Tengsl Porsche-eigandans við dómstólinn „óheppileg“ Stefán Ó. Jónsson skrifar 21. ágúst 2020 14:09 Málið var rekið fyrir Héraðsdómi Reykjavíkur. Eiginmaður eigandans er dómari við dómstólinn. vísir/vilhelm Bílabúð Benna hyggst áfrýja nýlegum dómi, þar sem fyrirtækinu var gert að greiða kaupanda Porsche Cayenne bifreiðar tæpar 14 milljónir króna, auk dráttarvaxta, vegna riftunar á samningi um kaup á bílnum. Lögmaður bílabúðarinnar segir skjólstæðing sinn ósammála niðurstöðunni „í öllum atriðum,“ þar að auki sé „óheppilegt“ að eigandinn skuli hafa tengsl við Héraðsdóm Reykjavíkur þar sem málið var dæmt. Dómurinn var kveðinn upp 20. júlí en var birtur á dögunum. Niðurstaðan vakti nokkra athygli, ekki síst meðal lögfróðra sem tóku eftir því að eigandi bílsins var Ólöf Finnsdóttir. Hún er framkvæmdastjóri dómstólasýslunnar sem annast sameiginlega stjórnsýslu allra dómstóla á Íslandi; Hæstaréttar, Landsréttar og héraðsdómstólanna átta. Þeirra á meðal er vitaskuld Héraðsdómur Reykjavíkur, sem kvað upp fyrrnefndan dóm Ólöfu í vil. Þá er eiginmaður Ólafar Helgi Sigurðsson en hann er einn dómara við Héraðsdóm Reykjavíkur. Ætla má að það sé ástæðan fyrir því að dómstjóri taldi alla dómara við dómstólinn vanhæfa til að dæma málið þegar stefnan var þingfest. Dómstjóri fól því dómstólasýslunni að finna annan dómara. Kröfðust þess að dómarinn viki Sem fyrr segir hyggst Bílabúð Benna áfrýja dómnum, að sögn Gunnars Inga Jóhannssonar sem varði hagsmuni fyrirtækisins. Aðspurður hvort þessi tengsl Ólafar og Helga við dómstólinn gefi tilefni til að efast um niðurstöðuna segir Gunnar Ingi að málinu sé fyrst og fremst áfrýjað þar sem forsvarsmenn bílabúðarinnar séu ósammála forsendum og niðurstöðu dómsins í öllum atriðum. „Hins vegar er það vissulega óheppilegt að málið hafi verið dæmt við Héraðsdóm Reykjavíkur, hvar eiginmaður stefnanda er starfandi héraðsdómari og að Dómstólasýslan, sem stefnandi er í fyrirsvari fyrir, hafi valið dómara til að dæma málið,“ segir Gunnar. Þar var um að ræða embættisdómara við Héraðsdóm Reykjaness, en málið var áfram rekið í Reykjavík. Gunnar segir að umbjóðandi sinn hafi krafist þess að fyrrnefndur embættisdómari sem dómstólasýslan valdi til að dæma málið viki sæti, en hann hafi talið rétt að fá aðila utan dómskerfisins til að dæma það. Dómarinn sem var valinn hafi hins vegar hafnað því að víkja. Dómarar leggja mat á eigið hæfi Gunnar segir umbjóðanda hans „vissulega hafa skilning á því að fólk innan dómskerfisins þurfi sjálft að leggja ágreiningsmál sín fyrir dómstóla en telji engu að síður óheppilegt að það skuli ekki gert með tilliti til þeirra tengsla sem aðilar hafa við dómskerfið.“ Þannig séu ákvæði í lögum um meðferð einkamála um hæfi dómara og ekki megi vera til staðar atvik sem séu til þess fallin að draga í efa óhlutdrægni dómara. Það hafi verið mat forsvarsmanna Bílabúðar Benna að „þegar svona háttar til megi hugsanlega draga í efa óhlutdrægni embættisdómara, en dómarar leggja sjálfir mat á hæfi sitt.