Koeman segist aldrei gera það sem hann gerði samt einmitt með Gylfa Óskar Ófeigur Jónsson skrifar 24. ágúst 2020 13:00 Ronald Koeman keypti Gylfa Þór Sigurðsson til Everton haustið 2017. Getty/Tony McArdle Ronald Koeman er sá knattspyrnustjóri sem hefur borgað mest fyrir íslenskan knattspyrnumann en hann var tilbúinn til að kaupa Gylfa Þór Sigurðsson frá Swansea fyrir 40 milljónir punda um miðjan ágúst 2017. Hann var aftur á móti ekki tilbúinn að spila íslenska landsliðsmanninum í hans bestu stöðu í framhaldinu. Einn af mörgum knattspyrnustjórum Gylfa Þór Sigurðssonar sem hafa verið reknir á síðustu árum hefur ekki getað kvartað yfir störfunum sem hafa boðist síðan. Ronald Koeman fékk fyrst að taka við hollenska landsliðinu, einu besta landsliði heims, og fórnaði því síðan þegar kallið kom frá Barcelona. Það er vissulega allt í tómu tjóni hjá Börsungum en þetta er eitt af liðunum sem mörgum stjórum dreymir um að stýra ekki síst þeim sem voru leikmenn liðsins áður. Ronald Koeman er því kominn í draumastarfið hjá félaginu sem hann sjálfur tryggði sigur í Evrópukeppni meistaraliða með því að skora beint úr aukaspyrnu í úrslitaleiknum 1992. Ronald Koeman þarf að taka ákvörðun um landa sinn Frenkie de Jong hjá Barcelona sem hefur sjaldan fengið að spila sína bestu stöðu. Hollenskur blaðamaður spyrði hann út í landa þeirra og framtíð hans í Barcelona liðinu. Koeman: Frenkie? I will play him on the same position as with Holland. I went to see a game of Barça and saw him playing on another position and thought: I would never do this. You invest so much in a player, you spend so much money, and you play him on a different position." pic.twitter.com/0oYEl6vTJI— ?????? ???????? ?? (@TheEuropeanLad) August 21, 2020 „Frenkie? Ég mun spila honum í sömu stöðu og með hollenska landsliðinu. Ég fór á leik hjá Barca og sá hann spila í allt annarri stöðu og þá hugsaði ég: Ég myndi aldrei gera þetta. Þegar þú fjárfestir svona miklu í leikmanni, eyðir svona miklum peningi og svo spilar þú honum í allt annarri stöðu,“ sagði Ronald Koeman. Barcelona keypti Frenkie de Jong fyrir 75 milljónir evra í júlí 2019. Félagið vann engan titil á hans fyrsta tímabili. Svar Ronald Koeman við spurningunni um Frenkie de Jong var frekar broslegt miðað við það sem hann gerði sjálfur við Gylfa Þór Sigurðsson á fyrsta tímabili íslenska landsliðsmannsins á Goodison Park. Koeman gerði Gylfa ekki aðeins að dýrasta íslenska knattspyrnumanninum heldur einnig að dýrasta leikmanninum í sögu Everton. 40 milljónir punda með mögulega á fimm milljónum punda í viðbót. Koeman ákvað síðan að spila Gylfa oftast út á vinstri kanti í staðinn fyrir að vera með hann inn á miðjunni eða í holunni þar sem hann er bestur. Það er því ekkert skrýtið að byrjun Gylfa hjá Everton varð enn erfiðari fyrir vikið. Gylfi var með mikla pressu á sér og þurfti að spila stöðu þar sem hann þurfti meira af hraðanum sem hann hefur ekki og fékk minna af boltanum þar sem hann er bestur. Ronald Koeman entist reyndar aðeins fram í október því hann var rekinn eftir að liðið datt niður í fallsæti. Koeman hafði eytt um 150 milljónum punda í nýja leikmenn um sumarið en sleppt því að kaupa framherja í staðinn fyrir Romelu Lukaku. Koeman var hinsvegar tekinn við hollenska landsliðinu í febrúar 2018 og fékk Barcelona starfið síðan á dögunum. Enski boltinn Mest lesið Í beinni: Tindastóll - Stjarnan | Hvað gera Stólarnir eftir rassskellinn? Körfubolti Þeir bestu (40.-31. sæti): Gullfundur í Góða hirðinum, galdurinn í Garðabænum og költhetjan Íslenski boltinn Varð að þegja yfir samningnum við Barcelona í margar vikur Handbolti „Einhvers staðar er skemmt epli ef niðurstaða þingsins var svona afdráttarlaus“ Körfubolti Birtir gamla mynd af sér í Barcelona-treyju: „Stór draumur að rætast“ Handbolti Félagið neitar að borga svo Amorim opnar veskið Enski boltinn Sonur Ronaldo spilaði fyrsta landsleikinn fyrir Portúgal Fótbolti Awoniyi sofandi á gjörgæslu og gengst undir aðra aðgerð í dag Enski boltinn Dæmdur fyrir að keyra yfir eiginkonu sína eftir rifrildi um eldhúsinnréttingu Sport Sunderland sló áhorfendamet á leiðinni í úrslitaleikinn Enski boltinn Fleiri fréttir Sunderland sló áhorfendamet á leiðinni í úrslitaleikinn Awoniyi sofandi á gjörgæslu og gengst undir aðra aðgerð í dag Félagið neitar að borga svo Amorim opnar veskið Kvennalið Everton mun spila á Goodison sem verður ekki rifinn Man City sagt hafa lagt fram „mega“ tilboð í Wirtz Amorim gefur í