Justin Trudeau á stefnumóti Lífið „Þetta var algjört bíómyndamóment“ Lífið Katrín Edda selur í Hlíðunum Lífið Öldrun í hársverði - Fríða Rut gefur ráð Lífið samstarf Samband Gallagher-bræðra sagt á hálum ís Lífið Úr kjallaranum hjá mömmu yfir á stóra sviðið Tónlist Fyrstu tónleikar Purrksins í fjörutíu ár Lífið Myndaveisla frá troðfullri tuttugu ára Bræðslunni Lífið Sögulegur klæðnaður á dreglinum Lífið Fleiri fréttir Katrín Edda selur í Hlíðunum Þriggja ára snáði stal senunni í messu í Fljótshlíð Fyrstu tónleikar Purrksins í fjörutíu ár Sweeney sökuð um kynþáttahyggju Sögulegur klæðnaður á dreglinum Myndaveisla frá troðfullri tuttugu ára Bræðslunni Katy Perry og Justin Trudeau á stefnumóti „Þetta var algjört bíómyndamóment“ Samband Gallagher-bræðra sagt á hálum ís Harrý rétti fram eins konar sáttahönd Stjörnulífið: „Who the fuck is Kaleo?“ Ræðir það ekki í fjölskylduboði ef þú hittir frænda þinn á swing-viðburði Gordon Ramsay gerir upp Íslandsævintýri „Ekkert okkar grunaði að hann myndi fara þessa leið“ Destiny's Child með óvænta endurkomu Jóhanna Guðrún og Ólafur giftu sig Myndaveisla: Landinn skemmti sér konunglega í Vaglaskógi Bandaríkjaforseti birtir bull í bunkum Óvæntur Johnny Depp heiðraði Ozzy með Alice Cooper „Greyið, hann þarf að horfa á mig deyja“ Krakkatían: Dvergarnir sjö, klukkuturn og plánetur Ragga Holm og Elma giftu sig „Seldist upp í rúturnar nánast jafn snarlega og á tónleikana“ Unaðsvörur Harry Styles valda titringi Líf og fjör í Reykholti í Borgarfirði um helgina á Reykholtshátíð „Það er í raun kraftaverk að hún sé á lífi í dag“ Fréttatía vikunnar: Stórtónleikar, NBA-stjarna á klakanum og heimsfræg lesbía Fólk farið að flykkjast í Vaglaskóg Ása Ninna kveður Bylgjuna Will Smith við Davíð Goða: „Haltu áfram að skapa“ Sjá meira