Topplið NBA deildarinnar tapar hverjum leiknum á fætur öðrum Óskar Ófeigur Jónsson skrifar 10. mars 2020 07:30 Það var gaman hjá Jamal Murray, Jerami Grant og félögum þeirra í Denver Nuggets í nótt. Getty/Jamie Schwaberow Milwaukee Bucks tapaði í nótt þriðja leiknum sínum í röð og þeim fjórða í síðustu fimm leikjum. Liðið hefur nú skyndilega aðeins tapað einum leik minna en Los Angeles Lakers. Jamal Murray skoraði 21 stig fyrir Denver Nuggets í 109-95 sigri á Milwaukee Bucks. Fyrir nokkrum dögum var sigurhlutfall Bucks liðsins 52-8 en nú er það allt í einu orðið 53-12.@BeMore27 (21 PTS) and @Paulmillsap4 (20 PTS, 10 REB) power the @nuggets to the home W. pic.twitter.com/sOpyRKLsZw — NBA (@NBA) March 10, 2020 Bucks liðið mætti vængbrotið til leiks í nótt þar sem liðið var án síns besta manns, Giannis Antetokounmpo, og alls voru sex stigahæstu leikmenn liðsins fjarverandi í þessum leik. Kyle Korver var stigahæstur hjá Milwaukee Bucks með 23 stig. Giannis Antetokounmpo hefur misst af síðustu tveimur og meiddist á hné í tapinu á móti Lakers sem var upphaf taphrinunnar. Paul Millsap skoraði 20 stig fyrir Denver og Jerami Grant var með 19 stig. Nikola Jokic tók bara tvö skot í fyrri hálfleiknum en skoraði 8 af 10 stigum sínum í lokaleikhlutanum.@TheTraeYoung and @jcollins20_ go off in the @ATLHawks 2OT win! Trae: 31 PTS | 16 AST | 6 3PM Collins: 28 PTS | 11 REB | 12-13 FGM pic.twitter.com/rrTgMV7Lqq — NBA (@NBA) March 10, 2020 Trae Young var með 31 stig og 16 stoðsendingar þegar Atlanta Hawks vann Charlotte Hornets, 143-138, eftir tvíframlengdan leik. John Collins var með 28 stig og 11 fráköst fyrir Atlanta liðið en hann hitti úr 12 af 13 skotum sínum í þessum leik. Terry Rozier var stigahæstur hjá Charlotte Hornets með 40 stig en það er nýtt persónulegt met hjá honum. Terry Rozier hefði mögulega getað tryggt Charlotte sigurinn við lok fyrstu framlengingar en dómararnir tóku þá af honum tvö víti sem hann hefði fengið eftir að hafa farið aftur í Varsjána.Úrslitin í NBA deildinni í nótt: Denver Nuggets - Milwaukee Bucks 109-95 Utah Jazz - Toronto Raptors 92-101 Atlanta Hawks - Charlotte Hornets 143-138Spicy P stuffs the stat sheet! @pskills43 tallies 27 PTS, 11 REB, 8 AST (career-high) in the @Raptors road win. pic.twitter.com/uZsFKuLyCN — NBA (@NBA) March 10, 2020The updated NBA standings through Monday’s action. pic.twitter.com/r8BJCHlHz4 — NBA (@NBA) March 10, 2020 NBA Mest lesið Féll úr skíðalyftu og lést Fótbolti Býst ekki við að spila aftur fyrir landsliðið Íslenski boltinn Kynntu Sigurð á slaginu sex á aðfangadag Íslenski boltinn Var frústreraður vegna landsliðsins Fótbolti Síðasti dansinn hjá Kelce? Sport Van de Ven bað Isak afsökunar: „Vildi ekki meiða hann“ Enski boltinn Dreymir enn um Evrópu: „Ekki tilbúin að borga það sama“ Sport Stefndi á ÓL en fannst látinn á hótelherbergi Sport Hvers vegna heillast stórliðin svo af Semenyo? Enski boltinn Ruglaðar lokamínútur í Afríkukeppninni Fótbolti Fleiri fréttir Jólagjöf í Keflavík: Remy Martin snýr aftur Missti alveg stjórn á skapinu en það