skyn að hann fari frá Man Utd breytist kúltúrinn ekki Leiður að heyra púað á vin sinn: „Getur ekki sagt fólki hvernig því á að líða“ Eigandi Nott. Forest reifst við Nuno þjálfara inn á vellinum Pirruð Man City stjarna: „Þeir reyndu ekki einu sinni að vinna“ Arsenal kom til baka á móti meisturunum á Anfield Newcastle upp í þriðja sætið eftir sigur á Chelsea Enn eitt tapið á Old Trafford Palace fór létt með Tottenham sem hvíldi marga „Snýst um félagið, liðið og hvað við áorkum saman“ Hæstánægður með að Dýrlingarnir séu ekki lélegasta lið sögunnar Watkins hélt Meistaradeildardraum Villa á lífi „Vörðust og vörðust meira ásamt því að tefja tímann“ Man. City tapaði mjög óvænt stigum á móti botnliðinu Haaland hreinskilinn: Ég hef ekki verið nægilega góður Vill að Arsenal neiti að standa heiðursvörð fyrir Liverpool Arteta varar Arsenal fólk við: Erfiðasta staðan að fylla Arne Slot vonsvikinn með Trent Alexander-Arnold Mac Allister besti leikmaðurinn í fyrsta sinn Salah valinn bestur af blaðamönnum Fótboltaparið eignaðist son og skírði hann Jagger Tilbúinn að gefa nýrun sín en ekki að leigja bílaleigubíl „Hverjum er ekki sama þó við séum í veseni í deildinni“ „Liðið ætti að vera betra en það er en við erum að reyna“ Sheffield United með gott forskot í umspili Championship Rio Ferdinand lagður inn á sjúkrahús Sjá meira
Ronald Koeman er sá knattspyrnustjóri sem hefur borgað mest fyrir íslenskan knattspyrnumann en hann var tilbúinn til að kaupa Gylfa Þór Sigurðsson frá Swansea fyrir 40 milljónir punda um miðjan ágúst 2017. Hann var aftur á móti ekki tilbúinn að spila íslenska landsliðsmanninum í hans bestu stöðu í framhaldinu. Einn af mörgum knattspyrnustjórum Gylfa Þór Sigurðssonar sem hafa verið reknir á síðustu árum hefur ekki getað kvartað yfir störfunum sem hafa boðist síðan. Ronald Koeman fékk fyrst að taka við hollenska landsliðinu, einu besta landsliði heims, og fórnaði því síðan þegar kallið kom frá Barcelona. Það er vissulega allt í tómu tjóni hjá Börsungum en þetta er eitt af liðunum sem mörgum stjórum dreymir um að stýra ekki síst þeim sem voru leikmenn liðsins áður. Ronald Koeman er því kominn í draumastarfið hjá félaginu sem hann sjálfur tryggði sigur í Evrópukeppni meistaraliða með því að skora beint úr aukaspyrnu í úrslitaleiknum 1992. Ronald Koeman þarf að taka ákvörðun um landa sinn Frenkie de Jong hjá Barcelona sem hefur sjaldan fengið að spila sína bestu stöðu. Hollenskur blaðamaður spyrði hann út í landa þeirra og framtíð hans í Barcelona liðinu. Koeman: Frenkie? I will play him on the same position as with Holland. I went to see a game of Barça and saw him playing on another position and thought: I would never do this. You invest so much in a player, you spend so much money, and you play him on a different position." pic.twitter.com/0oYEl6vTJI— ?????? ???????? ?? (@TheEuropeanLad) August 21, 2020 „Frenkie? Ég mun spila honum í sömu stöðu og með hollenska landsliðinu. Ég fór á leik hjá Barca og sá hann spila í allt annarri stöðu og þá hugsaði ég: Ég myndi aldrei gera þetta. Þegar þú fjárfestir svona miklu í leikmanni, eyðir svona miklum peningi og svo spilar þú honum í allt annarri stöðu,“ sagði Ronald Koeman. Barcelona keypti Frenkie de Jong fyrir 75 milljónir evra í júlí 2019. Félagið vann engan titil á hans fyrsta tímabili. Svar Ronald Koeman við spurningunni um Frenkie de Jong var frekar broslegt miðað við það sem hann gerði sjálfur við Gylfa Þór Sigurðsson á fyrsta tímabili íslenska landsliðsmannsins á Goodison Park. Koeman gerði Gylfa ekki aðeins að dýrasta íslenska knattspyrnumanninum heldur einnig að dýrasta leikmanninum í sögu Everton. 40 milljónir punda með mögulega á fimm milljónum punda í viðbót. Koeman ákvað síðan að spila Gylfa oftast út á vinstri kanti í staðinn fyrir að vera með hann inn á miðjunni eða í holunni þar sem hann er bestur. Það er því ekkert skrýtið að byrjun Gylfa hjá Everton varð enn erfiðari fyrir vikið. Gylfi var með mikla pressu á sér og þurfti að spila stöðu þar sem hann þurfti meira af hraðanum sem hann hefur ekki og fékk minna af boltanum þar sem hann er bestur. Ronald Koeman entist reyndar aðeins fram í október því hann var rekinn eftir að liðið datt niður í fallsæti. Koeman hafði eytt um 150 milljónum punda í nýja leikmenn um sumarið en sleppt því að kaupa framherja í staðinn fyrir Romelu Lukaku. Koeman var hinsvegar tekinn við hollenska landsliðinu í febrúar 2018 og fékk Barcelona starfið síðan á dögunum.
