Handbolti

Dýrt tap hjá Sel­fossi: Atli fékk heila­hristing, Magnús handa­brotinn og Haukur tognaður

Anton Ingi Leifsson skrifar
Selfyssingar fengu ekki bara skell gegn Haukum í kvöld heldur misstu þeir einnig þrjá leikmenn í meiðsli. Það eru þeir Atli Ævar Ingólfsson, Haukur Þrastarson og Magnús Öder Einarsson.

Atli Ævar Ingólfsson fékk högg á andlitið snemma leiks og sagði Grímur Hergeirsson, þjálfari Selfoss, í viðtali eftir leikinn að hann hafi fengið heilahristing.

Grímur staðfesti einnig að Magnús Öder hafi handleggsbrotnað í fyrri hálfleiknum og að Haukur Þrastarson væri tognaður á læri. Mikil skörð í högg Selfyssinga sem spiluðu á afar ungu liði í síðari hálfleik.

Selfoss er með 25 stig í 5. sæti deildarinnar er tvær umferðir eru eftir af deildarkeppninni en svo hefst úrslitakeppnin.

Viðtalið við Grím sem og umræðu Guðjóns Guðmundssonar og Þóris Ólafssonar sem lýstu leiknum má heyra í sjónvarpsglugganum hér efst í fréttinni.




Fleiri fréttir

Sjá meira


×