“ Gunnar telur þannig líklegt að reglur um hæfi dómara verði áréttaðar við meðferð málsins á áfrýjunarstigi, t.d. að mannréttindadómstóll Evópu hafi gert strangar kröfur hvað þetta varðar. Dómstólar Dómsmál Mest lesið Moskítóflugan mætt til Íslands Innlent „Ég hélt ekki að ég ætti eftir að upplifa svona rosalegt bakslag“ Innlent Fjórði starfsmaðurinn hættir en reynslubolti kemur inn Innlent Tegundin sé líklega komin til að vera Innlent Neitar enn að hleypa nýrri þingkonu að Erlent Gaf í skyn gróft kynlíf, gekk í skrokk á konu og dæmdur í fimm ára fangelsi Innlent Hafna aftur tillögu Trumps Erlent Skikkar bændur í meirapróf Innlent Alvarlegt umferðarslys austan við Klaustur Innlent Hafði komið sér fyrir í varðskipinu án leyfis Innlent Fleiri fréttir Útilokar ekki afskipti ríkisstjórnarinnar af verkfallinu Reyndi að greiða með fölsuðum seðli „Eins og líf skipti engu máli“ Öflugasti skjálfti í Mýrdalsjökli frá árinu 2023 Þrumuræða um börn með fíknivanda: „Eigum við að láta fleiri deyja á leiðinni?“ Fjórði starfsmaðurinn hættir en reynslubolti kemur inn Fellur frá kröfu um meirapróf bænda Þarf ekki lengur tilvísun til sjúkraþjálfara næsta vor Tegundin sé líklega komin til að vera Ofbeldismál gegn kennurum komi upp á öllum skólastigum Bjartsýnn á lausn í vikunni þótt ekki hafi verið boðað til fundar Moskítóflugan og verkfallsaðgerðir flugumferðarstjóra Götulokanir vegna kvennaverkfalls Kröftug skjálftahrina í Mýrdalsjökli Skikkar bændur í meirapróf Moskítóflugan mætt til Íslands Alvarlegt umferðarslys austan við Klaustur Verulega skert þjónusta vegna kvennaverkfalls Gaf í skyn gróft kynlíf, gekk í skrokk á konu og dæmdur í fimm ára fangelsi „Ég hélt ekki að ég ætti eftir að upplifa svona rosalegt bakslag“ Hafði komið sér fyrir í varðskipinu án leyfis Brennur fyrir borgarhönnun og sárnaði að vera kölluð hræsnari Verkfall flugumferðarstjóra hafið Samkomulag við Þjóðverja eigi að tryggja varnir og öryggi Íslendinga Rödd Íslendinga í hinsegin baráttu hafi aldrei verið mikilvægari 105 ára boccia meistari í vesturbæ Reykjavíkur Nemendur gangi ítrekað í skrokk á kennurum Nemendur ganga í skrokk á kennurum og kjaradeila enn í hnút Lögregla aðstoðaði við að vísa gestum út af hóteli í 105 Þáttur Trumps gífurlega mikilvægur Sjá meira
Bílabúð Benna hyggst áfrýja nýlegum dómi, þar sem fyrirtækinu var gert að greiða kaupanda Porsche Cayenne bifreiðar tæpar 14 milljónir króna, auk dráttarvaxta, vegna riftunar á samningi um kaup á bílnum. Lögmaður bílabúðarinnar segir skjólstæðing sinn ósammála niðurstöðunni „í öllum atriðum,“ þar að auki sé „óheppilegt“ að eigandinn skuli hafa tengsl við Héraðsdóm Reykjavíkur þar sem málið var dæmt. Dómurinn var kveðinn upp 20. júlí en var birtur á dögunum. Niðurstaðan vakti nokkra athygli, ekki síst meðal lögfróðra sem tóku eftir því að eigandi bílsins var Ólöf Finnsdóttir. Hún er framkvæmdastjóri dómstólasýslunnar sem annast sameiginlega stjórnsýslu allra dómstóla á Íslandi; Hæstaréttar, Landsréttar og héraðsdómstólanna átta. Þeirra á meðal er vitaskuld Héraðsdómur Reykjavíkur, sem kvað upp fyrrnefndan dóm Ólöfu í vil. Þá er eiginmaður Ólafar Helgi Sigurðsson en hann er einn dómara við Héraðsdóm Reykjavíkur. Ætla má að það sé ástæðan fyrir því að dómstjóri taldi alla dómara við dómstólinn vanhæfa til að dæma málið þegar stefnan var þingfest. Dómstjóri fól því dómstólasýslunni að finna annan dómara. Kröfðust þess að dómarinn viki Sem fyrr segir hyggst Bílabúð Benna áfrýja dómnum, að sögn Gunnars Inga Jóhannssonar sem varði hagsmuni fyrirtækisins. Aðspurður hvort þessi tengsl Ólafar og Helga við dómstólinn gefi tilefni til að efast um niðurstöðuna segir Gunnar Ingi að málinu sé fyrst og fremst áfrýjað þar sem forsvarsmenn bílabúðarinnar séu ósammála forsendum og niðurstöðu dómsins í öllum atriðum. „Hins vegar er það vissulega óheppilegt að málið hafi verið dæmt við Héraðsdóm