skilaði sigri Stórstjarna úr WNBA-deildinni í heimsókn á Íslandi ÍR-ingar bæta við sig reyndum og hittnum Króata Í bann fyrir að kasta flösku í barn Hjalti Þór ráðinn aðalþjálfari Álftaness Kolbrún María kom við sögu í endurkomu Hannover Næstframlagshæstur í grátlegu tapi Fékk næstum 4,5 milljóna króna sekt fyrir að sýna dómara fingurinn „Komum eins og aumingjar inn í þennan leik“ „Jólasteikin mun bragðast betur í ljósi þessa sigurs“ Stjarnan - Álftanes 108-104 | Unnu grannaslaginn naumlega Uppgjörið: Ármann - ÍA 102-83 | Ármann náði í gríðarlega mikilvæg stig í fallbaráttunni með sigri gegn Skagamönnum Jokic tók NBA-met af Abdul-Jabbar í nótt KR á frábærum stað en getur ekki unnið titilinn Útilokar ekki breytingar: „Er klárlega að líta í kringum mig“ Uppgjörið: Keflavík - Njarðvík 93-83 | Enn taplausir í Sláturhúsinu „Ánægður að spila ekki betur en þetta en vinna samt“ „Svo lengi sem það er ekki jákvæð og góð umfjöllun um okkur erum við sáttir“ „Hefðum þurft að hafa heppnina með okkur í liði“ ÍR - Valur 82-85 | Baráttusigur í Breiðholti „Sáttur að geta farið heim, borðað vel og fengið mér nokkra kalda“ Tindastóll - KR 130-117 | Kláruðu gestina í seinni hálfleik Þór Þ. - Grindavík 94-106 | Baráttusigur gegn löskuðu liði Þórs Liðsfélagar Guðbjargar ekki fæddir þegar hún spilaði fyrsta leikinn Þola þeir ekki gott umtal? „Helmingur minna leikmanna skilur ekki íslensku“ „Ef við hefðum ekki verið að setja þessi skot þá hefðum við skíttapað“ KR á toppinn Uppgjörið: Grindavík - Haukar 92-93 | Fullkomin jólagjöf Spilaði 13 mínútur en var stigahæstur Sjá meira
Milwaukee Bucks tapaði í nótt þriðja leiknum sínum í röð og þeim fjórða í síðustu fimm leikjum. Liðið hefur nú skyndilega aðeins tapað einum leik minna en Los Angeles Lakers. Jamal Murray skoraði 21 stig fyrir Denver Nuggets í 109-95 sigri á Milwaukee Bucks. Fyrir nokkrum dögum var sigurhlutfall Bucks liðsins 52-8 en nú er það allt í einu orðið 53-12.@BeMore27 (21 PTS) and @Paulmillsap4 (20 PTS, 10 REB) power the @nuggets to the home W. pic.twitter.com/sOpyRKLsZw — NBA (@NBA) March 10, 2020 Bucks liðið mætti vængbrotið til leiks í nótt þar sem liðið var án síns besta manns, Giannis Antetokounmpo, og alls voru sex stigahæstu leikmenn liðsins fjarverandi í þessum leik. Kyle Korver var stigahæstur hjá Milwaukee Bucks með 23 stig. Giannis Antetokounmpo hefur misst af síðustu tveimur og meiddist á hné í tapinu á móti Lakers sem var upphaf taphrinunnar. Paul Millsap skoraði 20 stig fyrir Denver og Jerami Grant var með 19 stig. Nikola Jokic tók bara tvö skot í fyrri hálfleiknum en skoraði 8 af 10 stigum sínum í lokaleikhlutanum.@TheTraeYoung and @jcollins20_ go off in the @ATLHawks 2OT win! Trae: 31 PTS | 16 AST | 6 3PM Collins: 28 PTS | 11 REB | 12-13 FGM pic.twitter.com/rrTgMV7Lqq — NBA (@NBA) March 10, 2020 Trae Young var með 31 stig og 16 stoðsendingar þegar Atlanta Hawks vann Charlotte Hornets, 143-138, eftir tvíframlengdan leik. John Collins var með 28 stig og 11 fráköst fyrir Atlanta liðið en hann hitti úr 12 af 13 skotum sínum í þessum leik. Terry Rozier var stigahæstur hjá Charlotte Hornets með 40 stig en það er nýtt persónulegt met hjá honum. Terry Rozier hefði mögulega getað tryggt Charlotte sigurinn við lok fyrstu framlengingar en dómararnir tóku þá af honum tvö víti sem hann hefði fengið eftir að hafa farið aftur í Varsjána.