Hann segir að dagurinn í dag hafi verið mikilvægur þáttur í að ákveða þetta en ákvörðunin var tekin seint í kvöld. Fyrst hafi verið athugað hvort að möguleiki væri á að leika fyrir luktum dyrum en svo er ekki.
Hannes segir að leikur Keflavíkur og Skallagríms sem átti að fara fram í Dominos-deild kvenna á morgun hefur verið frestað. Hannes segir að þetta séu oft ekki vinsælar ákvarðanir.
Formaðurinn sagði einnig að dagurinn í dag hafi byrjað þannig að forysta hreyfingarinnar hafi vonast til að leika síðustu umferðirnar fyrir luktum dyrum og klárað deildarkeppnina en það þurfi að hugsa um alla í kringum leikinn.
Hann segir að stjórn KKÍ muni hittast á morgun og ræða hvort að tímabilinu verði frestað eða hreinlega mótið algjörlega blásið af. Viðtalið við Hannes má sjá í heild sinni hér að neðan.