Reykjavíkur, hvar eiginmaður stefnanda er starfandi héraðsdómari og að Dómstólasýslan, sem stefnandi er í fyrirsvari fyrir, hafi valið dómara til að dæma málið,“ segir Gunnar. Þar var um að ræða embættisdómara við Héraðsdóm Reykjaness, en málið var áfram rekið í Reykjavík. Gunnar segir að umbjóðandi sinn hafi krafist þess að fyrrnefndur embættisdómari sem dómstólasýslan valdi til að dæma málið viki sæti, en hann hafi talið rétt að fá aðila utan dómskerfisins til að dæma það. Dómarinn sem var valinn hafi hins vegar hafnað því að víkja. Dómarar leggja mat á eigið hæfi Gunnar segir umbjóðanda hans „vissulega hafa skilning á því að fólk innan dómskerfisins þurfi sjálft að leggja ágreiningsmál sín fyrir dómstóla en telji engu að síður óheppilegt að það skuli ekki gert með tilliti til þeirra tengsla sem aðilar hafa við dómskerfið.“ Þannig séu ákvæði í lögum um meðferð einkamála um hæfi dómara og ekki megi vera til staðar atvik sem séu til þess fallin að draga í efa óhlutdrægni dómara. Það hafi verið mat forsvarsmanna Bílabúðar Benna að „þegar svona háttar til megi hugsanlega draga í efa óhlutdrægni embættisdómara, en dómarar leggja sjálfir mat á hæfi sitt.“ Gunnar telur þannig líklegt að reglur um hæfi dómara verði áréttaðar við meðferð málsins á áfrýjunarstigi, t.d. að mannréttindadómstóll Evópu hafi gert strangar kröfur hvað þetta varðar.
Dómstólar Dómsmál Mest lesið Moskítóflugan mætt til Íslands Innlent „Ég hélt ekki að ég ætti eftir að upplifa svona rosalegt bakslag“ Innlent Fjórði starfsmaðurinn hættir en reynslubolti kemur inn Innlent Tegundin sé líklega komin til að vera Innlent Neitar enn að hleypa nýrri þingkonu að Erlent Gaf í skyn gróft kynlíf, gekk í skrokk á konu og dæmdur í fimm ára fangelsi Innlent Hafna aftur tillögu Trumps Erlent Skikkar bændur í meirapróf Innlent Alvarlegt umferðarslys austan við Klaustur Innlent Hafði komið sér fyrir í varðskipinu án leyfis Innlent Fleiri fréttir Útilokar ekki afskipti ríkisstjórnarinnar af verkfallinu Reyndi að greiða með fölsuðum seðli „Eins og líf skipti engu máli“ Öflugasti skjálfti í Mýrdalsjökli frá árinu 2023 Þrumuræða um börn með fíknivanda: „Eigum við að láta fleiri deyja á leiðinni?“ Fjórði starfsmaðurinn hættir en reynslubolti kemur inn Fellur frá kröfu um meirapróf bænda Þarf ekki lengur tilvísun til sjúkraþjálfara næsta vor Tegundin sé líklega komin til að vera Ofbeldismál gegn kennurum komi upp á öllum skólastigum Bjartsýnn á lausn í vikunni þótt ekki hafi verið boðað til fundar Moskítóflugan og verkfallsaðgerðir flugumferðarstjóra Götulokanir vegna kvennaverkfalls Kröftug skjálftahrina í Mýrdalsjökli Skikkar bændur í meirapróf Moskítóflugan mætt til Íslands Alvarlegt umferðarslys austan við Klaustur Verulega skert þjónusta vegna kvennaverkfalls Gaf í skyn gróft kynlíf, gekk í skrokk á konu og dæmdur í fimm ára fangelsi „Ég hélt ekki að ég ætti eftir að upplifa svona rosalegt bakslag“ Hafði komið sér fyrir í varðskipinu án leyfis Brennur fyrir borgarhönnun og sárnaði að vera kölluð hræsnari Verkfall flugumferðarstjóra hafið Samkomulag við Þjóðverja eigi að tryggja varnir og öryggi Íslendinga Rödd Íslendinga í hinsegin baráttu hafi aldrei verið mikilvægari 105 ára boccia meistari í vesturbæ Reykjavíkur Nemendur gangi ítrekað í skrokk á kennurum Nemendur ganga í skrokk á kennurum og kjaradeila enn í hnút Lögregla aðstoðaði við að vísa gestum út af hóteli í 105 Þáttur Trumps gífurlega mikilvægur Sjá meira