Úrslitin í NBA deildinni í nótt: Denver Nuggets - Milwaukee Bucks 109-95 Utah Jazz - Toronto Raptors 92-101 Atlanta Hawks - Charlotte Hornets 143-138Spicy P stuffs the stat sheet! @pskills43 tallies 27 PTS, 11 REB, 8 AST (career-high) in the @Raptors road win. pic.twitter.com/uZsFKuLyCN — NBA (@NBA) March 10, 2020The updated NBA standings through Monday’s action. pic.twitter.com/r8BJCHlHz4 — NBA (@NBA) March 10, 2020
NBA Mest lesið Féll úr skíðalyftu og lést Fótbolti Býst ekki við að spila aftur fyrir landsliðið Íslenski boltinn Kynntu Sigurð á slaginu sex á aðfangadag Íslenski boltinn Var frústreraður vegna landsliðsins Fótbolti Síðasti dansinn hjá Kelce? Sport Van de Ven bað Isak afsökunar: „Vildi ekki meiða hann“ Enski boltinn Dreymir enn um Evrópu: „Ekki tilbúin að borga það sama“ Sport Stefndi á ÓL en fannst látinn á hótelherbergi Sport Hvers vegna heillast stórliðin svo af Semenyo? Enski boltinn Ruglaðar lokamínútur í Afríkukeppninni Fótbolti Fleiri fréttir Jólagjöf í Keflavík: Remy Martin snýr aftur Missti alveg stjórn á skapinu en það skilaði sigri Stórstjarna úr WNBA-deildinni í heimsókn á Íslandi ÍR-ingar bæta við sig reyndum og hittnum Króata Í bann fyrir að kasta flösku í barn Hjalti Þór ráðinn aðalþjálfari Álftaness Kolbrún María kom við sögu í endurkomu Hannover Næstframlagshæstur í grátlegu tapi Fékk næstum 4,5 milljóna króna sekt fyrir að sýna dómara fingurinn „Komum eins og aumingjar inn í þennan leik“ „Jólasteikin mun bragðast betur í ljósi þessa sigurs“ Stjarnan - Álftanes 108-104 | Unnu grannaslaginn naumlega Uppgjörið: Ármann - ÍA 102-83 | Ármann náði í gríðarlega mikilvæg stig í fallbaráttunni með sigri gegn Skagamönnum Jokic tók NBA-met af Abdul-Jabbar í nótt KR á frábærum stað en getur ekki unnið titilinn Útilokar ekki breytingar: „Er klárlega að líta í kringum mig“ Uppgjörið: Keflavík - Njarðvík 93-83 | Enn taplausir í Sláturhúsinu „Ánægður að spila ekki betur en þetta en vinna samt“ „Svo lengi sem það er ekki jákvæð og góð umfjöllun um okkur erum við sáttir“ „Hefðum þurft að hafa heppnina með okkur í liði“ ÍR - Valur 82-85 | Baráttusigur í Breiðholti „Sáttur að geta farið heim, borðað vel og fengið mér nokkra kalda“ Tindastóll - KR 130-117 | Kláruðu gestina í seinni hálfleik Þór Þ. - Grindavík 94-106 | Baráttusigur gegn löskuðu liði Þórs Liðsfélagar Guðbjargar ekki fæddir þegar hún spilaði fyrsta leikinn Þola þeir ekki gott umtal? „Helmingur minna leikmanna skilur ekki íslensku“ „Ef við hefðum ekki verið að setja þessi skot þá hefðum við skíttapað“ KR á toppinn Uppgjörið: Grindavík - Haukar 92-93 | Fullkomin jólagjöf Spilaði 13 mínútur en var stigahæstur Sjá meira
Uppgjörið: Ármann - ÍA 102-83 | Ármann náði í gríðarlega mikilvæg stig í fallbaráttunni með sigri gegn Skagamönnum