Enski boltinn Mest lesið Í beinni: Tindastóll - Stjarnan | Hvað gera Stólarnir eftir rassskellinn? Körfubolti Þeir bestu (40.-31. sæti): Gullfundur í Góða hirðinum, galdurinn í Garðabænum og költhetjan Íslenski boltinn Varð að þegja yfir samningnum við Barcelona í margar vikur Handbolti „Einhvers staðar er skemmt epli ef niðurstaða þingsins var svona afdráttarlaus“ Körfubolti Birtir gamla mynd af sér í Barcelona-treyju: „Stór draumur að rætast“ Handbolti Félagið neitar að borga svo Amorim opnar veskið Enski boltinn Sonur Ronaldo spilaði fyrsta landsleikinn fyrir Portúgal Fótbolti Awoniyi sofandi á gjörgæslu og gengst undir aðra aðgerð í dag Enski boltinn Dæmdur fyrir að keyra yfir eiginkonu sína eftir rifrildi um eldhúsinnréttingu Sport Sunderland sló áhorfendamet á leiðinni í úrslitaleikinn Enski boltinn Fleiri fréttir Sunderland sló áhorfendamet á leiðinni í úrslitaleikinn Awoniyi sofandi á gjörgæslu og gengst undir aðra aðgerð í dag Félagið neitar að borga svo Amorim opnar veskið Kvennalið Everton mun spila á Goodison sem verður ekki rifinn Man City sagt hafa lagt fram „mega“ tilboð í Wirtz Amorim gefur í skyn að hann fari frá Man Utd breytist kúltúrinn ekki Leiður að heyra púað á vin sinn: „Getur ekki sagt fólki hvernig því á að líða“ Eigandi Nott. Forest reifst við Nuno þjálfara inn á vellinum Pirruð Man City stjarna: „Þeir reyndu ekki einu sinni að vinna“ Arsenal kom til baka á móti meisturunum á Anfield Newcastle upp í þriðja sætið eftir sigur á Chelsea Enn eitt tapið á Old Trafford Palace fór létt með Tottenham sem hvíldi marga „Snýst um félagið, liðið og hvað við áorkum saman“ Hæstánægður með að Dýrlingarnir séu ekki lélegasta lið sögunnar Watkins hélt Meistaradeildardraum Villa á lífi „Vörðust og vörðust meira ásamt því að tefja tímann“ Man. City tapaði mjög óvænt stigum á móti botnliðinu Haaland hreinskilinn: Ég hef ekki verið nægilega góður Vill að Arsenal neiti að standa heiðursvörð fyrir Liverpool Arteta varar Arsenal fólk við: Erfiðasta staðan að fylla Arne Slot vonsvikinn með Trent Alexander-Arnold Mac Allister besti leikmaðurinn í fyrsta sinn Salah valinn bestur af blaðamönnum Fótboltaparið eignaðist son og skírði hann Jagger Tilbúinn að gefa nýrun sín en ekki að leigja bílaleigubíl „Hverjum er ekki sama þó við séum í veseni í deildinni“ „Liðið ætti að vera betra en það er en við erum að reyna“ Sheffield United með gott forskot í umspili Championship Rio Ferdinand lagður inn á sjúkrahús Sjá meira
Þeir bestu (40.-31. sæti): Gullfundur í Góða hirðinum, galdurinn í Garðabænum og költhetjan Íslenski boltinn
Þeir bestu (40.-31. sæti): Gullfundur í Góða hirðinum, galdurinn í Garðabænum og költhetjan Íslenski boltinn