Körfubolti

Zion ætlar að greiða laun vallarstarfsmanna næsta mánuðinn

Ísak Hallmundarson skrifar
Zion er einn efnilegasti körfuboltamaðurinn í dag
Zion er einn efnilegasti körfuboltamaðurinn í dag vísir/getty
Zion Williamson, sem er á sínu fyrsta ári sem leikmaður New Orleans Pelicans í NBA-deildinni, hefur ákveðið að greiða laun starfsmanna Smoothie King Center, sem er heimavöllur Pelicans, næsta mánuðinn.

Hann ákvað að gera það í kjölfarið á því að engir leikir verða spilaðir næsta mánuðinn.

,,Móðir mín hefur kennt mér að bera virðingu fyrir öðrum og að vera þakklátur fyrir það sem ég hef, sagði þessi 19 ára gamli leikmaður.

,,Þess vegna hef ég ákveðið að greiða laun allra sem vinna í Smoothie King Center næstu 30 daga.

Zion var valinn fyrstur í nýliðavalinu 2019 og varð í febrúar fyrsti táningurinn í sögu NBA til að skora 20 stig eða meira í 10 leikjum í röð.

Giannis Antetokounmpo, leikmaður Milwaukee Bucks og verðmætasti leikmaður deildarinnar í fyrra, ákvað einnig að koma starfsmönnum á sínum heimavelli til aðstoðar. Hann hefur ákveðið að verja 100.000 dollurum í að borga laun starfsmanna FiServ Forum, sem er heimavöllur Bucks.

,,Á þessum erfiðu tímum vil ég hjálpa þeim sem bæta líf mitt, sagði hann

Margir NBA-leikmenn hafa gert slíkt hið sama, má þar nefna Kevin Love, Blake Griffin og Cody Zeller.

NBA



Fleiri fréttir

Sjá meira


×